Morgunblaðið - 22.12.1955, Page 2

Morgunblaðið - 22.12.1955, Page 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. des. 1955 ] Kristmann Guðmundsson skrifar um !, (VesYÍsirinn i Norður — Uthluiun lána íil bænda Mold” eftir ársla (?. Erlands Þrændafégura ITsf' MOLD Eftir Árna G. Eylands í’YRIfi mörgum árum las ég í „Skinfaxa" litið kvæði, sem ég íæröi án fyrirhafnar og kunni æ fiíðan. Ég iét ýmsa heyra það og Rpurðist fyrir um höfund, en eng- írm vissi hvert gert hafði. Kvæð- ið er svona: „Tsu vil ég heim, þegar vorar Og vellirnir grænka á ný, or lömbin í högum sér leika Og lóurr.ar kveða við ský. Nú vil ég heim, þegar vorar, )hað vermir huga minn, að áttundi tekur enda útlegðarveturinn. Nú vii ég heim, þegar vorar, 6g veit að mín bíða þar: örendar æskuvonir Og íslenzku þúfurnar." (Mig minnti nú reyndar að )iað hefði staðið í ,.Skinfaxa' f,5BÍitLskotans þúfurnar", en kannski er það misminni?) Ég varð glaður við er ég hitti þennan fornvin, þegar ég fletti upp nýútkominni ljóðabók. Narna hlýtur að vera fleira gott! hugsaði ég. Og það var orð *að sönnu. Ljóðabókin nefnist „Mold“ og er eftir þjóðkunnan mann, er getir hefir sér góðan orðstír á öðru sviði, — sem mér hefur þó alltaf fundizt skylt skáldskapn- um. En vafalaust hefur hann ort alla sína ævi, því svona góð kvæði gerir enginn, nema sá, er langa þjálfun hefur í bragasmíði. Öll bera kvæðin vott um, að vel og ku’nnáttusamlega hefur verið öð þeim unnið. Þetta er ekkert kák, eins og slik tómstundavinna vill stundum verða, heldur list- i'fea og fáguð Ijóð manns, sem bæðí kann til verka og veit hvað hann vill. Enda þótt flest skáld landsins séu af bændum komin, hafa .býsna fá þeirra ort fyrir bænd- ur. Hvorki skal gleymt Guð- imundi á Sandi né Guðmundi Xnga, en eigi að síður hefur mér fiíndizt vanta góðskáldið, sem á >i útíinavísu lyftir merki íslenzkra bænda svo að um muni. Hér er bað skáld loks komið í leitimar — og hlustið þið nú bara á: , .Lar.d ið helga“ heitir fyrsta kvæði bókarinnar, vel gert og íirassandi: f,Ég er é leið til landsins helga, «ra lengst í norðri bíður mín, þ>ar sem að hvelið blánar breiðast Og bjartast sól í heiði skín. i*íg er á leið til landsins helga, Or lengi starfs og trúar beið, bar sem við skuldum öll að efna vom ættardraum og skirnareið. Vér dveljum ei við daga horfna, vor dáð er sigur starfs og ráðs, or notar sólfar nýrra morgna oð nema gæði hafs og láðs.“ „Landið mitt“ er sterk og tíma- toær hvöt til hugsandi æskulýðs. — „Til þin“ er ástarljóð, heilt og fagurt, sem að hlýleik og ein- lægni minnir á beztu ástarkvæði Páls Ólafssonar. — „Moldin bíð- ur“, snoturt ljóð: „En vinni ég henni verkaglaður, *nér veitist bæði ró og trú, l>á verð ég betri og meiri maður, jjiíoldarþengiU og lífsins hjú.“ „Það sækir að mér,“ er hug- vekja um það, sem ógert er í þesau lítt numda landi; sömu- íeiðis „Óplægðir akrar“: ,,Hér vinna ekki aðrir verkin, vitið það, mey og sveinn, ykkar er láð og lögur, lyngtó og fjörusteinn. Víð seljum ei neinum sáðland, pæmd eða fiskímið, þvx blasir við ljóst sem lögmál, oð landnámið þolir ei bið.“ Já, þetta eru tónar, sem þuría að ná ungum eyrum og syngjast inn í uag hjörtu! — Þá er „Sól- roð“ kvæði sem þolir dagsljósið: „Hlöður og býli hækka, hugtölc og vonir stækka. garðar rísa í röðum, rausn býr hjá lögðum tröðum. Sitja bræður að borði. bændur, í verki og orðí, einn nýtur ahnars handa, orka leysir hvern vanda.