Morgunblaðið - 18.12.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.12.1955, Blaðsíða 12
S8 teORGU KBLAHIO Sunnudagur 18. des. 1955 Höfum fyrirliggjandi nokkur stykki af hinum viðurkenndu Bauknecht-hrærivéíum MAGNÚS KJAHAN Umboðs- og heildverzhm KÆLISKÁPARNIR eru loksins komnir aftur í stærðunum 7, 9 og 10 cub. fet. ALDREI GLÆSILEGRI EN EINMITT NÚ Látið ekki henda ykkur að kaupa annað, en það allra vandaðasta. 5 ÁRA ÁBYRGÐ Laugavegi 166 as ráðsiefnu fimgu- Brsndur Brandssoú - miunlfig N DR. RICHARD BECK, prófessor í Norðurlandamáium og bók- menntum við ríkisháskólann í Norður-Dakóta og forseti hinnar erlendu tungumáladeildar háskól ans, sat sérstaka ráðstefnu há- skólakennara í þeim fræðum í New York borg laugardaginn og sunnudaginn 8. og 9. október, í boði Allsherjarfélags tungu- málakennara í Bandaríkjum (The Modern Language Associ- ation of America). Var hann einn af átján háskólakennurum, sinn úr hverju ríki, sem kvaddur var til þáttöku í ráðstefnunni, er tók til rneðferðar tungumálakennslu á breiðum grundvelli. Hann var kjörinn formaður þeirrar nefnd- ar ráðstefnunnar, sem fjallaði um mikilvægi tungumálaþekk- ingar í nútíðarlífi og samskipt- um milli þjóða. Sem gestur Thor Thors, sendi- herra íslands í Bandaríkjunum og aðalfulltrúa þess á þingi Sam- einuðu þjóðanna, sat dr. Beck mánudaginn 10. október fund þess alþjóða félagsskapar, og hlýddi þar á merkilegar umræð- ur um friðsamlega notkun kjarn- orkunnar. Fyrir atbeina Thors sendiherra gafst honum einnig tækifæri til að eiga viðtal við herra Dag Hammarskjöld, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna. En dr. Bedk á sæti í nefnd þeirri í Grand Forks, sem hefur með höndum undirbúning hátíða halds bar í borg í tilefni af tíu ára afmæli Sameinuðu þjóðanna á þessu hausti. Löebers ÝLEGA er iátinn einn af elztu bændum í Mýrdal, Brandur Brandsson, fyrrv. bóndi í Prest- húsum. Hann var fæddur að Reynishjá- leigu 2. apríl 1871. Var hann því rúmlega 84 ára gamall þegar hann lézt. Hann var sonur Brands Einars- sonar, bónda að Reynishjáleigu, en hann var sonur Einars Einars- sonar, bónda, sama stað, og Mar- grétar, konu hans. Móðir Brands Brandssonar var Vilborg, dóttir Magnúsar Magn- ússonar, óðalsbónda í Skaftárdal. Var Magnús víða kunnur fyrir gáfur, hyggindi og sérstakt fjár- málavit, enda varð hann úr fá- tækt og allsleysi einhver auðug- asti bóndi í Skaftárþingi, sem sögur fara af, á síðari öldum, bæði að löndum og lausum aur- um. Vilborg var síðari kona Brands Einarssonar. Áður var hann gift- j ur Kristínu Einarsdóttur Jóhanns sonar, hreppstjóra, og Ragnhildar Jónsdóttur, ljósmóður, konu hans í Þórisholti. Með henni eignaðist hann 3 börn, sem til aldurs kom- ust: Einar, bónda á Reyni, Einar, sem fluttist til Ameríku og er hann látinn fyrir nokkrum ár- um í hárri elli, og Margréti, konu ! Gísla Gíslasonar, oddvita í Þóris- holti. Hann fluttist einnig til Ameríku, en Margrét dvaldi eftir það fyrst að Reyni, hjá Einari, j bróður sínum, en síðast í Norður- Vík og er hún einnig látin í hárri elli, þrotin að sjón og heilsu. Öll voru þessi systkini úrvalsfólk að greind og mannkostum. Með Vilborgu eignaðist Brand- ur Einarsson þessi böm: Vigfús, Brand, Kristínu, Valtý, Sigur- finn og Vilhjálm. Eftir af þess- um systkinum eru nú aðeins 2 á lífi. Vigfús nær 85 ára og Kristín, 82. Brandur ólst upp með foreldr- um sínum fram um fermingar- áldur, en fór þá til nokkurra ára dvalar til Jóns Jónssonar, bónda í Reynishólum og Sigríðar Ein- arsdóttur, konu hans. Hann fór svo aftur til móður sinnar að Reynishjáleigu, þegar faðir hans léz og hún stóð ein uppi með sinn stóra barnahóp, því að eldri syst- kínin voru þá öll gift og flutt í burtu. Var Brandur svo ásamt Vigfúsi, bróður sínum, fyrir búi móður sinnar fyrst um sinn. Kom fljótt í ljós að þeir bræður voru vel til búskapar fallnir, og kunnu vel með fjármuni að fara. Árið 1905 giftist Brandur unn- ustu sinni, Jóhönnu Árnadóttur frá Holti í Mýrdal, og