Morgunblaðið - 25.01.1956, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 25. jan. 1956
n
SYSTURNAR ÞRJÁR
EFTIR IRA LEVIH - Fyrsti hluti: DOROTHY
Framhaldssagan 1
Fyrsti kafli.
AFORM hans höfðu heppnazt
svo ágætlega allt til þessa og
MÚ átti hún að eyðileggja allt
saman.
Ilatrið brauzt fram og ólgaði
x huga hans, eins og brennandi
>.;]dsumbrot og andlit hans af-
xnyndaðist, svo að hann verkjaði
j. kjálkana.
En það gerði í sjálfu sér ekkert
til. Nú var búið að slökkva Ijósið
og myrkrið huldi allt, sem síður
xnátti koma fram í dagsins Ijós.
Og hún — hún héit áfram að
nnr.kta í myrkrinu, örvæntingar-
jfuPt og vonleysislega og brýsti
vanganum að beru brjósti hans.
En tár hennar voru brennandi
heit og andardrátturinn ekka-
þrunginn.
Hann langaði mest til að
hrynda henni frá sér, en hann
gei ði það samt ekki.
loks mýktust hinir hörðu and-
litsdrættir hans. Hann lagði
handlegginn yfir um stúlkuna og
Btrauk mjúklega bak hermar með
flötum lófanum.
Hörund hennar var brennandi
heitt, fannst honum. En kannske
voru það hendur hans, sem voru
kaldar?
Honum var öllum hrollkalt.
Handarkrikarnir voru renn-
votir af köldum svita og hann
skalf í hnjáliðunum, eins og jafn-
an, þegar atburðarásin tók ranga
ntefnu og hann stóð hjálparvana
og óviðbúinn með öllu.
Stundarkorn lá hann alveg
hreyfingarlaus og beið þess að
.skjálftinn rénaði, en dró svo með
annarri hendinni teppið upp yfir
naktar axlir stúlkunnar.
, Það er gagnslaust að gráta“,
pagði hann, hlýlega og sefandi.
Hún reyndi að stilla grátinn,
<an lá svo og saup hveljur með
löngum, hálfkæfðum andköfum.
Svo þurrkaði hún sér um aug-
un á einu horni teppsins: „Það
er bara .... ég hef svo lengi þag-
að yfir því. Ég er búin að vita
það í marga daga .... margar
vikur. Ég vildi bara ekki segja
sneút, fyrr en ég væri alveg viss“.
Hönd hans, sem enn lá við bak
hennar, var nú orðin heit.
, Ertu alveg viss um þetta?“
Hann hvíslaði spurningunni,
ienda þótt húsið væri með öllu
ma nnlaust.
„Já“.
, Og hve lengi?“
,Næstum tveir mármðir“. Hún
lyfti andlitinu frá brjósti hans og
hann fann greinilega í myrkrinu,
h'Ternig augu hennar hvíldu á
honum.
,,Hvað eigum við að gera?“
epurði hún svo.
„Sagðirðu lækninum hið rétta
na'n þitt?“
„Nei, en hann sá það á mér, að
ég var að ljúga til um nafn. Það
var hræðiiegt. ... “
„Ef pabbi þinn kemst að þessu,
þá....“
Hún lét höfuðið síga og endur-
tók sömu spurninguna: „Hvað
eigum við að gera?“
Svo lá hún, hljóð og hreyfing-
arl "us og beið eftir svarinu.
Hann færði sig öriítið til í
rúminu, því að höfuð stúlkunnar
lá óþægilega þungt á brjósti
hans.
„Hlustaðu nú á mig, Dorrie“,
sagði hann lágt. „Ég veit það vel,
að þú vild ir helzt af öllu, að við
giftum okkur strax — á morgun.
Og sjálfur á ég enga ósk heitari
en þá, að slíkt væri mögulegt.
JÞví máttu örugglega trúa, vina
mín“.
Hann þignaði litla stund, á
meðan har n leitaði að orðunum,
varkár og gætinn.
a Líkami hennar lá hreyfingar-
f láus og hlustandi, í þéttri snert-
! ingu við hann.
„En ef við giftum okkur núna,
áður en ég hef svo mikið sem séð
föður þinn, og barnið fæðist svo
eftir aðeins sjö mánuði, ja ....
þú veizt eins vel og ég, hvað hann
myndi þá gera“.
„Hann gæti bara hreint ekkert
gert“, mótmælti stúlkan. „Ég er
komin á nitjánda árið og hér er
það nægilegt að vera átján ára.
Hvað gæti pabbi svosem gert?“
„Ég er ekki hræddur um að
giftingin yrði gerð ógild“, sagði
ungi maðurinn.
„En hvað þá? Hvað ertu þá
hræddur við?“ spurði hún með
talsverðum ákafa.
| „En peningarnir, elskan mín“,
I sagði hann. „Dorrie, ég man allt-
af það, sem þú sagðir mér um
hann og siðgæðishugmyndir hans.
Móðir þín hrasar einu sinni.
! Hann kemst að því, eftir átta ár
og skilur þegar í stað við hana —
skilur við hana, án þess að taka
nokkurt tillit til þín og systra
þinna eða vanheilsu hennar.
I Hvað heldurðu svo að hann
myndi gera við þig? Hann myndi
flýta sér að gleyma því, að þú
hefðir nokkurn tíma verið til. Þú
fengir ekki einn einasta eyri hjá
honum“.
„Það skiptir heldur ekki
nokkru máli“, sagði hún alvar-
lega. „Heldurðu að ég láti það
eitthvað á mig fá?“
„Nei, en það geri ég, Dorrie".
