Morgunblaðið - 17.12.1955, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.12.1955, Qupperneq 8
24 MORGVNBLAVtB Laugardagur 17. des. Iftö5 Mikilla andstæðna gætir í efna- hagslífi Sovétríkjanna Undrahelmur TMTVERS vegná dró Ráðstjórnin H úr einangrunar- og hafta- stefnu sinni eftir dauða Stalíns — bar það vott um aukinn efna- hagslegan styrk eða lélega af- komu þjóðarbúsins? Segja má, að svarið sé háð því, hvaða þátt- ur efnahagslífs Sovétríkjanna er tekinn til athugunar. Kvöld nokkurt í sJ. mán- uði var vönduðum hergögnum ekið í löngum röðum eftir göt- , um Moskvu. Þar gat að líta j þung skotvopn dregin af drátt arvélum, gljáfægða nýja skrið dreka og herbifreiðar. Hér hafði bersýnilega ekkert verið til sparað og hvorki skort stál, gúmmí eða aðrar nauðsynjar til þess arna. ★ SMJÖR, MJÓLK, SYKUR ~ OG EGG — ÓFÁANLEGT Nokkrum dögum áður hafði undirritaður verið staddur í höf- uðborg Armeníu. f tólf aðalný- lenduvöruverzlunum í miðborg- inni var smjör ófáanlegt — sömuleiðis mjólk, sykur og egg. Ein verzlunin hafði kjöt á boð- stólum — en aðeins eina tegund, vísundakjöt — nautakjöt, svína- kjöt og kindakjöt var hvergi hægt að fá. Gorkystræti nálægt Rauðatorg- inu er ein fegursta gatan í Moskvu. íbúðahúsin eru glæsileg, verzlanirnar vel birgar og upp- lýstar með neonljósaskiltum á kvöldin. En nokkrar húslengdir frá bogagöngunum meðfram Gorkystrætinu breytist umhverf- ið og þar taka við fátækrahverfi -— húskumbaldar frá 19. öld. ★ ÞRÉÞÆTT EFNAHAGSLÍF Sams konar atvik, sem stöðugt endurtaka sig, koma ferðalangn- um fljótt í skilning um, að efna- hagslíf Sovétrikjanna er þríþætt — og af þessum þrem þáttum, er hægt að meta efnahagsástandið í heild. Fyrst og fremst er það þungaiðnaðurinn, sem stendur í beinu sambandi við vigbúnaðinn. Iðnaður þessi er víðast hvar í Sovétríkjunum í miklum blóma. Annar höfuðþátturinn eru „borgaralegar“ framkvæmdir — sem koma skýrast fram i glæsi- legum byggingum eins og t.d. við Gorkystræti, nýju háskólabygg- ingunni í Moskvu og öðrum slík- um framkvæmdum t.d. neðan- jarðarbrautinni í Moskvu — og hér hefur ekkert verið til sparað. ★ ÞUNGAIÐNAÐUR OG FRAMKVÆMOIR SITJA f FYRIRRÚMI Loks er það svo sá þáttur efnahagslífsins, sem snýr að neyzluvörum og húsnæði. Það er augljóst, að í þessu efni er ástand ið mjög bágborið. Heildarniðurstaðan hlýtur að verða sú, að mögulegt væri að bæta lífskjör almennings, ef ekki væri varið svo mikl- um fjármunum til þungaiðn- aðarins og framkvæmdanna. ★ STÉTT AB ARÁTTAN Það kemur mjög greinilega fram hjá mörgum sovézkum borg urum, að þeim gremst þessi áber- andi mismunun. Þeim, sem berjast í bökkum gremst einkum, að talsverður h1uti ibúanna lifir mjög góðu I'fi. Sem sagt svo virðist sem stéttabaráttan sé nokkur í Sovétríkjunum, þrátt fyrir þá röksemd, að „sósíalism- inn“ útiloki slíka hagsmima- streitu. Annars vegar er ríkisvaldið — sá hópur, sem er í þjónustu þess, nýtur sérréttinda — liðs- feringjar, embættis- og menntamenn og þeirra líkar. Hins