Morgunblaðið - 30.10.1955, Blaðsíða 7
Sunnudagur 30. okt. 1955
MÖRGUNBLAÐIÐ
Leikféíag Reykjavikur:
Nýlf islenzkf leikrif:
ffX:I
■ rr
AGNAR ÞÓRÐARSON er þegar
orðinn landskunnur rithöf-
undur og vel metinn, enda þótt
hann sé enn ungur að árum og
eigi því ekki langan starfsferil
að baki sér. Verk^þau, sem hann
hefur látið frá sér fara, eru að
vísu ekki mörg, en þau bera þess
vitni, að höfundurinn vinnur af
alúð og alvöru og af þeirri virð-
ingu fyrir starfi sínu, sem nauð-
synleg er hverjum rithöfundi til
góðra afreka, enda hefur Agnar
náð þeim árangri á tiltölulega
skömmum tíma að hann er nú sá
meðal yngri leikritahöfunda
vorra sem hvað mestar vonir eru
bundnar við. — Leikrit hans,
„Þeir koma í haust“, sem frum-
sýnt var í Þjóðleikhúsinu í byrj-
un þessa árs, vakti almenna og
verðskuldaða athygli. Var af því
augljóst, að höfundurinn hafði
furðugóð tök á byggingu leikrita,
að hann þekkti mætavel kröfur
leiksviðsins og að honum var
sýnt um að skapa dramatisk átök.
Hinsvegar var ekki pægilega vel
úr efninu unnið, pe’'.;ónurnar
voru flestar nokkuð laust mótað-
ar og samtölin ærið tilþrifa-
lítil. Þessara annmarka gætir
mun mmna í hinu nýja leikriti
höfundarins „Kjarnorka og kven-
hylli“, og er að því leyti um
verulega framför að ræða. Sam-
tölin eru nú yfirleitt betur form-
uð enn áður, oft bráðsnjöll og
hnittin og hæfa venjulega beint
í mark. Og sumar persónurnar,
effir Agnar Þórðarson
Leikstjón: Gurmar R. Hansen
Á heimili þingmannsins. (Guðbjörg, Áróra, Árni, Sigríður og
Nína Sveinsdóttir).
Frú Karitas
(Guðbjörg Þorbjarnardóttir)
— þó ekki allar, — eru skýrt
mótaðar og svo sannar og mann-
iegar, að áhorfandanum finnst
sem hann nauðþekki þær. —
Hinsvegar skortir höfundinn
festu og einurð í meðferð efnis-
ins og honum hefur eKki tekizt
að halda stígandanum til leiks-
loka. Þá virðast mér sum atriði
leiksins bera nokkurn keim fars-
ans eða jafnvel revíunnar, svo
sem atriðið við Alþingishúsið, og
hefði þess þó gætt meira, ef ekki
hefði notið þar við smekkvísi og •
hófsemi í leik. Að öðru leyti erj
heildarsvipur leiksins góður og |
atburðaráðsin hæfilega hröð og
eðlileg.
„Kjarr.orka og kvenhylli“, er
gamanleikur er gerist nú á tím- j
um hér í bæ og „einhversstaðar
fyrir austan fjall“. En eins og |
höfundurinn sjálfur hefur sagt, er
þó gamanið ekki græskúfxust
rneð öllu. Að baki hlátrinum heyr
ist rödd vandiætarans, er sér
meinsemdirnar í íslenzku þjóð-
lífi, — stjórnmálaspillinguna,
auðhyggjuna, hræsnina og
sjálfsblckkinguna.
Agnar Þórðax-son er barn tutt-
ugustu aldarinnar og skilgetinn
sonur Reykjavíkur. Því hefur
efni þessa leiks verið honum nær-
tækt. Hann þekkir þessa vaxandi
borg með hinum margvíslegu til-
brigðum ljóss og skugga, og fólk-
ið sem bvggir hana. Með skyggn-
um augum sér hann
j veilurnar í fari samferðamann-
anna og hann sálgreinir þá á
sína vísu, — ekki með þungum
áfellisoi'ðum, heldur með háði,
sem oft er æði napurt. Hann
dregur upp lítt þekkilegar mynd-
ir af kaldrifjuðum stjói-nmála-
mönnum og hræsnisfulium tild-
urdrósum og hefðarfrúm, og hann
lýsir af nærfærni og næmuxrx
skilningi sálarlífi Reykjavíkur-
barnsins, ungu stúlkunnar í peysu
og hálfsíðum buxum. En gegn
þessum fulltx-úum feyskinnar
menningar nútímans teflir höf-
undurinn fram bóndanum sönn-
um og hispux'slausxxm, er tx-úir á
heilbrigt starf og gróður jarðar,
fulltrúa gamallar og góðrar menn
ingar og form-a dyggða.
