Morgunblaðið - 11.01.1956, Page 14

Morgunblaðið - 11.01.1956, Page 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 11. jan. 1958 ANNA KRISTÍN EFTIR LALLI KNUTSEN Framiialdssagan 45 og við riðum upp úr fjörunni, nagði Anna Kristín. — Móðga ég, ef ég bið þig að fara aðra leið heim en ég? Mig langar til að vera ein. — Ertu viss um að þú viljir ekki að ég sér þér Bamferða? — Já. — Heldurðu að hann sé þess virði? Hún horfði fram undan sér nokkra stund áð- ur en hún svaraði: — Hefurðu spurt sjálfa þig hvort ég er þess verð að þú fórnir þér fyrir mig, eins og þú hefir gert? — Já, evaraði ég einlæglega. — Og hvað er svarið? — Að þú ert ekki þess virði. — Nú, og hættir þér að þykja vænt um mig þess vegna? Nei. — Jæja, góða nótt. Hún sló í hestinn og reið burtu. Ég lét Gránu lötra heim. Mér var þungt í skapi. Tveim vikum síðar komu þeir aftur, ívar og Ove. Heimanmund- ur minn sem var fullkomlega það eem prestkonu sómdi, var kominn um borð í Sæúlfinn. Systir mín hafði látið sækja ýmislegt að Eiði, sem hún taldi mér nauð- synlegt að hafa meðferðis, en mest var tekið úr búi Mæris. Giftingin fór fram í kyrrþey eamdægurs. ívar var svaramaður minn, en skrifarinn eiginmanns míns. Öllum héraðsbúum þótti víst meira en lítið undarlegt, að eng- in veizla var haldin, en ég kærði mig kollótta. Bæði var það, að ívar var félítill og varla fær um að halda kostnaðarsama brúð kaupsveizlu og svo fannst mér að tilfinningar mínar væru slík- ar, að ekkert sérstakt tilefni væri til fagnaðar. Það er sagt að brúðkaupsdagur- inn sé fegursti dagurinn í lífi konunnar. Minn brúðkaupsdagur var dapurlegur, og þann dag komst ég að því enn þá einu einni, að barátta mín fyrir vel- ferð systur minnar, ást mín til hennar, kvöl og fórn hafði verið érangurslaus Önnu Kristínu yrði ekki bjargað. Þá fjórtán daga, sem við vor- um einar heima, tók hún upp sína fyrri hætti. Hún fór oft ein að heiman, ríðandi, og var lengi í burtu. Hún varð blómlegri og fegurri en nokkru sinni fyrr og yfir henn hvíldi sami seiðandi þokkinn og þegar Randulf gisti á Mæri. Ég vissi ástæðuna til þessa, en ég þorði ekki að láta hana í ljós. Þegar skipið, sem flutti ferða- langana heim aftur, lagðist að bryggju, hjálpaði Ove ívari í land. fvari var þungt um allar hreyfingar og sársaukadrættir voru á fölu andlitinu. Sviti stóð á enni hans. Ég leit skelfingu lostin á Ove, en hann forðaðist augnaráð mitt. Eftir að giftingin hafði farið fram, höfðum við nóg að gera að taka saman það síðasta af farangrinum, kveðja vinnuhjúin og fleira. Loks stóðum við Ove ferðbúin í stóru stofunni. Prest- urinn var farinn. ívar sat við gluggann og horfði út. Systir mín kom inn og Dorothea á eftir henni. Sú síðarnefnda bar bakka með vínglösum og flöskum. sem hún setti á borðið. Anna Kristín helti í staupin og rétti okkur þau. Það sæmir ekki annað en við drekkum skilnaðarskál þína, syst ir, sagði hún. Ég óska þér af öllu hjarta gæfu og gengis. Þegar hún rétti ívari staupið tók hann við því, leit fast i augu henni og sagðií — Ég vona að mér verði betra af þessum drykk, en þeim, sem þú byrlaðir mér til fétrarinnar. Hún fölnaði og hend- ur hennar titruðu. — Ég byrla þér ekki þá drykki, sem þú drekkur á ferðum þínum. — Hann hló hás- um hlátri. — Ætli það nú ekki samt. Þér tekst það eins og annað. Við skulum hafa glasaskipti, hús- freyja. Mér finnst það öruggara. Ég gleymi aldrei þessari sjón: f var með staupið í hendinni, þung búinn og ógnandi og Anna Kristín, náhvít í andliti, orðlaus og varnarlaus. Ég gekk til ívars, tók glasið af honum, bar það að vörunum og sagði: — Þó að þú vantreystir Önnu Kristinu þá geri ég það ekki. ívar reis til hálfs upp úr stólnum og starði á mig, en Ove gerði sig líklegan til að þrifa glas- ið af mér. Ég varnaði honum þess og tæmdi það. Vínið var sterkt og sætt. Svo setti ég glasið frá mér og brosti til systur minnar. Hún titraði og andardráttur henn ar var snöktandi. Svo flevgði hún sér grátandi í fang mér. Hún grét sárt er hún kvaddi mig litlu síðar á tröppunum. Sú sýn fylgdi mér norður til