Morgunblaðið - 22.12.1955, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.12.1955, Qupperneq 16
Veðurúfiif t daq; Hva.ss NA og úrkomulaust síðd. 293. tbl. — Fimmtudagur 22. desember 1955 Vegir tepptust í stdrhrið I gær Á Suður- og Suð-Vesturluudi 100—150 bíiar fastir I sköflum hjá Vatnsleysu og mjólkurbílar komust ekki til Fióabúsins YFIR Suður- og Suð-Vesturiandið gekk í gærdag mesta stór- j hríðin á vetrinum, og spilltust vegir svo í Austursveitum, i <ð fyrirsjáanlegt var í gærkvöldi að taka yrði upp skömmtun mjólkur hér í bænum í dag. Vegir í Ámessýslu voru orðnir ófærir víða, sömuleiðis í Rangárvallasýslu. íiRFIÐ FÆRfi í BÆNUM Veðurstofan hafði spáð þessari hríð og einnig frosti. Mátti því búast við að skafrenningur yrði rnikill. Jafnvel hér inni í bæn- um dró í skafla á götum og var víða þungfært í gærkvöldi. Sums /itaðar voru gangstéttir komnar í kaf undir hnédjúpan skafl og þaðan af dýpri. — Girðingin meðfram -Landsspítalalóðinni við Barónsstíginn var t. d. komin að mestu í kaf. KEILLISHEIBI ÓFÆR — KRÝSUVÍKURLEH) ERFTO Fréttaritari Mbl. á Selfossi, Guðmundur Geir, símaði í gær- kvöldi, að þar hefði verið lát- laus hríð í allan gærdag með: frosti og skafrenningi, svo að þegar í gærmorgun var Hellis- heiði ófær orðin og mjólkurbíl- arnir fóru því um Krýsuvík. I gærkvöldi bárust þær fregnir þaðan, að á Selvogsheiðinni væri færð tekin mjög að spillast. Þar var snjóplógur, en jafnóðum skóf f það sem rutt var. ENGIN ÍVIJOLK ÚR RANGÁRVALLASÝSLU f gærmorgun barst mjólkur- búi Flóamanna engin mjólk aust- an yfir Þjórsá og engin úr Biskupstungum eða Grímsnesi. f kvöld sátu mjólkurbílamir, sem sækja áttu mjólk í gærdag til Skeiða- og Hreppabænda, fast- ir, sennilega flestir hjá Skeggja- íitöðum í Flóa. Árdegis í dag fara héðan úr Reykjavík bílar norður til Ak- ureyrar. Nyrðra mun vera mun íinjóléttara en hér syðra, a. m. k. var það svo í gær, og var Holta- vörðuheiði talih sæmilega fær. í gærkvöldi simaði frétta- ritari Mbl. í Keflavík, Ingvar Guðmundsson, að á veginunx hjá Stóru-Vatnsleysu hefðu í gærkvöldi setið fastir þrír stórir áætlunarbílar, allir með meira og minna af farþegum, og 109—150 aðrir bílar. FRAM Á NÓTT í BÍLUNUM Fréttaritarinn kvað afgreiðslu áætlunarbílanna þar syðra ekki hafa haft neinar fregnir af líð- an fólksins í vögnunum. En það hafði ekki í önnur hús að venda en láta fyrirberast í bílunum. Átti það fyrir langa setu enn að því er virtist, því að vélar þær, sem voru á staðnum við að reyna að ryðja bílunum leið, höfðu ekki undan hríðinni og skafbylnum. í gærkvöldi voru fleiri ýtur sendar af stað frá Reykjavik til hjálpar. Stóðu því vonir til þess að bílalestin mundi losna úr sköflunum áður en langt um liði. SLÆM SPÁ í GÆRKVÖLDI f gærkvöldi bjóst veðurstofan ekki við því að veðrinu myndi slota í nótt. Ef veður hefur hald- ist óbreytt, má búast við því, að í dag geti svo farið, að erfitt verði fyrir strætisvagna að halda áætlun, að minnsta kosti fyrri- hluta dags. Sótt um eiiibætti vepamálastiéia FJÓRIR verkfræðingar sækja um embætti vegamálastjóra, en um áramótin mun Geir Zoéga vega- málastjóri, láta af embætti. Tveir verkfræðingar vegamála skrifstofunnar, þeir Árni Pálsson j yfirverkfræðingur og Sigurður Jóhannsson sækja, en að auki Páll Hannesson, verkfræðingur frá Undirfelli og Hannes Péturs- son verkfræðingur. Bílddælingum berst fag- urt jólatré að gjöf Kveikt á frénu við háfíðiega afhcfn BILDUDAL, 21. desember. SÍÐASTL. laugardag, var kveikt á jólatré hér á Bildudal, og það formlega afhent þorpsbúum, við hátíðlega athöfn ó svo- nefndri Tungu, þar sem styttur Thorsteinsonshjónanna eru reistar. Jólatréð