Morgunblaðið - 03.01.1956, Blaðsíða 12
12
MORGU N B LAÐIÐ
Þriðjudagur 3. janúar 1956
- Aintar
Framh. af bla. 7
hann var kominn í þá réttu jóla-
stemningu — og var nú sáttur
_við guð og menn. — Og ekki gat
ég varízt söknuoi er ég heyrði
hina dimmu og hljómmiklu rödd
Arna Pálssonar, — en hins vegar
skemmti ég mér konunglega
þegar ég heyrði Jónas frá Hriflu
í eldmóði fyrri daga hella sér
yfir gamlan samherja, bænda-
flokksmanninn Hannes Jónsson.
-t Nú eru báðar þessar kempur
komnar pólitískst undir græna
tórfu og hvíla þar í friði nema
hvað Jónas gerir einstöku sinn-
lún vart við sig með smáglett-
Um við gamla samherja og fóst-
lirsyni í Framsóknarflokknum
eins og skotturnar og mórarnir
forðum.
UPPLESTURINN
BÓKAFLÓÐIÐ nú fyrir jólin var
með mesta móti. Margir (og þá
Keizt þeir, sem aldrei líta í bók)
telja sér skylt í hvert sinn, er
jolin nálgast, að amast við hinni
miklu bókaútgáfu. Þar er ég hins
vegar á öndverðum meiði. Ég tel
það órækan vott um fjörmikið
andlegt líf með þjóðinni, er mik-
ið berst af nýjum bókum á mark-
aðmn. Og þó að margt sé þar
misjafnt að gæðum, hygg ég að
lítill skaði sé skeður. Það sem
ekki er lífvænt af þeim bók-
menntum, sem berast á markað-
inp, fellur fyrr en varir í ginn-
ungargap gleymskunnar, en það
eem bezt er stendur af sér stór-
viðri tímans lengur eða skemur.
Svona hefur það alltaf verið og
þannig verður það og á að vera.
— HUns vegar legg ég fyrir mitt
leyti sáralítið upp úr þessum
endalausa lestri úr bókum í út-
varpinu dagana fyrir jól. Lít á
það eingöngu sem auglýsinga-
starfsemi og hana mjög vafa-
sama, — engu betri en hina
skrumkenndu ritdóma blaðanna
um sama leyti, sem oftast villa
fólk fremur en leiðbeina því um
val bóka. — Verður hér ekki
rætt um þetta frekar að sinni, en
ef til vill kem ég að því aftur
síðar. —
Að lokum sendi ég Ríkisút-
varpinu mínar beztu heillaóskir
í tilefni afmælisins og nýárs-
kveðjur, og vona að það megi
eflast að öllum dyggðum í fram-
tíðinni.
(ATH.: — Vegna þrengsla í
blaðinu fyrir áramót gat þessi
grein ekki birzt á réttum tíma).
Nýr vélbdtur
til Sandgerðis
Báfurinn búinn ölium nýtízku siglinga-
og hjálpartækjum
SANDGEfHJI, 2. janúar.
HINGAÐ kom á gamálrsdag nýr vélbátur, sem byggður hefur
verið í Gilleleje í Danmörku. Er hann 53 lestir að stærð, með
315 hestafla Buda-Dieselvél. Er báturinn búinn öllum nýtízku
siglinga- og hjálpartækjum.
ALLIJR HINN
VANDAÐASTI
Stýrishús og reisn er úr
aluminium. íbúðir skipsverja
klæddar eldtraustum plastplöt-
um. Er báturinn allur hinn
vandaðisti og fallegur og ágætt
sjóskip. Hreppti hann hið versta
veður á leiðinni og var 8 sólar-
hringa á leiðinni frá Danmörku,
en ganghraði bátsins er rúmar
10 sjómílur í góðu veðri.
HLAUT NAFNIÐ MUNINN
Skipstjóri á heimsiglingu og
eftirlitsmaður með smíði bátsins
og útbúnaði var Kristján Kristj-
ánsson í Reykjavík. Er þetta 16.
báturinn, sem hann siglir upp
til íslands. Kvað Kristján þetta
bezta bátinn og hefði hann aldrei
hreppt jafnt vont veður og nú.
Báturinn hlaut nafnið Muninn
GK 342. Eigendur er h.f. Miðnes
í Sandgerði. Skipstjóri verður
hinn kunni aflakóngur, Guðni
Jónsson frá Flankastöðum.
Er báturinn smíðaður eftir
teikningum Eggerts Þorsteinsson-
ar skipasmíðameistara í Keflavík.
— Axel.
Ræðst á drykkjuskap
í BREZKA blaðinu „Methodist
Register", sem er málgagn ensku
Meþódista kirkjunnar, birtist ný-
lega harðorða grein um gegndar-
lausan fjáraustur Breta fyrir
áfenga drykki.
Einkum var þó gert að umtals-
efni, hversu drykkjutízkan væri
mikils ráðandi í utanríkisþjón-
ustunni og með sendisveitunum.
Var áfengisneyzla þessara aðila
talin til algjörrar vanvirðu.
