Morgunblaðið - 11.04.1956, Síða 8

Morgunblaðið - 11.04.1956, Síða 8
8 MUKGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 11. apríl 1936 í>r§»l>lW>iífo (Jtg.: H.í. Arvakur, Reykjavík, Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason fré Vigui Lesbók: Árni Óla, sími 3045 Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsaon. Ritstjóm, auglýsingar og aígreiösla Austurstræti 8. — Sími 1606. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanland* f lausasölu 1 króna eintakið ÚR DAGLEGA LÍFÍNU S ano X anza óyng-ur á ný Utonríkis- og öryggismálin eiga ekki að vera pólltískt kosningabitbein MEGINHLUTA íslendinga er nú orðið það ljóst, að Fram- sóknarflokkurinn hefur gert ut- anríkis- og öryggismál íslands að pólitísku kosningabitbeini. Hann hefur rofið einingu lýðræðis- flokkanna um þessi þýðingar- miklu sjálfstæðismál og notað kommúnista og fylgilið þeirra til þess að rjúfa samvinnu lýðræðis- aflanna og sniðganga samninga Islands við bandalagsrfki sín. Hver er ástæða þess að Fram- sóknarflokkurinn hefur hagað gerðum sínum svo ábyrgðarlaust og heimskulega? Til þess að finna hana er nauðsynlegt að líta nokkuð um öxl. Framsóknarmenn urðu fyr- ir miklum vonbrigðum í síðustu Alþingiskosningum. Þeir höfðu gert sér miklar vonir um, að vinna verulega á. En niðurstaðan varð sú, að þeir töpuðu tveimur kjördæmum, einu í Reykjavík til hins nýstofnaða Þjóðvarnar- flokks og Vestur-Skaptafells- sýslu til Sjálfstæðisflokksins. — Á valdi óttans Síðan þetta gerðist hafa Fram- sóknarmenn algerlega verið á valdi óttans við áframhaldandi atkvæðatap. Hræddastir hafa þeir verið við Sjálfstæðisflokk- inn og Þjóðvamarflokkinn. Þeir þorðu að vísu ekki að neita stjómarsamvinnu við Sjálfstæð- ismenn um rafvæðingu landsins og raforkutillögur Jóns Þorláks- sonar og Jóns á Reynistað, um- bætur í húsnæðismálum og á- framhaldandi atvinnulífsupp- byggingu. En þeir gengu nauð- ugir og hræddir út í þetta sam- starf og téðu tækifæris til þess að svíkja það. Hinir „bæjar- radikölu" í flokknum ólu stöð- ugt á rógi um Sjálfstæðisflokk- inn og töldu nauðsyn bera til þess að elta Þjóðvarnarmenn uppi, með því að nálgast stefnu þeirra í utanríkismálunum. — Þannig ætlaði Framsókn sér að koma hinum nýja flokki fyrir kattarnef. Úrræðið sem til var gripið í þessu skyni varð svo það, að rjúfa einingu lýðræðis- flokkanna um öryggismálin og reyna að láta líta svo út, að Sjálfstæðisflokkurinn vildi einn standa við þá stefnu, sem lýðræðisflokkarnir höfðu all- ir markað cg skipað sér um. Ábyrgðarlaus málsmeðferð Allir iýðræðisflokkamir hafa frá upphafi verið þeirrar skoð- unar að hið erlenda varnarlið ætti ekki að dvelja hér stund- ir.ni lengur en öryggi fslands og bandalagsþjóða þess krefðist. — Um þessa skoðun ríkti ekki og ríkir ekki enn allra minnsti ágreiningur milli lýðræðisflokk- anna. Það er hin ábyrgðarlausa meðferð Framsóknarmanna á þessum þýðingarmiklu málum, sem ágreiningurinn stendur um. Utanríkisráðherra Framsóknar 'minnist ekki á það einu orði i 'ríkisstjórninni, að flokkur hans byggist beita sér fyrir uppsögn ' vamarsamningsins án þeSs að hafa nökkurt sámráð við banda- lagsþjóðír okkar um öryggishlið þess, eins og gert var þegar varn- arsamningurinn var gerður árið 1951. Hann gerir hvorki ríkis- stjórninni né Alþingi nokkra grein fyrir þeim breyttu við- horíum, sem hann telji vera fyr- ir hendi. Sjálfur samþykkir hann á fundi Atlantshafsbandalagsins , 16. desember s.l. a.