Morgunblaðið - 30.10.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 30. okt. 1955
MORGVNBLAÐIO
9
Reykjavíkurbréf: Laugardagur 29. október
*
rHiðt haust en mjólkurskortur — Islendingar samfögnuðu KiBjan — Kommúnistar
urðu sér til skammar — Horft inn s myrkviðið — Kjósendaverzlun tveggja flokka
afhjúpuð — Veiðimaðurinn og landslagið — Einstæð óheilindi — La Prenza og Tíminn
Milt haust
en mjólkurskortur
ÞAÐ sem af er haustinu hefur
það verið milt og frekar
kyrrt. Snjóa hefur hvergi fest svo
teljandi sé.
Það hefur komið bændrnn á ó-
þurrkasvæðinu sérstaklega vel,
hve fyrrihluti haustsins hefur ver
ið mildur. Unnið var að heyskap
iengur frameftir en oftast áður á
síðari árum. Tókst sumstaðar að
bæta nokkuð um eftir hina ein-
stæðu óþurrka sumarsins.
En nú eru erfiðleikar sveita-
fólksins á hinu liðna sumri
teknir að bitna á kaupstaða-
fólkinu. Mjólkurskömmtun er
hafin í Reykjavík ag finnst
mörgum að henni hið mesta
óhagræði. Kúamjólkin er
bezta og hollasta fæðan, sem
við fáum. En bændur hafa orð
ið að draga saman bústofn
sinn. Hefur það fyrst og fremst
bitnað á mjólkurframleiðsl-
unni. Ennfremur mjólka kýrn-
ar í lakara lagi af hinum lé-
legu heyjum. Sauðfénu, sem
bændur hafa verið að koma
sér upp með fjárskiptunum
undanfarin ár, reyna þeir að
halda óskertu.
I
Sameiginlegir
liagsmunir
SANNAST hér enn, að hags-
munir fólksins í sveitum og við
sjávarsíðu eru sameiginlegar
enda þótt oft hafi verið reynt að
etja því hvert gegn öðru. En á
því ríkir áreiðanlega vaxandi
skilningur, bæði í sveitum og
kaupstöðum, að óvild og illindi
milli íbúa kaupstaðanna og sveit-
anna eru báðum aðilum til óþurft
ar. Bændurnir þurfa að selja af-
urðir sínar og markaður þeirra
verður þeim mun betrí og ör-
uggari, sem fólkinu við sjávar-
síðuna vegnar betur. Kaupstaða-
fólkið þarfnast hinsvegar afurð-
anna, mjólkur, kjöts, grænmetis
og garðávaxta. Óþurrkar og erf-
iðleikar sveitafólksins bitna því
einnig á borgarbúunum.
Þetta eru einföld sannindi,
sem vert er að hafa í huga þeg
ar þröngsýnir stéttapólitíkus-
ar reyna að skapa tortryggni
og úlfúð milli fólksins i sveit
og við sjó.
Stærsti viðburður
vikunnar
VEITING bókmenntaverðlauna
Nóbels til handa íslenzkum rit-
höfundi er tvímælalaust sá at-
burður þessarar viku, sem mesta
athygli hefur vakið á íslandi og
víðar um heim. Allir íslendingar
fögnuðu því að þessi mikli heið-
wr og viðurkenning skyldi hlotn-
ast landa þeirra. Enda þótt skoð-
anir væru töluvert skiptar um
Iþað, hvor þeirra Halldórs Kiljans
Laxness eða Gunnars Gunnars-
sonar ætti fyrr þennan heiður
skilið samfögnuðu allir Kiljan
með ákvörðun sænsku akademí-
unnar. íslandi hafði verið sýndur
sómi og forn bókmenntafrægð |
þjóðar þess endurnýjuð. Enda
þjótt oft hafi staðið gustur um
Halldór Kiljan Laxness meðal
hans eigin þjóðar brast hana ekki
frjálslyndi og drengskap til þess
að sameinast í einlægum fögnuði
yfir afreki hans og viðurkenningu
þess úti í hinum stóra heimi. Einn
dag hófu íslendingar sig upp
yfir hinn smásmugulega persónu-
krit, sem svo oft mótar afstöðu
þeirra innbyrðis til manna og
málefna.
Á það má einnig benda í
þessu sambandl að ríkisstjórn
landsins brást vel og drengi-
lega við tíðindiumm um
Á /dARKADNUM
)t JA , A.TM ÞAÞ E.M E.G
ÞA AÐ PA IVOKK-Hc At?.
Formaður Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins „á torginu".
Nóbelsverðlaun til handa hin- sitji að störfum. Vinstri stjórnar
um íslenzka rithöfundi. Hún brölt kommúnista undir forystu
samþykkti þegar i stað, að Alþýðusambandsstjórnar og
beita sér fyrir því, að þau j ólukkufugls Alþýðuflokksins virð
yrðu undanþegin sköttum og ist nú að mestu runnið út í sand-
álögum til ríkis og sveitarfé-
laga. Fór vel á því, þar sem
verðlaunin hefðu ella verið
uppétin að mestu samkvæmt
ákvæðum íslenzkra skatta-
laga um skattlagningu há-
tekna.
