Morgunblaðið - 03.01.1956, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 3. janúar 1956
Ræða Ólafs Thars
Framh. aí bl*. U
. „Árdegið kallar, áfram liggja
sporin,
enn er ei vorri framtíð stakkur
skorinn".
★
EG skal nú koma ofan á jörðina
aftur.
Eins og allar aðrar þjóðir eiga
íslendingar mest undir því að
heimsfriðurinn haldist. Um það
ráðum við engu, en höfum þó lagt
okkar litla lóð í vogarskálina til
þess að tryggja friðinn. Vaxandi
stýrkur Atlantshafsbandalagsins
hefir dregið úr ófriðarhættunni,
en að öðru leyti virðist ekkert
friðvænlegra nú enn fyir, annað
en skálaræðurnar.
Verði böli og tortímingu stór-
styrjaldar afstýrt virðist mér
framtíðin brosa við þjóð okkar.
Ómælanlegt afl í elfum landsins
og iðrum jarðar geymir komandi
kynslóðum ótæmandi afkomu-
skilyrði, sé rétt á haldið. Með
víkkun landhelginnar vaxa líkur
fyrir arðvænlegri útgerð og ár-
lega bætum við landið okkar með
nýrækt og hýsingu og á marg-
víslegan annan hátt. Hér eiga því
allar stéttir að geta unað hag
sínum og búið við jafngóðan eða
betri kost en aðrir, sem bezt líður.
Vaxandi hamingja hefir fylgt
landinu okkar að undanförnu. Við
trúum á „Guð en grýlur ei ;, og
væntum okkur alls góðs. En við
viljum fúsir og fegnir glöggva
okkur á brestunum í fari okkar
svo siður verði steytt á þeim
steinum. Okkur íslendingum er
t.d. hollt að gera okkur grein fyrir
því, að við myndum hafa vafa-
saman sóma af velmegun síðustu
áratuga ef hún yrði einkum til
þess að magna með okkur sín-
gimi, græðgi, úlfúð, ábyrgðar-
leysi og alvöruleysi, —ef sá andi
yrði allsráðandi í landinu með
einstaklingum og stéttum, að
hver hugsaði um það fyrst og
fremst að neyta af hörku og ótail-
girni aðstöðu og aflsmunar til að
skara eld að sinni köku, hvað sem
liði kjörum annarra og heilbrigðri
þróun.
, ★ ★
Við skulum einnig hafa það
húgfast einmitt nú, að hóf er bezt
í hverjum hlut. Það á jafnt við
uift þjóðir sem einstaklinga, að
velmegun og eftirlæti geta leitt
til andvaraleysis og spillingar.
Og ekki má það henda okkur að
snúa mikilli velmegun í mikla
ógæfu. Ekkert um of, sögðu
Grákkir. Þetta hafa hinar vitrustu
þjóðir skilið, enda farsælast ráð-
ist fram úr málum þeirra og mest
giita fylgt þeim þegar þær gættu
þe&s boðorðs bezt.
t>á skulum við og vera þess
minnug, að það að vera góður j
íslendingur er ekki að hrópa!
húirra þegar það á við, heldur að
reynast ábyrgur, sannsýnn og
nýtur maður, hver innan síns.
verkahrings. Það er hagur okkar i
allfa, að enginn búi við neyð, né
hl|óti með réttu að vera óánægð-
ur með það, sem hann ber úr být-
um fyrir erfiði sitt. Það er hagur
okkar allra, að vinnufriður hald-
ist, og að verðgildi peninga sé
sem stöðugast. Það er skylda
hvers einstaklings í hverri deilu
að reyna að hugsa málin bæði frá
sjónarmiði sjálfs sín og þjóðar-
heildarinnar, hvort heldur við
deilum innbyrðis eða við aðrar
þjóðir, — það er að vera góður
íslendingur.
Á því er engin hætta, að íslend
ingum gleymist, að ágreiningur
og átök eru nauðsyn. En á viss-
um mörkum verða átök og bar-
átta að skaðvænlegu sundurlvndi,
að böli, sem kemur niður á þjóð-
inni í heild. Þess vegna ber okk-
ur íslendingum að efla með okk-
ur samhug og einingu.
Þegar stjórnmálamaður talar
um nauðsyn á einingu, hættir
andstæðingum hans við að hugsa
að hann eigi við einingu um þá
stefnu, sem hann sjálfur fyígir.