hefur Árni Jónsson stórkaupmaður í Reykjavík gefið Bíldælingum. KVEIKT A TRENU Vlfi HÁTÉBLEGA ATHÖFN . Oddviti hreppsins Jónas Ás- mundsson, tók á móti trénu er það kom frá Reykjavík og þakk- aði hann gefenda, í ræðu er hann flutti er kveikt var á því, fyrir hönd allra Bílddælinga. Kvað iiann Árna Jónsson ævinlega hafa borið hlýjan hug til Bildudals og Bílddælinga og væri þetta ekki í fyrsta skipti er hann sýndi það í verki. Allmikili fjöldi barna og einnig fullorðinna var samankominn við athöfn þessa, sem var mjög há- tíðleg. Er oddvitinn hafði lokið máli sínu sungu börnin ,,Heims um bói“ og fleh’i jólasálma. -~rr iiii iiiiiiiii *... v<i» ■■ < ij SÉZT VÍflA A» Jólatréð sem er 9 mctra hátt, er mjög fallegt, 40 ljós eru á þVí. Sézt það víða að, þar sem það stendur á hinum afgirta minn- ingarreit Thorsteinsonshjónanr.a fyrir ofan kaupstaðinn. — Friðrik Slyrkttr !il iðnfrsði- náms í Þýzkalandl RÍKISSTJÓRN Sambandslýð- veldisins Þýzkalands býður fram námsstyrk að upphæð 2750 þýzk mörk til ellefu mánaða náms- dvalar við iðnfræðiskóla (Ing- eniurschule) í Þýzkalandi árið 1956. Ætlazt er til, að námstím- inn hefjist í byrjun marzmán- aðar 1956. Umsækjendur þurfa að kunna vel þýzku. Umsókn um styrkinn þurfa að fylgja eftirfarandi upplýsingar: 1. Æviferilsskýrsla í þríriti. Eitt eintak með eigin hendi umsækjenda, en tvö vélrit- uð), ásamt greinargerð fyrir umsókninni. 2. Meðmæli frá tveim iðnfræði- kennurum og einum manni, sem þekkir umsækjanda persónulega. 3. Tvær Ijósmyndir af umsækj- anda. 4. Vottorð um þýzkukunnáttu. 5. Heilbrigðisvottorð. Umsóknir um styrkinn sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 28. des. n. k. og mun ráðuneytið láta í té umsóknareyðublöð. — Þýzk stjórnarvöld annast vai styrkþega. Bráðspest í fé stingur sér ni Reykjum í Mosfellssveit. FYRSTU daga desembermánaðar var yfirleitt allt fé tekið á gjöf, sem náðist til og voru heimtur góðar, en þó vantar stöku bónda enn eitthvað. Bráðapest hefir stungið sér niður á stöku stað þrátt fyrir bólusetningar og á tveim bæjum urðu grunsamleg brögð að þessu og bendir það til þess, að nauðsynlegt sé, að bólu- setja tvisvar og tvævetlurnar með því sem yngra er. Mikið af nautpeningi var felit hér seinni hiuta sumars og í haust, er sýnt varð hvert stefndi með heyskap- inn. Svo sem að líkum lætur, var mikið verkað í vothey af hey- fengnum og sums staðar komið upp bráðabirgðavotheysgeymsl- um með. sæmilegum verkunar- árangri, þó af vanefnum væri gert. Alls staðar er þurrheys- hrakningurinn illa verkaður og ólystilegur fyrir búféð og reyna margir að blanda lýsi í heyið og er það til bóta. Kjarnfóðursgjöf er með allra mesta móti og víða allt að helmingi og sums staðar enn meira en verið hefur undan- farin ár. Afkoman verður al- mennt mikið verri en undanfarin góðæri og nálgast það að vera ískyggileg. Allir treysta nokkuð á fóðurbætislán ríkisstjórnarinn- ar og mikið er um rætt. Þykir það hið mesta drengskaparbragð af ríkisstjórninni að stuðla að því að færri gripir voru felldir en ella. Því gripum verður ekki fjölgað í sama fjölda, nema á aði. — J. 200 i)íia eítir Akureyrarferð FLUGSAMGÖNGURNAR hafa gengið mjög úr skorðum tv® undanfarna daga vegna hriðar. í gær komst héðan engin flug- vél ót á land, en frá Grænlandi kom GulifaxL — í gærkvöldD skýrði blaðafulltrúi Flugfélags fslands, Njáll Símonarson, blaðins frá því, að um 200 manns væru á biðlista hjá félaginu, sem kom- ast þyrftu til Akureyrar og á öðrum leiðum biði fjöldi farþega, Síðdegis í gær komst Gulifaxi hingað frá Grænlandi, en þar hefur hann verið veðurteptur frá því á sunnudaginn, og vegna fann knmunnar, gat flugvélin