Morgunblaðið - 25.03.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.03.1956, Blaðsíða 8
8 M ORGUNBLAÐI0 Sumiudagur 25. marz 1956 Otg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 króna eintakið. Fmitihald ekahagssamvinnu vestrænna þjóðn er höfuðnauðsyn SKÖMMU eftir lok síðustu heimsstyrjaldar ákváðu Bandaríki Norður-Ameríku að beita sér fyrir náinni efnahags- samvinnu vestrænna þjóða. Þau buðu Rússum og öðrum Austur- Evrópuþjóðum að taka þátt í þessari samvinnu, sem hafði það markmið að létta þjóðunum hið mikla uppbyggingarstarf, sem beið þeirra eftir eyðileggingu styrjaldarinnar. Sovétríkin neit- uðu að taka þátt í þessari sam- vinnu og bönnuðu leppríkjum sínum að taka boði Bandaríkj- anna um eínahagsaðstoð. Niðurstaðan varð því sú, að aðeins hinar vestrænu þjóðir bundust samtökum um efnahags- lega uppbyggingu sína. Banda- ríkin veittu stórkostleg fjárfram- lög í þeesu skyni, og á örskömm- um tíma tókst þjóðum Vestur- Evrópu að koma atvinnulífi sínu á réttan kjöl. Er framleiðsla flestra nú orðin meiri en hún var árið 1939, þegar styrjöldin hófst. Þátttaka íslands íslendingar hikuðu sem betur fer ekki við að taka þátt í efna- hagssamvinnu hinna vestrænu þjóða. — Styrjaldareyðilegging hafði að vísu ekki orðið mikil hér á landi. En íslenzkt atvinnu- líf þarfnaðist fjármagns, bæði til raforkuframkvæmda og verk- smiðjubygginga. Stórvirkjanir voru byggðar við Sog og Laxá, fiskiiðnaðurinn efldur og áburð- arverksmiðja reist. í>á var ennfremur hafizt handa um undirbúning að byggingu sementsverksmiðju. Hefur lánsfé nú verið tryggt til þess að ljúka henni á tiltölu- lega skömmum tíma. Allar þessar framkvæmdir, sem unnar eru í skjóli efna- hagssamvinnu hinna vestrænu þjóða, hafa haft stórkostlega þýðingu fyrir íslenzkt efna- hags- og atvinnulíf. Framhald efnahagssamvinnunnar Um það hefur miltið verið rætt undanfarið, að nauðsyn bæri til þess, að hinar vestrænu þjóðir, sem einnig iiafa bundizt traust- um samtökum um öryggismál sín, haidi efnahagssamvinnu sinni áfram. Það sé ekki nóg að treysta hernaðarlegt öryggi þess- ara þjóða. Hin innri uppbygging landa þeirra, verði einnig að geta haldið áfram. Þessi skoðun styðst vissu- lega við gild rök. Meginvið- fangsefni stjórnmálaleiðtoga á öllum tímum hlýtur að vera það að tryggja áframhaldandi uppbyggingu og þróun í lönd- um sínum. Það er þess vegna ekki nóg, að hinar frjálsu þjóðir bindist samtökum um vernd hins ytra sjálfstæðis síns og öryggis. Þær hijóta einnig að láta sig varða möguleika fólksins í hinum ýmsu löndum þeirra til þess að lifa farsælu og hamingju- sömu lífi. Svo virðist sem forystumenn Bandaríkjanna, sem nú er fjár- sterkasta ríki í heimi, hafi á þessu glöggan skilning. Eisen- hower forseti hefur nýlega beitt sér fyrir tillögum um stóraukin fjárframlög til efnahagsaðstoðar við önnur ríki. Bandaríkjamenn gera sér það ljóst, að slík aðstoð er ekki aðeins veitt í þágu þeirra þjóða, sem verða hennar aðnjót- andi, heldur einnig þeirra sjálfra. Almenn velmegun meðai hinna frjálsu þjóða skapar aukið ör- yggi í aíþjóðamálum. Við lifum í einum heimi Við verðum að gera okkur það ljóst, að þrátt fyrir fjarlægðim- ar, sem að