En slíkt vakir ekki fyrir mér. Það
sem mig langar að brýna fyrir
þjóð minni við þessi áramót er
nauðsyn þess, að við látum ekki
eingöngu skapsmunina srjórna
því, að við berjumst, heldur kenni
einnig skynsemin okkur að vinna
saman. Að okkur lærist að þekkja
þau augnablik í lífi þjúðarinnar
þegar þjóðarsómi og þjóðarliagur
bjóða hóf, fórnarhug og sarohug.
Að okkur skiljist, að við verðum
að standa saman þegar mest ríð-
ur á og um það, sem mestu varð.
ar. Ég á eingöngu við hversu áríð-
andi það er, að okkur takist að
þroska með okkur hugarfar,
hjartalag, mannvit og manngæði,
sem geri okkur að farsælli þjóð
og vaxandi.
★ ★
EGAR þarf að brýna fyrir
þjóðunum það, sem mestu
skiptir, verður það oft bezt gert
með því að minna á það, sem
vitrustu skáldin hafa við þær
sagt. Ég ætla að biðja þjóð mína
að taka með mér inn í nýja árið
þessa eggjan Matthíasar Joch-
umssonar:
Fylgi þjóðir frjálsu merki,
fylgist þær að einu verki,
gengur allt svo greitt.
Sýnum nú að sögu þjóðin,
sú er orkti hreystiljóðin
ennþá hafi hetjumóðinn,
hug og táp, sem leggst á eitt,
eitt,
verum allir eitt, eitt.
Ég ætla að biðja þjóð mína að
glæða með sér samhug og einíngu
um sóma og hag íslands. Ef við
lærum betur að vinna saman,
þrátt fyrir allt, sem á milli ber,
þá höfum við gert það, sem í okk-
ar valdi stendur til þess að verða
að gæfusamri þjóð.
★ ★
Ég óska hryggum huggunar og
sjúkum heilsu. Ég bið sjómönn-
unum á hafinu og landslýðnum í
byggð og borg, íslendingum og
gervallri mannkynd blessunar
guðs.
Gleðilegt ár.
Höfum opnað skrifstofu
í húsinu
Vesturgötu 17
3. hæð.
VERZLANASAMBANDIÐ H.F.
Sími 82625.
*/
AiR-WlCK - AiR-WICK
Lykteyðandi og iofthreinsandi andraefni.
Njótið ferska loftsins innan hú„s allt árið.
Aðalumboð:
Ólafur Gíslason & Co. H.f.,
Sími: 81370.
Lögreglan bannar
áramótabrennu
AKRANESI, 2. des.: — Vonzku
veður hefur verið hér að undan-
förnu — og fóru hátíðahöldin,
sem undirbúin höfðu verið á
gamlárskvöld að miklu leyti út
um þúfur. Hlaðimi hafði verið
stór bálköstur í skeljasandsþró
nýju sementsverksmiðjuimar, að
leyfi lögreglunnar, og ætluðu
Akurnesingar að brenna gamla
árið þar út. Um kvöldið var byrj-
að að dæla olíu á köstinn og þeg-
ar um 300 lítrum hafði verið dælt
— og bálið skyldi tendrað, komu
skilaboð frá lögreglunni þess
efnis, að hún bannaði að brennan
yrði. Er ætlunin að reyna að fá
leyfi lögreglunnar fyrír brenn-
unni á þrettándanum. — Oddur.
FIMM ÁR í FANGA-
BÚÐUM KOMMÚNISTA
Mann var sveltur og hún missti vitið
IL.OK desember komu til Hong Kong bandarísk læknishjón, sem
dvalizt hafa í Kína undanfarin 27 ár við hjúkrunarstörf. Þau
j höfðu ekki sínar farir sléttar að segja, enda hafa þau verið í
íangabúðum kommúnista undanfarin fimm ár.
PEKKTI EKKI
MANN SINN
Brezki Rauði krossinn tók á
móti þeim við komuna til Hong
Kong. Var konan, sem nefnist
Mrs. Bradshaw, mjög tekin og
þungt haldin af langvarandi
þjáningum og kvölum í fanga-
búðum kommúnista. Hún gat
ekki skilið fyllilega hvað skeð
hafði. Hún átti bágt með að tala
Frakkar eiga nú í vök
ab verjast í Alsír
UTANRIKISMALIN
EFST Á DAGSKRÁ
í GÆR gengu Frakkar til kosn-
inga. — Og fram á Gamlárskvöld
stóð kosningabaráttan. — Mendes
France hyggst nú láta til
skarar skríða, enda óttast hægri
flokkarnir hann í brjóstvörn
fylkingar vinstri borgarafiokk-
anna.