framtíðarheimilis- ins. Við fengum góðan byr út fjörð inn. Mér komu allt í eínu í hug orð fvars er hann kvaddi mig. — Hvers vegna bað hann mig að fyrirgefa sér? spurði ég manninn minn. Ekki hefir hann brotið neitt af sér við mig. Hann hló. — Jú, það hefir hann nú revndar gert. Hann hefir fært jarðeign þína á nafn systur þinnar. Þú verður að horfast í augu við það að Eiði er veðsett, skógurinn þar höggvinn og arfur þinn þar með að engu orðinn. — Þetta er ekki satt! — Jú, vina mín. Þú verður að sætta þig við að vera fátæk eiginkona fátæks prests. Held- urðu að það hafi ekki verið með ráði gert að neita Ebbe Carstens- son um þig? ívar hefði ekki slopp ið jafn vel frá Ebbe eins og mér með arfinn. — Hefir hann sagt þér þetta? Hann hló. — Nei, svo heimskur var hann ekki. En allt frá því að hann gaf samþykki sitt til giftingar okkar, hefi ég vitað að ekki var allt sem skyldi. — Þú hefir sem sagt verið viss um að ég var ekki hin ríka jómfrú Oming. — Ég get fullvissað þig um það, mín elskaða eiginkona, ' að þó þú hefðir verið fátæk leigu- liðadóttir hefði ég viljað fá þig fyrir konu. Þín vegna óska ég að eitthvað væri eftir af arfinum. Þá gætirðu lifað betra lífi. En við erum ung og þrekmikil og spjörum okkur. Og ekki vantar þig hugrekkið. Það veit guð að ég var dauðhræddur þegar þú tókst glasið af ívari og tæmdir það. — Þú ert ekki með fullu viti, sagði ég reiðilega. — Jú, en það er systir þín ekki. Ég veit núna að hún hafði ekki sett neitt út í vínið þá, en ég hefi orðið margs vísari, sem ómögulegt er að hrekja. ívar var hætt kominn í ferðalaginu. Hann át og drakk það sama og ég að undanteknum magadropunum, þá bragðaði ég ekki. En litlu eftir að við fórum af stað varð einn hásetinn lasinn og ég gaf honum af þeim. Hann fékk sömu sjúkdómseinkenni og ívar. Ég er innilega glaður yfir að þú ert komin burt frá Mæri. Það er ekki á færi nokkurs manns að forða Önnur Kristínu frá örlögum hennar. Ég þrýsti hönd hans. — Hvers vegna talaðirðu ekki við ívar? Hann horfði niður fyrir sig. — Ef til vill af því að ég er forlaga- trúar, ma cherie. Ég álít að hver manneskja hafi sína ákveðnu braut, og eftir henni verður hún að ganga. Við breytum ekki rás viðburðanna, til þess erum við of lítils megnug. — Nei, þetta er ekki rétt hjá þér. Ef svstir mín hefði ekki verið neydd til að giftast fvari, þá mundi hún aldrei hafa látið sér detta í hug..... — Að drepa hann. Það er satt. En það er ekki til neins að segja en. Hún er gift honum og út frá því verður að dæma. Hvors þeirra er sökin? Um það veit raunveru- lega enginn, það er svo margt sem taka verður til greina. Við vitum ekkert hvað bíður þeirra, en Anna Kristín hagar sér heimsku lega, það verð ég að segja. — Mér hefir þótt vænst um hana af öllum, sagði ég, og ég hefi beðið Guð að varðveita hana frá þessum glæp, því að hún er hvorki gædd þeirri slægð né Vélbótaeigendur Höfum laus viðlegupláss á komandi vertíð. Erum einnig kaupendur að fiski. FISKIiR H.f., Hafnarfirði Vön afgreiðslustúlka óskast til afgreiðslu í stórri tízkuverzlur hér í bæ. Tilboð merkt „Vön afgreiðslu —66“, með upplýs- - ingum og mynd, er verður endursend, óskast send á afgreiðslu blaðsins fyrir föstudagskvöld. SæSgætisbúð við Laugaveg til leigu. Hægt er að breyta búðinni, ef óskað er. — Tilboð sendist Mbl, merkt: „Búð — 79“. Iltsala a telpu- og unglingakápum Laugavegi 166 Kvenbomsur Hinar marg eftirspurðu kvenbomsur komnar aftur Skósalan Laugavegi 1 Sendisveinn óskast hálfan daginn, strax JUUpimULL Freyjugötu 1 — Sími 7051 Litarmeistari Ný efnalaug, sem tekur til starfa 1 marz n.k., óskar eftir manni, sem hefir þekkingu og reynslu í litun ullar-, baðmullar-, silki- og gerfiefna. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 15. þ. m. merkt: „Litun —73“. íbúð tíl leigu Fimm herbergi og eldhús til leigu á I hæð á Fomhaga 19. — Uppl. á staðnum og í síma 81277 Er kaupandi að töluverðu magni af góðu notuðu mótatimbri. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. merkt: „74“, fyrir 16. þ. m.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.