Morgunblaðið - 11.12.1955, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.12.1955, Blaðsíða 15
Sunnudagur 11. des. 1955 UO RGV /V B L AÐIÐ 31 KOMPLEX Himgarian Trading Company for Factory Equipmcnt Budapest, V., Dorottya utca 6. P.O.B. 36 .Budapest 51 Cables: Komplex Budapest BÓKMENNTIR Frh. afbls 18. manna, þróuninni í athafna- og menningarlífinu, og aftan við sjálfa æfisöguna eru ítarlegir kaflar um þróun sönglistar hér á landi og upphaf hennar, sagt frá söngfélögum og kórum og stutt æfiágrip allra hinna eldri tónskálda. í þessum þáttum er fjölmargt, sem hefur mikið heim- ildargildi. Æfisagan er lipurt skriíuð og dómar sögumanns um menn og málefni hófsamir og mótaðir af reynslu og frjálslyndi. Víða gæt- ir góðlátlegrar kímni í frásögn- inni, ekki sízt í köflunum um skólaárin bæði í Latínuskóian- um og meðal stúdenta í Kaup- mannahöfn. Meðal annarra kem- ur Niels R. Finsen við sögu. Hér eru engin tök á að rekja efni þessarar bókar, enda óþarft. Hún er óefað framarlega í röð æfisagnabóka, að henni hefur verið unnið af vandvirkni, og allur frágangur er góður. Hún ér rúmar 400 bls. í stóru broti, prýdd fjölda mynda af mönnum og stöðum og hin eigulegasta í alla staði. Hermann Pálsson: SÖNGVAR FRA SlimjREYJUM. Bókaútgáfan Norðri. í FYRRA kom út á forlagi Máls og menningar lítil bók er nefnd- ist írskar fomsögnr, þýddar og með inngangi eftir Hermann Pálsson. Hermann þýddi sögur þessar úr frummálinu, írsku. Að vísu vissu flestir, að frar eiga miklar og merkar fornbókmennt- ir, enda er þeirra getið í Land- námu, en þeir eru víst teljandi, sem hafa lesið nokkuð í þeim fyrr en þessar tvær bækur Her- manns komu út. Sá, er þetta rit- ar, las þessar sögur fvrst í gull- fallegri þýðingu danska skálds- ins Valdemar Rördams fyrir rúmum tuttugu árum. — Bókin Söngvar frá Suðureyjum er þjóð- lífslýsing og ferðasaga höf. um þessar slóðir. Leggur hann áherzlu á að rifja upp hið forna samband milli íslendinga og Suðureyinga og rekur höfuð- drættina í sögu evjaskeggja. Inn- an um þýðir hann sýnishom af kveðskap Suðureyinga. Margar gullfallegar perlur er að finna. — Bókin opnar fyrir manni alveg nýja heima og þó svo skylda okkur. Það er ekki vanza- laust, hve tómlátir fslendingar hafa verið um sögu íra og ann- arra þióðabrota, sem næst okkur eru, að Færevingum undanskild- um. Bækur Hermanns Pálssonar hafa bætt mikið úr þeirri van- rækslu. Á Suðureyjum var langt fram eftir öldum norræn menn- irig og leifaT hennar finnast enn í dag í málinu, þótt enskan hafi útrýmt þvi að mestu, nema á ír- landi og nokkrum héruðum í Skotlandi og Wales. Hallðóra B. B.jömsson: EITT ER ÞAÐ LAND. HlaSbnð. HALLDÓRA B. Bjömsson er áður kunn af l.jóðabók. sem kom út eftir hana fvrir nokkrum ár- um, og kveeðum i blöðum og tímaritum. Nú hefur hún kosið sér annað form. Þessi bók er fimmtán kaflar eða þættir, sjálf- stæðir að ýmsu, þó að þeir myndi eina heild, eina samfellda sögu. Bókin fjallar um böm. Hún er rituð af næmum skilningi á böm- um, hugsanaltfi þeirra og athöfn- um, og samúð höfundar, ásamt kímni í frásögn, gerir myndir þær, er hún bregður upp, lifandi og eins og nálægar. enda þótt bókin beri með sér blæ endur- minninga. — Stíllinn er fágaður og listrænn, en yfirlætislaus. Því fólki, sem þvkir vænt um börn, mun vera þessi litla bók kærkominn gestur. En til er líka fólk, sem er svo undarlega skap- að, að það getur ekki þolað börn í návist sinni. Bókin á einnig, og ekki síður, erindi til þess fólks. Stíllinn er lipur og léttur og persónulýsingarnar glöggar. Um leið og bókin er skemmtileg er hún þörf. Bókin er prýdd mynd- um eftir Barböru Árnason og allur frágangur er hinn smekk- legasti, eins og á öllum