Efni leiksins verður hér ekki
rakið að öðru en því, að hann
fjallar að mestu um ungan ís-
lending, — ævintýramann og
svindlaia, sem kominn er frá
Ameríku og telur mönnum trú
um, að hann hafi fundið hér í
jörðu úranium, hinn eftirsótta
málm til kjax-norkuvinslu, og hef
ur þanr.ig helstu stjórnmálamenn
og fésýslumenn landsins að ginn-
ingarfýílum.
Gunr.ar R. Hansen hefir sett
leikinn á svið og annast leikstjórn
ina. Heíur honum tekist hvort
tveggja með ágætum, því að þrátt
„Austan fjaíls“. Þingmaðurinn (Þorsteinn Ö. Stephensen) nxálar
og hjá honum er dóttir hans, Sigrún (Helga Bachmann).
Sigmundur bóndi
(Brynjólfur Jóhannesson).
fyrir nokkru mistök frá höfund-
ariixs hendi, að því er snertir sam
ræmi í heildax-svip .eiki'itsins,
gætir þessa sáralítið á sviðinu.
Staðsetxxingar allar eru hinar
prýrðilcguslu og hraði leiksins
jafn og hæfilegur. Nýtur leikur-
inn þess vissulega í ríkum mæli
að þessi smekkvísi og öruggi
leikstjóri hefur farið um hann
höndunx.
Þorsteinn Ö. Stepher.sen leik-
ur eitt af aðalhlutverkunum, Þor-
leif alþingismann Ólafsson. Frá
hendi höíundarins er þessi per-
sóixa einna lökust að allri gerð,
sviplaus og lítilsigldari en senni-
legt er um mann, er hlotið hef-
ur hans frama, enda leikur
Þorsteinn hana af þeirri hóf-
semi og stillingu að nálgast sljó-
leika og gætir þess, að skipta
aldrei skapi né bregða svip, hvað
sem á ?engur. Má vera að betta
eigi að sýna eiginleika hins
,,æfða stjómmálamannas“, en
heldur þótti mér þao áhrifalítið.
Þá var mun meiri töggur í frú
Kai'ítas, konu alþingismannsins,
er Gaðbjörg Þorbjarnardóttir
leikyr. Er hún sú persúna leiks-
ins, önnur en Sigmundur bóndi,
er höfnxidurinn virðist hafa lagt
einna mest rækt við, enda er
persónan prýðisvel gerð, fast
Frh. á bls. 12
Hæfnismerki KSÍ fyrir drengi
Kæru drengir!
SEM GAMALL knattspyrnumaður langar mig til að senda
ykkur fáeinar línur í tilefni af hæfnisprófi því, er Knattspyi'nu-
samband íslands hefir gengizt fyrir og ætlað er ykkur. Eg er þess
fullviss að hæfnispróf eins og þetta getur haft ákaflega mikla
framtíðarþýðingu fyrir ykkur sem knattspyrnumenn og knatt-
spyrnuíþróttina í heild. Allt þetta er undir ykkur sem knatt-
spyrnumenn og knattspyrnuíþróttina í heild. Allt þetta er undir
ykkur komið sjálfum, að þið leggið kapp á að æfa ykkur og í'eyna
síðan að leysa þrautirnar.
Þið vitið allir, að sambandið veitir ykkur ókeypis brons-, silfur-
og gullmerki fyrir að leysa tilsvarandi þrautir. Innan hvers
íþróttafélags, sem hefir knattspyrnu á íþróttaskrá sinni, getið
þið í-eynt við lausn þrautanna undir stjórn unglingaþjálfara, sem
gerir skýrslu yfir árangrana og sendir knattspyrnusambandinu.
Gegn þessari skýrslu sendir Knattspymusambandið svo merki til
viðkomandi félags, sem sér um að kcnia því til eigandans.
Ef þið hafið knött, getið þið
æft ykkur sjálfir og nú skal eg
segja ykkur hvernig bezt er að
haga sér við það; Þið byrjið þá
á fyrstu þrautinni fyrir brons-
merkið og æfið ykkur daglega,
unz þið getið leyst hana blind-
andi?
Þá er fyrst að útbúa 75 cm
breitt mark með steinum, prik-
um eða að ki-íta það á *vegg, 6
metra frá markinu og fyrir því
miðju dragið þið strik og á það
er knötturinn settur. Þrautin er
í því fólgin, að spyrna knettinum með innanfótarspyrnu rakleitt
í markið. Spyrna skal 5 sinnum með hægri og 5 sinnum með
vinstri fæti. Hafið þið markið 6 sinnum alls, segir það fyrir
bronsmerkið.