Það sem ef til viB verður
þyngst á metarskálunum hjá
frönskum kjósendum að þessu
sinni, er utanríkismálastefna
stjórnarfiokkanna.
Frakkar hafa í mörg bom að
líta viðvíkjandi utanríkismálun-
um — og hafa atburðirnir i
frönsku Marokkó borið einna
hæst á því sviði að undanförnu.
Með endurkomu Ben Jússefs
soldáns í Marokkó værrtu Frakk-
ar þess, að takast mundi að stylla
til friðar. Þetta hefur þó ekki
tekizt með öllu — en friðvæn-
legar þykir nú horfa þar en áður.
KOSNINGUM FRESTAÐ
Atburðimir í Alsír undanfarna
daga hafa samt algerlega skyggt
á Marokkó að sinni — og svo illt
þótti ástandið þar, að ákveðið var
á seinustu stundu að fresta kosn-
ingum þar, en búizt hafði verið
við því, að þær gætu farið fram
á sama tíma í Alsír og Frakk-
landi.
HAFA VALDIÐ MIKLU TJÓNl
Þjóðernissinnar í Alsir láta nú
sííellt meira til sin taka — og
má segja, að þar ríki nú ógnar-
öld. Á fyrstu ellefu mánuðum
ársins drápu þeir 457 Frakka og
505 Alsírbúa, sem hlynntír eru
Frökkum. Fyrstu níu daga des-
embermánaðar réðust þjóðernis-
sinnar á fimm bæí í Alsír — og
ollu þar miklu tjóni — bæði á
mönnum og mannvirkjum. í sex
öðrum bæjum efndu þeir til ó-
eirða, brenndu 34 bændabýli og
skóla, spylltu stórum vinekrum
og drápu búpening svo hundruð-
um skipti. Á þessum sama tíma
drápu þeir einnig um hundrað
manns — flesta af frönskum ætt-
um.
Á árinu hafa Frakkar band-
tekið þúsundir þjóðemissinna,
sem staðnir hafa verið að
skemmdarverkum, og drepið um
tvö þúsund.
ÞARFNAST HELMJNGI
MEIRI HERAFLA
Ýmsir franskir stjórnmála-
menn hafa látið það á sér heyra,
að þeir óttuðust mikið, að svo
gæti farið, að atburðirnir í
Franska-Indókína endurtækju sig
i Alsír.
Hinn 1. nóvember árið 1954
hófust þjóðernissinnar fyrst
handa. Réðust þá 30 hersveitir
þjóðernissinna á franskar ný-
lendumiðstöðvar. Frakkar brugðu
skjótt við og hugðust bæla hern-
aðarandann niður strax í fæð-
ingu. Höfðu þá Frakkar yfir 8
þúsund hersveitum að ráða —
og tilkynnti yfirhershöfðingi
Landstjórinn í Alsír
þeirra, að þeir þörfnuðust ann-
ars eíns, til þess að ráða niður-
lögum óaldarseggjanna. Nú eru í
Alsír 80 þús. franskar hersveitir,
en samt fer ástandið versnandi
með hverjum degi sem líður, og
svo virðist sem Frakkar eigi enn
við ofurefli að etja. Lét yfirhers-
höíðingi þeirra þess getið nú fyr-
ir skemmstu, að ekki yrði ráðin
bót á ástandinu fyrr en 80 þús.
hersveita liðsauki yrði sendur til
viðbótar.
UMFERÐARTÁLMANIR
Frakkar eru nú hvergi óhultir
i landinu — og segja má, að um-
sátursástand ríki í einum þriðja
hluta landsins. Þar hafa þjóðtrn-
issinnar gert Frökkum allt það
til miska, sem hugsanlegt er —
og eru þjóðvegir þar t.d. nær ó-
færir vegna símastaura, sem þeir
hafa rifíð niður og lagt yfir veg-
ina. Einnig hafa þeir hrugað
margs konar drasli á þjóðvegina,
og ber þar mest á dauðum bú-
peningi. Hefur allt þetta hjálp-
azt að, til þess að íþyngja Frökk-
um — og gera þeim erfiðar um
vik.
