Morgunblaðið - 18.09.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.09.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. sept. 1955 "j _____ Læknirinn og ástin hans EFTIR JAMES HÍLTOH Framhaldsssagan 31 raun til að svipta sjálfa sig lífi, hefur aldrei fengið neina reynslu í barnfóstrustörfum og kann ekki einu sinni móðurmál barnsins svo vel, að það skilji hana til nokk- urrar hlítar. Þér munið þurfa að spyrja sjálfa yður, hreinskilnislega og afdráttarlaust, hvað geti legið á hakvið þennan undarlega atburð og ef þér minnist afleiðinga hans, þá hljótið þér að mynda yður persónulegar skoðanir um það, hversvegna fanginn kaus að taka þessa ungu stúlku inn á heimili sitt, þar sem hann gat séð hana á hverjum degi og eins oft og í eins langan tíma og hann sjálfur vildi og þar sem, undir sama þaki og eiginkona hans og son- ur .... Herrar mínir, það er yð- ar að úrskurða og skýra í þessu máli, að svo miklu leyti sem yður finnst réttlætanlegt að gera slíkt •— ég vil aðeins vara yður við falsi og rómantík, sem leikir og sögur fjalla svo oft um, — ég á við þá tegund, sem fjallar um það, sem ég held að sé nefnd „hinn eilífi þríhyrningur“. Slík fögur orð eru að sumu leyti hræsnisfull. Þau kunna að veita okkur afþreyingu eina og eina kvöldstund. En í dómssaln- um er það skilda okkar að muna — og það er skylda mín að benda á — greinilegri og óskemmti- legri atriði .... fýsn .... blind ást .... hinar lægstu og auðvirði legustu girndir líkamans, stjórn- lausar og yfirgnæfandi, sem eru á vorum dögum svo oft nefndar einu nafni ást og þér megið herr- ar mínir kalla það ást, ef yður sýnist svo.... “ Við þessi orð dómarans var eins og litli læknirinn vaknaði af dvala og hann sagði við sjálfan sig, líkt og hann væri að svara síðustu orðum hans: „Já, ég kalla það ást. Ó, guð veit að ég kalla það ást“. Þegar litli læknirinn lá í fleti sínu, þessar síðustu nætur í fang- elsinu í Calderbury, andvaka og þungt hugsandi um rás viðburð- anna, þá fann hann sárast til þess, að þessi stund skyldi renna svo seint upp í lífi hans og þá varð honum óhjákvæmilega hugs að til ástarinnar, sem ávallt hafði búið í hjarta hans og í hjörtum svo margra: ást mannanna, sem hafði leynst í klefum munkanna, vinnustofum listamannanna og rannsóknarstofum læknanna, ást, sem menn fórnuðu sér og dóu fyrir, ást, sem hefði getað lagt undir sig allan heiminn, ef tími hennár hefði ekki komið of seint. Slög dómkirkjuklukkunnar á stundarfjórðungs fresti auð- j kenndu og sönnuðu hinn hæg- I fara harmleik, á meðan læknir- inn lét sig dreyma, á meðan hann minntist milljónanna. sem * lágu í gröfum sínum .... hatur .. morð .... angist .... hinar lægstu og auðvirðilegustu hvatir líkamans, stjórnlausar og yfir- gnæfandi .... sem eru löngum nefndar einu sameiginlegu nafni, og kallaðar „ást“ .... og þér megið, herrar mínir, kalla það ást, ef yður sýnist svo .... og svo sofnaði hann í fáein værðar- laus augnablik, vaknaði aftur og var eins og á milli svefns og vöku, unz glitta fór í járnrimla gluggans í fölri skímu dögunar- innar. Daginn sem hann var tekinn af lífi, var honum loks veitt leyfi til að hitta Leni, leyfi, sem hann skildi ekkert í, að yfirvöld fang- elsisins skyldu gefa honum. Ástæðan fyrir þeirri leyfisveit- ingu er birt í bók, eftir Sir Ge- orge Millman, majór, sem gefin var út fyrir örfáum árum og heitir „Hin fjörutíu ár mín í fangelsi". í þeirri bók er grein, sem aðal- lega eru fróðlegar og merkileg- ar endurminningar um Calder- bury-málið: — Newcome var í minni um- sjón, bæði áður og eftir að dóm- ur var fallinn í máli hans. Hann var maður rólegur og hljóðlátur, sem aldrei olli nein- um erfiðleikum eða stofnaði til nokkurra vandræða í daglegri umgengni sinni. Eína bónin, sem hann þreytt- ist aldrei á að endurtaka, var sú, að fá að sjá samfanga sinn, ung- frú Leni Krafft, sem var honum samsek, hafði hlotið sama dóm og var í varðhaldi skammt frá dvalarstað hans. Eins og ég sagði honum oft- sinnis, þá stríddi slíkt algerlega á móti öllum reglum, en svo nefndi ég einhverju sinni þessa bón hans við Sir William Clin- tock, sem hafði yfir-umsjón með leynilögreglunni á stríðsárunum og hann leit á málið frá allt öðru sjónarhorni. Mjög lítið virtist vitað um þýzku stúlkuna annað en þátt- töku hennar í þessu Calderbury- máli, en falsað vegabréf fannst svo í farangri hennar, þegar bú- ið var að handtaka hana og njósnadeildin fékk grun um, að hún væri þýzkur njósnari, sem hefði áður starfað sem slíkur í Rússlandi. Að sjálfsögðu var þetta ekki neitt látið koma fram í réttar- rannsóknunum