ð þörf sé aukinna varna hinna frjálsu ! þjóða og að „andinn frá Genf“ : breyti þar engu um. Nú telur þessi sami utanríkis- ráðherra, að einmitt „Genfar- j andinn“ réttlæti þá stefnu, sem flokkur hans héfur tekið í ör- yggismálum íslendingaM Þannig stangast allt á hjá hinni ráðlausu og ábyrgðarlausu utanríkisforystu Framsóknar- flokksins. Ástæða þess er einfaldlega sú, að það er óttinn við atkvæðatap, sem ræður öllum gerðum henn- ar. Það er þannig ekki umhyggjan fyrir öryggi og hagsmunum ís- lands og íslenzku þjóðarinnar, sem ráðið hefur aðgerðum Fram- sóknarmanna í öryggismálunum heldur pólitísk spákaupmennska. Þetta er ömurleg staðreynd, sem þó verður ekki sniðgengin. Hún blasir við augum allra hugsandi manna í dag. Heimurinn mátti ekki vita það Það sýnir furðulega ósvífni' þegar málgögn Framsóknar fjargviðrast yfir því, að frétta- ritarar erlendra fréttastofnana hér á landi skuli hafa látið öll sjónarmið gagnvart því, sem gerzt hijfur í öryggismálunum á Albingi, koma fram í skeytum smum. Það er sannað að frétta- ritari Reuters hér á landi hefur sent fréttastofu sinni ítarlegt st.aðfest. samtal við utanrikisráð- herra íslands. þar sem túlkuð er greinileva afstaða hans og Fram- sóknarflokksins Svo ætlar Tím- inn að ærast yfir því, að einnig hefur verið skvrt frá siónarmið- um annarra flokka í þessu máli. Mikill hluti íslendinga lítur á sambvkkt þá, sem Framsókn beitti sér fyrir á Alþingi sem hreina kosningabrellu. Vitanlega bar fréttaritaranum að segja frá þeirri skoðun eins og öðru, sem máli skipti. Tíminn hefiir þessvegpia krafizt hess að fréttir af kosn- ingabralli flokks hans yrðu ekki sagðar út um heiminn. Það er hann sem hefur krafizt þess að fréttir héðan væru falsaðar. Þeir, sem sagt hafa frá því, sem gerzt hefur og frá þeim sjónarmiðum, sem uppi eru meðal íslendinea, hafa hins vegar gert skyldu s:na við heiðarleean og hlut- lausan fréttaflutning. . Það er rétt, sem beir Ólafur Thors og Jóhann Hafstein bentu á í ræðum sínum um öryggis- • málin í fyrrakvöld. að það eykur ekki á virðingu íslands, hvoiki, inn á við né út á við, ef við hættum öryggi okkar og ná- grnnnaþjóða okkar mrð þvf áð hafa varnarmálin að bitbeini. í koshirígum. En Framsóknarflökíc- urinn hefur gert sig sékan' um það ábyrgðarlausa ath&fi. ♦ MARIO LANZA er nú aftur kominn á kvikmyndatjaldið. Eins og kunnugt er hefur hann ekki leikið í kvikmyndum í nokkur ár, en fyrir skömmu tókust samning- ar íneo nonum og emu kvik- myndafélaganna í Hollywood, og fyrsta myndin er begar komin á markaðinn. Við höfum flest séð Lanza í kvikmynd, og einna fræg- astur hefur hann orðið fyrir leik sinn í myndmni ndisiegasta nótt ársins“. ★ ★ ★ ♦ MARIO LANZA er Banda- rikjamaður — af ítölsku bergi brotinn. Sagt er, að hann hafi verið einn mesti húðarletingi til vinnu, sem fæðst hefur undir sólinni, því að hann hatði aldrei unnið handartak, þegar hann hélt upp á 20 ára afmæli sitt. Ekki var það vegna þess, að hann væri af ríku fólki — heldur var hann einkabarn, sem pabbi og mamma vildu gera allt fyrir. Þótt undar- legt megi virðast hefur Mario atdrei lært að syngja, og getur naumast lesið nótur. Fram