í þessu sambandi bendir blaðið
á, sem dæmi, máli sínu til sönn-
unar, að hvorki meira né minna
en níu „cocktail" boð hafi verið
haldin til heiðurs Sir John Hard-
ing, þegar hann tók við lands-
stjóraembættinu á Kypureyju.
(Áfengisvarnarnefnd Reykjavík-
ur)
Hánisbókaútgáfan bafnar og
gefur úf lifprenfafa bók
FÓLK fylgdist vel með því fyrr í vetur, þegar umræður stóðu
á Alþingi um ríkisútgáfu námsbóka. Var þar gagnrýnt harð-
lega hvemig frágangurinn hefur verið á kennslubókunum frá þessu
ríkisfyrirtæki, þannig að sízt væri til þess fallið að kenna yngstu
kynslóðinni að elska og virða bækur, eins og íslendingar þó haf i
gert frá því ritlist var upp tekin skömmu eftir söguöld.
Matseðill
kvöldsins
• Tómatsúpa
Soðin fiskílök, gratin
Grígakotelettur m/rauðkáli
eða
Steikt unghænsni
m/Madeirasósu
Appelsínu-fromage
Kaffi
Leikliúsk jallarinn.
LITPRENTAÐ
GAGN OG GAMAN
I En nú fyrir nokkru hefur
Námsbókaútgáfan sent frá sér
nýja útgáfu af lestrarkennslu-
bókinni Gagn og gaman, sem sýn-
ir að þeir menn eru nú í stjórn
hennar, sem hafa áhuga á að
bæta úr því sem ábótavant hefur
verið. En þessi bók er fyrsta
kennslubókin frá ríkisútgáfunni,
sem er litprentuð og er það verk
mjög vel af hendi leyst hjá
Lithoprent.
FALLEGAR TEIKNINGAR
Gagn og gaman hefur tekið
ýmsum efnislegum breytingum í
þessari útgáfu. Meginstoðin í
henni er eftir sem áður sömu
myndasíðurnar og fyrst fyrir
hvern bókstaf, en litlum lesköfl-
um inn á milli hefur verið fjölg-
að til muna. Upphaflegu mynd-
imar gerði Tryggvi Magnússon,
en fjöldi nýrra mynda er eftír
Þórdísi Tryggvadóttur. Efnið er
tekið saman af Helga Eliassyni
og ísaki Jónssyni.
ÞÖRF Á FLEIRI BÓKUM
j Litirnir í þessu nýja Gagni og
' gamni eru skærir og hreinir og
við barna hæfi. Það er enginn
' vafi á því, að þetta stafrófskver
verður eftir breytínguna börn-
unum kærara en áður. Ber því
að fagna þessari framtakssemi
námsbókaútgáfunnar. En Gagn
og gaman var þó sú bók ríkis-
útgáfunnar, sem bezt var frá
gengið. Það hefði verið ennþá
meiri þörf á að gefa út að nýju
í gersamlega breyttri mynd, ein-
hverja aðra af kennslubókunum,
sem eru alltof lengi búnar að
vera líflausar eins og eyðimörkin
Sahara. Útgáfan á Gagn og gam-
an gefur vonir um það.
Erfiðar aðstæðiir við póst-
afflrreiðslu í Keflavík
C
lólapósfinum hlaðið upp í kaffisfofu sfarfsfólksins
KEFLAVÍK, 22. des.
AÞESSU ári hefur orðið mjög mikil aukning á símakerfinu I
Keflavík. Bætzt hafa við 110 nýir símar, svo nú eru símnot-
endur alls 700. Einu bæjarsímaborði og einu landssímaborði héfur
verið bætt í símstöðina en fyrir voru 4 bæjarsímaborð og 3 lands-
símaborð, auk fjarrita.
MARGIR BÍÐA EFTIR <
SÍMUM
Þrátt fyrir þessa aukningu
bíða enn á þriðja hundrað
manns eftir símum og allmarg-
ir eiga eftir að fá síma sína
flutta, en það eru einkum þeir,
sem flutzt hafa í ný bæjar-
hverfi.
HÚSIÐ NÆGIR EKKI FYRIR
STARFSEMINA
Núverandi stöðvarhús var
byggt 1937, og þá einnig sem
íbúðarhús fyrir stöðvarstjóra. —
Hefur nú allt húsið verið tekið
fyrir starfsemi síma og pósts og
nægir það hvergi nærri fyrir
starfsemina f dag.
JÓLAPÓ STURINN í
KAFFISTOFUNNI
f desember voru erfiðleik-
amir þó verið mestir vegna jóla-
póstsins, sem oft hefur orðið það
mikill, að orðið hefur að stafla
honum upp í kaffistofu starfs-
fólksins. Þá er mjög takmarkað
rúm í símaafgreiðslusalnum og
hamlar það að sjálfsögðu þeirri
afgreiðslu er þarf að fara fram,
en salurinn er aðeins 25 ferm.
