Morgunblaðið - 15.12.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.12.1955, Blaðsíða 10
26 MORGVNBLAÐIb Fimmtudaður 15. des. 1955 Framsögurœða Magnúsar Jónssonar Frh. af bls. 25. eru gerðar allmargar tillögur um nokkrar hækkanir á fjárveiting- um til vissra embætta og ríkis- stofnanna. Er sums staðar um að ræða fjölgun starfsmanna, en annars staðar fjárveitingu til greiðslu á ýmsum öðrum kostn- aði. Eru fjárveitingar þessar all- ar teknar upp samkvæmt ósk við- komandi ráðuneyta í samráði við fjéu-málaráðuneytið, enda í ýms- um tilfellum aðeins um leiðrétt- ingu að ræða. Hefir nefndin að sjálfsögðu ekki aðstöðu til þess að meta þörf einstakra ríkis- stofnana fyrir aukið starfslið og verður því að byggja á skoðun þeirra ráðuneyta, sem eiga að hafa eftirlit með viðkomandi stofnunum. Hirði ég ekki að rekja nánar þessar einstöku breyt íngartillögur. í fjárlögum þessa árs eru veitt- ar 450 þús. til iðnlánasjóðs. Lög- bundið framlag til sjóðsins er 300 þús. kr. á ári. Hefir það fram- lag verið óbreytt um margra ára skeið og er orðið algjörlega ófull- nægjandi. Féllst Alþingi á þá til- lögu fjárveitinganefndar við af- greiðslu núgildandi fjárlaga að hækka framlagið um 150 þús. kr. umfram hið lögboðna framlag. Telur nefndin aðstæður síður en svo hafa breytzt á þann veg að fært sé að lækka fjárveitingu þessa nú og leggur því til að jafn há fjárveiting verði tekin í fjár- lög ársins 1956 eins og er í nú- gildandi fjárlögum. Nefndin leggur til nokkra hækkun á ýmsum liðum styrk- veitinga á 15. gr. og 17. gr. og að nokkrir nýir liðir verði teknir upp. Vísa ég um þetta efni til greinargerðarinnar með breyt- ingartillögum varðandi þessar greinar fjárlaganna. Vegna aukins námskostnaðar telur nefndin ekki annað fært en hækka framlög til lánasjóðs stúd- enta um 150 þús. kr. Stjórn Vélasióðs hefir leitað eftir sérstakri fjárveitingu til kaupa á tveimur skurðhreinsun- arvélum. Hefir á undanförnum árum verið unnið víða um land að landþurrkun með skurðgröf- um og hafa þessar framkvæmdir gefið mjög góðan árangur. Brýn nauðsyn er nú að grafa upp ýmsa elztu skurðina, en til þess skortir heppileg tæki. Hefir nefndin því talið nauðsynlegt að verða við ósk um fjárveitingu til kaupa á tveimur skurðhreinsunarvéium handa Vélasjóði í þessu skyni og leggur til að veittar séu 255 þús. kr. á næsta ári til kaupa á þess- um vélum. VÍSITÖLUHÆKKUN 15—16 STIG Svo sem ég áður tók fram er fjárlagafrumvarpið miðað við vísitölu 173 stig, en kaupgjalds- vísitala er nú þegar orðin 171 stig. Þykir nú sýnt, að gera verði ráð fyrir hærri vísitölu og er því lagt til að veittar verði á 19. gr. 4 millj. kr. til þess ! að mæta hækkun vísitölunnar um ■ fram 173 stig. Nefndin leggur til að taka upp tvo nýja heimildarliði í 22. gr. i Eru báðir þessir liðir í samræmi við það sem áður hefir verið gert og sé ég ekki ástæðu til að út- skýra þá nánar en gert er í greinargerðinni. j Ég hefi þá gert grein fyrir helztu breytingartillögum fjár- veitinganefndar á þingskj. 