Morgunblaðið - 18.12.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.12.1955, Blaðsíða 8
24 MORGUNBLAfflB Surmudagur 18. des. 1955 Ffupaftir í lilsfní 65 árn Kristmann Gutlmundsson ofmæis Eggerts Siefánssonar í ÍIŒFNI af 65 ára afmæli Egg- erts Stefánssonar efndu vinir haris til fagnaðar í Gamla bíói á þriðjudagskvöld. Bjarni Guð- mundsson blaðafulltrúi bauð gesti velkomna Kvað hann það lán fyrir ísland að eiga einstakl- inga, slíka sem Eggert, „sem bera aðals- og fyrirmennskumót ís- lenzbrar menningar víða um 15nd“ .... „Fáir munu fulltrúar Ísíands hafa verið aðsópsmeiri en Eggert Stefánsson, og næsta ó- trúlegt hefur ósjaldan þótx, að þessi gustmikli íslenzki fálki bæri í brjósti sér söng sólskríkjunnar og nseturgalans“. Að lokum las B-jarni upp kafla úr bréfi til Eggerts frá Halldóri Laxness (birt í Vettvangi dagsins, ritað vorið 1940), og lýkur því á þessa leið: „.... því þegar þú syngur, ertu söngvari íslands, og þegar þú syngur, hlusta náttúrukraftar landsins, og þeir eru góðir áheyr- endur til viðbótar við hitt fólk- ið.“ Síðan lék Gísli Magnússon á pianó tvö verk eftir Beethoven, víð mikla hrifningu. Að leik hans loknum las Eggert Óð sinn til ársins 1944 og var ákaft hylltur. Því næst söng Guðmundur Jóns- son nokkur Kaldalónslög með undirleik Róberts Ottóssonar og var ákaft fagnað. Andrés Björns- son las upp ritgerðina „Blöndu" eftir Eggert, og varð hin bezta skemmtun. Síðast söng hinn ágæti ítalski óperusöngvari Vincenzo Demetz nokkur ítölsk lög með undirleik Róberts, og vakti óskiptan fögnuð fyrir fág- aðan söng og elskulega fram- komu. Að lokum ávarpaði Eggert Stefánsson svo viðstadda og þakk aði þann lmg, sem honum var sýndur þessa kvöldstund. Fara lokaorð hans hér á eftir: LOKAORÐ Heiðruðu gestir og vinir! Oft þegar ég áður söng fyrir fólkið langaði mig til að hætta og fara að tala við áheyrendur mína, til að sjá hvort ég með orðum gæti komizt nær þeim — inn í hugarfylgsni þeirra og hjarta — og þannig látið þá skilja mig betur. Nú er ég get talað eins og ég vil til ykkar, langar mií< til að syngja. Lofsöng — lofsöng vil ég þá syngja íslenzkum dreng- skap og íslenzkri vináttu, er mér er sýnd hér í kvöld. Þakkir vil ég flytja hátíðarnefndinni, og þeim er urtnu verkið, og áttu upptök að þessu ógleyman'.ega kvöldi. Vini mínum, blaðafulltrú- anum Bjarna Guðmundssyni, og hinum ágætu listamönnum, þakka ég. Gísla Magnússyni, sem ég vona að eigi eftir að túlka Beethoven í hinu fræga leikhúsi Olimpigo í Vicenza, sem við sá- um saman, er hann heimsótti mig I Ítalíu, Guðmundi Jónssyni, þess- um fræga þjóðsöngvara, fyrir að endurreisa Kaldalónsstemning- amar, svo kærar mér, Andrési Bjömssyni fyrir þann heiður að lesa hér upp eftir mig, og svo ítalanum Signor Vincenzo Demetz, sem hefur svo glæsilega flutt með sér hingað í kvöld stemningar ítal'u með söng sín- um. „Grazie infinite anche per mia moglie“ og hinum snjalla undirleikara Róbert Ottóssyni — öllum þessum ágætu listamönn- um þakka ég. Lofsöng vil ég flytja