“ „Þung mun ei þorraraunin þreki sem græðir hraunin" stendur einnig skrifað þar. „Akurgerðarmaðurinn" er at- hyglisvert kvæði. — Stórfallegt er ljóðið „Heiðaást“: „Sólskin um landið nakið og nítt, náttsólarlandið með ennið hvítt og jökulbjarma um brúnir. Sólskin um öræfi brunablá, um blikandi vötn og hrjóstur grá, sólskin um landið sem ást mína á og örlaga minna rúnir.“ í „Skurðgröfusöng“ heyrist sigurhrós framtíðarinnar. „Vest- ur um ver“ snjallt kvæði til ís- lendinga í Vesturheimi, vel gert og af góðum skilningi. „Næsta blaðið“ er enn hvöt til æskunn- ar, — og „Jarðýtan“: „Bóndans arfi í sæti situr, sveifar leikur, stillir gír. Nýjan boðskap Fróni flytur, fellir í stuðla ævintýr. Víkur úr götu kotakritur. Klappar vöngum blærinn hlýr. Tími starfsins vaidavitur vakir í austri morgunskír.“ | Skáldið getur líka brugðið fyrir .sig tærri lýrik, er því býður svo við að horfa: „Um Karlsdrátt á Kili kvöldsólin skín. — Bezt man ég brotnu barnagullin mín.“ Og hann getur brugðið sér yfir í heimspekina, eins og í kvæðinu: „Þar“, — sem er mjÖg gott og athyglisvert. En — góð og athyglisverð enx nálega öll kvæðin í þessari bók. Og nú er þetta orðið lengra en ég lief lagt í vana minn að skrifa um bækur. En þetta er óvenju- legt kvæðakver, sem á eftir að snerta við huga og hjörtum margra hinna beztu íslendinga. Hér er vit og karlmennska felld í stuðla, skáldmál sem hressir og gleður. • tylania a %i**éhrH 1 i $ Frh. af bls. 1 samkv. ábendingu þeírra félaga að veita styrk til flutnings á heyi er um langar vegalengdir var að ræða, s. s. allt norðan úr S-Þing- eyjarsýslu til Suðurlandsund.ir- lendis. Örfaði þetta mjög kaup á heyi. Vegna niðurskurðrins í Dalasýslu varð skyndilega til sölu nokkurt heymagn þar vestra sem ódýrara var að flytja en að norðan. Styrkurinn nam allt að 2i kostnaðar við heyflutninginn og miðaðist það við að flutt væri á sem hagkvæmastan hátt. En mióað við teksta vörubifreiða í Reykjavík nam hann rúmum helmiiigi. Geta ber þess að marg- ir fluttu á sinum eigin bílum og Ef oddviti og hreppsnefnd ósk- ar þess, getur hreppurinn veriB lántakandi og tekið lán í einu lagi fyrir þá bændur innan hreppsins, er sótt hafa um lán. En til þess að svo megi verða, þarf að vera fyrir hendi vafa- laus samþykkt meiri hluta hreppa nefndar. í þeim hreppum, sem einstakif bændur verða lántakendur hve? fyrir sig mcð ábrygð hreppsins, er hreppsnefndúm falið að skipta lánsfé því, sem veitt er í hreppinn og ákveða hvað kemur í hluS hvers bónda (hvers lántakanda). Er áríðandi að þeirri skiptingu verði hraðað sem mest og Bún- aðarbankanum send forroleg til- Bændur, sem Veitt í skéíum 24. ÞING Sambands bindindisfé- laga í skólum var haldið í Kenn- araskólanum dagana 3. og 4. des. Þingið sátu 25 fulltrúar írá 6 sarr.bandsfélögum. Árni Stefánsson, er verið hef- ur formaður sambandsins síðast- liðin 3 ár, baðst undan endur-! kosningu. Var Valgeir Gestsson ! kosinn formaður í hans stað og aðrir í stjórn: Jóhanna Kristjáns-1 dóttir; Ragnar Tómasson, Jón Gunnlaugsson og Lilja Sævars. I Meðal helztu ályktana þingsins var: 24. þing Sambands bindindisfé- laga í skólum heitir enn á íslenzkt skólafólk, að sækja fram til auk- ins heilbrigðis og þroska og vinna að því af alefli, að eiturnautnum, víni og tóbaki, verði útrýmt úr