vegar er svo allur fjöldi Iáglaunaðra verkamanna, sem vilja fá hærri laun, og bláfá- tækir bændur á samyrkjubu- um, sem vilja fá hærra verð fyrir afurðir sínar. ★ KRÓKALEIÐIR Verkföll eru bönnuð og yfir 'anna IMokkrar húslengdir handan glæsiKegra stræta stórhorganna taka við ömurleg fátækrahverfi - eftir Harry Schwartz Þetta er framhlið nýju gregoriönsku dómkirkjunnar í Erchmiadzin í Armeníu, en sé gengið bak við hana .... . . . . rekst vegfarandi á niðumídda húskumbalda fátækrahverfis- ins. Þannig húsnæði búa verkamenn við víðast hvar í Sovétrikj- unum. bændum vofa háar sektir, ef þeir afhenda ekki ríkinu uppskeru sína. Almenningur verður því að fara krókaleiðir til að sniðganga höftin. Sovézkur borgari lýsti þeirri aðferð á eftirfarandi hátt: „Auðvitað getur hver venju- legur verkamaður ekki lifað á þeim 5—600 rúblum, sem hann vinnur sér inn á mánuði. Munið það, að um 20% af því fara í skatta, ríkisverðbréf og þvíum- líkt. Konan hans verður að vinna úti, og bæði stela þau undan, hvenær sem þau sjá sér fært. Fá- tæktin hefur gert alla þjóðina að þjófum. Við stelum undan af því, að við' getum keypt hvað sem er á „svörtum markaði", ef nægir fjármunir eru fyrir hendi. — ★ — Rúblan jafngildir 25 sent- um í bandarískum gjaldeyri, en kaupmáttur hennar er miklu minni, þegar rniðað er við verðlag á matvöru, klæðn- aði og öðrum neyzluvörum — svo að raunverulega jafngild- ir hún 10—1214 senti. Það snertir engan veginn sam- vizka sovézkra borgara að svíkja ríkið um peninga. Bændurnir á samyrkjubúunum láta ríkinu í té lélegustu framleiðsluvörur sínar, enda borgar ríkið mjög lágt verð, en síðan selja þeir beztu fram- leiðsluvörurnar á markaði fyrir miklu hærra verð. Ávextirnir, sem fást í verzlunum ríkisins eru sjaldnast góð vara, en öðru máii gegnir um ávextina á mark- aðinum eða á járnbrautarstöðv- um og torgum þar, sem bænda- konurnar selja framleiðslu sína undir berum himni. Verkamennirnir, sem vinna sér inn að meðaltali 750 rúblur á mánuði, bera sig illa, einkum ef þeir eiga börn. Dag nokkurn var ég á ferð í járnbrautarlest og heyrði á tal nokkurra sovézkra liðsforingja, sem ræddu atvinnu- leysi og múgmorð í Bandaríkjun- um. Skömmu síðar kom vagn- stjórinn til mín og hvíslaði: „Þér verðið að gera yður ljóst, hvers vegna liðsforingj- arnir láta sér slíkt um munn fara. Þeir eru vel launaðir, geta borðað vel og gengið vel til fara. En lítið þér á mig. Þessi tötralegi einkennisbún- ingur er einasta flikin. sem ég á. Fyrir þúsund rúblur á mán- uði get ég séð börnunum mín- um fyrir brauði — en þar með er líka allt upp talið“. ★ LISTAMENN ERU VEL LAUNAÐIR Einhver ánægðasti sovézki borgarinn, sem ég hitti á ferða- lagi mínu, var ungur maður —- áberandi glæsilegur í klæðaburði. Hann hafði efni á að borða á Hótel Nationál í Moskvu — þang- að koma aðallega útlendingar, enda er maturinn dýr. Hann skýrði fyrir mér, hvers vegna hann hefði efni á að kaupa sér vönduð föt og borða dýran mat. Hann var cellóleikari í hliómsveit