vísu hafa verið sigr- aðar milli landa og þjóða, lifum við þó í dag í einum heimi. Örlög þjóðanna eru þess vegna ná- tengd. Þær hljóta því að vinna saman að því að bæta kjör sín og skapa skilyrði íyrir betra og fegurra líf. Aukin efnahagsleg samvinna hinna frjálsu þjóða hefur ekki hvað sízt mikla þýðingu fyrir íslendinga. Við eigum þúsund hluti ógerða í landi okkar, og efnahagsleg afkoma þjóðarinnar hvílir ennþá á alítof veikum grundvelli. Einnig við þörfn- umst aukins fjármagns í stórum stíl til þess að geta byggt þjóð- félag okkar upp og skapað þeim vaxandi fólksfjölda, sem byggir ísland, framtíðar öryggi. Við þurfum að koma hér upp stór- iðnaði, og við þurfum að hag- nýta auðlindir landsins betur en við gerum í dag. Heilbrigð þróun þarf að geta haldið áfram á öll- um sviðum þjóðlífsins. Vitanlega verðum við að sníða okkur stakk eftir vexti í framkvæmdum okkar. Ella er hætt við því að kyrrstaða og afturför kunni að verða hiutskipti okkar. En með skynsamlegri hagnýtingu eig- in aflafengs og þátttöku í efnahagslegri samvinnu frjálsra þjóða, eigum við að geta haldið áfram að treysta hag okkar og gera ísland betra og byggilegra. Bann við hnefafeik TVEIR læknar, sem eiga sæti á Alþingi, þeir Kjartan J. Jóhanns- son og Helgi Jónasson, hafa ný- lega lagt fram frumvarp um að banna keppni í hnefaleik og sýn- ingar á þessari íþrótt. Ennfrem- ur leggja þeir til að bannað verði að kenna hnefaleika. í greinargerð læknanna fyrir frumvarpi þeirra, benda þeir á, að hnefaleikar sé ógeðfelldur og siðlaus leikur. Þess séu fjölmörg dæmi að iðkun hnefaleika hafi valdið stórslysum og dauðsföll- um. í framsöguræðu fyrir frumvarp inu í gær komst Kjartan J. Jó- hannsson m. a. svo að orði, að íslendingum væri sómi að þvi að verða fyrsta þjóðin, sem bannar iðkun þessarar sóðalegu og grófu íþróttar. Almenningur á íslandi mun yf- irleitt telja þetta frumvarp tíma- bært. Boxið er í raun og veru ekki íþrótt. Það er slagsmál, sem hafa það takmark, að annarhvor keppenda liggi óvígur. Enginn,1 sem séð hefur keppni í hnefa- leikum, getur með góðri sam- j vizku talið það fagra athöfn eða íþrótt. Þvert á móti er hnefa- leikurinn ógeðsleg barsmíð, sem hlýtur að vekja viðbjóð. íslenzkar íþróttir missa einskis þótt hún verði bönnuð. Verður því að vænta þess, að Alþingi samþykki fyrrgreint frumvarp hið fyrsta. 1® WMz ‘ Rafmagnið miðist við það að bændum verði aBmennt fært að taka upp sugþurrkun Barátfumál þingmanna Sjálfstæðisflokksins verður vakið upp aftur MEÐALKOSTNAÐUR við súgþurrkun mun nú vera um kr. 3,50 á heyhest og er í því verði innifalið bæði orkukaup og fasta- gjald. Hefur nú verið samþykkt á Alþingi þingsályktun um að ríkisstjómin láti athuga möguleika á því að lækkað verði frá því sem nú er fastagjald af rafmótorum, sem notaðir eru til súgþurrkunar. LÆKKUN RAFMAGNS Upphaf þingsályktunar var til- laga þriggja þingmanna Sjálf- stæðisflokksins, þeirra Jóns Pálmasonar, Jóns Sígurðssonar og Sigurðar Bjarnasonar, um að athugað verði hver ráð séu til- tæk til að lækka svo raforku- kostnað til súgþurrkunar á heyi, að bændum yrði almennt fært að taka upp þá verkunaraðferð ItANNSÓKN Á 64 BÝLUM Þegar mál þetta var