Morgunblaðið - 11.12.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.12.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 11. des. 1955 MORGVNBLAÐIÐ 25 Krisfmann Guðmundsson: BÓKMENNTIR VÆNGJAÐK HESTAR Eftir Guðmund Danielsson ísafoSdarprentsmiðja GUÐMTJNDUR DANÍELSSON er rhikiivirkur rithöfundur, og mun Jietta vera átjánda bók hans. Hann er nú í fremsta flokki ís- íenzkra skálda, og þó enn til- tölulega ungur að árum. Hefur hann þegar gefið út margar tnerkar skáldsögur, og er þess skemmst að minnast, er snilldar- verkið „Musteri óttans" kom út árið 1953. „Vængjaðir hestar" eru kurl frá afli skáldsins, smáar sögur, ílestar skemmtilegar aflestrar, en þó sumar ,,ei blot til lyst“ heldur vönduð listaverk, eins og: „Pytt- tarinn botnlausi", „Svala“ og „Faðir og sonur“. „Pytturinn botnlausi" er „saga um Fenjamýrina, pyttinn botn- lausa og drenginn" svo orð skáldsins sjálfs séu notuð. I fjarska einfaldri frásögn um ung- an smaladreng, sem fer að fé í mýrarkorni, er brugðið „stórum svip yfir dálítið hverfi" af ein- stakri snilld. Guðmundur hefur áður sýnt að hann er engan veg- inn blankur í sálarfræði og hér er það enn ítrekað. Sagan sýnir mikla leikni í efnismeðferð, ásamt þeirri hófstillingu, er auð- kennir beztu vinnubrögð. „Svala“ er einnig gerð af list og prýði mikilli. Frásögnin ein- föld og ósköp blátt áfram, en því meira sagt „milli línanna". Norðmenn myndu kalla þetta „antydningskunst" og þykir ekki heiglum hent að komast vel frá henni. — Sjálf aðalpersóna sög- unnar, Svala, er naumast nefnd, en þó minnist lesandinn hennar í nálega hverri málsgrein. Vel af sér vikið. „Styrkir" er gamansöm ádeila, allvel gerð, en mætti vera betúr þjöppuð saman. Lýsing Teits Péturssonar er góð og frásögnin fyndin. „Fasteignir hreppsins" er einn- ig ádeila, gamansöm á yfirborði, en alvarleg Undir niðri; dálítið laus í reipunum og of löng. í „Vísu Hadríans keisara“ finn ég ekki púðrið og hef grun um að þar sé lítið af því. gerð saga, að öðru leyti en því, að hún hefði mátt vera fast- byggðari. En þróttur og hófstill- ing frásagnarinnar breiðir yfir þann galla. Þetta er gott lista- verk. „Gesturinn" nefnist siðasta sagan. Efnið er gott og glöggt sést hvað vakað hefur fyrir skáldinu, en þetta fer úr reipun- um hjá því ;og mistekst. LJÓ® Eftir l’ál Ólaisson Páll llermannsson bjó til prentunar Helgafell ÁRIÐ 1944 gaf Helgafell út vand- aða útgáfu af kvæðum Páls Ól- afssonar: „Ljóðmæli", og sá Gunnar Gunnarsson skáld um undirbúning verksins og ritaði Ferðabók Vigfúsar „Úr blöðum Húna drengs“ er góð smásaga, nokkuð bragðdauf, en dável gerð. „Vígsla“ er og vel gerð, alvar- leg og — ljót saga. — „Þú skalt farmannskufli klæðast" er íerða- þáttur, — ekkert framúrskarandi, en dáskemmtilegur, eins og flest er Guðmundur hefur skrifað af þess háttar: „Þar inni gnæfði við himin likneskjan af gamla W. Scott með Ivar hlújárn í hendinni, og ég brosti framan í koparásjónu skáldsins, því ég hafði lesið bók- ina þess í fögnuði heima á ís- landi. „You really did?" fannst mér það spyrja undrandi og hrifið, og ég svaraði: Yes, sir, yes sir.