Ítalíu og hinum göfugu tengslum mínum við það fegurðarinnar, listanna og snilldarinnar land. Taka hér undir með franska skáldinu Victor Hugo, að allir menn eiga sér tvö föðurlönd, sitt eigið og Ítalíu. En fyrst og síðast vil ég lofsyngja föðurlandið okkar — ísland, og forlög, er létu mig fæðast á þessum örlagaríku tímamótum í sögu þess — endur- reisn lýðveldis íslendinga, er yfir gnæfir allt, sem á íslandi hefur skeð á þessari öld. Og nú þegar ég hefi þakkað BÖKMNTIR TÓNAR LÍFSINS Eftir Svönu Dún. SVANA DÚN vakti athygli með sögunni „Töfrastafurinn“ er kom út síðastliðið haust. í þetta sinn gefur hún út smásögur, Iaglegt kver, sem enn vekur áhuga á skáldgáfu höf., þótt ekki sé þar um mikilvæga hluti að ræða. Það eru t. d. töggur í sögunni: „Fjall- konan“, en bezt er sagan „Hyll- ingar“, sem telja verður með því bezta, er birzt hefur eftir þenn- an höfund. Þessi litla saga er tær og góður skáldskapur. „Þóra gamla“ er einnig snoturlega gerð, og „Ótti“ er mjög svo athyglis- verð smásaga, rituð af sálfræði- legum skilningi. Aftur á móti er sagan „Systurnar“ full þoku- kennd og „Ungi listamaðurinn“ ekki sannfærandi; en þó eru skáldleg tilþrif í þeim báðum. „Madamen" — heldur þunn, en skemmtileg aflestrar. „Vinirnir" — laus í reipum. — Síðasta sag- ,. . ,. an, „Sólsetur“, er góð; þar koma eru sigrar, tign og mannvirðmg, fram ýmls beztu einkenni þessa fyrir þetta kvöld og minnzt þess, er ég unni, þá á ég samt eftir að lofsyngja það þýðingarmesta í í öllu þessu — lífið sjálft. Því hvað ' hjá lífinu sjálfu, og þetta að vera maður, er lifir og getur notið þess að lifa. Sjá sólina rísa eða síga í sæ, í gullbrotum leifturs í vestur átt, finna ilminn af blóm- um og grösum jarðar, böðuð í dögg morgunsins, er rís fagur sem guð og skrifar mannkyninu nýja sögu. En þrátt fyrir þetta allt finnst mér eitthvað vanta, er tákni af- mælisdaginn, og alla afmælis- daga og meiningu þeirra, og auð- vitað finn ég það í bók vitrings- ins og snillingsins frá Reykholti, í Eddu Snorra Sturlusonar, og er það eiginlega texti dagsins og hljóðar hann þinnig: „En hitt var ok mikið undur um fangið, er þú stótt svo lengi við og fellt eigi meirr en á kné öðrum fæti, er þú fekksk við Elli — fyrir-því að at engi hefur sá orðið ok engi mun verða, ef svo gamall verr at Elli bíður at eigi komi ellin öllum til falls.“ Og við þetta hef ég engu bæta. Sigurður Reynir Pétursson Hæstaréttarlögmaður. Agnar Gústafsson og Gísli G. ísieifsson Héraðsdómslögmenn Málflutningsstofa, Fasteigna- og verðbréfasala. Aoaturstr. 14, Rvík. Sími 82478 unga höfundar: hreinleg og tær frásagnargáfa, með kvenlegum blæ, og auðug af Ijúfum lit- brigðum; sannfærandi atburða- lýsingar og dulræð stemning, sem verður minnisstærð. FRUMSKÓGA-RÚTSÍ Eftir Carlota Carvallo de Kune. — Kjartan Ólafs- son þýddi. — Hrímfell. ÞETTA er saga af litlum nátt- úruanda, sem langar til að kynna sér líf mannanna og gerir það. Hún er rituð handa bömum og unglingum, en ég hygg að full- orðnir hafi ekki síður