Morgunblaðið - 17.12.1955, Qupperneq 2
18
MORGL /V BLAÐIÐ
Laugardagur 17. des. 1955
TdfLnnaníegur uppskerubrestur
eftir yndisiegt sumar
Tjón eins bónda allt að 126 þús. kr. —
Lögreglubjónar biða dóms vegna
„veikinda" — Þótti gott að fá i nefið
SVp SEM kunnugt er, var óvíða
y.idislegra sumar en hér í Sví-
þjóð. F.n nú þykir mónnum sól-
skinið og blíðan hafa dregið ó-
þægilegan dilk á eftir sér, því
landbúnaðarvörur hafa hækkað
t'.itakanlega í verði vegna upp-
.;'<erubrests af völdum hinna
Lngvarandi þurrka. Nú verða
nenn að greiða fyrir sumarblíð-
tina í beinum og óbeinum skött-
um. Veldur dýrtíðin margri hús-
>"nóður miklum áhyggjum, mán-
aSarpeningamir horfnir fyrr en
\ arir, og erfitt að finna tekju-
tindir, sem vega á móti hækk-
uninni. Fyrstu dagana eftir að
síðasta hækkunin gekk í gildi,
v ar tómt í sumum matvöruverzl
unum. Þær fáu húsmæður, sem
komu að verzla, börmuðu sér
vnjög. Smjör var keypt mjög lít-
ið fyrstu dagana eftir verðhækk-
unina, en hér í Stokkhólmi var
kevpt meira smjörlíki en nokk-
urn tíma áður. Húsmæður segja,
að erfiðast sé að spara mjólkur-
kaup vegna barnanna, en þó
finnist þeim, að mjólkin hafi
verið nógu dýr fyrir.
Sumir hafa lagt til, að menn
tækju sig saman um að hætta
að kaupa landbúnaðarafnrðir,
en það heíur fengið daufar
undirtektir, því margt vilja
menn fremur spara við sig en
kjöt og smjör.
JBÆTUR TIL LANDBUNA®-
ARINS
Hér í Svíþjóð er sá háttur hafð-
ur á, að verðlag landbúnaðar-
nfurða er ákveðið á vorin. Þá
):oma -aman fulltrúar frá bænd-
um og neytendasamtökum og
úkveða, hvert verðið skuli vera
> ;æsta framleiðsluár, sem reiknast
frá 1. sept, til 31. ágúst næsta ár.
í áætlun þessari er gert ráð fyrir
> eðaiuppskeru, en þó sveiflur
v -rði frá því, er veðrið látið
kaldast óbreytt, svo fremi sem
mismunur verður ekki meiri en
L- eða 4-4%. Verði meira frávik
ó annan hvorn veginn, hækkar
varðið eða lækkar til samræmis.
Uppskeran í ár var áætluð 4000
mill. króna virði. Rýrnunin nam
500 millj. Þar frá dragast 4% eða
130 millj. 340 millj. eru land- j
búnaðinum bættar. Bæturnar eru
tvenns konar. í fyrsta lagi er
verðhækkun á landbúnaðarafurð-
um, sem nemur samtals 240 millj.
M|ólk hækkar um 6 aura lítrinn
/éa. 19 aura ísl./, smjör hækkar
um 75 aura kg/ca. 2,40 ísl./, kjöt
og flesk hækkar um 31 eyri kg
/ca. 1.00 ísl./. í öðru lagi er styrk-
ur frá ríkinu að upphæð 100 millj.
krónur. Honum er skipt niður á
b au héruð, sem hafa orðið harð-
ast úti, en tjón varð mjög mis-
jafnt í hinum ýmsu héruðum,
eins og meðfylgjandi kort sýnir.
bessum 100 millj. er úthlutað
i þrennu lagi. 58 millj. er skipt
milli þeixra héraða, þar sem
rýrnunin var mest, þannig að þar
uem tjónið nam 35—45%, fá
baendur 50 kr. pr. hekt. ræktaðs
lands. Þar sem tjónið varð 25
—-35%, eru veittar 25 kr. á hvern
hekt. 22 millj. ganga sem fóður-
fityrkur til mjólkursvæðanna, og
er úthlutað með tilliti til þess,
hve mjólkurframleiðslan er. Af-
ganginn, 20 millj. fá héraðssam-
böndin, og úthluta til einstakra
býla, sem verst hafa orðið úti.
