Morgunblaðið - 18.09.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.09.1955, Blaðsíða 2
I MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. sept. 1955 Presturinn vor ekki sú sumi — Snmt ionnst mér ég kominn heim i' NOKKURT tákn þess, að Mozart-árið er að nálgast, fengum við s.l. miðvikudags- kvöld á hljómleikum, er Sin- fóníuhljómsveit Berlínarborg- ar — Stadtisches Berlinger Sinfonie-Orchester — hélt í sal Eichendorffskólans. Hátíða salurinn gat tæplega tekið við hinum mörgu vinum meistar- ans frá Vín. Menn hefðu að vísu heldur viljað hlýða á tón- leika þessa í hallargarðinum, eins og auglýst hafði verið. Hefðu menn þó ekki getað not ið þeirra eins vel undir berum himni, því að kvöldsvalinn er vanur að hafa óheppileg áhrif á tónstillingu hljóðfæranna. Er dívertimentoið (í d-dúr, fyrir strengjasveit og hom) hófst, mátti halda, að hér væri é ferðinni sjaldleikið tónverk. En fyrri menúettinn tók af allan vafa: er hann kunnur flestum tónlistarvinum, þótt ekki sé nema úr útgáfum fyr- ir píanó og önnur hljóðfæri. Þrátt fyrir glaðværð þessarar klassísku skemmtitónlístar gátu menn, í túlkun Róberts Abraham OTTÓSSONAR, fundið undiröldu geðshræring ar og djúprar hugsunar undir straumi hinna heiðríku hljóma. Gestur þessi úr norðri, stjómandi íslenzku sinfóníu- sveitarinnar, stundaði nám í Berlín. Eftir meira en 20 ár stóð hann nú á stjórnpalli einn ar af hljómsveitum borgar okkar. Stjórn hans er gædd lífi og ferskleika. Flutningur hinna dansrænu kafla, svo og b-dúr sinfóníunnar (K. 319), takmaxkaðist ekki af snotur- leika og hirðmennsku, heldur var hann borinn uppi af anda Mozarts. Sjálf sönglínan var hvergi vanrækt, og þeir þætt- ir bennar, er sköruðu fram úr gnægð hugmyndanna, voru dregnir fram með mikilli nær- gætni. Einnig var greitt úr hinum dýra samleik miðradd- anna, er höfundurirm hefir látið sér svo annt um, og gát- um við því teygað úr berglind gleðinnar — ekki sízt í „Eine kleine Nachtmusik", en það er heiðríkja hennar, sem gerir okkur þetta alþýðlega tónverk svo kært. H. Sch. ★ ★ ★ AÞENNA hátt komst Berlínar- blaðið BZ am Abend að orði Uiti Mozart-hljómleika Róberts A. Ottóssonar og Sinfóníuhljóm- •veitar Berlínarborgar. — Róbert A. Ottósson stjórnaði sinfóníu- hljómsveitinni í boði aðalstjórn- anda hennar, Hermanns Hilde- brandts, sem hingað hefir komið Og er tónlistarvinum að góðu kunnur. Hann stjómaði Sinfóníu- hljómsveit Ríkisútvarpsins, eins og menn rekur minni til. Nýi Faxaflóabáturinn ] ekki til fyrr en um áramót j •> Flytur 250 farþega og gengur Wh mílu | NÝI FAXAFLÓABÁTURINN, sem er í smíðum í Danmörko, verður ekki tilbúinn fyrr en um næstu áramót. Hann mun hlaupa af stokkunum í október. Skipið er eins og áður hefur verið skýrt fri með dieselvél og mun ganga um 12(4 mílu. Ferðin með því upp á Akranes mun því taka um 50 mínútur. Róbert A. Ottósson — Hvað viltu segja okkur um þessa hljómleika þina í Berlin? — Hljómsveitin er mjög góð, ekki sízt strengjadeildin. í henni eru aðallega ungir menn og sýna þeir mikla starfsgleði. Ég held það megi segja, að hljómleikarnir hafi tekizt ágæt- lega. Við fengum prýðisgóðar við tökur og seldust allir miðar upp, þótt undarlegt sé á þessum tima árs. En þeir hafa kannski búizt við, að ég kæmi með hvítabjörn í bandi! Starfssvið hljómsveitarinnar er í austurhluta borgarinnar, en hljómlistarmennirnir eru frá báð um borgarhlutum. Þeir sem búa á austursvæðinu fá laun sín greidd í austur-þýzkum mörk- um, en hinir fá hluta af launum sínum í vestur-þýzkum mörkum. Er þetta gott fyrirkomulag og veldur engri óánægju. Þvert á móti er