Morgunblaðið - 03.01.1956, Blaðsíða 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
Þnðjudagur 3. janúar 1956
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjómmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanland*.
í lausasölu 1 króna eintakið.
Ráðhús — nytsöm bygging
eg listrænt tákn
UM tugi ára er búið að ræða og
rita um Ráðhús í Reykjavík,
hvar það eigi að vera og hvernig
það eigi að vera. En niðurstaða
hefur ekki • fengizt, fyrr en að
bæjarstjómin samþykkti einróma
nú fyrir fáum dögum að staðsetja
slíkt hús við Tjörnina norðan-
verða. Að vísu eru ýmsir bæjar-
fulltrúar og bæjarbúar ekki fylli-
Ipga ánægðir með þann stað, en
það var óhjákvæmilegt að í þessu
máli yrði fengin endanleg niður-
staða. Óvissa um staðsetningu
Ráðhúss hefur óheppileg áhrif t.
d. á ályktanir varðandi skipulag
í gamla bænum, því meðan óvist
var hvort ráðhús yrði byggt þar
eða ekki var ekki unnt að ganga
til fullnustu frá ýmsu varðandi
skipulag húsa og gatna í þeim
bæjarhluta.
Nytsemi og list
Það er gömul hefð í Evrópu,
sem síðar hefur víðar verið tekin
upp, að í bæjum séu Ráðhús eða
„ráðstofur“ eins og Tómas Sæ-
mundsson kallaði það.
Ráðhús hafa tvöfaldan til-
gang. Fyrst er sú hliðin, sem
horfir til nytsemdar. Slík hús
ern aðsetur æðstu stjómar
bæjarfélaganna og hafa að
geyma þá viðhafnarsali, sem
nauðsynlegir eru. En síðan er
hinn þátturinn. sem er tákn-
rænn og listrænn. Ráðhúsin
eru oft einskonar tákn um
gengi og þýðingu bæjanna og
það er kappkostað að byggja
þau á sem fegurstan og list-
rænastan hátt svo þau verði
íbúunum til augnayndis og til
sóma, þegar gesti ber að garði.
Ráðhúsið í Reykjavík þarf að
sameina þetta tvennt og er það
verkefni hinnar nýkjömu ráðhús
nefndar og sérfræðinga hennar að
hafa forsjá þess. Gunnar Thorodd
sen borgarstjóri gat þess í ræðu
sinni um Ráðhúsið, sem birt var
hér í blaðinu á dögunum, að það
væri skoðun sín að öndvegissúlur
Ingólfs ættu að sjást í svip húss-
ins. Sú hugmynd er af sögulegum
upprvma, varðar upphaf manna-
hyggðar í Reykjavík og mun vera
ein sú fyrsta, sem kemur íram
varðandi útlit hússins sjálfs.
Þimgamiðja
höfuðstaðarins
Það hefur orðið ofaná að velja
Ráðhúsinu stað í gamla miðbæn-
um. Til þess hníga mörg rök, sem
búið er að telja upp og ekki verða
endurtekin hér. En í þessu sam-
bandi er á því byggt, að miðbær-
inn sé aðalkjami höfuðstaðarins
og verði það um ófyrirsjáanlega
framtíð. Margar raddir hafa ver-
ið uppi um það að setja ætti Ráð-
húsið niður á auðu svæði austar-
lega í bænum. Þar ætti svo að
mynda nýjan bæjarkjarna þar
sem Ráðhúsið væri einskonar
miðdepill. Gamli bærinn væri
orðinn þröngur og dýrt að kaupa
þar upp lóðir til að rýma fyrir
athafnasvæði Ráðhússins. Hér
skal ekki langt út í þetta farið en
benda má á, að sköpun nýs bæjar
kjarna hlyti að verða bæjarfélag-
inu ákaflegá kostnaðarsöm fram-
kvæmd, sennilega kóstnaðarsam-
ari en nemur því, sem þarf að
greiða fyrir lóðir í miðbænum
'vegna Ráðhússins. Þá má vel vera
að næstu kynslóðir bæjarbúa
skapi eitthvað í átt við það, sem
nú vakir fyrir sumum. Reykjavík
er í svo örum vexti og tímarnir
svo fullir af ófyrirsjáanlegum at-
burðum og óvæntum áhrifum að
litlu verður spáð um byggingu
bæjarins í framtíðinni. En í þessu
sambandi gat borgarstjóri þess
einmitt, að rétt væri að hafa sköp
un slíks bæjarkjama í austur-
byggð borgarinnar í huga og gera
nú nauðsynlegar athuganir í því
sambandi, alveg óháð staðsetn-
ingu Ráðhússins.
Endurbygging
miðbæjarins
— mikið verkefni
Það er mikið verkefni fyrir þá
kynslóð, sem nú byggir bæinn, að
endurskipuleggja og endurbyggja
gamla miðbæinn. Þar þarf að
ryðja burt gömlum timburhúsum
og byggja önnur ný úr varanlegu
efni og við hæfi bæjarins. Eitt
af þessum verkefnum er bygging
Ráðhússins. Þær hugmyndir, sem
menn hafa gert sér um byggingu
slíks húss hafa tekið miklum
breytingum á síðari árum. Lengi
höfðu menn í huga að byggja svo
stórt Ráðhús, að það mætti rúma
alla starfsemi bæjarfélagsins. Nú
hafa menn séð að slíkt væri
hvorki heppilegt né æskilegt.