“ Einkar þægilegt aflestrar eíns og flest eftir Guðmund Daníels- son, — jafnvel það, sem hann hefur gert laklegast. — „Faðir og sonur" er ágætlega formála. Var það að vonum ágæt- lega af hendi leyst, og sjálfsagt hefur ýmsum fundizt að óþarft væri að gefa út meira eftir Pál, því satt að segja var allmargt í þessari bók, sem fáir munu lesa tvisvar. En nú er komið út annað safn af kvæðum Páls. Hefur Páll Her- mannsson fyrrv, alþingismaður safnað þeim og raðað, og auk þess ritað ágætan formála fyrir bókinni. Og ekki ber á öðru en að til hafi enn verið eftir gamla manninn margar vísur og kvæði, sem tjón hefði verið að glata. Til dæmis eru sum ástarkvæðin til Ragnhildar, sem þama birt- ast, hin fegurstu, og vil ég benda tónskáldunum á þau, þvi þau eiga mörg skilinn laglegan lag- stúf! „Ástin bægir öllu frá, enda dauðans vetri, af því tíminn er þér hjá eilífðinni betri." Þegar konan hefur brugðið sér í kaupstaðinn, kveður Páll: „Nú er auður bær og ból, burtu hjartans friður. Hvergi finn ég hvíld og skjól, hönd mig engin styður. Börnin gráta bólið autt, biðja um mömmu sína, það er eins og allt sé dautt éftir burtför þína.“ Ef einhver skyldi vera svart- sýnn á möguleika hjónabandsins, ætti sá hinn sami að lesa afmæl- isvísur Páls gamla til konunnar hans — eftir 15 ára sambúð: „Nú er fimmti nóvember, nú hef ég í fimmtán ár þínu hjarta þrýst að mér, það hefur læknað öll mín sár." DULRÆNAR SMÁSÖGLR Eftir Brynjúlf Jónsson frá Minnanúpi Guðni Jónsson bjó til prentunar Menningar- og fræðslusam- band alþýðu l FYRRI HLUTI þessarar bókar, — „Dulrænar smásögur 1“ — kom út á Bessastöðum árið 1907, og hefur lengi verið örðugt að eignast þær. Síðari hlutinn hefur ekki áður vefið prentaður. ' Sögurnar ritaði Brynjúlfur eft- ir sjónar- og heyrnarvottum að fyrirbærum þeim sem lýst er. Þetta eru því sannar sögur, eftir venjulegri merkingu þess orðs, en ekki þjóðsögur, og eru þær merkari fyrir bragðið. Höf. hafði I mjög heilbrigða skoðun á dul- ' rænum hlutum, eins og sjá má á eftirmála hans, en þar segir svo, m. a.: „Hver veit. nema það verði vísindalega uppgötvað, að heili mannsins hafi frá náttúrunnar hendi fengið móttökuáhald fyrir áhrif úr heimi leyndardómsins, en að þetta áhald hafi smám saman hætt að þroskast, af því næringin hafi meir og meir dreg- izt frá þvi til annarra áhalda heilans, sem menntunin lagði rækt við.“ — Brynjúlfur Jóns- son var glöggur hugsuður, eins og bók hans: „Saga hugsunar minnar“ sýnir ljóslega, og ofan- greind íilgáta hans er í góðu samræmi við álit ýmissa merkra heimspekinga. j Um sögurnar sjálfar er það að segja, að þær eru vel og skýr- lega sagðar, og hinar girnileg- ustu til fróðleiks þeirn, er slík- um fræðum unna. En auk þess eru þær spennandi lesning handa þeim, er láta sér það nægja. — Guðni Jónsson hefur ritað for- málg og samið nafnaskrá. Limhverfis jörðina. Ferðaþættir efir Vígfús , Guðmundsson. VIGFÚS GUÐMUNDSSON, gest- gjafi í Hreðavatnsskála í Borgar- firði, er maður landskunnur, ekki aðeins fyrir góðan beina, sem hann hefur veitt gestum og gang- andi um margra ára skeið, held- ur fyrir margt fleira, því að mað- urinn hefur látið til sin taka á mörgum sviðum. Hann var - á Vigfús Guðmundsson vngri árum ötull starfsmaður og stuðningsmaður ungmennafélags- hrevfingarinnar hér á landi og hann hefur skrifað margt í blöð og var um nokkur ár útgefandi og ritstjóri tímaritsins Dvalar. En | ef til vill er Vigfús þó kunnastur ! fyrir það, að hann mun víðförl- ; astur íslendinga, þeirra, sem nu j eru uppi. Útþráin hefur snemma j tekið Vigfús föstum tökum, sem I sjá má af því, að hann er aðeins i tuttugu og þriggja ára, er hann 1913, um sumarið, hélt til Noregs, til búnaðarnáms, og sama árið leggur hann leið sina til Vestur- heims og dvelst þar í sjö ár. aðal- lega við hjarðmennsku í „Vilta vestrinu", en einnig við fiskiveið- ar í vötnunum norðarlega i Kan- ada. — Að þessum sjö árum liðn- um hvarf Vigfús aftur heim til Málverkasýning Örlyggs „gamla Fróns“ og settist þá að i fæðingarsveit sjnni, Borgarfirð- inum. og þar hefur hann inrit a>“ hendi að mestu lífsstarf sitt. En þó að Vigfús héldi nú kyrru fyrir um áratugi, þá svall honum ávallt útþráin