samkomulag einkargott í hljómsveitinni. NÝR PRESTUR — EN VAR SAMT KOMINN HEIM — En hvernig fannst þér að koma til Berlínar. Þú ert fædd- pr í borginni — er það ekki? — Jú, ég er borinn og barn- fæddur í Berlín. Hafði ekki kom- ið þangað í 21 ár. Mér þótti auð- vitað harla einkennilegt að koma þangað aftur eftir svo langan tíma. Og þá ekki sízt að flytja þar tónlist — eftir uppáhaldið mitt, Mozart. Að vísu sló það mig heldur illa að koma fyrst til borgarinnar. Þar sem ég var alinn upp, dreng- ur, var allt í rústum Húsið okkar var haugur, arfagróinn. Flest hús óþekkjanleg nema kirkjan sem ég var fermdur í, Postulakirkjan. Ég gat verið þar við guðsþjón- ustu einn sunnudagsmorguninn. Presturinn var að vísu ekki sá sami og þegar ég var heima í gamla daga. Samt fannst mér ég vera kominn heim. „HUMORINN“ í LAGI — En fórstu ekki fljótlega að kunna vei við þig? —- Jú, þegar ég var búinn að vera nokkurn tíma. Mér þótti t.d. skrítið, þegar ég kom niður á Kurtfúrstendamm að kvöldlagi og ætlaði að ná í neðanjarðar- brautina, að ég skyldi vera að fara á hótel, — en ekki heim. Gengið hefir sæmilega að reisa borgina úr rústum. Tré er verið að gróðursetja aftur í Tiergarten og hann er að fá sinn gamla svip. Og gamli góði „Berlínarhúmorinn" er enn í góðu lagi. — Þar er líka mikið Ríkisbókasafnið í Berlín tónlistarlíf, eins og áður, t.d. eru tvö óperuhús starfandi í borg- inni, Berlínaróperan i vesturhlut anum og Comische-oper í austur- hlutanum. Og verið er að opna Rikisóperuna aftur um þessar mundir. MERKILEGAR RANNSÓKNIR — En þú varst í Lundúnum líka, var það ekki? — Jú, ég fór þangað til að halda áfram að grúska í gömlum handritum í British Museum. Ég hefi svolítið verið að athuga ákveðinn þátt fornrar íslenzkrar kirkjutónlistar. Það var því nauð- synlegt að fara til Lundúna, því að merkilegt samband er á milli kirkjutónlistar á íslandi og Bret- landi á miðöldum og þurfti ég að bera gögn sem ég hefi viðað að mér saman við handrit í Brit- ish Museum. Samanburðurinn leiðir ýmsa merkilega og fróð- lega hluti í Ijós, en við skulum láta þetta nægja í bili og bíða þess heldur, að einhver árangur verði af þessu starfi mínu. Fiá Lundúnum fór ég svo til Berlínar, m.a. til að grúska svo- lítið í Ríkisbókasafninu þar og hitta gamlan kennara minn að máli sem nú er starfandi þar í borginni. Ríkisbókasafnið í Berlin er mjög stórt, enda þótt bókakostur þess hafi minnkað um % frá því fyrir stríð Þá átti safn- ið 3 milljónir binda, en nú um 1 milljón. Það er þó talsvert, finnst þér það ekki? GENFARRÁÐSTEFNAN HAFÐI SÍN ÁHRIF — Jú, — en hvað vildii'ðu segja okkur að lokum um Berlínar- dvöl þína? Um þau áhrif, sem skipting borgarinnar hefir á andrúmsloftið í austri og vestri? — Já, þú átt auðvitað við hina stjórnmálalegu hlið málsins — eða hvað? Genfarráðstefnunni var nýlokið, þegar ég var í Berlín, og hafði það að sjálfsögðu sín áhrif á borgarbúa. Allt var með kyrrum kjörum, og lífið virt- ist ganga sinn eðlilega gang — að svo miklu leyti sem telja má eðlilegt, að borg sé skipt í tvö ríki. Menn geta komizt með lest- um borgarbrautar eða neðanjarð- arbrautar frá vestri til austurs og öfugt án þess að þurfa að sýna nokkur skilríki. Aðeins á akbrautum má sjá lögregluþjóna, sem leika hlutverk landamæra- varða. Þess sjást merki, að menn láti sér nægja minni lífsþægindi austan við Brandenborgarhliðið en vestur á Kurfúrstendamm þar sem allt, sem hjartað girnist, er fáanlegt — fyrir þá, sem ráð hafa ; á að eignazt það. En annars er ég þessum málum lítt kunnur. Hlut- verk okkar músíkantanna er, eins og þú veizt, að skynja