Morgunblaðið - 18.09.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.09.1955, Blaðsíða 12
MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. sept. 1955 12 Maðurinn frá Alamo (The Man from Alamo) Hörkuspennandi ný amer- ísk litmynd um hugdjarfa baráttu ungs manns fyrir mannorði sínu. * 1 Clenn Ford Julia Adams Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tofrasverðið Spennandi æfintýralit-mynd Rock Hudson Piper Laure Sýnd kl. 3. Iveir fyrstu samfelldu þurrkadag- anir í Kjós frá sláttarbyrjun Mörg heimili fengið hjálp átthagaféiaga viS heyskapinn VALDASTÖÐUM, 16. sept. NÚ í VIKUNNI gerði hér tvo góða þurrkdaga, þriðjudag og miðvikudag. Var síðari dagurinn þó sérstaklega góður. Eru þetta fyrstu heilu þurrkdagarnir, sem komið hafa hér síðan slátt- ur hófst. — í gær var hér þurrt veður að mestu leyti, en \ætti þó lrtilsháttar seinnipartinn. MIKIL HEY ÚTI Voru þá margir langt komnir að ná saman heyjum sínum en þó ekki allir. Sérstaklega þeir sem enga hjálp höfðu fengið, voru illa á vegi staddir. Eru öll líkindi til að heyin náist upp í dag, þar sem flestir eru búnir að þurrka það sem laust er, en mest hey úti, þar sem ekki hefur unnizt tími til þess að koma þeim í hlöður. MÖRG HEIMILI ÁN HJÁLPAR Fáeinum heimilum barst nokkur hjálp frá átthagafélögum Kjósverja, og var það mikill styrkur, þeim er urðu þess að- njótandi. En fleiri hefðu þurft hjálpar með. En þar sem þátt- taka var fremur lítil urðu all- mörg heimili útundan. Þá má þess geta, að bílstöðin Bæjar- leiðir, flutti fólk á milli endur- gjaldslaust. Slíkt drengskapar- bragð sem hér var tilstofnað og framkvæmt, er áreiðanlega vel þakkað af bændum. RÉTTUM FRESTAB Réttum hefur verið frestað hér um eina viku og munu bændur halda áfram heyskap ef tíðarfar leyfir. Ennþá mun mikið vanta á, að bændur eigi nægan vetrar- forða handa skepnunrí sínum, en þó mun það misjafnt. Þá má bæta því við, að þau hey, sem í hlöður eru komin eru illa hirt, hrakin og taðan úr sér sprott- in. — Víða eru engjavegir lítt færir vegna bleytu og því erfið- leikum bundið að koma engja- heyi heim. St. G. Ráðsfefna í Mílano ræiir um menningarmá! Slík ráðsfefna hefir áður veriö hafdin í Berlín Mílanó, 12. september. EITT hundrað fjörutíu og átta hagfræðingar, sangfræðingar og félagsfræðingar frá 34 löndum mimu ræða um framtíð frels» isins í heiminum, á ráðstefnu sem hefst hér í Mílanó í dag. MERKIR RÆÐUMENN Meðal ræðumanna á fyrsta fundi ráðstefnunnar, er mun sitja á rökstólum alla vikuna, og beina athygli sinni sérstak- lega að menningarfrelsi hvar- vetna í heiminum, er Raymond Aron frá Frakklandi, Aldo Caros- ci frá Ítalíu, Bandaríkjamenn- irnir Friedrich van Hayek og Sidney Hook, og Michel Holoany og Hugh Gaitskell frá Bretlandi. Munu þeir hefja umræður um hlutverk hins frjálsa þjóðfélags. Ráðstefna þessu lík, var fyrst haldin árið 1950, er 118 kunnir rithöfundar, listamenn, heimspek ingar og vísindamenn frá 21 landi komu saman til fundar í Berlín. Þeir hétu því að „vernda það frelsi, sem mést væri ógnað á vor- um tímum: frelsi hinnar skap- andi og gagnrýnandi hugsunar". Á Berlínarfundinum ákváðu þeir að koma á fót varanlegu samtök- um, sem þeir álitu „skeytingar- leysi eða siðferðilegt hlutleysi gagnvart einræði, vera svik við mannfélagið“. Cott málefni Eyjólfur K. Sigurjónssos Bagnar A. Magnússon loggiltir endurskoðendur. Klapparstíg 16. — Sími 7903. GUNNARJÖNSSON málflutnÍTigsskxifstof*, JMngholtsstræti 8 — Simt 81259 Hilmai Cfalðais hóraðscómslögmaður Málflutningsskrifstofa Gairla Bló, Ingóllístr. — Sirm 1477 5ur Beynir Péiatrtwea* '■F-É Hœetarét.