Því hefur niðurstaðan orðið
sú að byggja veglegt hús, þar
sem æðsta stjóm bæjarins,
bæjarstjórn, bæjarráð, borg-
arstjóri og þær skrifstofur,
sem embætti hans eru tengd-
astar, hafi aðsetur og salar-
kynni til móttöku gesta og til
háb'ðlegra athafna vegna bæj-
arfélagsins.
Þegar nú er búið að gera sér
grein fyrir megindráttum í gerð
hússins og ákveða staðinn er unnt
að snúa sér að alefli að undir-
búningsvinnu og er það verkefni
ráðhúsnefndarinnar að hafa
stjórn þess starfs.
Samheldni nú
og framvegis
Bæjarstjómin öll, undir for-
ystu borgarstjóra, bar gæfu til að
gera einróma ályktun um stað-
setningu Ráðhússins. Menn skipt-
ust ekki í flokka um það mál,
enda er það ekki þess eðlis að
hin venjulega flokkaskipting geti
komist þar að. Menn úr ýmsum
flokkum skipa ráðhúsnefndina,
sem nú tekur til starfa.
Bæjarbúar vænta þess vafa-
laust, að áframhaldið verði
eftir upphafinu. Þeir munu al-
mennt búast við því, að unnið
verði af samheldni og hagsýni
að undirbúningi byggingarinn
ar og síðan að því loknu, að
hafist verði handa um bygg-
ingu þess. Svo rennur síðar
upp sá dagur að Ráðhúsið
stendur fullbyggt í hjarta bæj
arins og er þess eins að óska,
í því sambandi, að það liús
megi bera vitni um það bezta
og hugnæmasta, sem til er í
fari þeirrar kynslóðar, sem
byggði Reykjavík á örlaga-
rikum framfaratímum í lífi
bæjar og þjóðar.
i ÚR DAGLEGA LÍFINU
Heimshöfin eru ótæmandi nægtabrunnur og aflgjafi
★★ Heimshöfin
MANNKYNINU fjölgar stöðugt'
og þar með eykst þörfin fyrir!
matvæli og afli til framleiðsl-1
unnar. í þvi sambandi benda vís- j
indamenn á, að heimshöfin séuj
nær ótæmandi nægtabrunnur og
aflgjafi. I
Nýlega gekkst UNESCO, sér-
stofnun Sameinuðu þjóðanna á
sviði fræðslu-, vísinda- og menn-
ingarmála, fyrir alþjóðaþingi vís-
indamanna í Tokíó, þar sem menn
báru saman ráð sín um vinnslu
verðmæta úr sjónum. Heimshöfin
hylja 2% sinnum meira af yfir-
\JeíuaLandi óhri^ar:
ÞAÐ var umhleypingasamt veðr
ið um áramótin. Á Gamlárs-
dag skall hann á með svartahríð.
Um kvöldið kom húðarrigning og
um nóttina gerði svolítið frost.
Svo tók aftur að rigna. Bæjarbú-
ar áttu því í miklu stríði við
veðurfarið og ekki sízt við færð-
ina á götunum. Þar voru ýmist
þykkir skaflar, vatnselgur upp >
kné eða glerhálka. Haía margir
sögur af því að segja, hve erfitt
hefur verið að brjótast hér milli
húsa.
í svarta byl.
ÞANNIG skýrir maður nokkur
frá því, að hann hafi skömmu
eftir hádegi á gamlársdag ekið
til kunningja síns, sem á heima
í Langholti. „Ég ók á litlum fólks
bíl sem ég á og var færðin all
sæmileg. Síðan dvaldist ég
nokkra stund hjá kunningja mín-
um, en þegar ég kom út aftur,
var svo kolsvartur þreifandi
bylur, að maður sá ekki út úr
augunum.
Samt ók ég af stað til baka
heimleiðis og dengdi snjónum
enn stöðugt niður. Færðin hafði
hraðverznað og þar kom að litli
bíllinn minn stöðvaðist á Reykja-
vegi við Suðurlandsbraut. Ég
held, að þetta hafi verið eitthvað
það versta, sem ég hef komizt í.
Ég varð að fara út og reyna að
ýta bílnum mínum til hliðar, svo
að stærri bílarnir kæmust áfram.
en engum þeirra kom til hugar
að leggja hönd að verki til að
hjálpa mér við að leysa umferð-
artálmann. Svona leið og beið og
það var ekki fyrr en nokkrir
kuldaklæddir strákar á ferming-
araldri komu þarna að fótgang-
andi, að þeir léðu hönd og hjálp-
uðu mér við að ýta bílnum. En
mér hefði þótt skynsamlegra hjá
hinum bílstjórunum að koma og
hjálpa til fremur en að fara að
leika þarna sinfóníuhljómsveit á
bíllúðrana."