179. Hefi ég ekki hirt um að ræða hverja einstaka ti'Jögu, en mun að sjálfsögðu leitast við að gefa nánari upplýsingar urn einstr.ka liði breytingatiliaganna, ef þess verður óskað. Fjárveitinganefnd hefir enn ekki aígreitt ýms er- indi ' ?em til hennar hafa borizt og bíða tillögur nefndarinnar um þau 'atriði 3. umr. Samkvæmt venjjj mun nefndin við 3. urnr. gera tillögur um fjárveitinger á 18. gr. og samvinnunefnd sam- göngúmála mun fyrir 3. umr. skila tillögum sínum um fjár- veitingar til flóabáta. MILLJONATUGA UTGJOLD TIL VIÐBÓTAB VIÖ 3. UMR. Hér er um tiltölulega litlar fjár hæðir að ræða, en auk þessara liða er vitað um nokkra háa út- gjaldaliði, sem óhjákvæmilegt verður að taka upp í frumvarpið við 3. umr. og er sumra þessara liða ge-tið í greinargerð með fjár- lagafrumvarpinu eins og það upphaflega var lagt fram. Er um að ræða viðbótaframlag til Trygg ingastofnunar ríkisins samkvæmt frumvarpi því til tryggingalaga, er nú liggur fyrir Alþingi, hækk- un á launum starfsmanna ríkis- ins vegna væntanlegra nýrra launalaga, framlag til atvinnu- leysistrygginga í samræmi við samkomulag um lausn vinnudeil- unnar á öndverðu þessu ári. Lög hafa ekki enn verið sett um þessi efni, en gert er ráð fyrir að þau verði afgreidcftður en þessu þingi lýkur og verður því að gera ráð fyrir útgjöldum vegna laganna í fjárlögum næsta árs. Hefir nefndin þó talið rétt að bíða til t 3. umr. með að taka fjárveiting- ar vegna þessarar löggjafar í | fjárlagafrumvarpið, ef þá kynni að liggja ljósar fyrir hversu háar fjárupphæðir hér verður um að ræða. Þá hefir nefndinni ekki, fyrir þess umræðu, unnizt tóm til j að ganga endanlega frá skiptingu < fjárveitinga til skólabygginga, en samkvæmt lögum frá síðasta Al- þingi um fjármál skóla skal nú taka upp í fjárlög framlög til hvers einstaks skóla í stað þess að áður hefir verið veitt ein heildarupphæð í þessu skyni, sem siðan hefir verið skipt af ráðu- neytinu. Samkvæmt upplýsingum þeim, sem fyrir nefndinni liggja, er víða brýn þörf á skólabygg- ingum og mikið fé þarf til að ljúka skólum, sem nú eru í smíð- um. Virðist ljóst að ekki verði hjá því komizt að hækka veru- lega fjárhæð þá, sem ætluð er í fjárlagafrumvarpiiiu til skóla- bygginga. Samkvæmt tillögum nefndar- innar, ef samþykktar verða, verð- ur rúmlega 11,5 millj. kr. greiðslu halli á fjárlagafrumvarpinu eftir 2. umr. Ekki er enn hægt að segja nákvæmlega um upphæð þeirra fjárveitinga, sem óumflýj- anlegt verður að taka inn í frum- varpið við 3. umr, en ekki er ó- sennilegt að frumvarpið verði þá með 50 til 60 millj. kr. greiðslu- halla, að óbreyttri tekjuáætlun- inni. Verður því að sjálfsögðu að gera fyrir 3. umr. frumvarpsins ráðstaíanir til þess að afla nægi- legra tekna til þess að geta af- greitt greiðsluhallalaus fjárlög, en það er að skoðun nefndarinnar hin mesta nauðsyn. TEKJUAÆTLUN ENDUR- SKODUD FYRIR 3. UMR. Ég mun þá víkja að tillögum nefndarinnar um hækkun á tekju bálki frumvarpsins og hversu horíir með tekjur ríkissjóðs á næsta ári. Þar sem tekjuáætlun- in mun verða' tekin til nánari endurskoðunar fyrir 3. umr. mun ég aðeins ræða þessa hlið málsins í stórum dráttum, enda er athug- un nefndarinnar byggð á niður- stöðu 10 mánaða ársins, sem er að líða, en við lokaafgreiðslu fjár- laganna munu væntanlega liggja fyrir gleggri upplýsingar um aí- komu ríkissjóðs á þessu ári og önnur þau atriði, sem máli skipta þegar gerð er áætlun um afkom- una á næsta