Morgunblaðið - 17.12.1955, Síða 4
20
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 17. des. 1955
Saga mannsandans
Menningarsaga Agústs H Bjarnasonar
Ritsafn í 5 bindura
Sígilt rit og jólabók þeirra
er vanda valið í bókaskápinn
lCIWi
skóábuð
KIWI
og gljóinn
á skónum verður
bjartari, og dýpri
Kiwiáburðurinn er
framleiddur úr úrvals
vaxefnum og ósvikn-
um Sútaralitum. Þetta
eru megin orsök þess,
hversu djúpur og lang-
varandi Kiwigljáinn er
og enn fremur skýrir
þetta hin óvenjulegu
gœði Kiwi, þegar um
er að ræða að verja
skóna og viðhalda
þeim. Reynið eina
Kiwidós í dag. Skórn-
ir munu verða snyrti-
legri og þeir munu
endast betur.
Gæðin eru á heimsmæli-
kvarða — Fæst í 10 litum
Aðalumboðsmenn á íslandi: O. JOHNSON & KAABER h.f.
Snyrtímenni vilja helst
BRYLCREEM
JMotiO Brylcreem. hið fullkomna hárkrem,
til daglegrar snyrtingar á hári og hársverði,
og Þér munuð strax taka eftir hinum fal-
lega, eðliiega ;:’júa á hárinu og þaö verður
iíflegt og óklest. Hársvörðurinn losnar við
flösu og þurrk. Bryicreem er ekki feitt og
klessir ekki háriö, því fituefnin eru i upp-
leystu ástandi. Nuddið Brylcreem í hársvörð-
inn á hverjum morgni ög hárið fer vel
daglangt. Biðjið um Brylcreem, hárkremið
sem á stærstan þáttinn í framförum i hár-
snyrtingu.
Hið íullkomna hárkrem
Bezt að augiýsa í Morgunblaðioii
Dr. Richard Beck:
Eftirtektarvert og merkt rit
LANDHELGISMÁL íslands hef-
ir verið mér harla hugstæit
aila tið síðan ég á yngri árum
var í fullan áratug (frá vori til
hausts) sjómaður, og um allmörg
ár formaður, á róðrarbátum á
Austfjöröum. Rann mér til rifja,
og er enn í íersku minni, ágengni
eriendra togara á grunnmiðum
austur þar, er ósjaldan voru að
veiðum að kalla mátti uppi við
landsteina. Hefi ég því af heil-
um huga fagnað þeim ákvörð-
unum, er íslenzk stjómarvöld
hafa á siðari árum tekið til
verndunar fiskimiðanna um-
hverfis landið. Að sama skapi
var mér kærkomið rit Þorkels
Sigurðssonar vélstjóra í Reykja-
vík, Saga landhelgismáls íslands
og auðæfi íslenzka hafsvæðisins,
er mér barst frá höfundi fyrir
stuttu síðan, og þakka ég hon-
um innilega þann vináttuvott.
ÍSLAND
Er skemmst frá að segja, að
rit þetta er bæði eftirtektarvert
um efni og meðferð þess, og um
leið tímabært, í einu orði sagt,
um allt hið þakkarverðasta. Er
það hverju orði samiara, sem
Björn Ólafsson alþingismaður
og fyrrv. ráðherra segir í niður-
lagsorðum hins markvissa og
prýðilega formála síns:
„Þeir menn vinna þarft verlt,
sem halda þessu máli vakandi
og skýra það fyxir landsmönn-
um. Þorkell Sigurðsson hefur
með bæklingi þessum lagt drjúg-
an skerf til upplýsinga fyrir al-
menning um þetta merka mál,
og er vel farið, að slíkur áhugi
kemur einmitt frá mætum
manni, sem í áratugi hefir helg-
að sjómennskunni lífskrafta
sína.“
Ritið er mjög skipulega sanjið,
en það er í tveim meginhlutum,
og nefnist fyrri hlutinn: Átta
kaflar úr sögu landhelgismáls-
ins.