Kommúnistar urðu sér
til skammar
EN einn hópur manna notaði tæki
færið til þess að verða sér til
skammar í sambandi við þennan
gleðilega atburð. Það voru ís-
lenzkir kommúnistar. Formaður
kommúnistaflokksins gat ekki á
sér setið að blanda stefnu íslands
í utanríkis- og öryggismálum inn
í árnaðaróskir sínar til skáldsins.
Og miðstjórn kommúnistaflokks-
ins gerði bjálfalega tilraun til
þess að láta viðurkenningu
sænsku akademíunnar varpa
birtu á moldvörpustarfsemi fjar-
stýrða flokksins á íslandi.
Loks komst einn af framá-
mönnum kommúnista að orði á
þessa leið, er hann lét í ljós skoð-
ún sína á úthlutun Nóbelsverð-
launanna:
„Út á við hefur Halldór
Kiljan Laxness unnið sigur
fyrir íslenzku þjóðina. Alla Is-
lendinga, góða og illa. Lyft
landinu öllu. Þetta er vel af
sér vikið af margstimpiuðum
fimmtudeildarkommúnista.
Hér heima fyrir takmark-
ast sigurinn aftur á móti við
aðeins nokkurn hluta þjóð-
arinnar, sem hefur haft sam-
stöðu um hugsjónir. Þessum
hópi finnst í dag að Halldór
hafi gert sér þann stóra
greiða, að plata dónana eft-
irminnilega“.
Þessi ummæli línukommúnist-
ans þarfnast engra skýringa. Þau
skýra sig sjálf. Þau gefa glögga
hugmynd um myrkviði hins
kommúníska hugarfars, sýna lág-
kúruhátt klíkuskapar og ofstækis
eins greinilega og frekast er
kostur.
Verzlað með kjósendur
Á SVIÐI íslenzkra stjórnmála
hefur verið frekar kyrrlátt und-
anfarnar vikur enda þótt Alþingi
Halldór Kiljan Laxness Nóbels-
verðlaunarithöfundur — íslend-
ingar samfögnuðu honum.
inn. Meðal almennings eru þau
ummæli Haraldar Guðmunds-
sonar, að fráleitt sé að launþega-
samtök fólks úr öllum stjórn-
málaflokkum beiti sér fyrir
myndun ríkisstjórnar ákveðinna
flokka í landinu, yfirleitt talin
hitta naglann á höfuðið. Þjóðin
gerir sér það ljóst, að vinstri-
stjórnarbréf Alþýðusambandsins
eru tilraun til freklegrar mis-
notkunar kommúnista á þessum
samtökum verkalýðsins.
En þótt kommúnistum hafi
þannig mistekist að brjótast út úr
herkví einangrunar sinnar eru þó
vissir hlutir að gerast á bak við
tjöldin, sem rétt er að almenn-
ingur í landinu fái vitneskju um
þegar á þessu stigi málsins. Eins
og kunnugt er eiga almennar al-
þingiskosningar að fara fram
sumarið 1957. Eru leiðtogar Fram
sóknarflokksins og Alþýðuflokks
ins nú þegar teknir að undirbúa
þær sameiginlega með nokkuð
sérstæðum hætti.
Frá því í sumar hafa leiðtog
ar þessara flokka setið að
samningaumleitunum um víð-
tæka verzlun með kjósendur
sína í einstökum kjördæmum.
Hermann Jónasson, sem nú er
orðinn dauftrúaður á sam-
vinnumöguleika sína við „hálf
an sósíalistaflokkinn" hefur
boðið Alþýðuflokknum að
„lána“ honum Framsóknarat-
kvæði í nokkrum kjördæmum.
Mun Alþýðuflokkurinn hafa
tekið þessu boði. En jafnframt
hefur hann heitið Framsókn
að „framselja“ frambjóðend-
um hennar atkvæði Alþýðu-
flokksins í öðrum kjördæmum.
Þau kjördæmi, sem þessi
„verzlun“ með kjósendur á að ná
til eru m.a. þessi:
Eyjafjarðarsýsla, Siglufjörður,
Barðastrandasýsla, Hafnarfjörð-
ur, Vestur-Skaftafellssýsla, Akur
eyri og ísafjörður.
Um þessa verzlun hafa leið-
togar Framsóknar og Alþýðu-
flokksins byrjað að semja rúm-
lega einu og hálfu ári áður en
kosningar eiga að fara fram!!
Á markaðnum
ÞAÐ, sem gerst hefur er í raun
og veru þetta: Tveir flokksfor-
ingjar í Reykjavík hafa efnt til
markaðar. Á þessum markaði er
ekki verzlað með kálhöfuð og
annað grænmeti eins og helzt tíðk
ast að fara með á torg hér á
landi, heldur kjósendur, atkvæði
fólks viðsvegar um land. Mark-
aðsstjórarnir leggja saman og
draga frá og ákveða síðan, hvern-
ig verzluninni með atkvæði fólks
ins skuli hagað í einstökum kjör-
dæmum. í Eyjafirði, Barða-
strandasýslu, Vestur-Skaftafells-
sýslu og á Akureyri „kaupir"
Framsókn atkvæði Alþýðuflokks
ins. Á ísafirði, Seyðisfirði og í
Hafnarfirði á hinsvegar að fram-
selja Framsóknarkjósendurna A1
þýðuflokknum.