Fótgangendur á flótta
undan bílum.
ANÝÁRSDAG var færðin verst
vegna samblands af hálkn,
vatnselg og frosinna snjókleggja.
Þá var það einkum hið gangandi
fólk, sem varð að þola hinar
verstu þrautir.
Snjóbylurinn barðist með sliku
afli í andlitið, að það var eins og
hann brenndi mig og ennþá hef
ég varla náð mér eftir átökin við
að ýta bílnum til hliðar.
Sinfónía billúðra.
I^N það sem mér þótti rrjerki-
J legast var, að þótt margir
J stærri bílar hefðu stöðvast fyrir
aftan mig, kom enginn njaður
út úr þeim til að hjálpa : mér.
Þeir íiautuðu allir í erg og gríð,
Það tíðkazt hér í bænum, við
snjókomu og ófærð að heil hers-
ing af snjóplógum, heflum og
jarðýtum er kölluð út. Þessar
vélar ráðast í það með miklum
jötunmóð að ýta snjónum af ak-
brautunum, — en hvert ýta þær
snjónum? — jú upp á gangstétt-
irnar, sem þar með verða oftast
með öllu ófærar. Á snjóavetrum
kemur það fyrir að gangstéttirn-
ar liggja undir snjó viku eftir
viku. Þá verða gangandi menn að
flýja út á akbrautirnar.
Þannig var það á nýársdag. Fót
gangendur stikluðu eftir strætun-
um. Litlu flóttalega i kringum
sig, flýðu stutta stund upp í skafl-
inn undan þeisandi bifreið og
sukku í hann í mjóalegg og gus-
urnar gengu frá bílunum í allar
áttir.
En undarlegt er það, að jafn-
skjótt og færðin versnar fækkar
umferðarslysunum. Lögreglan til-
kynnir að í allri þessari slæmu
færð síðustu daga hafi ekkert slys
orðið. Menn komast ekki eins
hratt. Þar með eru slysin úr .-’ng.
unni.
borði jarðar en löndin. Á þinginu
kom fram, að í heimshöfunum
muni vera um 8 biljón smálestir
gulls, 2 milljónir smálesta af
uraníum og óreiknandi magn af
járni, kopar, tini, blýi og öðrum
málmum. Menn hafa nú fundiS
aðferðir til þess að vinna þessi
verðmæti og nýta þau. Nýlega
hefir verið sett á stofn verksmiðja
í Bandaríkjunum, sem vinnur
málma úr smádýrum sjávarins.
itit Ýtarlegar rannsóknir
fyrirhugaðar.
Á Tokíó-ráðstefnunni og síðar
á fundi vísindamanna, sem haíd-
in var í París á vegum frönsku
ríkisstjórnarinnar, var ákveðið
að hefja ýtarlegar rannsóknir &
verðmætum hafsins og hvernig
megi nýta þau til hagsbóta fyrir
mannkynið.
Enn er mikill hluti heimsaf-
anna t. d. ókortlagður. Þá er rætt
um, að rannsaka þurfi strauma
hafanna, en þessir straumar flytja
með sér mikið af efnum. Hafa
vísindamenn t. d. reiknað út, að'
þessir straumar hafi flutt með sér
efni, sem að magni til nemur
þrisvar sinnum landjörð allrar
Evrópu.
Þá er gert ráð fyrir að undir
hafsbotni séu málmnámur mikl-
ar. í Finnlandi er verið að rann-
saka hvort ekki muni vera hægt
að vinna járnmálm í Kyrjála-
botni. Olíulindir hafa fundizt víða
á hafsbotni t. d. undan ströndum
Norður-Ameríku, í Persaflóa og
undan ströndum Venezuela.
★★ Vcrðmæti átunnar
og skeldýra.
Löngum hefir mönnum verið
ljóst, að það eru mikil verðmæti
í átu, skeldýrum og smáverum
er lifa í sjónum. í skeljum em
verðmæt efni svo sem silfur.
★★ Kjarnorka úr sjó
Rannsóknir fara nú fram á.
efni í sjónum, er deuterium nefn-
ist, en það er nauðsynlegt við
framleiðslu kjarnorkunnar. For-
maður atomnefndar Bandaríkj-
anna, Lewis Strauss, hefir átið
svo ummælt, að úr sjó megi vinna
1000 sinnum meira afl, en nú er
unnið úr öllum aflgjöfum jarðax.
Þessi hugmynd er studd m. a. af
rússneskum vísindamönnum.
( Frá S. Þ.)
Siglfirðingar fara
suður á verfíð
SIGLUFIRÐI, 2. janúar: — AU
margt. fólk mun vera á förum
héða: á næstunni á vertíð við
Faxaflóa. Einnig munu þrír bát-
ar héðan fara suður á vevtíðina
seinna í þessum mánuði. Eins og
venj ilega munu togbátar stunda
vertíð héðan, en þeir hefjá ekki
veiðar fyrr en í byrjun marz-
mánaðar. — Guðjón.