í fyrsta kaflanum er brugðið
upp glöggum svipmyndum úr
sögu þessa máls á liðnum öldum,
og fylgja landabréf af íslandi,
er sýna fiskiveiðatakmörkin á
hinum ýmsu tímum. Kemst höf-
undurinn að mjög athyglisverð-
um niðurstöðum um breidd
landhelginnar á síðari öldum.
í næstu tveim köflum eru tek-
in upp hin nýju lög um vernd-
un fiskimiða landgrunnsins og
rekinn rökstuðningur íslenzku
ríkisstjórnarinnar og sérfræð-
ings hennar fyrir útfærslu fiski-
veiðatakmarkananna frá þjóð-
réttarlegu sjónarmiði. Er sá
málaflutningur bæði skorinorður
og rökfastur, eins og Þorkell
Sigurðsson dregur réttilega at-
hygli að í lokaorðum þess kafla
rits síns.
Næsti kafli, „ísland fyrir ís-
lendinga", sem ritaður er af
heitri þjóðræknislegri tilfinn-
ingu og djúpri réttlætiskennd
(eins og raunar bókin öll), er
hæfur.inngangur að næstu fjór-
um meginköflum fyrri hluta rits-
ins, en þeir eru: „Landhelgin,
fjöregg' íslenzku þjóðarinnar",
„Efnahagsafkoma botnvörpu-
skipanna, framtíð þeirra og frið-
unarlögin“, „Vettvangur sjávar-
útvegsins. Landhelgismálið og
framtíðarlausn þess“, „Landhelg-
ismálið og dýrkun lýginnar“. Er
hér um að ræða blaðagreinar, og
komu tvær hinar fyrstnefndu í
Sjómannablaðinu Víkingi, sú
þriðja í Sjómannablaðinu síðasta,
og fjórða greinin í Morgunblað-
inu þ. 19. febr. í ár.
bent á leiðir til framtíðarlausna
þeirra.
Seinni hluti ritsins er einnig
hinn merkasti, en hann heíir
inni að halda þrjá kafla úr
jarðfræði- og haffræðisögu ís-
lapds og landgrunnshjallans.
Fyrsti kaflinn, „Nokkur orð
um grunnsævishjallann (land-
grunnið) kringum ísland", eftir
dr. Sigurð Þórarinsson jarð-
fræðing, er gagnorð og fræði-
mannleg lýsing á þeirri hliðinni
á jarðmyndunarsögu landsins.
Eftir að hafa vikið að hinum
skiptu skoðunum um það, hvern-
ig grunnsævish.iallinn hafi mynd-
ast, lýkur dr. Sigurður máli sínu
á þessa leið: „En hvernig svo
sem þessu er varið, má fullyrða,
að jarðfræðilega og jarðsögulega
séð, er grunnsævishjallinn, land-
grunnið, óaðskiljanlegur hluti
lándsins sjálfs."
Um þetta grund vaí 1 ar atriSi
ræðir Þorkell Sigurðsson síðan
frekar í næsta kafla, er hann
nefnir „Einbúinn í Atlantshaf-
inu“, og heldur hann þar fast
fram þeirri skoðun sinni. að land-
grunnshjallinn, frá 500 metra
dýpi, sé ekkert annað en undir-
stöðupallur íslands, og því óað-
skiljanlegur hluti þess, og að
þess vegna beri að vinna að því
raeð öllum ráðum að fá rétt ís-
lendinga yfir landgrunninu við-
urkenndan.
Þriðji ög Síðasti aðalkafli
seinni hluta ritsins, „Auðlindir
íslenzka hafsvæðisins“, er hinn
fróðlegasti og sérstaklega athygl-
isverður, en hann fjallar um
það, hve þjóðinni sé það mikil
nauðsyn „að þekkja til hlítar
líifið í sjónum kringum landið,
landslag og gróður sjávarbotns-
ins og d j úpsj ávarvikin, sem
ganga úr hafdjúpinu inn í
grunnsævið“. Síðan lýsir höfund-
ur helztu rannsóknum á göngum
þorsksins og síidarinnar, og
styðst þar mjög við ritgerð eftir
dr. Hermaan Einar.sson um það
efni.