Bolshio-leikhússins og fékk 3,500 rúblur í laun á mán- uði — þar sem hann var ein- hleypur nægðu þessi laun honum til að lifa mannsæmandi lífi. — ★ — Mánaðarlaun hinnar frægu ! balletdansmeyjar, Ulanovu, nema 7,000 rúblum á mánuði fyrir þrjár eða fjórar sýningar, og hljómsveitarstjóri Bolshoi-leik- hússins fær 5,000 rúblur í laun á mánuði, sagði cellóleikarinn. ★ LANGAR BIÐRAÐIR Hátt verðlag og lág laun eru aðeins ein hlið þeirra margvís- legu efnahagsörðugleika, sem hver venjulegur sovézkur borg- ari á við að stríða. Jafnvel i stór- borgunum eru ýmsar fæðutegund ir ekki fáanlegar nema endrum og sinnum, og er þær koma i verzlanirnar verður fólkið að standa í biðröðum klukkustund- um saman og ber venjulega tak- markaðan skammt úr býtum. Atvinnuleysi er líka tals- vert í Sovétríkjunum, þó að ráðamenn í Kreml gorti af því, að slíkt þjóðarmein sé þar úr sögunni. „Ég hef verið atvinnulaus í sex mánuði og bezta tilboðið sem ég hef fengið var lærlingsstaða — launin voru 250 rúblur á mánuði" sagði maður nokkur við mig. „Ef ég vildi gerast kolanámumaður eða vinna við skógarhögg þús- undir mílna frá Moskvu, get ég fengið atvinnu. En hver getur láð mér að vilja ekki slíka at- vinnu?“ ★ BRAUÐ ER ÓDÝRT Og hann var ekki sá eini sem sagðist svo frá. Þrátt fyrir þá fátækt, !;em blasir við ails staðar í Sovétríkj- unum, er það samt greinilegt, að ástandið hefir batnað mikið á s.l. tíu árum. Vörur eru á boðstólum í verzlunum, ef viðskiptavinurinn hefir úttroðið peningaveski upp á vasann. Mikið hefir verið byggt, og enginn þarf að svelta, þar sem nóg er til af brauði, og brauð er ódýrt. En eftirspurnin er meiri en framboðið, og miklar bygginga- framkvæmdir og aukin fram- leiðsla neyzluvara hefir ekki ver- ið nægilega mikil til að uppfylla þær kröfur, sem sovézkir borg- arar gera nú. Einkum voru hús- næðismálin í miklum ólestri hvar sem undirritaður fór um. Fólkið er langsoltið í alls konar vörur, það dylst engum, sem virðir fyrir sér þann mikla mannfjölda, sem safnast saman fyrir utan búðarglugg- ana til að horfa á sjónvarps- tækin, kæliskápana og þess háttar — og það er ekkert út- lit fyrir, að hægt verði að seðja það hungur í náinni framtið. ★ MALENKOV MÆLTI FYRIR MUNN MEIRIHLUTANS Fyrrverandi forsætisráðherra, Maienkov, talaði vafalaust fyrir munn meiri hluta sovézkra borg- ara, er hann í ágústmánuði 1953 hvatti til þess, að lífskjör al- mennings yrðu bætt að miklum mun sem fyrst. Er Malenkov sagði af sér í febrúarmánuði s.l. var horfið frá þessari stefnu hans og tekin á ný upp sú stefna að efla þungaiðnaðinn, og það er enginn vafi á því, að rússneska þjóðin hugði þunglega til þeirrar stefnubreytingar. Þessi afstaða almennings hefir tvímælalaust valdið miklu um steínubreytingu Ráðstjórnarinn- ar i utnnríkismáium s.l. vor. Verði hægt að draga drjúgt úr fjárfram lögurn til vígbúnaðar, getur stjómin fremur unnið jöfnum höndum að því að efla þungaiðn- aðinn og bæta lífskjör almenn- ings í svo miklum mæli, að menn taki að