til tvítugs er sagt að hann hafi aldrei ge"* annað en hlusta á hljóm- plötur, og hafi Caruso verið uppá haldssöngvari hans. Frá morgni til kvölds lék Mario Caruso-plöt- ur — og söng með. Hann vildi verða söngvari, en hafði hvorki efni á því, eða nennti að læra. ★ ★ ★ ♦ EN þannig hagaði atburðarás- inni, að Mario komst í kynni við umboðsmann kvikmyndafélags eins í Hollywood — og urðu þeir hrifnir af hinni geysilega þrótt- rnixiu rödd, sem Mario bjó yfir. Jæja, Mario söng — og söng, og var vel fagnað. Hann fylltist of- metnaði og varð nær óviðráðan- ttgur. Að toKum íór svo, að for- ráðamenn kvikmyndafélagsins gáfust algerlega upp á því að lidia hann — og nú lagðist hann i öskustóna á ný. ★ ★ ★ A EN nú er hann aftur í Holly- wood, eins og áður segir. Þessi n ia mynd fjallar um ungan fátækan mann, sem hefur efni- lega söngrödd — og það er auð- vitað Mario Lanza. En hann hitt- ir unga, fallega og ríka stúlku (Joan Fontaine), eins og lög gera ráð fyrir í kvikmyndum, og hjálp ar hún honum til mennta. Síðan takast með þeim miklar ástir •— og er þá kysst og faðmað í all- mn á að koma fram í fyrsta óperuhlut i.)u — Utello í Metropolitan óperunni í New York, bregst hon um KjdiitUr — og strýKur hann með myndhöggvara nokkrum suður til Mexico. Þar leggst hann ' hh/al?an.J,i shripar: „Hann virðist ætla að brjóta allt, i<egar hunn opnar munninn". í óreglu — og drekkur mikið.'' Nokkrir metrar af filmu sýna Mario ofurölvi, en þá heíjast koss arnir á ný, því að ekki er hörgull á seniorítum í Mexico. Barnavagnar í umferðinni IBRÉFI frá „Báru“ segir m.a.: „Kæri Velvakandi! Fyrir alllöngu sá ég í þættinum þínum ávítur til mæðra, hve óvar lega þær færu að, er þær ækju barnavögnum um götur bæjarins. Það væri algengt hjá þeim, þegar þær t.d. ækju niður Laugaveg- inn, að aka barnavagninum á sjalfri akbrautinni innan um alla hina öru og hættulegu bifreiða- umtex'ð. Það má víst vera, segir Bára, að þetta geti verið hættulegt. en samt eru þess aðeins örfá dæmi, að af þessu hafi orðið nokkur slys. En ég skrifa þetta bréf til þess að segja þér, að við eigum ekki margra kosta völ. Sums- staðar eru gangstéttir svo mjóar, að barnavagn kemst ekki fyrir á þeim. En þó er það annað sem veldur enn meira, að það er ekk- ert þægilegt, þegar við mæðurnar ökum barnavagni um göturnar að þurfa sífellt að vera að fara upp á gangstéttir og ofan af þeim. Slakki á götuhornum. G skal benda þér á það, að ef ég ek barnavagninum mínum innan frá Snorrabraut, eftir Laugaveginum, Bankastræti og Austurstræti, að Morgunblaðs- húsinu, þá þarf ég hvorki meira né minna en 26 sinnum að aka vagninum upp á gangstétt og nið- ur af gangsfétt aftur. En. gang- stéttarbrúnirnar á þessari leið eru nær allar mjög háar og erfitt að mjaka vagni yfir þær. En þess vegna skrifa ég þér, að ég vildi biðja þig um að koma á framfæri tillögu frá mér um það að sá háttur verði tekinn upp á götuhornum, að svolítill slakki mátúlegur að breidd fyrir barna- vagna verði gerður til þess að gera leiðina greiðari fyrir okkur mæðurnar. Þetta myndi ekki kosta mikla breytingu, aðeins um 60 cm. breitt skarð í brúnina og slakka frá því. Ef þetta væri gert, þá er ég viss um, að sá siður yrði niður lagður, að mæður aki barnavagni sínum um akbraut bifreiða með öllum þeim hætt- um. Bára. Verkfræðingum