Morgunblaðið - 29.02.1956, Page 1

Morgunblaðið - 29.02.1956, Page 1
16 síður -42. árgangur 50. tbl. — Miðvikudagur 29. febrúar 1956 Prentsmiðja Morgunblaðskis lögð fram á Alþingi i gær Vinnumiðlun og utvinnuleysistryggingum komið ú fót Yinmimiðlun starfi í hverjum bæ með 300 ibáa' SAMTÍMIS því sem lagt er fram á Alþingi frumvarp um at- | vinnuleysistryggingar, Ieggur ríkisstjórnin einnig fram frum- j varp til laga um vinnumiðlun. Samkvæmt henni skal sveitarstjórn í hverjum kaupstað og kauptúni með 300 ibúa starfrækja vinnumiðlun. Hlutverk hennar er að veita verkamönnum aðstoð við að finna vinnu við þeirra hæfi og atvinnurekendum við að fá hæfa verkamenn. Jafnframt veitir vinnumiðlunin þeim verkamönnum vottorð, sem hafa verið atvinnulausir og er þetta vottorð grundvöllur þess, að þeir geti fengið atvinnuleysisbætur. SVEITARSTJÓRN ANNAST VINNUMIÐLUN í frumvarpinu er lagt til, að sveitarstjóm annist vinnumiðlun 1 sínu sveitarfélagi undir yfir- umsjón félagsmálaráðuneytisins. Hún getur falið oddvita sínum, sveitarstjórn, bæjarstjórn eða öðrum framkvæmd hennar. Vinnumiðluninni til ráðuneyti- is á hverjum stað skulu tilnefnd- ir fjórir menn. Tveir þeirra af verkalýðsfélögum, einn af Vinnu veitendasambandi íslands eða af deild þess eða meðlim og einn af Vinnumálasambandi samvinnu félaganna eða af deild þess eða meðlím. HLUTVERK Hlutverk vinnumiðlunar er eft- irfarandi: 1) að veita verkamönnum að- stoð við að finna vinnu við þeirra hæfi og atvinnurekendum við að fá hæfa verkamenn, hvort tveggja án endurgjalds. 2) að miðla vinnu milli verka- manna um land allt eftir því sem unnt er. 3) að veita öryrkjum og ungl- ingum aðstoð við að finna vinnu við þeirra hæfi. 4) að úthluta atvinnubóta- vinnu. 5) að fylgjast með atvinnuhátt- um og safna skýrslum um þá. 6) að annast atvinnuleysis- skráningar 1. febrúar, 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember ár hvert. 7) að veita opinberum stofnun- um, svo og verkalýðsfélögum og félögum atvinnurekenda upplýs- ingar um ástandið á vinnumark- aðnum. 8) að láta launþegum, sem ósk- að hafa aðstoðar við vinnuráðn- ingar í té vottorð um atvinnu þeirra eða atvinnuleysi. NÁKVÆMLEGA FYLGZT MEÐ KAUPGREIÐSLUM Þá er ákveðið í frumvarpinu, að allir þeir sem hEifa með hönd- um fastan atvinnurekstur með aðkeyptu vinnuafli skuli mánað- arlega senda þeim, er vinnumiðl- un annast afrit af kaupgjalds- skrám, enda séu þær þannig úr garði gerðar, að auðvelt sé að sjá af þeim, hvað hver einstakur maður hefur í kaup. Kostnaður af vinnumiðlun greiðist af % hlutum úr sveitar- sjóði og y3 hluta úr ríkissjóði. I ROM, 25. febr. — I dag fór fram atkvæöagreiðsla í ítalska þinginu um vantrauststillögu á stjórn Segni. Var vantrauststillagan felld, og hlaut Segni 284 gegn 52, en 105 þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Gísli J. Johnsen gefur björgunarháf Trotskys skrifar Voroshilov PARÍS, 28. febr. — Ekkja Trotskys hefir sent hinni nýju miðstjórn rússneska kommún- istaflokksins símskeyti og í'arið þess á leit, að eiginmaður henn- ar — hinn látni leiðtogi Bolsé- vika — verði „endurreistur“. — Nathalie Trotsky hefir einnig ritað Voroshilov marskálki, og spurzt frétta um son sinn, er síð- ast spurðist til fyrir 20 árum og var hann þá í fangelsi í Ráð- stjórnarríkjunum. Eins og kunnugt er, var Leon Trotsky náinn samstarfsmaður Lenins. Var Trotsky gerður út- lægur frá Rússlandi árið 1929 og myrtur af flugumönnum komm- únista i Mexíkó árið 1940. Segir frá Trotsky í símskeytinu, að vegna yfirlýsinga á þingi komm- únistaflokksins, sem er nýafstað- ið, um, að ýmsir leiðtogar bylt- ingarinnar hafi verið ranglega ákærðir og sakfelldir, þ. á m. „minn látni eiginmaður, Leon Trotsky og sonur minn“, æski hún þess, að mál þeirra sé tekið j fyrir að nýju, og þeir sýknaðir í augum heimsins. 