una sínum hag allvel. ÆVINTYRALEG og heillandi er aragrúi hinna sönnu fregna úr heimi náttúrunnar, eins og þær berast þeim, sem eru áhugasamir og glöggir, forvitnir og fúsir til að leggja á sig erfiði. Og þegar þessir menn eru vel menntaðir og hafa gaman af að segja frá á ein- faldan hátt og laust við allan strembirembing, þá fær maður undir eins hlýjan hug til þeirra. Einn slíkur er enski náttúrufræð- ingurinn Maurice Burton, og er mjög ánægjulegt að fá nú í hend- ur hina vel þekktu bók hans, Curiosities of Animal Life, sem í þýðingu dr. Brodda Jóhannes- sonar og Guðmundar Þorláksson- ar cand mag. hefur hlotið nafnið Undraheimur dýranna. Auðséð er, að þýðendum hefur verið starfið hugþekkt, enda hafa þeir yndi af dásemdum náttúrunnar. Þessa bók hefur Menningarsjóður lagt fyrir íslenzka lesendur nú rétt nýlega, sem honum skal þakkað. Með nokkurri samúð hef ég stundum hlýtt á raunatölur þeirra sem kveinka sér undan að lesa og læra samanpressaðar og þurrar lýsingar á dýrum, þar sem varla sést móta fyrir lifandi hreyfingu. Þeim hinum sömu væri ráðlegt að rétta sig af með því að lesa þessa bók, því að hollt er að sann- færast um, að það er ánægjulegt að fræðast um sérkennilegt hátt- erni ýmis konar dýra og jurta, þegar vel er sagt frá atvikum. Ef við gefum uppvaxandi fólki kost á nægju lesefni í aðgengilegum lesbókarstíl, með stuttum og létt- um köflum, eru íslenzkir ungl- ingar viðbúnir að taka við fræðsl unni. Börn eru sólgin í frásagnir af dýrum, ef frásögnin er lifandi. En ef börnunum finnst frásögnin dauf, sjá þau ekki lífsmark hjá dýrunum. Undraheimur dýranna er bók fyrir eldri og yngri. Ég óska eftir að sjá fleiri bækur með þessum látta og vingjarnlega svip. Það er brýn nauðsyn að fá líflegri og léttari blæ yfir skóla- námsbækur okkar en nú er, bæði á þessu sviði og öðrum. Helgi Tryggvason. Verðlagið HÆSTA og lægsta smásöluverð ýmissa vörutegunda í nokkrum smásöluverzlunum í Reykjavík, reyndist vera 1. þ. m., sem hér segir: Lægst Kr. 2.25 2.60 3.10 4.80 5.00 2.95 4.56 4.50 3.40 8.30 Rúgmjöl pr. kg. Hveiti pr. kg. Haframjöl pr. kg. Hrísgrjón pr. kg. Sagógrjón pr. kg. Hrísmjöl pr. kg. Kartöflumjöl pr. kg Baunir pr. kg. Te % lbs. ds. Kakó V2 ibs. ds. Suðusúkkulaði pr. kg. 58.40 Molasykur pr. kg. 4.35 Strásykur pr. kg. 2.80 Púðursykur pr. kg. 3.30 Sveskjur 70/80 pr. kg. 15.00 Kandís pr. kg. 5.75 Sítrónur pr. kg. 14.00 Rúsínur pr. kg. 12.00 Þvottaefni, útl. pr. kg. 4.85 Þvottaefni, innl. pr. kg. 2.85 Hæst Kr. 2.50 2.95 4.00 6.25 5.85 6.60 4.85 6.70 5.00 10.25 64.00 4.60 3.50 ' 4.50 18.00 5.75 17.70 14.40 4.85 3.30 Á eftirtöldum vörum er sama verð í öllum verzlunum: Kaffi brennt og malað pr. kg. 40.00 Kaffibætir pr. kg. 18.00 " Mismunur sá er fram kemur á hæsta og.lægsta smásöluverði get ur m.a. skapazt vegna tegunda- mismunar og mismuna innkaupa. Skrifstofan mun ekki gefa úpp- lýsingar um nöfn einstakra verzl- ana í sambandi við framangreind ar athuganir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.