í brjósti, enda fór svo, að fyrir nokkrum árum tók hann sig til og hóf langferð um flest þjóðlönd i öllum álfum heims, og eru þau ferðalög hans þjóðfræg orðin. — Sendi hann blaðinu Tímanum ferðapistla við og við, en nú hefur hann ritað samfellda ferðasögu frá þessum „reisum'' sínum, og nefnir bókina „Um- hverfis jörðina". — Er það vissu lega réttnefni, því að Vigfús hef- ur ferðast umhverfis, jörðina með ótal útúrdúrum og -viðkomu á hinum furðulegustu og frum- stæðustu stöðum, þar sem fáir eða engir íslendingar hafa stigið fæti. Hann ferðast um Ítalíú, Sviss og Frakkland og hann bregður sér á fornar slóðir vestui í Klettafjöllum, kemur við * Utah, elztu bvggð íslendinga , t Ameriku. Svo skreppur hann til Mexíkó og dansar við fagrar kon- ur í Honululu á Hawaii. kemui til Suðurhafseyja, hittir þar líf- lækni drottningarinnar Salote Tupon, sem þar ræður ríkjum og er allvel í skinn komið, á sjöunda fet á hæð og vegur nokkuð á fjórða hundrað pund! -— Síðar dvelst Vigfús sex vikur á Nýja- Sjálandi, fer þaðan til Ástralíu, þá vfir Indlandshaf til Ceylon. þaðan um Rauðahaf og Súez- skurð. Hann kemur til spönskn Marokkó. til Bretlands, þaðan tji Kanaríueyja og fer loks alla leið til Höfðaborgar í Suður-Afríku, Góðravonarhöfða, Jóhannesar- borgar, Pretoriu og guð veit hvert. Þá til Gyðingalands, Tel Aviv, Jerúsalem og Haifa, þaðan til Kýpur og til Miklagarða og Ankara i Tyrkjaveldi og lok: til Aþenu. Það ræður af líkum að margt ber fýrir augu hins glöggskyggná ferðamanns á svo langri leið. Og Vigfús erg löggskyggn og notát timann vel. Hann gerir sér fgr um að kynnast högum og háttum fólksins í þeim löndum, sem hanr fer um, atvinnuvegum og verk- menningu, enda kann hann fró mörgu að segja í því efni. Hanp sækir ekki mikið söfn en gefur því nánari gætur lífinu í kringum sig. Og allar hugleiðmgar hans bera vitni hinni sterku íslendingt kend hans og alls staðar segir til sín sveitamaðurinn og fjármaður- inn úr dölum Borgarfjarðar. — Vigfús er að vísu ekki mikill rit- höfundur. Setningarnar eru oft fremur óhöndulega byggðar og málið hnökrótt, en þessa van- kanta bætir hann hins vegar upp með hraða og lifandi frásögn og smitandi frásagnargleði. Því er gaman að fylgjast með Vigfúsi á þessum ferðum hans og fróðleik er þar magan að finna, meðal annars um íslendinga, sem Vig- fús hittir á ótrúlegustu stöðum og um áratugi hafa verið týndir ættingjum og vinum og taldir safnaðir til feðra sinna fyrir löngu. Gefur það bókinni sitt gildi. „Umhverfis jörðina" er all- mikil bók að vöxtum, 376 bls. og t höfundurinn vel af henni t-mdur. Bandið er gott, en prent- r.nin hefði mátt vera betri Bókin ( íuýdd fjölda mynda. Sigurffur Grímsson Óííð i Boorgarfirði epiri Ekki held ég að neinum ljóða- vini muni leiðast að lesa þetta kver, mér sýnist það litlu lakara en hið fyrra, nema síður sé? Bráðskemmtilegt er að hnýsast í ljóðabréf Páls gamla, því hann1..,, « er jafnan hress í anda og fynd- lvUkl1 a*>sokn hefur veriff aff malverkasv mngu Orlvgs Sigurðssonar inn. Og vel kann hann að yrkja, j1 b°Sasa! Þjóffminjasafnsins, en sýningunni lýkur í kvöld. Hafa 20 blessaður kn linn, þótt ekki verðí ímyndir selzt- — Myndin hér að ofan er af Ragnheiffi Jónsdóttur, hann talinn með stórskáldum. 1 skólastjóra. BORGARFIRÐI eystra, 9. des. — Tíð var góð framan af vetrinum, en fyrir tveim vikum brá til ó- tíðar og hefur hún staðið síðan. Fé hefur verið tekið í hús : alls staðar, þar sem haglaust er með öllu. Vegir eru nokkurnveginn fær- ir innansveitar en f jallvegir teppt jr með öllu. Á sjó hefur ekki gefið í langan tima. — Ingvar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.