Morgunblaðið - 22.12.1955, Page 14

Morgunblaðið - 22.12.1955, Page 14
14 MORGV1SBLAÐ19 Fimmtudagur 22. des. 1955 ANNA KRISTÍN EFTIR LALLI KNUTSEN FramlialdssagcLii 32 er betri skytta en hann. Og mað- ur hefur þó rétt til að verja heið- ur sinn tíg heimili. Við systurnar litum þegjandi hvor á aðra. Gynter glotti ill- xnannlega og við vissum þegar um hvern var talað. Loksins var ívar viss í sinni sök. En hvers vegna var hann að tilkynna syst- ur minni það? Bjóst hann virki- lega við að geta auðmýkt hana með því? Áleit hann að hún mundi flýja í faðm hans af hræðslu um líf Randulfs? Ó, hvað hann þekkti hana illa! — Hvar er smjörið? sagði ívar ilú óþolinmóður. Hún setti smjör- ílátið gætilega við diskinn hans. Augu hennar sýndust næstum svört og varirnar grábleikar. fvar setti vænan smjörbita í grautinn. Þegar Gynter, nokkru seinna, greip smjöröskjuna, tók systir mín hana af honum, fékk honum aðra og sagði: — Þetta smjör er handa gestum. ívar vill helzt hafa smjörið salt og þrátt eins og hann er vanur heimanað frá sér. fvar roðnaði af reiði: — Ertu að drótta því að mér að ég sé af kotungsætt, Anna Kristín Orn- ing? Mín ætt er eldri en þín. Ég veit vel að.... Hún leit fast á hann og sagði: — Ég heiti Orn- ihg. Göfugir menn hafa borið það nafn. En þitt nafn, Mogensson, hver.... ? — Gættu tungu þinn- ar. Ég þarfnast ekki neinna upp- lýsinga frá þér. Jafnvel þó að þú heitir Orning ættirðu skilið að ganga svipugöngin. — Guð hjálpi okkur, ef hann fréttir nú líka um Lárus, var mín fyrsta hugsun, er ég heyrði orð fvars. Á því lék nú enginn efi að honum var kunnugt um sam- líf systur minnar og Randulfs. En kjarkur Önnu Kristínar bil- aði ekki. Hún horfði rólegum, köldum augum á mann sinn og brosti meira að segja. Hugsunin um Randulf yfirgnæfði allt ann- að. Það las ég út úr svip hennar. ívar varð víst hins sama var, því að allt í einu tók hann steikar- fatið og henti því af alefli í vegg- inn gengt sér. — Farðu bölvuð, öskraði hann. Systir mín sat ró- leg með sama brosið á vörunum, en ég starði skelkuð á ívar. Allt í einu sá ég að litarháttur hans breyttist. Kinnar hans urðu gráfölar og sviti spratt út á enni hans. Hann greip báðum höndum um magann og stundi. — Nú koma verkirnir aftur. Drottinn minn, ég held ég sé að deyja Gynter stökk á fætur. — Mað- urinn er í andaslitrunum. — Vertu rólegur, sagði ég, hann fékk þessar kvalir á Hlöðum líka. Læknirinn sagði að það væru bólgur í maga og mundi líða hjá. Við skulum koma honum í rúm- ið og fá meðulin hjá systur minni. Við bárum ívar upp í svefn- herbergi og lögðum hann í rúmið. Þar lá hann og stundi. — Við verðum að fá lækni strax, sagði Gynter. Sesselja kraup við rúm- stokkinn og reyndi að draga stíg- vélin af fótum s.iúklingsins. — Hann hefur oft orðið svona las- inn, sagði hún ergilega. — Hann þarf engan lækni. Farið þér bara heim, því að hér er ekkert gagn í yður. — Ég fer ekki fet fyrr en honum skánar eitthvað. svaraði Gynter ákveðinn. — Þér gjörið nú svo vel að fara, Gvnter, sagði systir mín þurrlega. Við erum öll þrevtt og maðurinn minn veikur. Hann fékk meðul við þessu á Hlöðum og þau hef ég undir höndum. Þér getið ekkert gert frekar. — Ég verð kyr, sagði hann þvermóðskulega og ég sa að hann greip um skammbyssu, i sem hékk við belti hans. — Þér hafið vonandi rúm aflögu, frú, sagði hann háðslega. — Annars, I bætti hann við og svipur hans breyttist, verð ég að álíta að þér óskið ekki nærveru minnar hér í nótt. Mig er farið að gruna margt. — Yður má gruna það sem yður lystir, sagði Anna Kristín og reis upp. — Ég er ekk- ert smeyk við það. En maðurinn minn er veikur og það verður að vaka yfir honum í nótt. Drukkn- ir og