ári. Tekjum ríkissjóðs má í stórum dráttum skipta i 3 ílokka: skatta, tolla og tekjur af ríkisstofnunum, og skal ég fara nokkrum orðum um hvern þessara liða. Álagður tekju og eignaskattur og hluti ríkis- sjóðs af stríðsgróðaskatti nemur á þessu ári rúmum 98 millj. kr. en í fjárlagaírumvarþínu' er þassi tekjuliður áætlaður 95,8 milij. Végna hækkandi tekna skattgreið enda að krónutölu má gera ráð fyrir að álagðir skattar árið 1956 verði allmiklu hærri. Leggur nefndin til að hækka þennan tekjulið um 6,2 millj. króna. Toll- tekjur ríkissjóðs ákvarðast af innflutningi til landsins, en inn- flutningurinn takmarkast hins- j vegar af gjaldeyristekjum þjóð- ' arinnar, ef ekki á að vera um skuldasöfnun að ræða. Ljóst er að tolltekjur ríkissjóðs verða á ■ þessu ári mun meiri en gert var ! ráð fyrir þegar fjárlög ársins 1955 i voru endanlega samþykkt. Inn- ! flutningurinn árið 1954 nam 1130 millj. kr. en í októberiok þessa árs var innflutningurinn orðinn 969 millj. kr. eða 82 millj. kr. hærri en um sama leyti i fyrra. Má því gera ráð fvrir að heildar- innflutningur ársins 1955 verði töluvert hærri en í fvrra. Hefir eftirspurn eftir gjaldeyri aukizt mjög vegna aukinnar peninga- veltu í landinu og ber jafnframt að gæta þess, að á þessu ári hafa engin eilend lán verið tekin og bin geysilega fjárfesting í land- inu því verið kostuð af hinum venjulegu gjaldevristekjum þjóð- arinnar. Þetta hefir hins vegar leitt til þess, að gjaldeyrisstaðan hefir versnað allmikið, sem sjá má af því, að i lok októbermán- aðar 1954 áttu bankarnir 88,8 millj. i erlendum gjaldeyri, en 31. október s.l. nam gjaldeyris- I skuld bankanna erlendis 35 millj. kr. Hafði því hagur bankanna versnað um 124 millj. á þesáu 12 mánaða tímabili. í þessu sam- bandi ber þess þó að gæta, að . birgðir af útflutningsvörum voru j áætlaðar 313 millj. kr. 1. nóv. 1955 á rnóti 208 millj. kr. um sama leyti í fyrra. Eru því vörubirgð- irnar um 105 millj. kr. hærri nú en þá. Heildarútflutningurinn ár- ið 1954 nam 846 millj. kr. en í októberlok þessa árs var útflutn- ingurinn orðinn 658,5 millj. kr. eða um 32,5 millj. kr. minni en á sama tíma í fyrra. Horfur eru taldar á, að allmiklu meira verði flutt út siðustu tvo mánuði þessa árs, en sömu mánuði í fyrra. Má því gera ráð fyrir að útflutning- urinn geti orðið nokkru meiri en í fyrra, en þó ekki svo neinu nemi verulegu og þá yfirfærist til næsta árs 50—60 millj. kr. meiri vörubirgðir en í fyrra. Er hér þó eingöngu um ágizkun að ræða. GJALDEYRiSSTAÐAN HEFTR VERSNAÐ Þar sem útflutningurinn bygg- ist á jafn óvissum atriðum eins og aflabrögðum, er auðvitað mjög erfitt að gera fyrirfram áætlun um útflutningsverðmæti næsta í árs. Miðað við verðmæti útflutn- ingsins í ár, sem er mjög gott aflaár, ef síldin er undanskilin, virðist ekki varlegt að gera ráð fyrir að verðmæti útflutningsins næsta ár verði nokkuð að ráði ! meiri en í ár, þótt að vísu sé gert ráð fyrir því að allmörg skip bætist við bátaflota landsmanna á næsta ári. Gjaldeyrisstaðan sýnir einnig ljóslega, að við erum teknir að eyða hraðar en við öfl- um gjaldeyrisins og getur slík þróun að sjálfsögðu ekki orðið varanleg. Er það þvi skoðun inn- flutnings- og gjaldeyrisyfirvalda, að