Morgunblaðið - 15.03.1956, Side 11

Morgunblaðið - 15.03.1956, Side 11
Fimmtudagur 15. marz 1956 MORGVNBLAÐIÐ 11 — Siða S U S Framh. af bis 7 var því líkast sem menn væru höggdofa. Antoníus, sem verið hafði foringi í liði Caesars, náði undir sig öilum gögnum hans og hugði á völd hans einnig. Voru allar aðgerðir Caesars staðfestar, en samsærismönnum grið gefin og þannig reynt að lægja óróann með þvi að fara bil beggja. Smátt og smátt brauzt þó út gremja lýðsins, og fór svo, að samsæris- mönnum varð ekki lengur vært í Róm. Fyrirætlanir Antoniuss voru þá skyndilega truflaðar, er Octa- víanus frændi Caesars kemur til Rómar, 19 ára að aldri. Hafði Caesar arfleitt hann að eignum sínum og hefur eflaust ætlað hon um tign sína að auki. Varð því sambúð hans við Antonius erfið, og mátti segja, að fullkomið stjórnieysi ríkti. En samsæris- menn tóku að eflast, og gegn þeirri nýju hættu urðu þeir Antoníus og Octavíanus að sam- einast. Þeir mynduðu þvi með sér bandalag ásamt þriðja manni, og hefur það verið nefnt þrístjóra- veldið hið síðara. Lýðveldissinnum leizt nú ekki á blikuna. Cicero skrifaði, að ánægjan frá 15. marz ætlaði að verða helzt til skammvinn. Hann ól í brjósti þær vonir, að fall Caesars mundi leiða til endur- reisnar lýðveldisins. Hann gerði sér ekki Ijóst, að lýðveidið var sjálffallið. Morð Caesars varð aðeins til þess, að hjaðningavígin héldust enn um hríð. Þeir þrístjórar höfðu nú ákveð- ið að ganga milli bols og höfuðs á samsærismönnum, og skyldi Octavíanus veita þeim eftirför. Brutus hafði safnað miklum her í Austurlöndum, og sigu fylking- ar saman við borgina Philippi í Grikklandi árið 42. Beið Brutus lægri hlut og réði sér bana. Eftir þessa orustu er lýðveldið rómverska hrunið fyrir fullt og allt og reis ekki framar úr rúst- um, enda ekki gerðar frekari til- raunir til þess. Átökin héldust um 11 ára skeið enn, og varð það Octavíanus, sem stóð að lokum sigur'vegari í byrjun nýrrar aldar, er hinn róm verski friður — Pax Romana — hófst. BÓKMENNTASTÖRF Caesar var mikill rithöfundur eins og áður greinir. Einnig var hann snjall ræðumaður og gekk á því sviði næstur Cicero að áliti margra. Þess er getið, að Caesar hafi hafið ritstörf þegar á unga aldri m.a. samið harmleik. — Síðar samdi hann rit eitt um stjörnu- frseAi — De Astris — og í vetrar- herhúðunum í Gallíu samdi hann rit um málfræði og málhreinsun — De Analogia, en öll hafa rit þessi glatazt. Frægustu rit hans eru því sagnaritin miklu De Bello Gallico (um Gallastríð) og De Bello civile (um Borgarastríð). Hið síðamefnda er að vísu ófullgert. Er það í þremur bókum og fjallar um styrjöldina við Pompejus. — Það er talið vel ritað, en nokk- urr,">' hlutdrægni gætir þar þó. Ritið um Gallastriðið er í át.ta bókum, og eru sjö þeirra eftir Caesar. Fá rit fornaldarinnar hafa verið meira lesin en það. — Hefur verið lesið úr því í skólum meira og minna um margra alda skeið, og er svo enn í dag hvar- vetna, þar sem latína er numin. Eru það einkum 1. bókin um ófrið við Helvetninga og ófrið við Ariovistus og 5. bókin um för til Bretlands og óeirðir í Gallíu, sem lesnar eru. Caesar hefur nokkuð goldið þess, að lesendur hans hafa verið úr hópi byrjenda i latxnu. Þegar svo er ástatt, hættir mönnum um of ti) að rýna í einstök atriði og orð, svo að heildarsvipur kemur eigi fram sem skyldi, og er þetta allmikill skaði. Það eru því ýms- ir úr þessum hópi, sem telja þetta rit Caesars efnislitla manndrápa- kröniku, sem lítið eigi skylt við sannleikann. Rétt er það, að frá manndrápum er greint, en hætt er við, að bannsyngja yrði fleiri sígild rit, ef það ætti að ráða úr- slitum, hvort um manndráp er fjallað eður ei, og mundi það gilda um ýmis þau rit, er okkur standa nær. Við mat á þessum bókmenntum er þó tilhlýðilegra að gefa þvi gaum, hvernig á mál- um er haldið. Það, sem einkennir einkum rit Caesars. er óvenjumikil frásagn- arsnilld, skýr, einföld og mála- lengingalaus. Eru lýsingar hans víða svo ljóslifandi, að lesandan- um finnst hann kominn mitt á meðal þeirra atburða, er frá greinir. En einfaldleiki frásagn- arinnar leiðir til þess, að sumum finnst hún næsta hversdagsleg, en þá er rétt að hafa í huga, að sönn list er í því fólgin að fela iistina. Flestir eru sammála um, að sannleiksgildi frásagna Caesars sé í betra lagi. Þó ber að minn- ast þess, að ritið