gaman af að lesa hana. — Menntamála- ráðuneytið í Perú veitti höfund- inum verðlaun fyrir hana sem beztu unglingabók, er út hefði komið þar í landi, og bendir það til að nokkuð sé í hana varið. Munu og flestir komast á þá skoðun, áður en lestri lýkur, því hér er talsvert óvenjuleg saga á ferð. Þýðandinn skrifar skemmti- legt og lifandi mál, og eykur það gildi bókarinnar aó miklum mun. Þá eru í bókinni mjög skemmtilega gerðar myndir eftir Matta Ástþórsson, Vestmanneyj- um. — Að öllu samanlögðu met- fésbók handa unglingum á öll- um aldri! Vanfar yður plötuspilara? Ef svo er, munið, að aðeins það ollio bezto ei nógu gott PERPETUUM EBNER plötuspilarar eru nú í öllum þekktustu tegundum radíógrammófóna, sem framieiddir eru í Þýzkalandi, t. d.: Grundig Saba Telefunken Siemens Continental Tonfunk Blaupunkt Deutsche Grammophon Ges. Gratz Kaiser Krefft Loewe Opta Metz Nord Mende Schaub Wega Alhof — og þeim fjölgar með hverjum degi, sem nota PERPETUUM EBNER Glæsileg jólagjöf. Hljóðfærahús Reykjav'ikur Bankastræti 7 — sími 3656. Merkisafmæll bjónanna að Hóbnavaði Jónasína Halldórsdóttir og Benedikt Kristjánsson. HJÓNIN frú Jónasína Halldórs- ' Eru slík heimili mjög mikilsverð dóttir og Benedikt Kristjánsson á í næsta nágrenni við alla sam- Hólmavaði í Aðaldal áttu bæði komustaði sveitanna, ekki hvað merkisafmæli nýlega. Jónasína sízt fyrr á árum, er samgöngur varð sextug 15. okt., en Benedikt, voru erfiðar og aðstaða öll til varð sjötugur 25. nóv. | samkomuhalds og mannfunda Mjög gestkvæmt var á heimili torveld. Hólmavað stendur á þeirra báða þessa daga, enda eru bökkum Laxár og er Benedikt þau mjög vinsæl í sveit sinni og! mörgum laxveiðimönnum að héraði. Heimili þeirra hefur verið góðu kunnur, enda sjálfur ágæt- víða viðbrugðið fyrir gestrisni og ' ur veiðimaður og afbragðs flugu- greiðasemi svo að nær einsdæmi kastari. mun vera. j Búskapur þeirra Hólmavaðs- Samkomuhús sveitarinnar hjóna hefur alltaf verið með stendur í túninu á Hólmavaði. J myndarbrag og þau bætt jörð Hefur ótrúlegt fjölmenni nær og sína mikið. Börn eignuðust þau fjær er þangað hefur sótt, þegið j sem og eru fimm á lífi: Helga góðgerðir og margvíslega fyrir- I húsfreyja á Bergsstöðum í Aðal- greiðslu hjá þessum ágætis hjón- ' dal, Kristján bóndi á Hólmavaði, um og börnum þeirra, sem þau Halldór Davíð bakari á Húsavík, hafa jafnan veitt með glöðu geði Kristjana gift á Hólmavaði og og litið á sem sjálfsagðan hlut. Lára ógift heima. H. H. Bókafregn: Þjónusta englanna ÞJÓNUSTA ENGLANNA eftir Joy Snell Útgefandi: Hallgrímur Jóns- son 1955. Bók þessi, 167 bls., með stutt- um formála eftir síra Jón Auðuns dómprófast og eftirmálsorðum eftir Hallgrím Jónsson, er þýdd af þeim ágætu mönnum Einari H. Kvaran skáldi og síra Kristni Daníelssyni prófasti. Má geta nærri að þýðingin er vandlega af hendi leyst. í eftirmála segir út- gefahdinn, H. J., að tímaritið Morgunn hafi birt efni bókarinn- ar á árunum 1935 til 1939. Orðrétt segir H. J.: „Lesendum þótti reynsla frú Joy Snell