Morgunblaðið - 22.12.1955, Side 8

Morgunblaðið - 22.12.1955, Side 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. des. 1955 ÍTtg.: ELf. Árvakur, Reykjavft. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarai.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigar. Lesbók: Ámi Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 króna eintakið. Umferð og öryggi IÖLLUM löndum skapar vax- andi fjöldi ökutækja vanda- mál, sem eru erfið viðureignar. Á síðustu ámm hefur ökutækj- um fjölgað með meiri hraða en nokkru sinni fyrr. Vaxandi vel- megun meðal þjóðanna skapar stöðugt fleira og fleira fólki möguleika til þess að eignast hin eftirsóttu samgöngutæki. Virðist sá tími ekki langt undan, jafnvel hér á landi, að enginn þykist geta verið án bifreiðar. Bandaríkin eru mesta bifreiða- land heimsins. Þar munu nú vera 50—60 millj. bifreiða. Þar eru það ekki aðeins sæmilega efnum búnir menn, sem slík tæki eiga, heldur svo að segja hver einasti maður, hvar í stöðu og stétt sem hann er. Þegar koraið er að stórum verksmiðj- um í Bandaríkjunum eru heil stór landsvæði í nágrenni þeirra þakin bifreiðum verkamann- anna. Við fslendingar höfum engar jámbrautir eins og flestar aðrar þjóðir. Bifreiðin er því eina sam- göngutaeki okkar á landi. Sætir það því engri furðu þótt sem flestir vilji eignast þær. Þær eru því í raun og veru engin lúxus- tæki, enda þótt hægt sé að mis- nota þessi samgöngutæki eins og flest annað. Skortur á umferðar- menningu Á hinum þröngu götum ís- lenzkra kaupstaða og kauptúna er aðstaðan vissulega ekki góð fyrir stórfellda bifreiðaumferð. Á það brestur líka mjög að al- menningur hér á landi hafi til- einkað sér þá umferðamenningu, sem nauðsynleg er til þess að sæmilega sé séð fyrir öryggi vegfarandans, bæði þeirra, sem í ökutækjunum eru og hinna, lem eru á ferð fótgangandi. Það er ekkert oflof um ís- lenzka bifreiðastjóra þótt sagt sé að þeir hafi orðið fljótari til að skilja hlutverk sitt í um- ferðinni en gangandi fólk. Vit- anlega sýna margir bifreiða- stjórar gáleysi og gera sér ekki nægilega Ijósa þá miklu ábyrgð, sem á þeim hvílir. Hitt er þó miklu algengara að gangandi fólkið á götunni þverbrjóti allar umferðarreglur og komi fram af einstæðu ábyrgðarleysi. Það er rétt eins og margt fólk haldi að það beri enga ábyrgð, hvorki á sjálfu sér né öðrum, ef það að- eins er fótgangandi. Stjórnend- um ökutækjanna beri einum að sýna varkámi og hafa vit fyrir íótgangandi fólki. Þetta er hinn mesti og háskalegasti misskilningnr. í umferðinni bera allir ábyrgð. Sú skylda hvílir á hverjum einasta manni að halda um- ferðarreglur og gæta fyllstu varúðar. Það er heimskulegt og óréttmætt að skella ávallt allri skuldinni á bifreiða- stjórana, eins og fjöldi fólks gerir ævinlega. Úrræði til umbóta Dómsmálaráðherra hefur fyrir nokkm falið sérfróðum mönn- um að endurskoða umferðalög- gjöfina. Má gera ráð fyrir að tiliögur þeirra veði lagðar fyrir Alþingi síðar í Vetur. Er það vissulega vel farið. Lögreglu- stjórinn í Reykjavík hefur einn- ig gert sérstakar ráðstafanir til þess undanfarið að greiða fyrir umferðinni og veita borgurunum nauðsynlega aðstoð í þessum efnum, á meðan mesti annatím- inn stendur yfir nú fyrir hátíð- arnar. Vitanlega er það góðra gjalda vert að opinberir aðilar geri sitt til þess að fylgjast með nýung- um í umferðarmálum og setji nýjar reglur sem miðast við þarfir hins nýja tíma. En aðalatriðið er þó að al- menningur í landinu hlíti reglunum og temji sér varúð i og ábyrgðartilfinningu gagn- vart