til athug- unar hjá fjárveitinganefnd fékk hun ýmsar upplýsingar um súg- þurrkun, m.a. frá Jakobi Gísla- syni, raforkumálastjóra. Þar upp- lýsir hann m.a. að gerð hafi verið ýtarleg athugun á raforkusölu til súgþurrkunar á 64 býlum víðs vegar á landinu á árinu 1954. Notkun var samtals á þess- um 64 býlum 365 þúsund kw- stundir eða 5,7 þúsund kw- stundir á býli. Orkusalan nam samtals 54,700 krónum eða 855 krón- um á býli. Fastagjaldið var samtals 70,841 króna eða 1,106 þúsund krónur á býli. Samtals var því greitt fyrir orku og sem fastagjald 125,541 kr. eða 1,961 króna á býli. — Verð hverrar kwst þegar fasta gjald er innifalið í reikningn- um er 34,3 aurar. KR 3,50 Á HEYHEST Uppiýsingar liggja fyrir frá nokkrum býlum um heymagnið, sem þurkað hefur verið við súg- þurrkun í nokkur ár í röð, þannig að hægt sé að sjá, hve margar kwst voru notaðar til þurrkunar á hverjum heyhest. Ræðir raf- orkumálastjóri allýtarlega um þetta og kemst að þeirri niður- stöðu að til jafnaðar muni þurfa um 7,45 kwst til að þurrka einn hestburð af heyi. 'UeíuaLandi áhripar: Vikan milli pálma- sunnudags og páska- dags — dymbilvika CICERO" kveðst vera mjög óánægður með að heyra menn tala um páskaviku, er þeir eiga við vikuna fyrir páska, dymbilvikuna: „Eru íslendingar raunverulega að týna þessu góða, gamla orði, er verið hefur við Xyði um aidaraðir á íslandi? — Ljótt er, ef satt er. F.vrir skemmstu heyrði ég á tal nokk- urra manna, er voru að ráðgera ferðalag í „páskavikunni11, og ætluðu þeir að leggja upp á skir- dag. Páskavikan er vikan eftir páska. Undanfarið hef ég alloft heyrt notað orðið páskavika í auglýsingum útvarpsins, þegar tvimælalaust er átt við dymbil- vikuna. Við íslendingar stærum okkur af því, að alþýðumenntun hér sé á mjög háu stigi. Vel má vera, að nokkuð sé til í því. En sú staðreynd, að menn eru hættir að gera greinarmun á páskaviku og dymbilviku, ber samt vott um, að alþýðumentunin okkar marg- umtalaða sé ekki þjóðleg — og þyrfti að reyna að bæta úr því hið bráðasta“. Ég hlýt að taka undir með bréf ritara — dymbilvika er allt of gott og gamalt orð, til þess að það glatist. Dymbill merkir tré- kólfur. Sú var venja í kaþólskum sið hér á landi, að trékólfar voru settir í kirkjuklukkurnar til að hringingarnar ■ yrðu ekki eins hvellar í þessari sorgarviku. Vesturbakki Tjarnar- innar illa hirtur STEGGUR" leggur oft ieið sína niður að Tjörn, þegar veðrið er gott. Þykir honum ekki gert nógu vel til Tjarnarbakkans vestan megin: „Mig langar til að koma á fram færi gagnrýni á ástandið á vest- urbakka Tjarnarinnar, sem er slæmt — einkum þó fyrir framan Tjarnarbíó og þar í grennd. — Grjótið úr bakkahleðslunni ligg- ur á víð og dreif — úti í vatninu og uppi á bakkanum, og alls stað- ar er fullt af rusli og bréfsnepl- um. í náinni framtíð þarf auð- vitað að hlaða þennan bakka upp * eða steypa hann, en nauðsynlegt er að fjarlægja lausagrjótið eða hlaða því snyrtilega saman. svo lengi sem tími og fjármunir leyfa ekki, að gert sé traustlega að bakkahleðslunni. Þar sem bakk- inn er alveg fallinn í Tjörnina og myndazt hefur smástrandlengja, mætti með litlum tilkostnaði dreifa nokkrum bílhlösum af skeljasandi