er í aðra rönd- ina varnarrit og skýrslur til öld- ungaráðsins í Róm til réttlæting- ar aðgerðum Caesars sjálfs, er sættu mikilli gagnrýni andstæð- inganna. Germönskum þjóðum er þetta rit Caesars mikils virði, því að það er önnur helzta ritaða heim- iidin um elztu sögu þeirra, og gengur næst á eftir Germaníu Tacituss. Fyrir margra hluta sakir er því Gallastríð Caesars hin ágætasta lesning. Hefur það margan hollan boðskap að geyma um þolgæði, árvekni, úrræðasnilld og hollustu og aðra kosti, sem ekki koma síð- ur að haldi í friði en stríði. Þvi er óhætt að taka undir það, sem Cicero segir um sagnarit Caesars: ,,Þau eiga skilið hið mesta lof, því að þau eru einföld, hreinskil- in og tiguleg. Þau eru eins laus við allan mælskuíburð og nak- inn líkami er án klæða. í sagna- ritun er ekkert ákjósanlegra en hreinn, tær og gagnorður stíll“. niðltrlag Um útlit Caesars segir Svet- oníus, að hann hafi verið hár vexti, fölur yfirlitum, hvasseyg- ur og dökkeygur, varir i þykkara lagi. Hann var nákvæmur um klæðaburð sinn og alla ytri háttu. Caesar var þríkvæntur, en átti aðeins eina dóttur barna, Júlíu, sem gefin var Pompejusi við stofnun þrístjóraveldisins fyrra. Hún lézt innan við þrítugt. Auk þess er sagt, að hann hafi átt son með Kleopötru drottningu, Caes- arion, er Octavíanus lét taka af lífi 17 ára gamlan sakir ótta við ríkiserfðaþrætur. Eiginleika góðs stjórnmála- manns og hershöfðingja hafði Caesar í ríkum mæli. Hann var gæddur dómgreind, stefnufestu, snarræði, og orð fór af mildi hans og réttsýni. Sjálfstraust hans hef- ur þó verið um of og virðingar- leysi fyrir erfðavenjum lýðveld- isins og öldungaráði óþarflega áberandi, Hégómagirnd hefur hann ekki heldur verið með öllu laus við. Hann lét sér því vel líka, er menn tóku að tigna hann sem guð og myndir af honum voru settar í hofin.. Allt varð þetta til þess að hann bakaði sér megna óvild lýðveldissinna, sem litu á hann sem hættulegan nið- urrifsmann. Caesar má þó telja föður hins rómverska heimsveldis, þar eð Octavíanus byggði algerlega á þeim grunni, er hann hafði lagt. Fyrir þjóðir Norður-Evrópu urðu aðgerðir hans í Gallíu mjög til efiingar menningartengsla við Rómverja, en áhrifa þeirra hefur gætt í Evrópu allt fram á þenn- an dag. Sigurður Líndal. Atvinnuhúsnœði Til leigu 14. maí, gegn nokkurri fyrirframgreiðslu, ca 100 ferm. 1. hæð í aust- urbænum (rétt við miðbæ- inn). Gæti verið heppilegt sem skrifstofur (heildsala), hárgreiðslustofa, læknastof ur e. þ. h. Tilboð merkt: „Sanngirni —1 1022“ sendist Mbl. fyrir 18. ?. m. GÆFA FYLGIR xrúlofunarhringunum frá Sig- arþór, Hafnarstræti. — Sendir gegn póstkröfu. — Sendið ná- kvæmt mál ÁVEXTIR NIÐURSQÐNí R PERLR PLÓMIIR ANANAS JARÐARBER ert ^JJnóL 'janáóon Norðurlandasiglingar m.s. HEKLU sumarið 7956 Frá Reykjavík laugardag 2/6 16/6 30/6 14/7 28/7 11/8 25/8 Til/frá Thorshavn mánudag 4/6 18/6 2/7 16/7 30/7 13/8 27/8 — Bergen þriðjudag 5/6 19/6 3/7 17/7 31/7 14/8 28/8 — Kaupmannahöfn fimmtudag 7/6 21/6 5/7 19/7 2/8 16/8 30/8 — Gautaborg .... fögtudag 8/6 22/6 6/7 20/7 3/8 17/8 31/8 — Kristiansand . . laugardag 9/6 23/6 7/7 21/7 4/8 18/8 1/9 — Thorshavn .... mánudag 11/6 25/6 9/7 23/7 6/8 20/8 3/9 Til Reykjavikur .... miðvikudag 13/6 27/6 11/7 25/7 8/8 22/8 5/9 Fargjaldinu er mjög stillt í hóf. Til dæmis kostar hringferð, sem tekur 11 daga, aðeins frá kr. 1540,00 til kr. 2315,00. Ferð til Bergen kostar frá kr. 620,00 til kr. 900,00. Fyrsta flokks fæði og framreiðslugjald er innifalið í fargjöldum. Farþegar, sem koma með skipinu erlendis frá, geta fengið að nota skipið sem hótel meðan það stendur við í Reykjavík, frá miðvikudagsmorgni til l3ugSrdagskv. Tökum nú þegar á móti farpöntunum fyrir allar ofangreindar ferðir. Nánari upplýsingar á aðalskrifstofu vorri í Hafnarhúsinu, sírni 7650. Skipaútgerð nkisins Húsmæður. Látið ekki smjörleysið á yður þegar hið óviðjafanlega CRISCO er ennþa til í verzlunum. CRISCO tryggir núsmóður- inni öruggan Páska-bakstur. Allar kökur verða betri sé það notað. Enda eru vinsseldir CRISCO ótvíræðar. Auk þess tekur CRISCO öllu öðru fram þegar þér þuifið að steikja fisk eða kjöt. Reynið það sjálíar oí' . þér munið aldrei nota annað en hið óviðjafnarilega CRISCO. CRISCO er auðmelt og algjörlega bragðlaust 0. J0HNS0N & KAABER H.F.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.