töluverður samdráttur hljóti að verða á innflutninginum á næsta ári, nema einhverjar óvæntar gjaldeyristekjur komi til. í ár hafa tolltekjur ríkissjóðs af innflutningi bifreiða numið um 40 millj. kr. og er talið að inn- flutningur bifreiða hljóti að verða miklu mun minni á næsta ári, af gjaldeyrisástæðum. En hér er hins vegar um tekjulið að ræða, sem ekki var sérstaklega reiknað með við samningTiúgildandi fjár- laga. Með hliðsjón af þessum að- stæðum telur meirí hluti nefnd- arinnar naumast varlegt að gera ráð fyrir því, að tolltekjur ríkis- sjóðs á næsta ári verði jafn mikl- ar og í ár, hvað þá hærri. Skal þó játað, að einhver ófyrirséð atvik" kunna að raska þessu mati, en tekjuáætlunin verður naumast með neinni skynsemi byggð á öðru en þeim staðreyndum sem fyrir liggja þegar fjárlögin eru afgreidd. Af þessum sökum hefir I nefndin ekki séð sér fært á þessu | stigi málsins, að minnsta kosti, : að gera tillögu um hækkun verð- tollsins, en leggur til að ýmsir aðrir liðir tolla og óbeinna skatta hækki nokkuð. j í þriðja' lagi er um að ræða | tekjur af ríkisstofnunum sem eru fyrst og fremst tóbaksverzlun og ; áfengiseinkasala. Rekstrarhagn- ; aður áfengisverzlunar er í fjár- j lögum þessa árs áætlaður 63 , millj. kr. en var 1. desember orð- j inn 61,6 millj. eða 2.5 millj. kr. i hærri en um sama leyti í fyrra. Rekstrarhagnaður Áfengisverzl- ! unarinnar er í fjárlagafrumvarp inu áætlaður 76 milij. kr. Rekstr- arhagnaður Tóbakseinkasölunnar er í fjárlögum þessa árs áætlaður 41 millj. kr. en var 1. desember orðinn 45,8 millj. eða 3,6 millj. kr. hærri en í fyrra um sama leyti. í fjárlagafrumvarpinu er reksturshagnaður Tóbakseinka- sölunnar áætlaður 42.7 millj. Ekki virðist því vera auðið að hækka áætlaðar tekjur Áfengis- verzlunarinnar, en ef til vill get- ur komið til greina einhver hækk- uri hjá Tóbakseinkasölunni og verður það athugað nánar. Heildartekjur ríkissjóðs 1. nóv. s.l. voru orðnar 463 millj. kr. á móti 396 miilj. kr. um sama leyti í fyrra. Með hlutfallslega sömu aukningu síðustu tvo mánuði árs- íns má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs í ár geti orðið um 633 millj. kr. Má því gera ráð fyrir, að tekjur ríkissjóðs i ár verði um 40 millj. kr. hærri en tekjuáætl- unin skv. fjárlagafrumvarpinu íyrir árið 1956, ef með er talin hækkun raeiri hluta nefndarinn- ar á tekjuáætlun fjárlagafrum- varpsins. RAUNSTT MAT STAÐREYNDA Vafalaust munu ýmsir segja, að of varlega sé í sakirnar farið með tekjuáætlunina, enda benda til- lögur minni hluta nefndarinnar ótvírætt í þá átt. Augljóst er þó, að þótt miðað sé við tekjuáætlun meiri hluta nefndarinnar, verða tekjur ríkissjóðs á næsta ári að reynast hærri en þær virðast ætla að verða í ár, ti! þess að ekki verði greiðsluhalli rjá rikissjóði. Allt frá árinu 1924 hafa umfram- greiðslur ekki nema aðeins einu sinni orðið innan við 7,6% af rekstrarútgjöldum ríkissjóðs og auk þess jafnan orðið miklar um- frmgreiðslur á eignahreyfingum. Árið 1953 urðu umframgreiðslur £6 millj. kr. og 1954 93 millj., er því ólíklegt að 40 millj. kr. mundu nægja til þess að standa straum af óumflýjanlegum um- framgreiðslum. Að sjálfsögðu er skylt að forðast umframgreiðslur. svo sem verða má, því að