til athugunar. EG þakka Báru bréfið og vil taka undir tillögu hennar. Ég vildi bæta því við um leið, að verkfræðingar, sem eiga að teikna og sjá um götulagningu verði skyldaðir til þess að aka sjálfir barnavagni um bæinn svona einn dag á ári, til þess að kynnast þessu af eigin raun Hér eins og á svo mörgum öðrum sviðum, skortir á að sérfræðing- arnir afli sér raunhæfrar reynslu með því að taka sjálfir þátt í hinu daglega lífi og striti fólks- ins. „Jetta“ fyrir „þrýstilofts flugvél“? NÚ er ég strax farinn að fá bréf varðandí þetta voðalega orð „farþegaþrýstiloftsflugvél", en ég hét sem kunnugt er 250 kr. verð- launum, hverjum þeim sem fyndi nýtt og handhægt orð yfir þetta. Ég ætla ekki strax að fara að segja frá þeim uppástungum, sem fram hafa komið, er ekki ánægð- ur með neina. En getur hugsazt að það sé hægt að finna einhverja útleið með einni tillögunni, sem fram hefur komið. Það er að taka bara upp enska orðið „jet“ og kalla þrýstiloftsflugvél ,Jettu“, þ. e. „jetta, um jettu, frá jettu, til jettu“ og þá yrði sagt „far- jetta" og „stríðsjetta". Þetta er að sjálfsögðu ákaflega stutt og handhægt orð. En ég er einnig vantrúaður á, að þetta orð nái nokkurri festu í málinu. Það er frekar óviðkunnanlegt orð. En getur nú ekki verið, að einhvers staðar í nánd við þetta orð finnist hliðið að þessu máli. Ég beini því til hins margfróða og smekkvísa íslenzka almennings, sem t.d. leiddi hið ágæta orð „jeppi“ af bandaríska orðinu „jeep“ að Kjálpa nú til og Senda sínar til- lögur. ★ ★ ★ * SENNILEGA kemur myndin hmgao mnan sicainms, svo ao eKKi er vert að haida lengra áxram. En ohætt er að íullyröa, að her er enginn mysuostur á ferðinni, ef marKa ma urnxnæxi DanuaxiSKra blaða. Segja þau myndina mjög sKemmtnega, „þó að Mario leiki aidi'ei nema á exnn veg". Söngur- inn er sá sami og áður, en hvað um það — morgum Iinnst hann skemmtilegur. „Hann er allt of sxenvUi — segja ixestir — „og hann virðist ætla að reyna að brjoia axxc, þegar nann opnar rnunnmn". Einn gagnrynendanna sagði jafnvel, að hann þyrfti ekki að opna murxninn, til þess að tjá krafta sína, því að hann „virðist ætla að kasta píanói upp á tiundu hæð, þegar hann xyftir annari augabrúninni". En Mario Lanza skellir skollaeyrum við öllu slíku. Hann veit hvað hann vill — og hann veit hvað hann er. Hann er ekKi sardina í lokaðri dós. Eijúi fbgvéjariRaar sprakk í icdinpu EGILSSTÖÐUM, 10. apríl. — Um hádegisbilið í dag vildi óhapp til er ein af Dakotaflugvélum Flugfélags íslands var að lenda hér. Engan sakaði þó. Þegar flug- vélin settist sprakk hjólbarðinn á hægra hjóli flugvélarinnar. Flugstjórinn í þessari ferð var Pétur Pétursson óg átti ég sam- tal við hann í dag um þetta óhapp. Kvaðst Pétur hafa orðið þess var er flugvélin snerti flug- brautina, að hjólið var sprungið og því hafi flugvélin látið mjög illa að stjórn í lendingunni og rann út í aðra brún flugbrautar- innar, en flugstjórinn kvað ekki neina hættu hafa verið á ferð- um. En af sjónarvotturn hér er það talið, að við hafi þurft sérstakt snarræði flugstjórans til þess að bjarga flugvéiinni frá meiri hátt- ar skemmdum, en hún er ó- skemmd þar sem hún stendur á flugbrautinni. í kvöld er væntan- leg flugvél frá Reykjavík með varahjók — Á.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.