12 létus! 50 særðusf MASSACHUSETTS, 28. febr. — Mikið járnbrautarslys varð í dag í bæ hér í fylkinu. Lest, sem var að koma inn á brautarstöðina, ók aftan á aðra, er stór kyrr á stöð- inni. Varð slysið vegna þess, að blindbylur var á og ekki sá út úr augum. Tvær aðrar járnbraut- arlestir fóru út af teinunum á sömu járnbrautarlínu nokkru síðar. Að minnsta kosti 12 létu lífið og 50 meiddust meira eða minna við áreksturinn. BIRKERÖD, 28. febr. — í dag var 20 mönnum bjargað úr bráðri lífshættu á Eyrarsundi. Voru þeir á ísjaka, sem losnaði frá landi og rak hratt út á sundið áttina til strandar Svíþjóðar. G Æ R lagði ríkisstjórnin fram á Alþingi frumvarp til laga um atvinnuleysistryggingar. Eru þar ýtarleg ákvæði un gildissvið trygginganna, iðgjaldagreiðslur, stjórn atvinnuleýsis- tryggingasjóðs, reglur um úthlutun, hverjir eigi rétt á bótum, hve miklar þær skuli vera o. s. frv. Frumvarpið er samið af fimm manna nefnd, sem í áttu sæti: Hjálmar Viihjálmsson, Gunnar J. Möller, Haraldur Guff- mundsson, Björgvin Sigurðsson og Eðvarð Sigurðsson. Br samning þess byggð á samkomulagi því sem gert var við lok verkfallsins s. 1. vetur. Þó hefur Björgvin Sigurðsson, fulltrúi Vinnuveitendasambandsins, lýst því yfir, að hann telji nokkur atriði frumvarpsins algert brot á samkomulaginu, svo sem fyr- irkomulagið á greiðslu bóta. Segir hann að af hálfu vinnu- veitendasamtakanna hafi það verið gert að algeru skilyrði að hvorki sjóðurinn sjálfur, né greiðslur úr honum væru i höndum verkalýðsfélaganna. f frumvarpinu er gert ráð fyrir að atvinnuieysistryggingar nái til kaupstaða og kauptúna með 300 íbúum og fleiri. Er ætlazt til að á hverjum stað myndist sérsjóður, sem þó getur tekiff lán hjá sjóðum annarra sveitarfélaga, ef fé þrýtur. Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs situr í Reykjavík og skipa hana 7 menn, einn tilnefndur af ASÍ, annar af vmnuveitendum og fimm kosnir af Alþingi. Á hverjum stað hefur sérstök úthlutunarnefnd með höndum úthlutun bótafjár. Er hún skipuð 5 mönnum, þrem frá verka- lýðsfélagi, einum skipuðum af Vinnuveitendasambandi ts- lands og einum skipuðum af Vinnumálasambandi samvinnu- félaganna. Hver einstakur nefndarmaður getur áfrýjað úr- skurði um bótagreiðslur til Atvinnuleysistryggingasjóðsi Tryggingarstofnun rikisins annast reikningshald og daglega afgreiðslu. Úthlutunarnefnd á hverjum stað annast sjálf greiðslu bóta, nema hún kjósi að fela Tryggingarstofnnninni bótagreiðslurnar. Bótaréttur skal sannaður með vottorði vinnumiðlunar, en sam- tímis þessu frumvarpi er lagt fram á Alþingi annað frumvarp um vinnumiðlun. Ákvæði frumvarpsins eru miffuð við það, að þeir einir geti notið bóta, sem átt hafa við að búa allveru- legt atvinnuleysi. Er megin regian að sá maður eigi rétt á bótum, sem hefur verið atvinnulaus 36 daga á s. 1. 