ekki haldið ferðinni áfram til Kaup- mannahafnar með nær 60 far þega, verkamenn og iðnaðarmenn frá Narsasúakflngvelli, svo seoo áformað hafði verið. Danirnir skýrðu frá þvi að i Narsasúakflugvelli hefði enn ekkO verið fallinn neinn snjór og hreia viðri dag eftir dag. í gær var flngvél á leið austOC um haf snúið við vegna veðurs. Fjölbreytt jólahefti af timaritina Stefni Fiyfur m. a. kaíla úr „Myrkur um miðjan dag", nýja smásögu eflir Jökul Jakobsson og ritdóma j effir Jónas Krisfjánsson ] FJ Ó R Ð A hefti Stefnis kemur í bókaverzlanir í dag. Er þaB mjög vandað og fjölbreytt að efni, flytur fjölda ljóða, smá- sagna, greina o. fl. Sérstaklega er vel vandað til þeirrar nýjungac í útgáfunni, sem er kynning á ungum listamönnum. Heftið kostac í lausasölu 10 krónur og árgangurinn 35 krónur. f LJÓÐSKÁLDIN Stefnir hefst að þessu sinni með árnaðaróskum til Laxness í til- efni Nóbelsverðlaunanna og kvæði efir hann sem nefnist „I áfánga“. Af Ijóðum eftir unga menn má nefna ljóð eftir Gunnar Dal, tvö ljóð eftir Odd Björnsson og tvö ljóð eftir Jóhann Hjálm- arsson. MYRKUR UM MIÐ.IAN DAG Kafli er birtur úr Köstler- lcikritinu „Darkness at Noon“ og er hann ágætlega þýddur af Otto Jónssyni. Þetta leikrit hefur vakið feiki athygli víða um heim og má heita undar- legt, að það skuli ekki hafa verið flutt hér á landi, því að það mun almennt álit leiklist- argagnrýnenda erlendis, að það beri einna hæst í leikbók- menntum siðustu ára. Er það vel að Stefnir kynnir þetta verk nú að nokkru fyrir ía- lenzkum lesendum. Það er Marseille-kaflinn, sem er birt- ur og stendur hann sem sjálf- stætt verk. j 1 MYNDIR AF i VERKIJM GERÐAR Stefnir er með þessu hefti aO hefja nýjan þátt í starfi sínu, seam hann nefnir „Kynning ungra listamanna". Að þessu sinni er 1 ritinu gljápappírsörk með ljós- myndum af nokkrum verkuns Gerðar Helgadóttur. Er frágang- ur svo vandaður á þessum kafla að sjaldgæft er í íslenzkum tírna ritum og setur það fallegan svip á heftið. Hér er ekki hægt að telja upp .allt efnið í þessu innihaldsríka hefti Stefnis. Er þess að vænta að marga fýsi að kynnast hinutœ nýju viðhorfum sem koma frans í ritipu og lesa sér til skemmt- unar yfir jólin. J Tregur afli hjá togur- j um fyrir Vestfjörðum j - en bálaaili með bezta mól. PATREKSFIRÐI, 21. des. 1 BV. ÓLAFUR JÓHANNESSON landaði hér nýlega um 160 lest- um af ísvörðum fiski, mestmegnis þorski og karfa. Aflinn fác til vinnslu í hraðfrystihús Kaldbaks. ( Góð rækfuveiði ; BÍLDUDAL, 21. des.: — Veðrátta hefur verið góð hér í Arnarfirði undanfarið, þar til tvo síðustu daga, sem verið hefur norðan hvassviðri. ( Rækjan hefur veiðzt vel undan- farið. Hafa bátarnir verið með I 4—500 kg í hverjum róðri. 1 — Friðrik. * VERKAFÓLKSEKLA Gylfi landaði afla sínum fyrir skömmu, um 120 lestum, á ísa- firði, þar sem ekki var hægt að taka á móti aflanum hér á Pat- reksfirði vegna skorts á verka- fólki, bæði við löndun og við vinnslu aflans í frystihúsinu. Báðir togararnir fóru strax á veið ar að aflokinni löndun. Afli mun vera með tregara móti. LÍTIÐ UM ERLENDA TOGARA Útlendir togarar eru fáir að veiðuna á miðum hér fyrir vest- an. Þegar síðast fréttist, voru 5—6 þýzkir togarar 70—80 sjð- mílur norðvestur af Patreksfirðfi að veiðum. i I GÓÐUR AFLI HJÁ BÁTUM Vb. Andri og Sigurfari hafa róið að segja má látlaust upp & síðkastið og aflað vel. Var Anrirl með 10 lestir í síðasta róðri af vænum þorski, sérstaklega lifrar- miklum. Andri rær með um 120 lóðir og leggur línuna djúpt út af Patreksfirði. Aflinn er flakaður og frystur í Hraðfrystihúsi Pat- reksfjarðar h. f. — KarL a

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.