Hvernig lýst nú þjóðinni á
þessa verzlun? Hvað segir fólk
ið, sem tveir flokksforingjar
hér í Reykjavík hafa tekið sig
til og gengið til torgs með í
kippum, eins og fugla, sem
snaraðir hafa verið?!
Veiðimaðurinn og
landslagið
„Veiðimenn verða að vera
klæddir. sem líkustum litum
landslaginu, sem þeir veiða í“
sagði formaður Framsóknarf-
lokksins í stjórnmálahugleiðing-
um sínum um síðustu áramót.
Ekki er ólíklegt, að hann hafi þá
séð sig í anda á göngu um fyrr-
greind kjördæmi snarandi kjós-
endur Alþýðuflokksins eins og
hrekklausa fugla í heiði. En þar
veltur allt á klæðnaði veiðimanns
ins, segir hann. Og flokksformað
urinn heíur brugðið yfir sig
skikkju hi.inar „frjálslyndu um-
mótamenn.:ku“ frá árunum fyrir
stríð þegar samstjórn Alþýðu-
flokksins cg Framsóknar leiddi
mesta hallrerisástand yfir lands-
menn, sem komið hefur ýfir ís-
lenzku þjóðina á þessari öld.
Ef litið er frá hinni kátbros-
legu hlið þessarar myndar koma
alvarlegri drættir í ljós. Fram-
sóknarflokkurinn, sem hefur
marglýst yíir að honum beri að
þakka hinar miklu framkvæmd-
ir og umbætur, sem núverandi
ríkisstjórn er að framkvæma er
á miðju kjörtímabili að semja um
kjósendaverzlun við einn af flokk
um stjórnarandstöðunnar, sem
hefur látið þá skoðun í ljós, að
stjórnarstefnan sé sífellt að
skerða hagsrnuni verkalýðsins og
eyðileggja framtíð þjóðarinnar.
Alþýðuflokkurinn, sem hefur
sagt, að Framsókn sé „bergnum-
in af íhaldinu“ og jafnvel verri
en sjálft „íhaldið" hikar ekki við
að ganga til torgs með nokkur
hundruð sinna fáu kjósenda og
fyrirskipa þeim að kjósa fram-
bjóðendur Framsóknarflokksins
í næstu kosningum!
Hvar eru heilindin og
stefnu "estan?
ÞAÐ fer lítið fyrir heilindunum
og stefnufestunni í þessu braski.
Og hvað segja menn um þá virð-
ingu fyrir v; Ifrelsi einstakling-
anna, sem birtist í slíkum samn-
ingum um atkvæðisrétt þeirra?
Framsóknarflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn reyndu slíka at-
kvæðaverzlun í s'ðustu alþingis-
kosningum á ísafirði og Seyðis-
firði. Eftirtekja hennar varð rír
fyrir þessa flokka. Kjósendur
snérust öndvorðir gegn henni.
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokks
ins, þeir Kjartan læknir og Lárus
Jóhannesson, unnu þar glæsi-
lega sigra og h'.utu hreinan meiri
hluta atkvæða í báðum kjördæm-
unum. Margt bendir til þess að
svipaður áranf ur muni verða af
þeirri atkvæð tverzlun, sem nú
er í undirbúningi.
Það er nr.uðsynlegt að þjóð-
in, ekki sízt það fólk í land-
inu, sem tveir flokksleiðtogar
hér í Reykjavík hafa leitt til
torgs, viti um það sem er að
gerast í þes .um efnum. Ætlun
flokksleiðtcganna mun þó
hafa verið sú að halda kaup-
mála sínum leyndum fyrst um
sinn. En það er mjög gagnlegt,
að hulunni sé svipt af óheil-
indunum cg braskinu, sem
þessi fyrirhugaða kjósenda-
verzlun ber fyrst og fremst
svip af.
Óttast vaxandi fylgi
Sjálfstarðisflokksins
ENGUM getur dulist, hvað það
er, sem knúð hefur Framsóknar-
flokkinn og Alþýðuflokkinn á
miðju kjörtímbili út í slíkar
ráðagerðir. Það er óttinn við vax-
andi traust og fylgi Sjálfstæðis-
flokksins. Svo langt hefur þessi
ótti Framsóknarflokksins gengið,
að 'hann hefur látið blað sitt lýsa
því yfir, að líkur séu til að Sjálf-
stæðismenn n uni vinna allt að
10 kjördæmi Framsóknarmanna
við næstu kosrdngar.
Þessa skoðun hefur aðalhnál-
gagn Framsó’ narflokksins látið
í 1 jós samtími ; því, að það hefur
jafnað leiðtc gum Sjálfstæðis-
flokksins við oringja bófaflokka
í Suður-Ameríku.
Frh á bls. IX