umferðinni. Hér verður að skapast umferðarmenning, eins og með öðrum siðmennt- uðum þjóðum. Skóiarnir verða að byrja á því að kenna æsku sinni frumreglur um- ferðarinnar. Hvert einasta bam þarf að vita, hvað það má gera og hvað það má ekki gera. Það þarf að gera sér ljóst að líf þess liggur við ef bmgðið er út af réttum regl- um. 5 ÚR DAGLEGA LÍFINU Furðuleg ásökun í UMRÆÐUM á Alþingi um daginn, réðust kommúnistar á ríkisstjórnina og skömmuðu hana fyrir að hafa ekki nú þeg- ar tilbúnar tillögur, sem réðu fram úr vanda sj ávarútvegsins. S. 1. sunnudag kennir svo Tím- inn Ólafi Thórs forsætis- og sjávarútvegsmálaráðherra um að tillögur um slík úrræði skuli ekki þegar tilbúnar. Verður það að teljast furðulegt að stuðnings- blað ríkisstjórnarinnar skuli beina slíkri ásökun til forsætis- ráðherra. Ölafur Thors dró upp greini- lega mynd af málefnaafstöðunni í þessum efnum í fyrrgreindum umræðum á þingi. Hann kvað Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna segja að frystihúsin gætu greitt 50 aura fyrir fiskkílóið. Sam- band ísl. samvinnufélaga hefði hins vegar lýst því yfir fyrir hönd sinna frystihúsa að þau gætu borgað 43 aurum minna fyr- ir fiskkílóið en frystihúsin í Sölumiðstöðinni. Það þýðir að þau geti borgað 7 aura fyrir kg. Sjómenn’ krefðust hins vegar kr. 1,47 fyrir kg. í stað kr. 1,22, sem nú er greitt. Dæmið liti þá þannig út, að ef fullnægja ætti kröfmn allra yrði ríkið að borga 97 aura til kr. 1.40 með fiskkg. af slægðum fiski með haus. Ríkisstjórnin hefur óskað sem gleggstra reikninga um rekstur hraðfrystihúsanna til þess að fá sem sannasta mynd af rekstrar- afkomu þeirra. Hinn 14. desem- ber höfðu henni þó aðeins borizt reikningar frá 11 frystihúsum af 81, sem í landinu eru. Þessi mál skulu ekki gerð hér frekar að umtalsefni að sinni. En vitanlesra getur enginn láð ríkisstjórninnl þó hún vilji fá sem gleggst yiirí t yfir afkomu sjávarútvegsí.is áður en hún gerir tillögur um nýjar leiðL' til lausnar þeim erfiðfeikum, sem vaxandi df '- tíð og kapphlaup mii' kau]?- gjalds og verðla s hei r leitt yfir hann. ALMAR skrifar: JÓLASVIPUR ÞEGAR JÓLIN nálgast er eins og tilveran taki á sig nýjan og fegurri svip. — Hvítan og tignarlegan fjallahringinn um- hverfis borgina okkar ber við bláan og heiðan vetrarhimininn og sjálf skrýðist borgín skínandi skrúða ljósadýrðar í óteljanai litbrigðum. Og græn og beinvax- in grenitré, er áður stóðu þung- búin í þéttum skógum norskra fjalladala, brosa hér uppljómuð við vegfarendanum frá götum og torgum. — Og þannig er það hvert sem litið er — allstaðar ljós og litbrigði, bros og bjartur svipur. — Einnig í útvarpinu — Þar standa þessa dagana hin grænu tré þjóðarinnar, skáld hennar og listamenn, fyrir framan hljóðnemann og láta ljós sitt skína vítt út yfir byggðir landsins. — Þeir lesa úr verk- um sínum þýddum eða frum- sömdum, eða láta aðra gera það, og þjóðin hlustar — og hún undrast og fagnar því hversu rík hún er af andlegum verð- mætum — þeim auði, sem hvorki mölur né ryð fær grandað. GÓÐAR BÆKUR Margir þeirra bókakafla, sem lesnir voru í útvarpið í vikunni sem leið, voru skemmtilegir og Jrá átvan rpmu í óíÉuótu uiLu prýðilega ritaðir og vel til þess ‘ fallnir að vekja áhuga manna | á þeim bókum, sem þeir voru teknir úr. En ég hygg, að ekki fari á milli mála, að athyglis- verðast og skemmtilegast hafi það verið, sem lesið var úr síð- ara bindi æviminninga hins mikla athafnamanns og braut- ryðjanda í íslenzku atvinnulífi, Thor Jensens, er Valtýr Stefáns- son ritstjóri