SAM- | HLJÓMINN bak við ómstreit- una. Og hver getur láð okkur i það? M. Mendes í Júgósiavíu BELGRAD, 17. sept : — Mendes- France fyrrum forsætisráðherra Frakklands er nýkóminn til Júgó slavíu, þar sem hann er í stuttri heimsókn. — Hann ætlar fyrst að dveljast nokkra daga í Belgrad, en síðan fer hann í ferðalag um landið. — Reuter. í sölum skipsins verður rúm fyrr 250 farþega. Ennfremur mun það geta tekið 4—5 bíla á þilfar. Skipið er rúm 300 tonn að stærð 135 feta langt og 26 fet á breidd. Gamli Laxfoss var hinsvegar 133 fet á lengd og 22 fet á breidd. Farþegasalir skipsins verða hinil' vistlegustu. Óhætt er að fullyrða, að fólk hér við Faxaflóa bíði komu hina nýja skips með óþreyju. Delta Rhylem Boys Njótea stöðufft esuk- tnua vinsæida Della Rhytem Boys senn á förnm héöan ] HyÚ HAFA hinir heimsfrægu Delta Rhytem Boys sungið fyrla 1* íslenzka hlustendur um viku tíma við mikla aðsókn og frá« bærar undirtektir. Tríó Ólafs Gauks aðstoðar þá ásamt píanó«i leikara, sem ferðast með þeim, en Haukur Morthens er kynnir, Nú fer að verða hver síðastur að njóta þessara ágætu skemmtana, með því að þeir munu senn á förum héðan. VEKJA ÓSKIPTA ATHYGLI Það er engum ofsögum sagt af því, að hinir fjörugu Delta Rhytem Boys syngi sig inn í hjörtu áheyrenda. Söngur þeirra er hreint afbragð og framkoma eins og bezt verður á kosið. — Hreyfingar allar og glaðværð fellur mjög vel saman við söng- inn, sem er ákaflega samstilltur og ber vott um mikla þjálfun. Enda hafa þeir félagar sungið saman víðsvegar um heim um 11 ára skeið, og vakið hvarvetna óskipta athygli og aðdáun. Hér verður söng þeirra ekki frekar lýst, sjón er sögu ríkari. Þó má geta þess, að hinn glaðlyndi píanóleikari þeirra, sem m. a. útsetur lögin, á ekki hvað sízt þátt í hinum miklu vinsældum þeirra félaga. Gólfpússningavélar þegar nofaðar á Keflavíkuriiugveili í SAMBANDI við frétt blaðsins í gær um nýju gólfpússningavél- ina, skal þess getið, að Samein- aðir verktakar hafa notað slíkar vélar um þriggja ára skeið við framkvæmdir sínar á Keflavík- urflugvelli. Múrarameistararnir Einar Sveinsson og Guðmundur Gíslason, hafa þar kennt fjölda sveina meðferð þeirra. Er því ekki ósennilegt, að þesar vélar eigi eftir að ryðja sér mjög til rúms hér. Eitt íslenzkt lag hafa þeir sung«i ið á hljómleikunum, og þykií þeim takast það vel. Núna uK helgina munu þeir væntanleg# bæta öðru íslenzku lagi við og efnisskráin þá breytast nokkuð, — G. E. i i -----------------------i Fundur fulltrúa bæjarsljóma q AKUREYRI, 17. sept.: — Nú síð« astliðinn fimmtudag og föstudag hefur verið haldinn hér fundmi fulltrúa bæjarstjórna af Vestur-> Norður- og Austurlandi. Va* ákveðið á s.l. vori er haldinn vaí fundur sveitarstjórna í Reykja, vík, að boða til þessa fundar 4 Akureyri nú. Meginverkefni fundarins voru umræður um hvernig bæjar- og sveitafélög mættu afla sér auk« inna tekjustofna. En samkvæmR hinni nýju skattamálalöggjöl mun gert ráð fyrir að tekjustofn- ar bæjar- og sveitafélaga rýrnt allverulega. All rnargar sam- þvkktir voru gerðar um þetta efni á fundinum. Var þar krafizl að annað tveggja yrði skatta- málalöggjöfinni breytt eða, að ríK ið tæki aukinn þátt í skyldu- greiðslum bæjar- og sveitafélaga, Ennfremur fór fundurinn fram á, að landhelgin fyrir NorðurlandJ yrði víkkuð og fylgt þar sömu reglum og gilda fyrir Suð-VestUII land. I í dag eru fulltrúarnir á ferða- lagi um Þingeyjarsýslu í boði bæjarstjórnar Akureyrar og munu meðal annars skoða hina nýju Laxárvirkjun og eflaus® koma á fleiri staði. — Vignir, J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.