stórmerki- leg. Langaði mig til þess, að kafl- arnir yrðu gefnir út í bókarformi, til þess að ennþá fleiri, er harma ástvini sína, yrðu snortnir fegurð þeirri, kærleika þeim og huggun þeirri, sem höfundurinn bregður upp fyrir lesendum bókarinnar“. Síra Jón Auðuns segir m. a. i formálanum: „Fyrir nokkrum ár- um spurði ég einn af leiðtogum spíritista á Englandi um frú Joy Snell, sem þá, fyrir mörgum ár- um, var látin og hann svaraði að- eins: Henni gleymir enginn, sem þekkti hana. Hún var ein af engl- unum sjálfum.“ Frú Joy Snell var frá barnæsku þeirri gáfu gædd að sjá dular- fullar sýnir, sem flestu fólki er að mestu ekki gefið. Aðeins 12 ára gömul sá hún frelsarann og móðir hans og heyrði þau tala til sín. Eftir það sá hún mjög oft sýnir og heyrði fagran söng er ekki heyrði til þessum heimi. Síð- ar varð hún hjúkrunarkona, sá hún þá jafnan það sem hún nefn- ir engla og aðrar undarlegar ver- ur, svo sem anda dauðans og anda lífsins við sængur Sjúkling- anna. — Sjálf varð hún oft fyrir hörmum og efasemdum en trú hennar og hin undarlega gáfa gaf henni kraft til þess að vinna bug á þessu og treysta guði. Enda var henni mikið gefið umfram venjulega menn. Hún virðist hafa verið sannkristin og heilög kona eftir því sem menn geta orðið það, hér í þessari tilveru. Hefir nokkur orðið þess var, að einn einasti maður sjái eftir því, eða telji það ekki mesta gæfu, að vera kristinn? Ég held að engin dæmi séu til þess, að kristin trú færi ekki öllum þeim, sem hana hafa öðlast, frið, ró og öryggi. — Aftur á móti eru þúsundir, ef ekki milljónir manna ógæfusam- ir, hraktir og hrjáðir af bölsýni — og ramvilltir á vegleysum heimsins. Það er af því að þá skortir trú á Guð. Þetta vita allir og því verður ekki, með skynsemi á móti mælt. Vegurinn — hinn eini vegur — út úr torfærunum er auðvltað Kristur. Allir aðrir vegir eru villustígir. Þessi litla, fallega bók, hefir ekkert annað en íagran boðskap og huggunarríkan að flytja. Eng- inn hugsandi maður getur haft annað en gott af að lesa hana. Þeim sem leita getur hún orðið til leiðbeiningar og þeir sem syrgja geta hlotið huggun við að lesa hana. Hún er eins og leiðar- Ijós er bendir á hinn rétta veg. Hún er huggun, af því að hún sýnir að yfir okkur er vakað. Til eru menn, er segja eða hugsa að kenningar spíritist.a og dulskyggni sé hugarórar, ofsjón- ir ef ekki annað verra. En ég hef þekkt svo fjölmarga mæta gæfumenn á minni löngu ævi, sem hafa verið sannfærðir um gildi og sannleika dularfullra fyrirbrigða, að ég hef mestu mæt- ur á þeim fræðum og á rannsókn þeirra. Mannkynið getur ekki án kristinsdóms verið og kristin kirkja ekki án sambands við anda og engla. Þetta virðist mér aug- ljóst og eitt af mestu nauðsynj i- málum nú á öld efnishyggju, trú- leysis og — beinlínis — afkrisin- unar heilla þjóða. í Nýja- testamenntinu er míkið kernt um engla og anda og hvi sky iu þá nútíma kristnir menn afneita þeim helgu verndarverum? Þorsteiun Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.