hefur skráð með miklum ágætum, og ennfremur kaflinn úr „Söngvum frá Suður- eyjum” eftir Hermann Páls- son. EKKI ALLIR f JÓLASKAPI EN ÞRÁTT fyrir allan jólabrag- iim þessa dagana og viðeigandi bljúgt hugarfar, virðast ekki all- ir vera í jafn mildu skapi. — Guðmundur Jósafatsson bóndi í Austurhlíð talaði um daginn og veginn mánudaginn 12. þ. m. og hellti sér í einörðu máli og með töluverðum skaphita yfir atom- skáldin okkar, og Jóhannes úr Kötlum, og gaf bókmenntagagn- rýninni olnbogaskot í leiðinni. VeU andi óbripar: Dægurlög — gömul og ný. T TTVARPSHLUSTANDI'’ er „U ekki sérlega ánægður með tónlistina, sem útvarpið býður hlustendum sínum upp á. Þykir honum tónlistin einkum litilfjör- leg í miðdegisútvarpinu — og þó öllu skárri eftir fréttalestur. „Þar eru leikin eingöngu eld- gömul dægurlög frá árunum 1930—35 — sennilega til minning- ar um þá góðu, gömlu daga. Slík lög eiga aðeins heima i þætti eins og þeim, sem fluttur var s.l. laug- ardag og er sérstaklega til þess ætlaður að rifja upp gamlar minningar. Er það ekki markmið hvers konar þjónustu að verða við óskum viðskiptavinanna? Vilji þeirra kemur ekki hvað sízt fram í óskalagaþættinum, og minnist ég þess ekki, að hlustendur hafi óskað eftir að heyra þar gömul dægurlög. Gera verður ráð fyrir því, að útvarpinu áskotnist að jafnaði ný dægurlög af hljómplöt- um. Dægurlög — eins og nafnið gefur til kynna — „ganga" að- eins stuttan tíma, og er því full ástæða til að leika fyrst og fremst nýju dægurlögin — en láta okk- ur ekki heyra þau að staðaldri eftir 10—20 ár. Ég lýk þessum línum með ósk um, að breyting verði til batnað- ar í þessu efni.“ „Viðskiptavinirnir“ eru margir. EINHVERN tíma var komizt svo að orði hér í dálknum við- víkjandi gagnrýni á útvarpið, að enginn gerir svo öllum líki. Enginn vafi leikur á því, að útvarpið reynir að gera viðskipta vinum sínum til hæfis. En það er hægara sagt en gert. Útvarpsnot- endur eru samtals um 40 þús hér á landi — og „viðskiptavinirnir" alls mun fleiri, og gefur auga leið, að erfitt er — ef ekki ókleift að gera svo stórum hóp manna til :eðs í öllu. Ekki er hægt að láta það hjá líða, ef minnzt er á Ríkisútvarpið þessa dagana, að geta þeirrar umfangsmiklu dagskrár, er flutt var þrjú kvöld í röð. Var í mörgu mjög vel til hennar vandað, og blandað þar hæfilega saman léttu og viðamiklu efni — og það er sannarlega viðleitni til að gera öllum hlustendum til geðs. Happdrætti Skálatúns KAUPSÝSLUMAÐUR" skrifar „Þegar jólin fara í hönd, er ætíð mikið um alls konar fjár- safnanir, happdrætti o. þ. h. til styrktar þeim, sem hjálparþurfi eru. Er ekki nema gott til þess að vita, að Reykvíkingar hafa jafn- an brugðizt mjög vel við, þegar þörf hefir verið á að rétta bág- stöddum samborgurum hjálpar- hönd. Af yfirstandandi fjársöfn unum er það sérstaklega ein, sem mig langar til að minna lesendm- þína á, og er það Happdrætti Skálatúnsheimilisins. Þjóðhagslegt vandamál. FÆSTIR munu vita, hvað Skála- tún er, enda hefir verið harla hljótt um stofnunina í þau fáu ár, sem hún hefir starfað. En Skálatúnsheimilið í Mosfellssveit er hæli fyrir fávita börn. Með- höndlun og hjúkrun fávita barna er þjóðfélagslegt vandamál, sem í raun og veru snertir alla lands- menn, enda þótt tiltölulega fáir foreldrar hafi orðið fyrir því ó- láni að eisnast slík börn. Skálatúns- heimilinu er ætlað að vera samastaður þessara bág- stöddu barna. Eru þar nú eins mörg börn og húsrými leyfir, og brýn nauð- syn er á því, að húsakynni verði stækkuð til að kleift verði að veita fleiri börnum viðtöku — svo mörg eru þau vandamál, sem eru því samfara, að fávita börn umgangist heilbrigð börn. Full ástæða er til að sýna hjálp semi þessum litlu börnum, sem eru þess ekki umkomin að standa á eigin fótum í lífsbaráttunni, og munu alla ævi þurfa á aðhlynn- ingu og umhyggju samborgara sinna að halda.