landinu. Heitir þingið á kennara- stéttina, að veita bindindismál- unum fyllsta stuðning, bæði með beinni fræðslu og með því að stuðla að heilbrigðu félagslífi nemenda. Þingið flytur fræðslumála- stiórninni þakkir fyrfrvelviid og stuðning við sambandið. ENGINN nýr vegur er talinn full- gerður án vegvísis, til leiðbeining ar ferðamönnum. En þeir ieggja leið sína engu að siður um gamla vegi, og þar hafa vegvísar sama hlutverki að gegna, hvort heldur ferðamaðurinn á þar leið um á sólbjörtum sumardegi, eða í kaldri vetrai'hríð. Nokkrum dögum fyrir jólin var ég staddur í Ogndal í Norður- Þrændalögum. Þar stanzaði ég við einn slíkan vegvísi. Ég er kunn- ugur á þessum slóðum, en án efa mun þessi vegvísir vekja athygli margra ókunnugra. Þessi vegvísir bendir þó ekki til vegar né stígs gegn um skóginn, heldur á trjá- rækt uppi í litlum skógarási, sem er þó ekki sjaldgæf sjón á þessum slóðum. En þá sögu, sem liggur í orðunum er á vegvísinn eru skráð, er ekki að finna á hverjum vegamótum í Noregi. Þar stend- ur: „Planta av Islendingar 1955“. Þar sem ég stóð í frosti og fánn komu við vegvísínn við Ogndals- veginn, hvarflaði hugurinn til baka, til sólar og sumars. Það var dagana 10—23. júní s.I., sem ég var hér stáddur meðal íslenzks æskufóiks við gróðursetningu trjá plantna. Ég ýki ekki, þótt ég segi, að állir Norðmennirnir, sem höfðu kynni af þessum íslenzka æskumannahópi, dáðust mjög að prúðmannlegri framkomu þeirra og áttu með þeim ánægjulegar samverustundir. Hvað vinnuna snerti, er áreiðanlegt að hún var vel cg samvizkusamlega unnin, þrátt fyrir óhægar aðstæður til gróðursetningar á þessum stað. Trjáplönturnar, sem vinnufúsar hendur hlúðu að með mosa og lyngi fyrir nokkrum mánuðum, liggja nú undir metersdjúpum snjó. Þegar ég sendi þessa kveðju frá Noregi, er það ekki aðeins til þess, að koma á framfæri myndir.ni af vegvísinum við Ogndalsveginn. Stærsta hátíð ársins er í nánd og þess vegna vil ég nota tækifærið til þess að óska öllu íslenzka skóg ræktarfólkinu, sem kom til Nor- egs í sumai’, gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Með kærri kveðju, Knut Knutssön. Hafnarfjörður Reykjavík ... Akranes Dalasýsla V estmannaey j ar um lán lán kr. 49 331.000.0® 405 2.905.000.0® 470 4.274.500.0® 135 1.118.000.06 3 9.000.00 2 6.000.0® 159 770.000.00 1 5.000.00 150 989.000.00 178 806.000.00 58 137.000.00 111 330.000.0® 87 150.000.0® 9 50.000.00 .808 11.880.500.0» Frh. af bls. 1 ir AUKIN ÁBYRGB Sem fjármálaráðherra verður McMillan atkvæðamesti ráða- maður um fjármál Bretlands, en verður nú að bera aukna ábyrgð á fjármálastefnu Breta í innan- landsmálum og gagnvart öðrum þjóðum. ♦ ® • ® ® © © ® • « ® « ❖ o Morgun • IV • Morgu BLAÐIЮ • • • MEB © NKAFFINU ® hjálpuðust nágrannar oft að um flutninginn. Auk þessa urðu bændur að sjá sjálíir um hey- bindinginn, en allt varð að vera vélbundíð. Gefur auga leið að þessi heykaup hafa verið nokkuð kostnaðarsöm þegar tekið er til- lit til þess að meðalverð á góðri töðu mun vera um 120 kr. hest- urinn. Alls er búið að greiða um 400 þúv kr. til flutninga á um 7000 hestum af heyi, en gert er ráð fyrir að báðar þessar tölur hækki noltkuð áður en lýkur. BEBIB UM UPPIiÝSINGAR OG LÁNBEIBNIR Með bréfi dags. 15. nóv. var oddvitum tilkynnt u.m að lánin væru fáanleg og þeim gert að safna lánbeiðnum. Jafnframt var hreppsnefndum falið að