Innanfótarspyx-nan er framkvæmd þannig: Jafnvægisfóturinn
settur við hiið knattar og vísa tær hans í spyrnuáttina, á honum
lítið eitt bognum hvílir líkaminn í öruggu jafnvægi. Spyrnufótur
er teygður lítið eitt aftur og honum snúið þannig í mjaðmalið,
að tær hans vísa beint til hlíðar og liggur hann þá þvert við
spyrnuáttinni. Líkaminn er vel uppréttur. Síðan kemur svcifla
spyrnufótar fram og nemur innri hlið hans við knöttinn og fylgir
honum lítið eitt eftir. Bolurirm er undinn gegn mjaðxnahreyfing-
unni svo að gagnstæð öxl kemur fi-am.
Þessa hreyfingu getið þið fyrst gert nokkrum sinnum án knatt-
ar, þar næst getið þið sp^unt nokkrurn sinnum úr kyrrstöðu og
síðast kemur svo spyrnan með tilhlaupi. Munið að horfa á knött-
inn um leið og þið spyrnið, og ennfremur að leggja ekki of mikinn.
kraft í spyrnuna, því hann má aldrei koma á kostnað mýktar og
nákvæmni, og umfram allt gleymið ekki, að æfa báða fæturna og
þann lélegri sínu meira. Þegar þið eruð búin að æfa þetta nógu
vel, tökuirx við næsta atriði fyrir.
Með íþróttakveðju.
Ykkar einlægur. H. b.
4
íjbróttafréttir í stuttu máli
SÆNSKA frjálsíþróttasambandið
hefir stefnt 64 beztu frjálsíþrótta
mönnum sínum til einnar helgar
dvalar á „Frostvallen“ hinn 5. og
6. nóvember n.k. Blöðin tala í
þessu sambandi um væntanlega
Olympíuleika og eru sammála
um, að þangað fari í hæsta lagi
8—10 sænskir frjálsíþróttamenn.
LANDSLEIKUR
& HEIMSMEÍSTARAR
JÚGÓSLAVÍA vann nýlega ír-
land í landsleik í knattspyrnu
■ með 4—1. Leikurinn fór fram í
Dublin.
Heimsmeistarinn í léttvigt,
Wallac Smith sigraði gamla meist
arann Jimmy Carter á stigum í
15 lotu keppni, sem háð var um
meistaratitilinn hinn 19. okt. s.l.
í Cincinatti.
NOREGUR — ÞÝZKALAND
ÞJÓÐVERJAR og Noi'ðmenn mæt
ast í landsleik í knattspyrnu
' inn 16. nóvember. Hei'berger,
xýzki landsþjálfarinn, hefir valið
út 20 menn og býr þá nú undir
keppnina í æfingabúðum sínum.
í viðtali við blaðamenn hefir
Herberger komizt svo að orði, að
Þjóðverjar muni stilla upp sírxu
sterkasta liði og að þeim sé sig-
urinn nauðsynlegur til að vinna
á ný sjálfstraustið. Athyglisvert
er, að meðal hinna 20 eru hvorki
Otmar Waltker né Morlock.
Herberger virðist því fallinn frá
þeirri hugmynd sinni að endur-
lífga sama meistaralið og sigraði
í heimsmeistarakeppninni 1954.
★ ★ ★
SÖGULEG TALA
ÞÝZKA handknattleikssamband-
ið er nýlega búið að ganga frá
uppgjöri í sambandi við heims-
meistarakeppnina (11 manna lið)
sem haldin var þar í landi s.l.
sumar. Alls urðu tekjurnar 460
þús. þýzk mörk, en kostnaöurinn
hinsvegar 200 þús. mörk. Hagnað
urinn varð því 260 þús. mörk eða
yfir ein milljón ísl. krónur.
Hreint út sagt, söguleg tala í sam
bandi við handknattleik og sýnir
um leið geysilegan íþróttaáhuga
Þjóðvei-ja.
Frh. á bls. 12.
mynéir sýndar í dag
H ANDKN ATTLEIKSRÁÐ
Revkjavíkur hefir fengið að láni
frá danska iþróttasambandinu
handknattleiksmyndir, sem hafa
verið sýndar hjá nokkrum íþrótta
félögum við góðar undirtektir.
Til að gefa sem flestum kost
á að sjá þær, verða þær sýndar
í Ti’ípolibíói kl. 1,30 e.h. í dag.