6 mánuðum. Hér verður nú greint nokkru ýtarlegar frá einstökum ákvæðum frumvarpsins: Rýkur úr Efnu CATANIA, Sikiley, 28. febr.: — Mikill reykjarmökkur steig í morgun upp úr eldgíg í eldfjall- inu Etnu. í kvöld rigndi ösku í nálægum byggðum, en ekki er enn sýnt hvort meiriháttar gos er í aðsigi. Etna er eins og kunn- ugt er stærsta eldfjall í Evrópu. — Reuter. ^HVERJAR ERU TEKJUR ATVINNULEYSISTRYGGINGA 1) Atvinnurekandi skal greiða iðgjald til sjóðsins að upphæff kr. 4,88 fyrir hverja vinnuviku, sem unnin er í þjónustu hans. Skal greiða það með- visitöluálagi. 2) Sveitarsjóður skal greiða framlag til sjóðsins jafnhátt álögðum iðgjöldum. 3) Ríkissjóður skal greiða fram lag til atvinnuley sistry gginga - sjóðs, er vera skal tvöfalt hærra en iðgjöld atvinnurekenda. Iðgjöldin skulu greidd frá 1. júní 1955 að telja. WASHINGTON 28. febrúar. — Eisenhower mun á morgun halda fund með blaðamönnum, en ekki er vitað hvort hann miiin þá láta uppi — hvort hann hyggur á framboð í forsetakosningunum. DULLES SEGIR: Þáttaskil í kalda stríðinu Síðasti. föstudag afhenti Gísli J. Johnsen, stórkaupmaður og frú Anna Slysavarnafélagi íslands vandaðan björgunarbát að gjöf. — Athöfnin fór fram úti í Svíþjóð, þar sem báturinn var smíðaður 1 Djupviks Varv nálægt Gautaborg. Ber báturinn nafn Gísla. Bát- urinn er 13 m á lengd, ristir 1,15 in og er 5,5 m að breidd. í bátnum eru 11 vatnsþétt rými og er hann knúinn 70 hestafla June Munktell vél. — Myndin hér að ofan er frá afhendingunni. Lengst til hægri er frá Anna Johnsen, þá Henry Hálfdánarson, framkvæmdastjóri SVFÍ og Gísli J. Johnsen. Báturinn verður staðsettur við Faxaflóa. WASHINGTON, 28. febr.: — I dag hélt Dulles utanríkisráð- herra fund með fréttamönnum og gerði kommúnista og stefnu þeirra að umtalsefni. Sagði hann að baráttan milli frelsisins og kommúnismans væri komin inn á nýtt svið — og stefna hinna frjálsu þjóða yrði að mótast af þeim staðreyndum. „VERUM VEL Á VERÐI“ Sagði Dulles, að hinar nýju baráttuaðferðir Rússa sýndu, að upphafsþáttur kalda striðsins væri á enda, og annar þáttur væri að hefjast. Frjálsar þjóðir mættu ekki minnka herstyrk sinn fyrr en stefna kommúnist- isku ríkjanna yrði ljósari en nú er. Kvað Dulles ekki óhugsandi, að stefnubreytingar þær, sem til- kynntar hefðu verið á flokks- þinginu í Moskvu á dögunum, gæfu til kynna, að um algera stefnubreytingu kommúnista væri að ræða. Hins vegar yrðu allar frjálsar þjóðir að vera vel á verði sem fyrr — gegn of beldis- stefnu kommúnistá. HVERNIG ER E&GJÖLDUNUM JAFNAÐ NIDUR? Vinnuveitendur, sem hafa í þjónustu sinni launþega, er vinna tryggingarskyld störf, skulu rita á framtalsskýrslur hversu marg- ar vinnuvikur þeir hala unnið. Síðan skulu skattayfirvöld leggja á um leið og eignar og tekjuskattur er lagður á og skulu iðgjöldin innheimt á sama hátt og skattarnir. í framtalinu skal vmnuveit- andi skilgreina í hvaða verkalýðs félagi launþegi er og verður ið- gjöldum skipt niður samkvæmt því í sérsjóði. Framlog sveitar- sjóðs og ríkissjóðs skiptast í sömu hlutföllum niður á sersjóðina. Virðist af töflu um verkalýðsfé- lög, að sérsjóðir þessir geti orðið allt að 130 talsins. Skulu þeir allir geymdir hjá Trygginga- stofnun ríkisins. HVERJTR HAFA RÉTT TIL BÓTA Það eru menn á aldrinum 16— 67 ára og fá þeir bætur þegár Frh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.