háværir gestir eru því mjög óvelkomnir. Góða nótt, herra höfuðsmaður. Hann sneri sér á hæli og gekk út. Sesselja tautaði: — Nú hefur þú eignazt svarinn óvin, Anna Kristin. — Hann hefur alltaf ver- ið óvinur okkar, svaraði ég hrædd og reið. En hvað gjörir það til? hann getur ekkert illt gert okk- ur. — Þegiðu, hreytti Sesseija út úr sér. Ég starði orðlaus á hana. Þetta var í fyrsta skipti, sem hún dirfðist að sýna mér ókurteisi upp í opið geðið. í sama bili fékk fvar nýtt kast. j Hann skalf eins og í krampa og byrjaði svo að kasta upp. — Get- ur það verið að þetta sé pestin? hvíslaði ég. — Þegar fólk étur og drekkur annað eins og höfuðs- maðurinn gerir, þá er ekki von á góðu, sagði Sesselja hörkulega. — En nú skuluð þér fara í rúmið, jómfrú, það er ekki fyrir unglinga að horfa á þetta. Eftir að ívar hafði kastað upp virtust kval- irnar minnka og hann lá nú í eins konar dvala. — Guð hjálpi okk- | ur öllum, sagði Sesselja. — Er hann dáinn? spurði ég í sama lága rómnum. Anna Kristín stóð við höfðalag manns síns með kertastjakann í annari hendinni. Augu hennar voru stór og star- andi og hún beit á vörina. Sesselja reis upp, tók í öxlina á mér og ýtti mér út um dyrnar. — Nei, hann er ekki dauður og deyr ekki í þetta sinn, sagði hún hranalega. 19. kafli Atburðir þessarar nætur standa mér óljóst fyrir hugskotssjónum. Stormurinn skók húsið og regnið buldi á rúðunum. Sesselja kom hlaupandi og sagði mér að koma, því að nú væri systir mín altekin sama sjúkdómi og ívar. Þegar ég kom inn í svefnher- bergið lá Anna Kristín í rúminu við hlið manns síns. Hún var rauð í andliti með hitagljáa í augum. Magister Hieronymus stóð á náttfötunum, við hlið henn ar og hélt á vaskafati, sem hún kastaði stöðugt upp í. Ég var svo skelfd að ég undraðist það ekk- ert þó magisterinn væri þarna. Mér datt ekki í hug að spyrja hvenær og hvers vegna hann hefði komið að Mæri. Ég hljóp að rúminu og féll á kné við rúmstokkinn: — Ó, elsku systir mín, þú mátt ekki deyja! hrópaði ég. — Ekki hafa svona hátt, sagði magister Hieronymus skipandi, þér megið ekki hræða hana. Haldið þér á vaskafatinu, á meðan ég lít á höfuðsmanninn. Sesselja, farðu og náðu í heita mjólk. fvar lá með lokuð augu. Hann var fölur og andardrátturinn ó- reglulegur og stynjandi. Þegar leið að morgni og systir mín virtist úr allri hættu, opnaði ívar augun með erfiðismunum og leit á hana. Hún lá í móki. Hann fálmaði eftir hönd hennar, greip hana og sagði óskýrri rödd: — G/ uggagi rð H. BENID IKTSSON í Hafnarhvoll — \ CO. H.F. Sími 1228 Hálsklúfar Undirfatnaður Mjög gott úrval — Pöklcurn í smekklcga poka Meyjaskemman Laugavegi 12 Tvær stúlkur vanar skrifstofustörfum óskast á skrifstofu hjá stóru fyrirtæki, frá áramótum. — Tilboð ásamt mynd og uppl. um fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir 28. þ. m., merkt: „Framtíð — 908“. lirærivélarnar hafa náð ipestum vinsældum hér á landi Sannar það bezt að við höfum nú þegar selt upp alla jólasendinguna sem kom fyrir skömmu síðan Fengum nýja sendingu me<5 flugvel í gær Kenwood hrærivélin er ódýrust miðað við stærð »g gæði. HENNI FYLGIR: Þeytari, hrærari og hnoð- ari. Hakavél, grænmetis- og kornkvörn og plast- yfirbreiðsla. Verð kr. 2.600.00 Pantanir óskast sóttar í dag annars seldar öðrum H E K LA Austurstræti 14 — Sími 1687 Jólasala á lömpum í Listamannaskálanum Á boðstólnm verða yfir 200 gólf- og borólampa frá Ameríku og Þýzkalandi. Verð við allra hæfi. Aldrei hefur sézt eins mikið úrval lampa saman komið á einum stað á íslandi. Sjálfsafgreiðsla. Gerið jólainnkaupin tímanlega Fallegur lampi er fögur jólagjöf. H E KLA H.F.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.