Miklar deilur hafa risið út af
þessum bótum í sumum hérðum,
oérstaklega Skáni, er uppskera
eins og í meðal ári, eða vel það.
bar kemur hið hækkað verð sem
hrein búbót. í héruðunum um-
hverfis Stokkhólm, var tjónið aft-
ur á móti mjög tilfinnanlegt. Á
sumum bæjum á Södermanlandi
skrælnaði öll uppskeran. Þar búa
þeir tveir bændur, sem keppa
um „heiðurinn“ af því, að hafa
beðið mest afhroð vegna þurrk-
anna. Tjón hvors þeirra um sig
er metið á ca. 40.000 s. kr., eða
> n 126.000 ísl. kr. Bæturnar sem
jbeir fá samkvæmt núgildandi lög
um, eru um 400Q kr., eða 1/10
hiuti hins raunvérulega tjóns.
Stokkhólmsbréf eitir Jón Aðalsteinsson
'§)' %
' ?r\
TTTT\ -5% - .
-25% - -15%
>55%~-25%
-^5%-“55%
Afvik frá meðaluppskeru í einstökum héröðum Svíþjóðar.
Þessum bændum þykir súrt í
broti að sjá stéttarbræður sína
auðgast á uppskerubrestinum.
Einnig þykir neytendum hart að
göngu að greiða hærra vöruverð
og hærri skatta, til þess eins ,,að
gera þá ríku ríkari“. Hafa neyt-
endasamtök i Málmey mótmælt
núgildandi fyrirkomulagi á bjarg
ráðunum, og margar raddir heyr
ast um að stjórninni beri að sjá
um réttlátari skiptingu á bótun-
um.
Ein af þeim leiðum, sem stung-
ið hefur verið upp á í því sam-
bandi, er að hækka sláturskostn-
að á svínum, en svínaræktin er
mest á Skáni. Þessi leið er þó
talin lít.t fær, því að þá er hætt
við, að svínin yrðu drepin án
svörtum markaði. Sérstök land-
búnaðarnefnd vinnur að úrlausn
þessara mála, og í þinginu eru
til athugunar lagabreytingar þess
efnis, að trygga réttlátari dreif-
ingu stuðningsfjárins.
Þá er og í undirbúningi að
leggja fyrir þingið frumvarp til
laga um breytingu á því fyrir-
’komulagi, sem nú ríkir um verð-
lagningu landbúnaðarafurða, og
láta verðlagið vera háð verði
á heimsmarkaðinum hverju sinni.
Er talið, að reynslan í haust muni
flýta fyrir afgreiðslu málsins
Telja Sviar, að með aukinni
tækni geti þeir lækkað fram-
leiðslukostnað það mikið, að land
búnaðurinn geti staðið af sér
hallærisár án þess, að nauðsyn
beri til að hækka afurðaverðið.
Hver svo sem endalok þessara
mála verða, er hætt við, að þeim
verði ekki ráðið þannig til lykta,
að allir verði ánægðir. Strang
fjármálaráðherra hefur skorað á
menn að sýna þegnskap og taka
með stillingu þeim ráðstöfunum,
sem ríkisstjórnin kann að gera.
En hitt blandast mönnum ekki
hugur um, að fallega brúna húðin
í sumar, sé goldin heldur dýru
verði.