íarI6gni»8nr. 4 :Ít *agav«gi 10. Simi 824is r ÁUt fyrir Sciatverzianir. Teitsson ikttir.qili 1 BEZT AÐ AVGLfSA I MORGVNBLAÐINU HINN 21. ágúst s.l. var grein í Morgunblaðinu eftir hr. Guðbjart Ólafsson forseta Slysavarnafél. íslands, sem nefnist „Verður Oddsviti reistur í Grindavík"? •— Það er innsiglingarviti með rat sjá fyrir innsiglinguna í höfninni í Grindavík. Við lestur þessarar greinar, kom mér í hug að nú væri tækifæri fyrir þá, sem vildu sýna fulla viðurkenningu hinum fyrsta brautryðjanda hér í slysa- vörnum og leggja nú lið með orðum og framlögum þeim mönnum, sem að þessu máli vinna og halda þannig áfran hinu göfuga starfi brautryðjand- ans, sem hann hóf fyrir 60—80 árum, þá prestur og formaður í Grindavík. Sr. Oddur Vigfús Gíslason mun hafa fluttst að Stað í Grindavík í ágúst 1878 (fór til Ameríku 1896). Það er því kominn tíma til að reisa honum minnisvarða og mér finnst það mjög ánægjulegt að hægt skuli vera að sameina á þennan hátt minnismerki látins brautryðjanda og stórmerkilegt björgunartæki nútímans. Það getur forðað mörgum frá hrakningi eða jafnvel beinlínis slysum að hafa beztu fáanlegu tæki tix landtöku og innsiglingar í Grindavík í dimmviðrum og náttmyrkri, þar að auki er brim- ið þar fyrir utan sjálfa höfnina og leiðin í gegnum það, er stór- hættuleg öllum ókunnugum, þar verður að fara alveg hárrétta leið, ef nokkuð verulegt brim er, það er því nauðsvnlegt að allt sé gert sem mögulegt er, til að draga úr hættum þeim, sem eru þarna á leið þeirra, sem sjó- inn stunda á þessum slóðum, þar er oft +eflt djarft af áhuga og kappi, enda oft gott til fanga á nálægum fiskimiðum. Leggjum nú góðu máli lið, og látum ,,Oddsvita“ lýsa og vísa sjómönnum leiðina til hafnar í Grindavík, þar sem vagga slysa- varnanna stóð. 4. sept. 1955. Sæmundur Tómasson (sign) fyrrv. form. í Grindavík. BEZT AÐ AUGLÝSA l MORGUNBLAÐINU í V Ingóllscafé Tngólfscafé Gömlu og nýju dansarnir i Ingólfscafé i kvöld klukkan 9 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5, sími 2826. VETRABGARÐUKINN DANSLEIKUB i Vetrargarðinum í kvöld kl. 9. Hljómsvcit Baldurs Kristjánssonar Miðapantanir í sima 6710 eftir klukkan 8. V. G Gömlu dansarnir i kvöld klukkan 9 Hljómsveit Svavars Gests. Aðgöngumiðasala frá kl. 6. Hljómsveit leikur frá kl. 3,30—5. Þórscafé Dansleikur í Þórscafé í kvöld klukkan 9. Hljómsveit Stefáns Þorleifssonar leikur. Söngvari: Þórunn Pálsdóttir. Aðgöngumiðasala frá kl. 5—7. fleonönrí'rtó • IMHIIMI Silfurtunglib Dansleikur í kvöld kl. 9. HLJÓMSVEIT JOSÉ M. RIBA Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 8. ► Drekkið síðdegiskaffið í SILFURTUNGLINU Silfurtimglið MARKÚS EftírEáDocMl that was a DŒUCIOUS DINNER, BUFF...1 WAVSNT EATSN SHRIMP LIK' THAT IN VEAfíS. 1)— Það eru möi g ár síðan égl 2) — En, gæti ég fengið að hefi fengið slíkan afbragðs mat.'hringja hérna hjá ykkur? 3) — Skiptiborð, gæti ég feng-jið ungfrú Sirrý Davíðs í Týndu* Jskógum? .JL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.