og þsð hafði eng- in áhrif á spurninguna um sekt hennar eða sakleysi í fyrrnefndu Calderbury-máli. En Sir William hélt hinsvegar, að samræður hennar við dr. New- come, svona rétt fyrir aftöku hans, kynni e.t.v. að gefa ein- hverja bendingu um hlutdeild hennar og gætu jafnvel orðið lykill í höndum deildarinnar að njósnarstarfsemi og baktjalda- makki óvinanna. Þess vegna var leyfið þegar veitt, er búið var að ráðgast um það við innanríkisráðuneytið og hinir tveir dæmdu fangar rædd- ust við í hálfa klukkustund, í einum klefa fangelsisins, þar sem þau héldu að enginn heyrði það, sem þeim fór á milli. _________ Margir menn, þar á meðal einn, sem talaði þýzku eins og fæddur Þjóðverji, hlustuðu á samræð- ur fanganna og skrifuðu niður orð þeirra, án þess að til þeirra sæist. Hugmyndin var í sjálfu sér þess verð, að hún væri fram- kvæmd, en reyndin varð hins- vegar sú, að fangarnir véku í tali sínu ekki einu orði að nokkru því, sem að gagni mátti verða fyrir þá, sem hlustuðu í felustað sínum. Að morgni fimmtudagsins, þeg- ar David frétti að þessi eina bón han hefði verið veitt og, að Leni ætti að fá leyfi til að heimsækja hann, síðar þennan sama dag, þá fylltist hjarta hans sælukenndri eftirvæntingu og hann þrýsti hönd fangelsisstjórans með meiri geðshræringu, en hann hafði j nokkru sinni sýnt, frá því er hann ! var fluttur í varðhaldið. I Fangelsisstjórinn varð örlítið vandræðalegur: | „Nei, alls ekki .... þetta er ekki rétt hjá yður, Newcome .... þér eigið ekki að þakka mér, heldur yfirvöldunum. Hinsvegar samgleðst ég yður innilega. Er það svo ekkert annað, sem ég get gert fyrir yður? Þér vitið....“ „Hvað megum við tala lengi saman?“ | „O, það verður ekki svo ná- kvæmlega fengist um slíkt. Þið fáið sjálfsagt að tala saman eins lengi og ykkur lángar til, svo framarlega sem þið gætið ein- hverrar sanngirni í þeirri ósk TOFRAPOKIMIM 3 aftur. Nze sagði ekki neitt. En næstu nótt hvarf hann, og Abam varð einn eftir. Nze hafði þegar skilið, að Abam væri alveg öruggur á trúboðsstöðinni, og að hann myndi ekkert bresta. Hann vissi, að Abam mundi verða frískur. Það var eðlilegt, að Nze þyrfti að fara heim aftur, því hann hafði skilið við allt sem í reiðuleysi. En hvers vegna þurfti hann að strjúka, og það án þess að þakka fyrir. Það liðu enn nokkrar vikur, qg Abam varð betri. Hann var farinn að. geta gengið til skólans og á samkomurnar, og hann var farinn að læra að lesa og syngja og eignast góða vini meðal skólafélaga sinna. Svo fór hann að vinna létt verk. En hann hændist mest að trúboðanum. Hann hafði fengið snotra mittisskýlu og var farinn að þvo sér og þrífa sig vel að öðru leyti. En ormskinns-töfrapokann vildi hann ekki skílja við sig. Hann fer þó ekki aðeins til samkomnanna kvölds og morgna, heldur líka á sunnudögum. Hann hefur kynnzt ýmsum af hinum kristnu á stöðinni. Trúboðinn hafði gefið honum Matteusar guðspjall, sem hann var farinn að lesa ofurlítið í á sínu eigin máh. Loks var sárið alveg gróið og umbúðirnar teknar í burtu. Nú sást aðeins lítið ör eftir, þar sem sárið hafði verið; og nú gat hann hoppað og hlaupið, synt og unnið, engu síður en félagar hans. Það eru líka liðnir 4—5 mánuðir, síðan hann kom til stöðvarinnar. Svo var það eina nótt, að Abam hvarf á sama hátt og faðir hans. Og engum hafði hann sagt frá því, að hann ætlaði að fara. Hvorki hafði hann þakkað eða kvatt, og einsamall hafði hann lagt af stað í hina löngu ferð heim til þorps síns, lengst upp til fjalla. Trúboðinn varð mjög hryggur. Honum datt í hug, hvort það andlega frækorn, sem sáð hafði verið í hjarta þessa unga manns, hefði fallið á grýtta jörð eða meðal Borgarbílstö&in h.t. Sími: 81991 I i Einholt — Stórholt Bræðraborgarstígur ■ Sími 1517 Hringbraut -i Blönduhlíð — Eskihlíð Sími 5449 Sími 6727 Vogar — Smáíbúðahverfi, sími 6730 ■■•i Erlendor „Velour“ peysnr M o d e 1 : ,,Stockholm“ ,,St. Moritz“ „Wiesbaden“ ,,Kilzbuhel“ „Koblenz“ ,,Copenhagen“ „Zúrich“ TRAUST MERKl d Hvar á ISLANDI, sem þéf verzllð, rriunlð þér flnna þetta VörumerW frá elnni þekktustu matvöruverkamiOJu Evrópii,' Þegar þér b«5J10 um HONK3 Súputeninga, tet Makkarónur; ‘ Bpaghettl, Súpur, Búffinga getlB þér treyst þvl að kaupg góO* vöru A Mnngjörnu yoröi M32 Heildsölubirgðir: ^JCnótjánóóon CJo. L.f. Leciton er dásaml. sáp« an, sem til er. Froðan fíngerð, mjúk og ilmar yndislega. — Hreinsar prýðilega, er óvenju drjúg. Ég nota aðeins Leciton sápuna, sem heldur hörundinu ungu mjúku og hraustlegu. lecIton HEILDSÖLUBIRGÐIR: I. Brynjólfsson & Kvaran

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.