með um framgreiðslum er raunverulega verið að taka fjárveitingavaldi? af Alþingi. Hins vegar koma jafn- an til ýms óumflýjanleg útgjöld sem ekki var hægt að sjá fyrir við samning fjárlaga. Þess ber nú ac geta í sambandi við þær tölur sem ég hefi nefnt um umfram. greiðslur árið 1954 og 1955, að þai með eru einnig taldar greiðslu samkvæmt sérstökum lögum 0{ heimildarlögum. Stjórnarandstæðingarnir munu vafalaust segja, að þar sem tekj- ur ríkissjóðs hafi á undanförnum árum jafnan farið langt fram úr áætlun, hljóti svo einnig að verða á næsta ári. Því er naumast hægt að svara á annan hátt en þann, að á slíkum hlutfallareikningi verða fjárlög ekki byggð með nokkurri skynsemi, þar sem að því hlýtur að koma, að mælirinn verði fullur og ekki hægt að tre.vsta á einhverja óvænta heppni, ef menn vilja af ábyrgðar tilfinningu afgreiða fjárlög ríkis- ins. Það er rétt, að á undanförn- um árum hefir stundum verið um að ræða allverulegan greiðsluaf- gang hjá ríkissjóði, en ég hygg að reynslan hafi ótvírætt sýnt, að þar hefir fremur verið um happ að ræða heldur en slíkt beri að lasta. Hitt er auðvitað rétt, að þegar að því kemur, að þurfi að heimta nýja skatta af þjóðinni til þess að standa undir útgjöldum ríkisins, verður að áætla núver- andi tekjustofna ríkissjóðs svo hátt sem framast er unnt og þá ekki hægt að gera ráð fyrir því, að um neinn teljandi greiðsluaf- gang geti orðið að ræða. FRAMLEIDSLAN ÁKVARÐAR LÍFSKJÖRIN Nú um áramótin verður vafa- laust að gera ýmsar ráðstafanir til að tryggja áframhaldandi rekstur bátaflotans og einnig tog- araflotans. Ekki verður á þessu stigi málsins neitt um það sagt, hvort og þá að hve miklu leyti þær ráðstafanir bitna á ríkissjóði á einn eða annan hátt. Kann því að virðast vafasamt að afgreiða íjárlög endanlega fyrr en nánari upplýsingar liggja fyrir um það efni, en á það vill þó fjárveit- inganefnd engan dóm leggja. Hins vegar er það sameiginleg skoðun okkar, sem skipum meiri hluta nefndarinnar, að nú sem fyix beri að afgreiða greiðsluhallalaus fjárlög, en að innan þess ramma sem gjaldgeta ríkissjóðs leyfir, beri að stuðla sem mest að and- legum og efnalegum framförum í landinu. En umfram allt er nauðsynlegt að hafa þá staðreynd í huga, að framleiðslustarfsemin í landinu er sú undirstaða, sem hæði fjárhagur ríkissjóðs og efna hagsafkoma þjóðarinnar byggist á. Efling atvinnuveganna og aukn ing framleiðsluverðmæta er því eina úrræðið til þéss að bæta raunverulega lífskjör þjóðarinn- ar og skapa skilyrði fyrir bví að ríkissjóður verði þess umkominn að leggja enn meira að mörkum til margvíslegra framfaramála í •bjóðfélaginu. Meiri hluti fjárveitinganefndar væntir þess að háttvirtir þing- menn geti fallist á tillögur nefnd- arinnar í sambandi við afgreiðslu frumvarpsins og mælir meiri hluti nefndarinnar með því, að 'járlagafrumvarpið verði sam- bykkt við þessa umræðu með beim breytingatillögum, sem f jár- 'æitinganefnd sameiginlega ber fram á þingskjölum 179, 184 og Lill. meiri hl. nefndarinnar á þskj. 180. STEIHPÖRol, rKCJLOFUNAHHKINGIR 14 karata og 18 karata. Tesla ljósaperur Heildsölubirgðir: E. ORMSSON H.F. Vesturgötu 3 (frennra húsið) Sími 82095

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.