HART MÆTIR HÖRÐU
Ófremdarástand þetta hefur
haft ýmsar afleiðingar í för með
sér, sem eru taldar höggva stór
skörð í efriahagslíf Frakka. Frjó-
söm landbúnaðarhéruð hafa
lagzt í eyði, námuverkamenn
hafa flúið fjöllin og víðáttumikil
námuhéruð hafa svo að segja
tæmzt. Frakkar hafa sent þangað
marga sína beztu hermenn — og
öflugustu Atlantshafsbandalags-
hersveitir Frakka hafa einnig ver
ið sendar þangað suður. Einnig
er nú veríö að flytja hersveitir
frá Indókína til Alsír, því að full
víst má telja, að Frakkar láti
ekkj í minni pokann fyrr en í
fulla hnefana.
og í augum hennar speglaðist
ótti. Maður hennar skýrði frá
því, að þeim hefði verið leyft að
hittast tveim dögum áður — en
kona sín hefði ekki enn skilið,
að nú voru þau frjáls. Hann
sagði einnig, að langur tími hefði
liðið frá því að þeim var sleppt
þar til hún þekkti mann sinn
að nýju. Svo hart hefði fang-
elsisviistin og meðferð kommún-
ista leikið hana — að hún virt-
ist vera komin að því að tapa
vitinu.
VAR SVELTUR
Þegar læknirinn var spurður
um meðferðina í fangabúðunum,
skýrði hann frá því, að hann
hefði verið sveltur nokkuð lengi
— en matarsendingar frá Rauða
krossínum hefðu að lokum bund-
ið endi á sultinn. Sagði hann, að
sulturinn hefði alveg verið að
gera út af við sig — en þegar
gjafimar bárust frá Rauða kross-
ihurn hafi hann smám saman
tekið að rétta við.
SÁUST EKKI
í FIMM ÁR
Saga hjónanna var dapurleg,
eins og margra þeirra, er lent
hafa í klóm kommúnista og þjást
í fangabúðum þeirra. Þau eru
bæði rúmlega fimmtug og fóru
til Kína árið 1928 — hann þá
nýlega orðinn læknir og hún
lærð hjúkrunarkona. f marzmán-
uði 1951 voru þau handtekin og
sökuð um njósnir. Voru þau
höfð sitt í hvorum fangaklefa —
og fengu ekki að hittast,
og ekki fyrr en núna, er þeim
var sleppt.
Álitið er að fjöldi Bandaríkja-
manna sé enn í fangabúðum
kommúnista — svo að slíkt er
vissulega ekki einsdæmi.
Læknirinn skýrði einnig frá
því, að kommúnistar hefðu ekki
sagt honum frá því fyrir hvað
þau hjón voru ásökuð fyrr en i
októbermánuði s.l. Ákæran var
aldrei birt opinberlega.
Þegar þau hjón komu yfir
landamærin var Mrs. Bradshaw
svo máttfarin, að hún gat ekki
gengið óstudd. Hvorki landa-
mæraverðir kommúnista ná
Rauða kross fólk þeirra buðu
henni aðstoð sína — en nokkrir
starfsmenn kínversku ferðamála-
skrifstöfunnar sáu aumur á henm
og studdu hana síðasta spölinn.
PRÓFESSOR Dr. Anne Holts-
mark, sem mörgum íslenzkum
fræðimönnum er að góðu kunn,
verður sextug á vori komanda.
í tilefni af því ætla nemendur
hennar og vinir að gfa út hátíða-
rit sem verður tileinkað henni
sem prófessor og fræðimanni.
Gert er ráð fyrir að rit þetta
verði um 200 bls. og kosti um
Nkr. 27.00 til áskrifenda.
Titill bókarinnar verður: Stud- *
ier i norrön diktning.
Þeir fræðimenn og aðrir hér
á landi, sem kunna að óska að
gerast áskrifendur að hátíðariti
þessu og vera þannig með að
heiðra prófessor Önnu Holtsmark
á 60 ára öfmæli hennar, eru beðn-
ir að gefa sig fram við formann
félagsins ísland—Noregur án taf-
ar, svo að hægt verði að skrá
nöfn þeirra meðal þeirra sem að
útgáfu hátiðaritsins standa
(Tabula gratuloria).
Tími er mjög naumur til að
koma þessú í kring, og er því
áríðandi að skráning nafnanna
dragist ekki.
F.h. Félagsins ísland—Noregur.
Árni G. Eylands.