eða rauðamöl. Þetta mvndi „lífga svolítið upp á“ Tjarnarbakkann. Einnig er kom- inn tími til að fjarlægja skúr þann, er skautafólk hefur notað og stendur þarna — til engrar prýði. Vegfarendur hafa veitt því at- hygli, að unnið er að því að „hressa allmikið upp á“ gamla ráðherrabústaðinn — fyrir vænt- anlega heimsókn dönsku konungs hjónanna. Það er nú gott og blessað, en hafi menn sagt A, verða þeir líka að segja B, og mega ekki gleyma götunni, sem að húsinu liggur. Annars er það nauðsynlegt — fyrst og fremst okkar sjálfra vegna — að þrífa til og dvtta að ýmsu við Tjörn- ina á hverju vori“. Ef þú ætlar að taka þér eitthvað fyrir hendur, skaltu gera þér ljóst, hvert eðli þess er. Jón Pálmason: Gera verður bændum almennt fært að súg- þurrka. Samkvæmt því, sem fyrr segir reynuisc meoaivero a ralmagni til sugpurriiunar vera 34,3 aurar á kwsc sumarið 19a4, en miöað við þetta meöaiveró mun meðai- kostnaður á hvern heyfiest hafa numið kr. 2,70 sumanð 1954. — Meö þeirri hækxun, sem varð á rafmagni í íyrravor, yioi su tala um xr. i5,t)0. BÆNDUM VERÐI AiiiVLE-s.’«T F'ÆrtT AD 6.UGÞURKKA KalorKUmaiastjóri taldi, að frekari aísiáiiur væri naum- ast hugsanlegur á meðan hér- aðsrafveitur nkisins búa við hallarekstur. ou yíirlýsing virðist þo a engan hátt hagga þeirri staöreynu, sem þing- menn Sjaixs*æðisflokksins beniu á meo .mogu sinni, að kostnaöur víO sugþurrkun væri svo mikiii, að bændum væri ea.vi uiuiciint fært að taka upp þá veritunaraðferð. Þeir óskuðu efúr því, að ríkis- stjórnin amugaoi, hver ráð væru liítæiuieg að lækka raf- orkukostnaðinn. Væri visautega miklu nær fyrir hið opiuoera að hlaupa undir bagga svo að súgþurrk- unarkostnaöurinn lækkaði og bændur gæ.u „imennt tekið upp þá aðierð, heldur en að þuria alií.ax að koma efíirá með haliærissryrki, sem eru kostnaðarsamari og geta ekki bætt það tjon sem orðið hefur á verðmætum. Harmaoi ao.v r a.rnason það, að fjarveitinganemd skyldi ekki hafa getaö saniemazt um það sjón armið, n« ne.uu- „o rafprkumála- stjóri skyldi taka tililt til þess í umsökn sinni. En mál þetta verð- ur að sjáirsugöu vakið upp aftur. Því að þvr u a Jieina, að áliti Sjálfstæðisþmgriiannanna, að bændur arr-e n . d hagnýtt sér rafmagn th .. .. rkunar. Loítc opna FYRIR nc. íuðu Loftleiðir nýja skriis. Jhicago og er það þriðj ofa félagsins í Bandaríkjunu .;, en hinar eru í New York cg . an Francisco. Chicago - ian er við 37 South Wai .eet, sem er á næsta hc Palmer House, en það er ifrægasta gisti- hús bor' t þessu hverfi eru skrifstc;ui flestra stóru flugfélaganna, og hefur því vel tekizt tir ■ . hiisnæði þessu. í Chica:, nágrenni býr margt fólk a’ skandinaviskum uppruna cg s oda því vonir til, að hin au rmi meðal þess á starfse úða muni vprða til þess að a' a ’élaginu nýrra og góðra vi5 ina. Bendir sú reynsla, sem þegar er fengin af starfseminrd hinni nýju skrif- stofu, til þess. Um næs.: ránaðamót munu Loftleiðir r a ferðir sínar til Bandankjanna úr þrem upp 1 fjórar í vi dverri. Sumaráætl- tjnin hefs; ) maí, og verða ferðirnar þa i. m. k. 5 í viku hverri milli Bandarikjanna og meginlands Evrópu, með við- komu í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.