Morgunblaðið - 13.08.1955, Blaðsíða 9
Laugatdagur 13. ágúst 1955
MORGUNBLAÐIB
9
Von Brentano er í erffi
og á fyrir höndum vandasamt verkefni
Þann 6. þ. m. fór fram afhending á vinningum í 4. flokk happ-
drættis D.A.S., sem var Ford fólksbifreið og Vespa mótorhjól. —
Hér sjást ungu hjónin, Valgerður Þorleifsdóttir og Benedikt Guð-
onundsson Miklubraut 56, taka á móti bifreiðinni.
Ólafsvaka með
gleði og glaum
Færeyingar brugga sterkan bpr
OLAFSVAKAN í Þórshöfn í ár fór fram dagana 28.—29. júlí,
eins og vant ér. Fyrri Ólafsvökudaginn var veður afbragðs
gott, en þann dag fóru aðal skemmtanahátíðahöldin fram.
í kappróðrinum unnu Vágbing-
ar frá Suðurey eftir harða keppni
á 10 manna fari. Hlutu þeir bikar
þann, sem Sjóvinnubankinn hefir
gefið.
Síðari daginn rigndi aftur á
móti töluvert, og varð það til
jþess að draga nokkuð úr hátíða-
stemmingunni. Lögþing Færeyja
var sett þann dag kl. 13.00 eftir
að guðsþjónusta hafði farið fram
i Havnar-kirkju.
Meðal hinna fyrstu mála, sem
tekin verða á dagskrá á þinginu
eru breytingar á áfengislöggjöf-
inni („rúsdrekkalögunum").
Samkvæmt frumvarpi, sem
fram hefir komið, skulu verzlan-
ir, sem fá sérleyfi frá landsstjórn-
ínni, mega selja sterkt öl og fær-
eysku ölgerðirnar fá að brugga
þetta öl. Skulu kaupmenn greiða
2.000 fær. kr. fyrir söluleyfi.
Er þessu frumvarpi ætlað að
fá lagalegt gildi 1. október, ef
það fæst samþykkt.
Á Ólafsvökunni var báða dag-
ana dansað í öllum danshúsUm
toæjarins, og samkomur voru
lialdnar í flestum samkomu-
sölunum. Færeyskir hringdansar
voru dansaðir í Sjónleikarhúsinu
toáða dagana fram undir morgun.
FÆREYSKI FÁNINN
4. ágúst verður mikil hátíð-
arviðhöfn í Færeyjum, þegar
fyrsti færeyski fáninn, sem
húinn var til, verður hengdur
upp í Famjuns-kirkju. Fær-
eyska stúdentafélagið í Kaup-
mannahöfn hefir látið gera við
fánann og innramma hann.
Verður hann svo afhjúpaður í
Famjum fyrrnefndan dag.
Það var Jens Oliver Lisbeg,
sem gerði uppdrátt að fær-
eyska fánanum, og verður
fyrsti fáninn varðveittur í
fæðingarbyggð hans.
Lisberg fæddist 24. des. 1896,
en dó ungur, árið 1920.
2. marz 1919 var fáninn
fyrst borinn %fram á fundi
Stúdentafélagsins i Höfn. —
Fyrsta skiptið, sem færeyski
fáninn var dreginn að hún í
Færeyjum, var í Famjum sum-
arið 1919.
Miðpunktur hátíðahaldanna
var Vaglið (sem samsvarar Læk-
artorgi ( Reykjavík). Það var allt
fánum skreytt, og ljós frá hundr-
uðum pera, lýstu upp Vaglið og
Áarveginn (Lækjargötu). í trjá-
garðinum ofan við Vaglið var
komið fyrir marglitum ljósum
undir trjánum og íurtunum, og
á garðinn og um leið hátíðahöld-
in eftir sólsetur. — Fréttaritari.
Gamla Bíó.
GAMANMYNDIN „Genevieve“,
sem Gamla Bíó sýnir nú er ensk,
frá J. Arthur Rank-kvikmynda-
félaginu og eru það út af fyrir
sig meðmæli með myndinni, því
að flestar myndir þessa ágæta
kvikmyndafélags eru athyglis-
verðar bæði um efni og alla gerð.
