Morgunblaðið - 29.02.1956, Síða 11
Miðvikudagur 29. febr. 1956
MORGVNBLAÐIÐ
11
— Rœoa Gísla Jónssonar
Framh af bls. 10
fyrir það fullt iðgjald þegar á 17.
ári.
Þá þarf nánar að athuga
ákvæði um það hverjir skuli
undanþegnir iðgjaldagreiðslum.
Eftir að skattalögunum var
breytt, og sparifé undanskilið
framtali til tekju og eigna, er
ekki rétt, að framtals tekjur og
eignir séu viðmiðuð á sama hátt
og áður var. Eigi maður ekki
aðrar eignir en sparifé, og hafi
ekki aðrar tekjur, á það eitt út af
fyrir sig ekki að geta leyst hann
undart eðlilegum greiðslum til
trygginganna, ef þær eignir og
tekjur eru meiri en hinna sem
verða að gefa þær upp til skatts,
af þvi að féð er ekki ávaxtað í
banka. Einnig þarf nánara að at-
huga ákvæði frumvarpsins um
vinnumat barna, unglinga og
gamalmenna og iðgjaldagreiðslur
í sambandi við vinnu þeirra,
í þriðja kafla frv. er haldið
sömu reglu um skilgreiningu
þeirra, sem slysatryggðir eru,
eins og nu er í lögunum. En ein-
mitt þetta ákvæði er eitt af þeim,
sem valdið hefur miklum ágrein-
ingi öll árin, síðan lögin voru
sett.
SKATTI.AGNING
SEM ER ÓHÆF
í fjórða kafla er sett inn nýtt
ákvæði um að greiða skuli til
lækna sérstakt gjald fyrir sjúkra
vitjanir og viðtöl. Er furðulegt
að nefndin skuli leggja til að
heimila einni stétt, að skattleggja
þannig almenning. En hér hefur
hún einnig sýnilega bognað fyrir
stéttarafli læknanna. En það er
engum aðila til sóma, að lögfesta
þetta ákvæði.
Haldið er sömu reglu og i lög-
unum um mismunandi greiðslu
sjúkradagpeninga til hinna
tryggðu, eftir því hvort um er að
ræða launþega eða atvinnurek-
anda. En einnig þetta ákvæði hef
ur valdið mikilli deilu og megnri
óánægju. Og öðru hjóna, hvort
heldur það er maðurinn eða kon-
an, er ekki ætlaðir sjúkradagpen-
ingar, ef hitt getur á einhvern
hátt séð fyrir því, að heimilið líði
ekki skort. Verður ekki annað
sagt, en að hér sé viðhaldið úreltu
Og óeðlilegu tryggingarákvæði,
sem þarf að breyta. Eða hvað
myndu menn segja um það, að
greiða iðgjöld til brunatrygginga
en fá því aðeins tryggingaféð
greitt, ef eignin ferst i eldi, að
sannað sé, að eigandinn komist
ekki af, nema að fá upphæðina
greidda. Og ýms önnur ákvæði
eru í þessum kafla, er frekari at-
hugunar þurfa með.
í fimmtá kafla er gert ráð fyrir
að halda því ákvæði í lögunum,
að greiða ekki ellilífeyri til bóta-
þega ef hann dvelur af öðru en
heilsufarsástæðum erlendis í
meira en 12 mán. Þetta ákvæði
þarf að afnema. í þessum kafla
eru auk þess ýms önnur ákvæði,
sem athuga þarf nánar en gert er.
TRYGGINGARLÖGIN
ÓBREYTT BETRI
Atriði þau, sem ég hefi hér
í ræðu minni bent á, sýna, að
mjög flausturslega hefur verið
unnið að heildarendurskoðun
laganna, og að þar er gengið fram
hjá mörgum veigamiklum atrið-
um, sem taka hefði átt upp í frv.,
að mörgum ákvæðum er þar hald
ið, sem þarfnast umbóta, og að
önnur eru niðurfelld, sem ekki
átti að afnema.
Eins og sést 'á nefndaráliti á
þingskjali nr. 270, höfðu heil-
brigðis- og féiagsmálanefndir
beggja deilda samvinnu um at-
hugun á frumvarpinu í upphafi,
og var sú vinnuaðferð sjálfsögð
í svo veigamiklu máli. Lásu
nefndirnar saman frv. og gerðu
nefndarmenn þá þegar sínar at-
hugasemdir við þær greinar, er
þeim þótti eitthvað athugavert
við, og nauðsynlegt að fá breytt
til batnaðar. Er mér óhætt að full
yrða, að nefndarmenn þessarar
háttvirtu deildar, sinntu þessum
yfirlestri og þeirri athugun, sem
þar fór fram engu síður en nefnd-
armenn háttv. N.D. En það ein-
kennilega skeður, að þegar þarf
að fara að ræða þessi mál og
vinna úr athugasemdunum, til
þess að komast að samkomulagi
um breytingar, lýsir form. N.D.
nefndarinnar því yfir, að hann
vilji ekki hafa neina frekari sam-
vinnu við heilbrigðis- og félags-
málanefnd þessarar deildar um
afgreiðslu málsins. Hvað hér hef-
ur legið á bak við, skal ég engum
getum að ieiða, en þessi máls-
meðferð er sannarlega ekki til
eftirbreytni.
Ég mun að sjálfsögðu fylgja
frumvarpinu til 2. umr. og
nefndar, en gera þar eins og
áður er sagt, tilraun til þess að
koma fram nauðsynlegum um-
bótum. Verði hins vegar eng-
um breytingum komið þar við,
teldi ég eðlilegast, að vísa mál-
inu frá vegna hins takmarkaða
undirbúnings, sem það hefur
fengið í milliþinganefndinni,
því að mínu áliti eru trygg-
ingarlögin óbreytt betri en
þau verða, ef frv. þetta er sam
þykkt án breytinga.
EINKARITARI
óskast tvo til fjóra tíma á dag, 2var til 3 sinnum í viku,
eftir samkomulagi. Ensk hraðritun og vélritun nauð-
synleg. Gott kaup. Tilboðum sé skilað til Mbl. fyrír
1. marz n. k. merkt: „Einkaritari — 760“.
Nýjar vörur
Verzlun Ingibjargar Þorsteinsdóttur.
Skólavörðustíg 22 A
Samlagning, frádráttur, margföldun og
deiling. Auk þess má nota vélina til að
hefja upp í veldi og draga út rætur. Er
ennfremur tilvalið hjálpartæki við tölu-
iegar lausnir á dæmum úr „diffeiential-
reikningi“, „integralreikningi“ og „inter-
K O V O
Prag Tékkóslövakju
tfraði
nákvæmni
polationsreikningi".
I\!3SA reiknivéSin
EINKA-UMBOÐ
MARS TRADING
COMPANY,
Klapparstíg 20. Simi ‘7373
tekur allt að 16 stöfum í útkomu. — Ómiss-
andi hjálp fyrir skrifstofur, verzlanir, íðn-
fyrirtæki. — Létt og sterkbyggð. — Auðveld
í notkun, og er hægt að læra meðferð vél-
arinnar á örfáum mínútum.
Útsala:
Bókabúð KRON
Bankastræti 2
Sími 5325
SKOTFIMIIM BREGST EKKI
með traustum og vönduðum riffli — riffli frá Tékkóslóvakíu
B R N O fimni skota nffill
O Heimsfræg Mauser-gerð
# Hlaupið úr stálblöndu
• Þungi aðeins 3,10 kg.
Afgreitt af