þeim bókum, sem Hlaðbúð gefur út. SAGAN AF TRÍSTAN OG ÍSÓL Joseph Bédier samdi. Einar Ól. Sveinsson íslenzkaði. Heimskringla. ÞETTA er fornsaga í nýjum bún- ingi. Hún er til á íslenzku í tveimur gerðum, og hafa báðar komið út í Riddarasögum íslend- ingasagnaútgáfunnar. Franski fræðimaðurinn Joseph Bédier. fjallaði mjög um Trístanssagn- imar á sínum tíma og samdi upp úr þeim nýja sögu, þá er hér birtist í þýðingu próf. Einars Ól. Sveinssonar. Bédier var um langt skeið prófessor við Collége de France. Var hann frægur sagn- fræðingur og fékkst mikið við útgáfur fomra handrita. Hann var kunnur á Norðurlöndum, einkum þó á meðan á fyrri heimsstyrjöldinni stóð. Lenti hann þá í ritdeilum við Karl Larsen prófessor við Kháfnar- háskóla og jafnvel Brandes, vegna túlkunar styrjaldaraðila á sögulegum staðreyndum. Skáld var hann gott eins og saga þessi ber með sér. Það er hrein unun að lesa hana í hinni snilldarlegu þýðingu Einars Ól. Sveinssonar. AÐ VESTAN. Annað og fjórða bindi. Árni Bjarnason sá um útgáfuna. Bókaútgáfan Norðri. FYRIR nokkrum ámm hóf Böka- útgáfan Norðri útgáfu á sögnum og þáttum, er skráðir hafa verið af ísl. í Vesturheimi. Verður þetta geysimikið safn, 16 bindí í allt. Margt af efninu hefur áður birzt á víð og dreif í Vestur- heimsblöðunum, svo að það er fáum kunnugt. Er það því gott að fá það gefið út í einni heild. Það eru kynstur, sem Vestur- Islendingar hafa skrifað af þeesu tagi. Maður undrast, að fátækir landnemar, sem urðu að vinna myrkranna á milli, skyldu hafa þrek til að setjast við ritstörf. En minningarnar frá gamla land- inu hafa orðið öllu öðru yfir- sterkari. Skrásetjaramir hafa áreiðanlega skrifað „sér til hug- arhægðar“, enda engin von um gróða eða viðurkenningu fyrir slik fræðastörf áður fyrr. Þessi tvö bindi eru heildarsöfn einstakra manna. í fyrra bindinu eru sagnaþættir Sigmundar M. Long. Eru þar fyrst æfiþasttir einstakra manna aðaUega af Austurlandi. Kennir þar margra grasa. Næst koma Þjóðsögur og sagnir og síðast Kímnisögur. Þar er lýst mörgum einkennilegum náungum, svo sem Sögu-Guð- mundi á Bessastöðum, séra Ög- mundi Sigurðssyni og fleirum, sem voru i ýmsu frábrugðnir samtimamönnum sínum. í síðara bindinu eru sagna- þættir Guðmundar frá Húsey. Hann fór til Vesturheims upp úr aldamótunum og átti þaaT heima , til dauðadags, 1950. Fyrsti Mutí bókarinnar nefnist Mannlýsingar. Er þar fyrst ágrip af sjálfsævi- sögu höfundarins, en síðan lýsing ' aldamótunum og átti þar heima í átthögunum. Þar er m. a. glögg lýsing á Páli Ólafssyni skáldi og t heimilisháttum hjá honum. Er | þar ýmislegt, sem stingur í stúf | við þá skoðun á skáldinu, sem almennust er, en enginn efi er á, að hér er farið með rétt mál. Margar aðrar góðar mannlýsing- ar eru í þessum kafla. Næst kemur langur þáttur um þjóðlíf og þjóðhætti á Austurlandi. Þar j er lýst búnaðar- og heimilis- háttum eystra á síðara hluta ald- arinnar sem leið, en það var í ýmsu frábrugðið þvi, sem annars staðar var, eins og fram kemur í þættinum. Síðast eru svo ferða- sögur höf. dð austan til Reykja- víkur og til Noregs. Báðum bind- unum fylgja ítarlegar nafnaskrár og formálar, sem Ámi Bjarnason hefur ritað um höfundana og æfi þeirra. GANZ-BÁNKI Vatns-tnrbíBoi Þessi gerð af vatns-túrbínum er sú langhentugasta fyrir dreifbýlið. Þessar túrbínur eru afgreiddar hjá KOMPLEX SJÁLFVIRKAR VATNSAFLSSTÖBVAR Stærð: 15 kw. Spenna: 400/231 v. Snúningshraði: 1500 r.p.m. Fallhæð: 7—12 m. Afgreitt frá framlciðanda af KOMPLEX KOMPLEX Hungarian Trading Company for Factory Equipments, Budapest, V., Dorcttya u. 6. P.O.B. 36. Budapest, 51. Cable-adress: Komplex — Budapest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.