gefa sem gleggstar upplýsingar um ástæður lánbeiðenda. Lánbeiðnir áttu að hafa borizt fyrir 5. des„ en hafa verið að berast allt til þessa, og enn hafa þær ekki bor- izt úr öllum hreppum. Þetta hef- ir að sjálfsögðu tafið nokkuð af- greiðslu málsins, en þó er þess yænzt að hægt verði að ljúka við afgreiðslu þess fyrir áramót Hafa þeir félagar nú ákveðið lánin til hinna einstöku hreppa og hefir landbúnaðarráðherra fallizt á tillögur þeirra. Alls bár- ust beiðnir um lán að upphæð 19 millj, króna. SKORTUR Á VIBUNANDI UPPLÝSINGUM í bréfi dags. 19. des. til oddvit anna segir að mikið skorti á að viðunandi upplýsingar um hag hinna einstöku lánbeiðenda hafi I borizt. Ekki verður þetta þó látið ' tefja framgang málsins. Auk þeirra Páls og Árna hefir Jónas í G. Rafnar alþingismaður unnið í nokkuð að undirbúningi úthlutun arinnar í fjarveru Áma. Svo og hefir framkvstj. Stéttarsambands bænda, Sæmundur Friðriksson, fylgst með úthlutun lánanna skv. ósk sambandsins. KIÖR og tilhögun LÁNVEITINGANNA í bréfinu til oddvitanna segir svo um tilliögun lánveitingarinn- ar og kjör þau sem þeim fylgja: „Lánin verða veitt úr Bjarg- ráðasjóði, en Búnaðarbanki ís- lands mun annast alla afgreiðslu þeirra. Lánin eru veitt til 6 ára. Þau verða afborgunar og ren!tu- laus fyrst árið, en greiðast síðan á 5 árum með 5% vöxtum, og jöfnum afborgunum. kynning um skiptinguna. Æskilegt er, að einn og samS, aðili, t. d. oddviti, taki að sér að ganga frá lántökum og undir- rita lánsskjölin fyrir alla lántak« endur í hverjum hreppi, og fá ti5 þess umboð allra lántakenda 0 hreppnum, mega þau umboð vera á einu og sama umboðsskjali. TiJ þess að flýta fyrir látum viB eyðublað fyrir umboð til lántök® fylgja bréfi þessu.“ , 1 ÁBIRGB FORÐAGÆZLU- MANNA 1 Þeir félagar sögðu, að mikffl ábyrgð hvíldi á forðagæzlumönn- um í hreppunum að sjá svo ui» að rétt væri á vetur sett og a® þessum bjargræðislánum værf einvörðungu varið til fóðurbæti3» kaupa, eins og til er ætlazt. — Verður starf þeirra að sjálfsögð# bæði umfangsmikið og erfitt, þvi! vitað er, að velflestir bændur fi óþurrkasvæðinu hafa sett Si fram yfir það, sem þeir hafa áHB fóður fyrir. En þessu er að sjálf- sögðu fóðurbætiskaupunum ætl- að bjarga. j ------------------- 1 Yeguriira ] aS Reykjakradi ] REYKJUM, 14. desember. Nýr vegarspotti hefir verið Jagður uns svo kallaðan Jónsteig í Mosfells- sveit, sem bætir mjög samgönguc einkum fyrir íbúa Reykjahverf- isins. Vegur þessi styttir ekki a® elns leiðina til Reykja, helduf hefir hann einna mest gildi a® vetrinum er snjóþyngsli erti. Færð á Reykjavegi um Álafos* spillist ætíð mjög fljótt strax og eitthvað snjóar, til mikilla vand- ræða einkum fvrir áætlunarbíl- inn, svo og bifreið frá Reykja- lundi, sem sér um aðdrætti þaí og flutning á framleiðslu heimil- isins til Reykjavíkur. Því miðui! er og verður sennilega illfæri um þennan veg í vetur, vegna þess, að ekki hefir enn verið bor- ið ofan í hann og er hann sv® ósléttur að vafasamt er, hvorf minni bílar komast þar um. Hefir vegurinn frosið í þessu ástandi, en vonast allir eftir því, að eitt- hvað verði borið í hann nú, meðan frost er, svo fara megi uiM hann er Álafoss teppist, enda vafa mál, hvort sé dýrara að halda opnu við Álafoss einn vctur, eo að bera ofan í þarna 1—2 daga nú þegar. J. „

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.