Þá er í ritiou leiðbeiningar um
notkun hins ágæta litarkorts yf-
ir dýpið kritigum Ísland, sem
hókinni fylgir, og að lokum stutt-
ur eftirmáli höfundar, þar sem
hann gerir grein fyrir útgáfu
ritsins,
Auk hinna mörgu landakorta,
er það prýtt myndum ýmissa
þeirra manna, sem mest og bezt
hafa komiö við sögu landhelgis-
málsins á síðustu árum, innan
ríkisstjórnarinnar og utan, Sjálf-
ur hefir Þorkell Sigurðsson unn-
ið því þjóðþrifamáli mikið gagn
með útgáfu þessa fróðlega og
skörulega rits síns, sem tileinkað
er „hinni dugmiklu íslenzku sjó-
mannastétt og hinni glæsilegu
uppvaxandi æsku íslands, því að
það er hún, sem á að erfa land-
ið‘. I
Jafnframt því að ég þakka
höfundi þarft og vel unnið verk,
tek ég, sem íslendingur og gam-
all sjómaður, heilhuga undir þá
faguryrtu og réttmætu tileinkun
hans.
— Stokkhólmshréf
Frh. af bls. 18
aranna, en í þessu tilfelli hafi
samvinna þeirra gengið of langt.
TIL MARGS ER HELIKOPT-
ERINN NYTSAMLEGUR
Fyrir skömmu hurfu tveir
Lappar, sem voru við hreindýra-
smölun nálægt landamærum Nor-
egs. Þegar vika var liðin eftir
áætlaðan komutíma til byggða,
var fenginn helikopter og hafin
dauðaleit. Sveimaði vélin yfir
fjaliinu í nokkra daga í dimmura
hríðarbyl, en án þess að verða
nokkurs vísari. Þóttust flugmað-
urinn og leiðsögumaður hans hafa
himin höndum tekið, er þeir loks
komu auga á spor í sjónum.
Lentu þeir þar við kofa og þótti
sýnt á ummerkjum, að hinir
týndu menn væru enn á lífi og
ekki langt undan. Ekki höfðu
þeir lengi stdðíð þar við, er
þeir sáu tvo skíðamenn bruna
niður fjallshlíðina í áttina til
sín. Voru þar komnir Lappamir
tveir og voru hinir hressustu.
Höfðu þeir lent í vandræðum
með hreindýrin, sem vildu sig
hvergi hræra, því að enn er góð
beit í fjöllunum.
Optatius Nutti, veðurbitm
fjallahe+ja, 56 ára gamall, hafðí
orð fyrir þeim félögum. Sagðist
hann hafa orðið var við ferðir
flugvélarinnar undanfarna daga,
og sig hefði grunað að verið væri
að leita að einhverjum. En að
dauðaleitin væri gerð að þeim,
hefði sér aldrei dottið í hug, og
taldi hann það næsta óskynsam-
legt og hinn mesta óþarfa. Það
eina, sem á bjátaði væri nef-
tóbaksleysi. Fylgdarmaðurinn
dró þegar upp úr vasa sínum nef
tóbaksdós og rétti gamla mann-
inum. Þá hýrnaði yfir Optatiusi,
hann fékk sér vel í nefið, og
lét s:ðán í liós bá skoðun, að kann
ske hefði ferðin, þegar öllu var
á botninn hvolft, ekki verið alveg
til ónýtis farin.
Allar eiga greinar þessar það
skilið, að þær séu lesnar gaum-
gæfilega, því að þar er landhelg-
ismálið tekið föstum tökum og
rætt frá hinum ýmsu hliðum af
manni, sem af eigin reynd er
gagnkunnugur fiskiveiðum og
sjávarútvegsmálum þjóðarinnar.
Á það ekki síst við um greinarn-
ar um efnahagsafkomu botn-
vörpuskipanna og um vettvang
sjávarútveg8ins, þar sem þeim
málum eru gerð ýtarleg skil og
Ný bók Góð bók
Ljéðmœls
eftir séra Boðvar Bjarnason
eru kotnin í bókabúðir. — Tilvalin jólagjöf.
Falleg bók Fágæt bók