“ Merkið, sem klæðir landið. Var verulega hressandi að heyra mál þessa gáfaða og dálítið orð- hvata bónda og hygg ég að margir hafi verið honum sam- mála um flest er hann átaldi. Nokkuð birti til eftir reiðl- lestur Guðmundar, er Svava Þorbjarnardóttir hóf upp sína ágætu söngrödd og söng nokkur lög eftir innlend og erlend tón- skáld, með píanóundirleik Fritz ■ Weisshappels. — Hefur Svava , einkar laglega rödd, er hún beit- j ir af mikilli smekkvísi. FJÖLHÆFUR ; LISTAMAÐUR jí ÞÆTTINUM „Úr heimi mynd- 1 listarinnar", flutti Bjöi-n Th. Bjömsson, listfræðingur, þennan sama dag fróðlegt erindi og prýðisvel samið um Guðmund Thorsteinsson listmálara, — Mugg, eins og hann var kailaður meðal vina og aðdáenda. Sagði Björn frá því að danskur kenn- ari og listmálari við Listaháskól- ann 1 Kaupmannahöfn, Risby prófessor, ætti mikið safn aí myndum eftir Mugg, er hann hyggðist gefa íslenzka ríkinu, er hér risi upp hæfileg listasafns- bygging. Kvað Björn prófessor- inn mikinn aðdáanda Guðmund- ar og hefði hann búið til og sent hingað legstein þann hinn fagra úr mósaik er nú er á gröf hins unga listamanns. — Björn kvaðst telja Guðmund einn af fjölhæfustu listamönnum þ.jóðar- innar, enda hefði hann unnið i fjölbreyttara efni en nokkur annar — fengist við tréskurð, út- saum, tréstungur, málað méð vatnslitum og olíulitum og búið til myndir úr pappírsklippingi —, svo sem 7. daginn í Paradís, sem væri frábært listaverk. — Hefur Björn tekist á hendur að skrifa mikla bók um Guðmund Thorsteinsson og list hans. Munu hinir mörgu vinir og aðdáendur listamannsins fagna því og bíða þeirrar bókar með eftirvænt- ingu. EKKI BATNAR SKAPIÐ SKÚLI sagnfræðingur Þórðar- son, flutti þriðjudaginn 13. þ. m. þriðja erindi sitt um undanfara heimsstyrjaldarinnar síðustu. — Ræddi hann í þetta sinn um ráð- stefnuna í Múnchen. Ekki hefur skap sagnfræðingsins batnað frá því áður, því ennþá heldur hann uppteknum hætti, að hella sér yfir Bandamenn (þ. e. sérstak- lega Englendinga og Frakka) með fúkyrðum. Fá þeir hjá hon- um síst betri útreið en sjálfur höfuðpaurinn Hitler og hyzki hans. — Finnst mörgum þetta undarleg vinnubrögð og spyrja hvað valda muni. ATHYGLISVERT SKÁLD FÖSTUDAGINN 16. þ. m. las Þorgeir Sveinbjarnarson úr ný- útkominni ljóðabók sinni „Vísur Bergþóru". Þorgeir er maður á miðjum aldri og hefur ekki gefíð út ljóð eftír sig fyrr en nú. Er skemmst frá því að segja, að „Vísur Bergþóru" er athyglis- verður bókmenntaviðburður. — Kvæðin þau eru hvert öðru ljúf- ara, tær og fáguð lyrik, og áhrifamikil, svo innileg sem hún er og yfirlætislaus. Höfundurinn fer nýar leiðic um form og rím, eins konar bil beggja milli atomljóðsins og hina hefðbundna ljóðforms, en gætir þessi réttilega að bregða hvergl út af hinu gamla og góða lög- máli hrynjandi og hljóms í is- lenzkri ljóðagerð. — Þorgeir las. allmörg kvæði úr bók sinni, öll prýðileg, en þó ekki betri en mörg önnur, sem þar er að finna. Af kvæðunum, sem hann las, eru minnisstæðust í svipinn Lækjarspalt og Ofan í milli, — hvorttveggja aíbragðs kvæði, þar sem djúphyggja hins reynda manns býr að baki léttri og ljóð- rænni fegurð. — Framh. á bis. 12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.