Hönd hans byrjaði aftur að
strjúka mjúklega um bak henn-
ar. „En ég er ekki að hugsa um
þetta mín vegna, heldur eingöngu
vegna þín. Því máttu treysta".
Hann þagði um stund, en hélt
svo áfram máli sínu: „Og hvað
heldur þú svo að myndi bíða
okkar? Við yrðum að hætta öllu
námi — þú vegna barnsins og ég,
til þess að strita fyrir fæði okk-
ar og kiæðum. Og hvað gæti ég
svo tekið fyrir hendur, með
tveggja ára nám að baki og ekk-
ert próf? Ég gæti í mesta lagi
orðið undirtylla á skrifstofu,
smyrjari í vefstofu eða eitthvað
annað álíka veglegt“.
„Það skiptir engu máli“.
„Jú, einmitt. Þú veizt ekki,
hvað það getur skipt óskaplega
miklu máli .... Þú ert aðeins
nítján ára og hefur alltaf haft
fullar hendur fjár. Þú veizt ekki,
hvað það er að vgnta peninga til
alls. En ég veit það. Svo myndi
baslið og skorturinn gersamlega
hafa spillt og eyðilagt alla sam-
búð okkar, áður en árið væri lið-
ið“. )
„Nei .... nei .... Ekki sam-
búð okkar“.
„Jæja, þá segjum við það. Þá
sláum við því föstu, að við mynd-
um aldrei skammast eða deila á
hvort annað. En hver myndu svo
örlög okkar verða? Við yrðum að
kúldast í einu herbergi með ó-
dýru, stórrósóttu veggfóðri og
borða spaghetti til miðdegisverð-
ar, alla daga vikunnar, !
Ef ég sæi þig lifa slíku lífi og
vissi, að það værí mér að kenna,
ja....“ I
Hann þagnaði stundarkorn, en
lauk svo við setninguna, lágri
röddu: „Þá myndi ég líftryggja
mig, þegar í stað og kasta mér
svo fyrir einhverja bifreiðina, að
því loknu“.
Stúlkan var aftur farin að
kjökra.
Hann lokaði augunum og tal-
aði dreymandi, eins og upp úr
svefni: „Og ég, sem var búinn að
gera svo glæsilegar framtíðar-
áætlanir. Ég ætlaði að koma til
New York í sumar, þar sem þú
gætir svo kynnt mig fyrir föður
þínum og eftir prófin hefðum við
svo gift okkur, eða jafnvel strax
í sumar. Svo hefðum við komið
aftur hingað til bæjarins ein-
hverntíma í september og tekið
litla og hentuga íbúð á leigu, sem
næst háskólanum“.
Hún lyfti höfðinu frá brjósti
hans: „Hvað er það, sem þú vilt?“
spurði hún í biðjandi spurnar-
tón. „Hvers vegna ertu að segja
mér þetta allt núna?“
„Ég vil bara að þú skiljir það,
hversu dásamlega, hversu kon-
unglega okkur hefði getað liðið“. >
„Já, heldurðu að ég skilji það
ekki?“ |
Rödd hennar var ekkaþrungin '
og sársaukafull. „En ég er með
barni og búin að ganga með í
tvo mánuði“.
Beta ðitla
Beta litla fór út til hennar, en þá sparkaði Skrauta, kýrin
hennar og rótaði moldinni til Betu. Skrauta vissi þá líka,
að hún hafði verið óhlýðin mömmu sinni og með því verið
crsök í veikindum hennar.
Ó, hve þetta var allt hræðilegt!
Beta þorði ekki að fara aftur inn. Nei, hún varð að fara
langt í burtu. Svo hljóp hún í áttina til skógar, og innan
skamms var hún komin að skógarjaðrinum.
En hve allt var eyðilegt og tómlegt. Ef hún mætti nú
einhverju villidýri. Hún hafði nefnilega nýlega lesið um
úlf, sem ráðizt hafði á litla stúlku.
Hvað er þetta? Það skrjáfaði og brakaði inni í runnunum.
„Guð minn góður hjálpi mér!“ hrópaði Beta litla. En þá
minntist hún óhlýðni sinnar. Guð myndi víst ekki hjálpa
henni, sem hefði verið móður sinni svo vond.
Nú heyrði hún hræðilegt ýlfur. Beta var svo skelfd, að
hún hljóðaði hátt og vaknaði.
Mamma hennar stóð við rúmið.
„Hvað er að þér, barn. Ertu veik? Þú hljóðaðir svo mikið.“ ,
Beta vafði handleggjunum um háls mömmu sinnar, og
bað hana um að fyrirgefa sér, en svo fór hún að gráta. Og
síðan fékk mamma hennar að heyra drauminn, i
TIZKULITIR
Rautt Svart
Ennfremur
Nælon sntin
UNDIRFATNAÐUR
ATH. Fjölbreyttasta undirfatnaðar úrval á landinu.
Sérstakar stærðir fyrir háar og grannar stúlkur,
einnig frúarstærðir.
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 5
c
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 5
ft
RENNIBEKKI
útvegum við með stuttum fyrirvara frá Bandaríkjunum, ■
Bretlandi eða Þýzkalandi. *
m
m
Sýnishorn fyrirliggjandi
6.mSW§0MHM! I
BaaMgsMiwi ii i iii Hn—iyiaar'
Grjótagötu 7 — Sími 3573—52S6
Landformann
og nokkra vana beitoingamenn
vantar okkur strax.
Uppl. í síma 9165,.
Stefnir h.f.