— Mynd sú sem hér ræðir um er
afbragðsvel sett á svið af hinum
snjalla kvikmyndastjóra Henry j
Cornelius, og efni myndarinnar, 1
sem William Rose hefur samið,
snjallt og bráðfyndið. Fjallar hun
um tvo vini er taka þátt í kapp-
akstri gamalla bifreiða af gerð- j
inni í kringum síðustu aldamót. '
Kemur margt skringilegt og skop-
legt fyrir í þeirri keppni, sem
verður áður en lýkur einka-
keppni milli vinar.na. Rekur þar
hvert óhappið annað og gera þeir
allt til þess að tefja hvor fyrir
öðrum og vekur það mikinn hlát-
ur áhorfenda. — Leikendur eru
allir þekktir og góðir enskir leik-
arar, er fara prýðilega með hlut- j
verk sín. Má þar einkum nefna
John Gregson og Kenneth More
er leika vinina Alan McKim og
Ambrose Claverhouse og Dinah
Sheridan er leikur Wendy konu
McKim og Kay Kendall er fer
með hlutverk Rosalind Peters,
vinkonu Ambrose.
Myndin er tekin í litum, og er
sem áður segir bráðskemmtileg.
Austurbæjarbíó.
UNDANFARIÐ hefur Austur-
bæjarbíó sýnt enska kvikmynd
„Milli tveggja elda“, er fjallar
um svartamarkað og mannrán í
Berlín eftir síðustu heimsstyrjöld.
Er myndin sett á svið í Berlín og
er leikstjórinn Carol Redd. —
Mynd þessi er spennandi frá upp-
hafi til enda og ef dæma má eftir
fregnum sem borizt hafa af lífi
manna og átökum milli austnrs
og vesturs á þessum slóðum, er
hér líklega um mjög raunsæa
mynd að ræða. — Tveir af ágæt-
ustu leikurum enskum, þau
James Mason og Claire Bloom
UTANRÍKISRÁÐHERRA Vest-
ur-Þýzkalands, Heinrich von
Brentano, er kominn af gamalli,
virðulegri æít í Hessen. Ætt sína
getur hann rakið til eins kunn-
asta, rómantíska skáldsins, er
uppi hefir verið með Þjóðverj-
um, og einnig eins ágætasta hag-
fræðings, er Þjóðverjar áttu á
19. öldinni. Faðir hans lét mikið
að sér kveða í stjórnmálum í Hess
en og sat um margra ára skeið
í þýzka Ríkisdeginum sem einn
af þingmönnum Kaþólska mið-
flokksins. Von Brentano á tvo
bræður og er annar vel þekktur
skáldsagnahöfundur en hinn í
utanríkisþjónustunni og gegnir
’ nú störfum sendiherra í Róma-
borg.
★ LÍTT ÞEKKTUR FRAM TIL
ÁRSINS 1945
Fram til ársins 1945 var Hein-
rich von Brentano lítt þekktur —
og báðir bræður hans voru þá
kunnari almenningi en hann. Von
Brentano lagði fyrir sig lögfræði
og tók lokapróf í Darmstadt
nokkrum mánuðum áður en Hitl-
er kom til valda í Þýzkalandi.
Allan þann tíma, sem Nazistar
réðu ríkjum lét von Brentano
lítið á sér bæra. Hann gekk ekki
í Nazistaflokkinn og tók heldur
ekki þátt í andspyrnuhreyfing-
unni gegn Nazistum.
Að heimsstyrjöldinni lokinni
kom hann fyrst fram á sjónar-
sviðið og tók að láta stjórnmál
til sín taka. Hann var einn þeirra
manna, er stofnsettu Kristilega
demokrataflokkinn í Hessen. —
Þessi flokkur, sem s. 1. sex ár
hefir mátt sín hvað mest í stjórn-
málum Vestur-Þjóðverja, var á
þessum tíma mjög laus í reip-
unum og samanstóð einkum af
sjálfstæðum smáflokkum, er
komið hafði verið á laggirnar
víða í Vestur-Þýzkalandi.
Hinn nýi utanrikisráðherra V-Þjóð-
verja er hávaxinn og alvörugefinn,
skapstilltur og skýr
,
★ VON BRENTANO BER
HREINAN SKJÖLD
Von Brentano hóf feril sinn
sem stjórnmálamaður með alveg
hreinan skjöld — þar að auki
hafði hann til að bera skýra hugs
un, skapstillingu, góða skipulags
gáfu og sérþekkingu og hagnýta
reynslu þaulvans lögfræðings.