hóf um það leyti búskap í Presthúsum. Jóhanna er látin fyrir mörgum árum. Þeim varð ekki barna auðið. Þegar faðir Vilborgar, Magnús í Skaftárdal, lézt, erfði hún Prest- húsin, en þau voru í eigu hans. Nokkuð mun hún einnig hafa erft af lausafé. Við þetta rýmkaðist hagur hennar nokkuð, enda voru bömin samhent um að styðja að velgengni heimilisins. Litlu síðar festi Vilborg kaup á Reynishjá- leigunni, og gat þar með séð 2 elztu sonum sínum fyrir jarð- næði, Brandi í Presthúsum og Vigfúsi í Reynishjáleigu, en þar bjó hann lengi síðan. Yngri bræðurnir lærðu sína iðnina hver. Valtýr úrsmíði, Sig- urfinnur trésmíði og Vilhjálmur gullsmíði og leturgröft. Þeir voru allír dverghagir og sumir þeirra urðu hinir mestu listamenn. Þótt þau Brandur og Jóhanna eignuðust ekki börn, var þó jafn- an margt barna og unglinga í vist með þeim. Við sum þessi ung menni tóku þau svo miklu ást- fóstri, sem þau væru þeirra eigin börn, og ólu þau upp að mestu eða öllu leyti án nokkurs endur- gjalds. Þau tóku Ingveldi, dóttur Tóm- asar heitins Gíslasonar frá Göt- um, unga og ólu hana upp, sem hún væri þeirra eigið barn. Síðar giftist hún Guðjóni Guðmunds- syni frá Kvíabóli. Tóku þau þá við búi hjá Brandi og dvaldi hann svo hjá þeim til dauðadags. Og má óhætt fullyrða að hann lét sér ekki síður annt um bú- skap þeirra og afkomu en sinn eigin hag. Tekjur þær, sem hon- um féllu í skaut eftir að hann hætti búskap, mun hann að mestu leyti hafa látið ganga til umbóta á jörð og húsum. Þegar Tómas heitinn lézt af slysförum, tóku þau Brandur Pál son hans ungan, og ólu hann upp eftir það. Um líkt leyti missti Skafti, bróðir Tómasar, konu sína (eftir að hún hafði alið tví- bura), frá stórum barnahóp í æsku Tóku þau Presthúsa-hjón þá annan tvíburann (Skafta) og gjörðu hann að fóstursyni sín- um. Þess skal getið að þetta fólk var þeim að öllu óskilt eða vanda bundið. Brandur var aila tíð mjög barn góður og hændust börn og ungl- ingar því að honum og voru hon- um hlíðin. Brandur var alla tíð hinn mesti ráðdeildarmaður og kunni vel með fé sitt að fara, enda öll hin síðari ár talinn vel efnaður. Hann kunni góð skil á því, sem að gagni mátti verða, og var jafnan í fremstu röð um umbætur á jörð sínni og húsum. Hann fór vel með allar skepnur einkum hin síðari ár og hafði mikið yndi af um- gengni við þær. Jafnframt búskapnum stund- aði Brandur sjósókn og fuglaveið- ar og setti sig hvergi úr færi þar sem um bjargræðisvegi var að ræða. Enda hafði hann megná andstyggð á leti og annarri ó- mennsku og óreglu. Hann var mjög forsjáll bóndi, allt af allra manna birgastur með hey og varð oft bjargvættur annarra, þegar þá bar upp á sker í þeim efnum. Forðagæzlumaður var hann um nokkurra ára skeið. — Þótti hann þá allkröfuharður um ásetninginn og fóðrunina, sem von var til, því að hann mátti djarft um tala. Öll síðari ár ævi sinnar átti Brandur við talsverða vanheilsu að búa, gigtveiki, sem gerði hann haltan. En hann bar það með karlmennsku, og geklc að störfum þó að bagaður væri. Brandur var ekki að braska með jörð sína eða aðrar eignir. Það mun hafa verið áform hans að þær gætu staðnæmst hjá upp- eldisbörnum sínum, þar sem hann átti enga einkaerfingja og mun hann hafa gengið frá að svo mætti verða, áður en hann lézt. Við samferðamenn Brands þökkum honum fyrir samfylgd- ina, og fyrir mörg holl ráð, og þann þátt sem hann átti í menn- ingar- og efnahagslífi sveitarinn- ar okkar. Með Brandi í Presthúsum er genginn einn af duglegustu og forsjálustu bændum aldamótaár- anna i Mýrdal. M. V. F. Mikið úrval af trúlofunar- hringjum, steinhringjum, eymalokkum, hálsmenum, skyrtuhnöppum, brjóst- hnöppum, armböndum o. fl. Allt úr ekta gulli. Munir þessir eru smiðaðir i vinnustofu minni, Aðalstr. 8, og seldir þar. Póstsendi. KJARTAN ÁSMUNDSSON gullsmiður. Sími 1290. — Reykjavík. EGGERT CLAESSEN og GÍJSTAV A. SVEINSSON liæstaréttarlögmenn. Þórshamri við Templarasund. Slmi 1171.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.