MIKIL ÞRENGSLI
Að jafnaði vinna 10 stúlkur í
símaafgreiðslusalnum og auk
þess eru þar mjög fyrirferðar-
mikil tæki, svo sem skrifborð,
microbylgjutæki og fleira. Eru
þarna þrengsli mikil og óhag-
stæð vinnuskilyrði.
UNDIRBfTNING UR AÐ
BYGGINGU NÝRRAR
SÍMSTÖÐVAR
Fyrir nokkrum árum var haf-
inn undirbúningur að byggingu
sjálfvirkrar símstöðvar. Var gerð
teikning af húsinu og áætlun
gerð um jarðstrengi um bæinn
auk annars viðbúnaðar.
MÁLIÐ ekki náð
FRAM AÐ GANGA
Póst- og símamálastjórnin
hefur sýnt þessu máli alla þá
fyrirgreiðslu, sem unnt er, en
vegna mikillar fjárfestingar bæði
hér og annars staðar hefur hún
ekki haft bolmagn til þess að
koma málinu í framkvæmd án
sérstakrar fjárveitingar.
3—4 ÁR AÐ LJÚKA
FYRIRHUGUÐUM
FA>IKVÆMDUM
Ef ekkert rætist úr í þessum
efnum, er sýnt, að póst- og síma-
mál hér muni komast í hið
mesta öngþveiti, þar sem telja
má víst, að það taki að minnsta
kosti 3—4 ár að ljúka fyrirhug-
uðum framkvæmdum.
— Ingvar.
Bréf
Þýzkur bílaiðnaður
Herra ritstjóri.
VEGNA villandi frétta, sem birt-
ar hafa verið hér í blöðum og
útvarpi, um samdrátt í bifreiða-
framleiðslu og fækkun starfs-
manna hjá Borgward-bifreiða-
hringnum í Bremen, biðjum við
yður vinsamlegast að birta eftir-
farandi upplýsingar, sem okkur
hafa borizt frá fullábyrgum að-
ilum að þessu máli:
„í Borgwardhringnum eru
þrjár sérverksmiðjur, Borgward,
Lloyd og Goliath, sem allar fram-
leiða bifreiðar undir eigin verk-
smiðjuheiti. Snemma á yfirstand-
andi ári bætti Borgward við sig
2,700 starfsmönnum, Goliath
1,450 og Lloyd 1,660. Seinna á ár-
inu sagði Borgward upp 1,000
starfsmönnum, aðallega vegna
árstíðasveiflu í bifreiðafram-
leiðslunni. Til öryggis var þó 400
af þessum 1,000 starfsmönnum
sagt Upp með löngum fyrirvara.
Um svipað leyti og af sömu
ástæðum sagði Goliath upp 394
starfsmönnum. Borgwardhring-
urinn hefur nú í þjónustu sinni
um 18 þús. starfsmenn, þar a£
munu nær 11 þús. manns vinna
að framleiðslu Borgward-bif-
reiða.
Á fyrstu 10 mánuðum yfirstand
andi árs framleiddi Borgward-
bifreiðahringurinn í Bremep hart
nær 100 þús. bifreiðar, én það
samsvarar 15 af hundraði af allri
bifreiðaframleiðslu Vestur-Þýzka
lands. í dag mun fimmta hver
bifreið í Vestur-Þýzkalandi eiga
rót sína að rekja til Borgward,
Lloyd og Goliath í Bremen.
Hinn 1. júlí s.l. hafði fram-
leiðsla Borgward-bifreiða aukizt
um 38,7 af hundraði miðað við
árið á undan, framleiðsla Goliath
um 54,3 af hundraði og fram-
leiðsla Lloyd um 77 af hundraði.
Á sama tíma jókst heildarfram-
leiðsla fólksbifreiða í Vestur-
Þýzkalandi aðeins um 18,3 af
hundraði.“
Við þökkum fyrirfram fyrir
birtinguna.
Virðingarfyllst,
Borgward bifreiðaumboðið
á íslandi.
Sigurður Hannesson.
BEZT AÐ AVGLÝSA A
t MORGUISBLAÐIISV ▼
c—MARKÍ'S Eftir Ed Dodd
Útvarp virkinn
Hv«rfisgötu 50 — Simi
Fljót f. f greiösla.
HILMJt k
g*
fOS
lögg. skjalí ýð. & dómt.
Hafcarstræti 1 . — Suni 4824
OuO vf. «OB
jACa—\3CfrT*
THIS Bl_ASTEC CJkAMP
OUT Ol= MV US&
BEZT Ab AVGLÝSA
í MOKGl i\BLAÐIMU
1) Gæsarsteggurinn veit ekki
að veiðimenn sitja í leyni fyrir
honum. Svo að gæsirnar fljúga
þrá'ðbeint að nesínu, þar sem
Markús, Bima og Kcbbi bíða í
skotbyrginu.
2) — Þær eru alveg að koma.
Þú átt að skjóta fyrst, Birna.
3) Haltu á byssunni fyrir mig,
Kobbi. Ég verð að losna við sina-
dráttinn í fætinum.