Hann sat í nefnd þeirri, sem
hernámsyfirvöld Breta, Frakka
og Bandaríkjamanna skipuðu, til
að gera stjórnarskrá fyrir nýtt,
þýzkt ríki, er reisa átti frá
grunni, á hernámssvæðum stór-
veldanna þriggja. Var von Brent
ano einn af þrem áhrifamestu
mönnunum, er sátu í þessari
nefnd.
★ ★ ★
Einmitt þá veitti dr. Adenauer
þessum hæfa stjórnmálamanni
athygli. Ári síðar gerði forsætis-
ráðherrann von Brentona að for-
manni þingflokks Kristilegra de-
mokrata í neðri deild vestur-
þýzka Sambandsþingsins, og
sagt er, að dr. Adenauer hafi þá
þegar búið hann undir að taka
við utanríkisráðuneytinu, þegar
ráðuneytið yrði stofnsett í V.-
Þýzkalandi. Von Brentano aflaði
sér reynslu í meðferð utanríkis-
mála með störfum sínum við ýms
ar alþjóða Evrópu-stofnanir, er
þá var verið að skapa. Hann lét
talsvert að sér kveða á þeim vett-
vangi um nokkurra ára skeið og
gegndi ábyrgðarmikilli stöðu í
þjónustu Evrópuráðsins. — Samt
sem áður væri ekki rétt að telja
hann ákafan fylgismann þess. að
Bandaríkjum Evrópu yrði komið
á stofn. .
fer þarna með allmikið hlutverk.
— Efni myndarinnar verður hér
fara með aðalhlutverkin af mik- ekki rakið, en þeir sem hafa gam-
illi snilld, — en einkum er þó an af spennandi og taugaæsandi
leikur Masons frábær. Einnig er,, kvikmyndum verða ekki fyrir
mjög góður leikur þýzku leik-, vonbrigðum af þessari mynd.
settu þau sérstakan ævintýrablæ 1 konunnar Hildegarde Neff, sem
Ego.
Heinrich von Brentano — brosir
sjaldan, hlær aldrei
★ ERFIÐ AÐSTAÐA
Hann hefir yfirleitt forðast —
ef til vill af ásettu ráði — að berj
ast fyrir sérstökum stjórnmála-
legum hugsjónum. S. 1. fimm ár
hefir hann látið sér nægja, að
vera dyggur aðstoðarmaður for-
sætisráðherrans, og það hefur
jafnvel gengið svo langt, að hann
hefir sjálfur horfið í skuggann
fyrir dr. Adenauer. Hvað eftir
annað var því slegið á frest, að
hann yrði skipaður utanríkisráð-
herra. Þessi aðstaða von Brent-
anos var erfið, en hann leysti
vandann af höndum af mikilli
prýði.
Hann hefir aldrei verið talinn
til nánustu vina dr. Adenauers,
þó að hann hafi verið ákafur
fylgismaður hans. Von Brentano
hefir nú tekið að sinna utanríkis-
málunum í stað dr. Adenauer, en
forsætisráðherrann hefir greini-
lega sýnt, að hann hefir enn mik-
inn, persónulegan áhuga fyrir
því, hverju fram vindur í þeim
efnum.
★ ★ ★
Aðstoðar-utanríkisráðherrann,
Hallstein prófessor, hefir alltaf
verið einn af nónustu vinum dr.
Adenauers og setið í „eldhúsráðu
neyti“ hans. Hann hefir því beint,
persónulegt samband við dr.
Adenauer, þó að yfirmaður hans,
von Brentano, hafi það ekki. —
Augljóslega gerir þetta von Brent
ano erfiðara fyrir að ýmsu leyti,
og enn er ekki ljóst, hvort nýja
utanríkisráðherranum tekst að
taka sjálfstætt á þeim málum, er
hevra undir hans ábyrgðarmiklu
stöðu.
★ VANDASAMT VERKEFNI
Fyrsta verkefni von Brentanos
verður vandasamt — og fólgið í
því að koma á laggirnar einhvers
konar stjórnmálasambandi við
Ráðstjórnarríkin og önnur kom-
múnisk ríki, og jafnframt verð-
ur hann að forðast, að stjórn Aust
ur-Þýzkalands sé á nokkurn hátt
viðurkennd af vestur-þýzka rík-
inu.