LÖGREGLUÞJÓNAR
BÍÐA DÓMS
Um Jónsmessuleytið í sumar
greip um sig hastarleg veiki
innan lögregluliðsins í Stokk-
hólmi og Gautaborg. Þar sem
þessi veiki var undarlega stétt-
læg, þótti sýnt, að brögð væru
í tafli, Innanríkisráðuneytið lét
því skipa þriggja manna nefnd,
til a<5 grafast iyxir um orsakir
veikinnar. Sú nefnd hefur nú
birt niðurstöður sínar. Sam-
kvæmt þeim er hér ekki um
veikindi að ræða í venjulegri
merkingu þess orðs, heldur hafa
téðir lögregluþjónar slegið á sig
skrópasótt, til þess að komast hjá
að gegna skyldustörfum mestu
annahelgi ársins. Læknisvottorð
fengu þeir með því að bera sig
aumlega og ýkja krankleika sinn,
„Veikindi“ þessi voru hugsuð sem
vopn i baráttu lögregluþjónanna
fyrir hsekkuðu kaupi. En vopnið
hefur snúizt í höndum þeirra.
Þeir er.u sekir fundnir um brot
gegn lögum um réttindi og skyld-
ur opinberra starfsmanna. í stað
þess að hljóta hækkað kaup, bíða
þeir nú dóms hundruðum saman.
Einnig stendur til að svipta fjóra
lækna réttindum vegna máls
þessa. Almennt er talið, að hinir
127 læknar, sem gáfu vottorðin,
hafi látið sér embættisskyldur
sínar í léttu rúmi liggja. Eitt
blaðið hér lætur svo um mælt,
að góða samvinnu lögregluþjóna
og lækna, beri sizt að harma
meðan hún stuðli að öryggi borg-
Frh. á bls. 20
HVERFISGÖTU 29 — SÍMI 9494 — HAFNARFIRÐI
TIL JOLAGJAFA
Straajárn, margar teg., verð frá kr. 140,00
Gufustraujárn, General Electric. kr. 520,00
Ferftastraujám, sem breyta má i suðuhellu. með
tösku kr. 130,00
★
Kaffikvarnir, Cora, kr. 450,00
Vatnshitarar, Cora, 1000 til 2500 watta frá kr. 78,00
Vatnshitarar, Cora, litlir, ásamt tösku kr. 73,50
★
Vöflujám, kr. 220,00
Hraðsuðukatlar 1, 2 og 3 lítra frá kr. 260,00
Kaffikönnur, kr. 270,00
Hrærivélar, General Electric, kr. 1300,00
ísskápur, Siemens, kr. 5800,00
Steikarristar, kr. 275,00
★
Ryksugur, Elektrolux, kr. 1620,00
Ryksugur, Kobold, kr. 1735,00
Bónvélar, Elcktrolux, kr. 1620,00
★
Handþurkur (heitt loft) kr. 990,00
Hárþurkur, kr. 325,00
Hitapúðar, Siemens, kr. 165,00
★
Gigtarlampar, frá kr. 400,00
Borðlampar, margar teg., frá kr. 7ö,00
Sjónvarpslampar, kr. 555,00
Vegglampar, margar teg., frá kr. 70,00
★
Ljósakrónur, margar teg., frá kr. 290,00
Ljósakrónuskálar, stakar, frá kr. 27,70
Forstofuljós, kr. 56,00
★
Loftkúlur, frá kr. 40,00
Handlampar og Bílalampar frá kr. 31,50
Jólatrésljós, 3 teg., kr. 165,00
Gólfiampar, eins til þriggja arma frá kr. 430,00
Hringljós, fluorescent
★
Amerísk búsáhöld í úrvali
Félagsmenn KRON!
Gerið jólainnkaupin tímanlega.
Fyllið út pöntunarlist-
ann, sem hefur vertð
sendur ykkur og skilið
honum í næstu verzlun
félagsins, eða símið pönt-
unina hið fyrsta. Við mun-
um Icggja allt kapp á að
jólapantanirnar verði af-
greiddar fljótt og ná-
kvæmíega.
Matvörubúðir
Bezt oð auglýsa í Morgunblaðinu —