Þar sem Vestur-Þýzkaland er
nú fullvalda ríki, verður ekki hjá
því komizt að koma á þessu
stjórnmálasambandi, ef hægt er
að fá Ráðstjórnina til að viður-
kenna vestur-þýzku stjórnina —
Dr. Adenauer er ekki um að taka
að sér þetta starf í eigin persónu,
og sagt er, að Rússar séu heldur
ekki áfram um, að hann taki það
að sér, og vilji jafnvel gjarna
draga umræður um stjórnmála-
samband við V.-Þýzltaland á
langinn, þar til dr. Adenauer
hættir störfum, en hann er orð-
inn aldraður maður, svo sem
kunnugt er.
Von Brentano er fimmtugur að
aldri, piparsveinn, hávaxinn, allt-
af velklæddur og prúður í fram-
komu, notar gleraugu að stað-
aldri, alvörugefinn á svip og hlé
drægur. Hann hefir mikið yndi
af því að safna sjaldgæfum vín-
tegundum og hefir mjög gott vit
á góðum vínum, einnig safnar
hann ýmiss konar listaverkum.
Hann er ekki félagslyndur. nán-
ustu vinir hans eru ekki stiórn-
málamenn, hann brosir sjaldan
og hlær aldrei.
Honum hefir tekizt að halda
uppi merkilega miklum aga í
þeim sundurleita þingflokki, sem
hann á að leiða sem formaður,
þó að hann hafi aldrei beitt neins
konar ofstopa í því starfi.
Að baki hinnar prúðmannlegu,
þægilegu og rólegu framkomu
hans býr samt nokurt taugaó-
styrkur, er kemur fram í því, að
hann keðjureykir og stamar of-
urlítið. Þegar hann flytur ræður,
verður honum stundum á að láta
sína skýru, lögfræðilegu hugsun
hlaupa með sig í gönur — og seg-
ir stundum einum of mikið.
Fæstir vita, hvað býr innra
með honum — en vestur-þýzkir
stjórnmálamenn bíða þess að sjá,
hvernig hann leysir starf sitt af
hendi, með nokkurri forvitni —
en jafnframt fullri virðingu fyr-
ir þessum hægláta manni.
Síyrkir úr Menníngar
og mínningarsji
NÝLEGA hefir verið úthlutað
styrkjum úr Menningar og minn-
ingarsjóði kvenna. Til úthlutun-
ar komu að þessu sinni aðeins kr.
25.000,00, en umsækjendur voru
39. Af þeim hlutu styrki 19 náms-
stúlkur cg einni konu var veittur
styrkur til vísindaiðkana. Styrk-
irnir voru þessir:
A. NÁMSSTYRKIR
Arnheiður Sigurðardóttir, Þing-
eyjarsýslu. ísl. fræði kr. 1000,00
Ásdís Jóhannsdóttir, Hveragerði.
Efnafræði kr. 1500,00
Auður Sigurðardóttir, Reykjavík.
Nuddlækningar kr. 1000,00
Bára Þórarinsdóttir, Gullbringus.
Handavinnukennsla kr. 1000,00
Elsa Tómasd Söngn. kr. 1500,00
Guðrún A. Kristinsdóttir, Akur-
eyri. Píanóleikur kr. 1500,00
Helen Louise Markan, Reykjavík.
Söngkennaranám kr. 1000,00
Hrönn Aðalsteinsdóttir, Reykja-
vík. Sálarfræði kr. 1000,00
Ingibjörg M. Blöndal, Reykjavík.
Hljóðfæraleikur kr. 1000,00
Ingigerður Högnadóttir, Árness.
Málaralist kr. 1500,00
Jóhann Jóhannsdóttir, Reykjavík
Læknisfræði kr. 1000,00
Kristín R... Jónsdóttir, Reykjavík
Frh.nám i læknisfr. kr, 2000,00
Kristín Jónsdóttir, Eyjafjarðar-
sýslu. Listiðnaður kr. 1000,00
Margrét Guðnadóttir, Gullbringu
sýslu. Læknisfræði kr. 1000,00
Sigríður S. P. Björnsdóttir, Rvík.
Föndurk. sjúkra kr. 1000,00
Sigríður Sigurðardóttir, Reykja-
vík. Málaralist kr. 1500,00
Sigrún Brynjóifsdóttir, Akureyri
Sálar- og uppeldisfr. kr. 1500,00
Vigdís J. R. Hansen, Reykjavík.
íslenzk fræði kr. 1000,00
Þórunn Þórðardóttir, Reykjavík.
Þjóðfélagsfræði kr. 1500,00
B. TIL VÍSINDAIÐKANA
Ólafía Einarsdóttir, Reykjavík.
| Rannsókn ísl. annála kr, 1500,00