Morgunblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. maí 1956 « Otg.: H.L Arvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Rits'jóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.) Stjómmálaritstjósi: Sigurður Bjarnason frá Vigw. L»esbók: Arni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinwwnx Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsl*: Austurstræti 8. — Sími 1600 Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. f lausasölu 1 króna eintakið. Sú ógæfo mú nldrei hendo verkalýðinn nftur ÚR DAGLEGA LÍFINU 3éiöm vvú ^Jdiitíeró hejuv veuvizt /V t, //. L dloiviI e,ur vrelóiviiA, long, HINN 1. maí, á hátíðisdegi verkalýðsins um víða veröld, er ástaeða til þess að staldra við og athuga, hver séu stærstu hags- munamál vinnandi fólks um þess ar mundir. Þá ber einnig að fagna því, sem áunnizt hefur í barátt- unni fyrir bættum lífskjörum og betra og fegurra lífi. Stærsta hagsmunamál ís- lenzks verkalýðs j dag er að auka kaupmátt launanna og treysta grundvöli atvinnulífs- ins. Undanfarin ár hefur verið mik- il og góð atvinna í svo að segja hverju byggðarlagi landsins. — Aflabrestur í einstökum ver- stöðvum hefur að vísu skapað vandkvæði. Fólk hefur orðið að leita frá heimahögum sínum þangað, sem atvinnan hefur verið varanlegri. Það er eitt af verkefnum nú- tíðar og framtíðar að útrýma hinu tímabundna atvinnuleysi í einstökum landshlutum. Það verður helzt gert með því að út- vega þangað ný og betri fram- leiðslutæki. En yfirleitt má segja, að vandamál atvinnuleysisins hafi ekki knúð dyra hér á landi síð- ustu árin. Atvinna hefur verið mikil og varanleg. Og tekjur verkalýðsins hafa verið vaxandi og velmegun aldrei meiri. Verðbólgudraugurinn rekur upp hausinn En verðbólgudraugurinn hefur á ný rekið upp hausinn og ógnað afkomu almennings. Með hinum pólitísku verkföllum, sem komm- únistar og fylgilið þeirra hafði forystu um á s.l. ári var kapp- hlaup hafið milli kaupgjalds og verðlags. Það stendur enn. Og Framsóknarfiokkurinn hefur nú endanlega ákveðið að hindra framkvæmd þeirra tillagna, sem Sjálfstæðismenn lögðu fram í ríkisstjórninni um ráðstafanir til þess að stöðva vöxt dýrtíðarinn- ar. Vöxtur dýrtíðarinnar er stærsta hættan, sem steðjar að afkomu- öryggi íslenzks verkalýðs í dag. Hallarekstur atvinnutækjanna hlýtur fyrr eða síðar að leiða til minnkandi atvinnu og þverrandi framkvæmda í landinu. Þess vegna ber höfuðnauðsyn til þess, að hlutur framleiðslunnar verði réttur og henni skapaður heil- brigður rekstrargrundvöllur. Sjálfstæðisstefnan og tímakaupið Andstæðingar Sjálfstæðisflokks ins hafa oft haldið því fram, að hann væri verkalýðnum óvin- veittur vegna þess, að hann hef- ur stundum varað við hækkun tímakaupsins, ef skilyrði hafa ekki verið fyrir hendi hjá fram- leiðslunni til þess að rísa undir henni. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur einmitt sýnt það með slík- um aðvörunum, að hann vill verkalýðnum vel. Verkalýðurinn græðir ekki á þeirri hækkun tímakaupsins, sem slcapar sam- drátt og hallarekstur hjá at- vinnuvegunum. Hátt tímakaup á pappírnum er gagnslítið ef vinnustundunum fækkar og at- vinnutækin stöðvast. Sjálfstæðismenn telja að kaupgjaldið eigi að vera eins hátt og framleiðslan getur greitt, en heldur ekki hærra. Og þeir hafa haft forystu um að útvega þjóðinni sem bezt og fullkomnust tæki. Á þann hátt hefur hún getað aukið framleiðsiu sína og þar með arðinn af starfi sínu. Ný og fullkomin tæki geta borgað hærra kaupgjald en gömul og úreit. Þannig hefur Sjálfstæðisflokk urinn átt ríkastan þátt í raun- hæfustu kjarabótunum, sem ís- lenzk alþýða hefur öðlazt á liðn- um tíma. Hann hefur haft for- ystu um það, að fjármagn þjóð- arinnar hefur verið notað til þess að fá verkamönnum, sjómönnum og bændum ný og betri tæki til þess að bjarga sér með og auka afköst sín. Betri aðbúnaður — þrældómnum aflétt Það er vegna þessa forystu- starfs Sjálfstæðismanna, sem þrældómnum hefur verið létt af þúsundum manna á íslandi. Tækni hins nýja tíma hefur verið hagnýtt til þess að létta störf fólksins og bæta allan að- j búnað þess, bæði á vinnustöðv- j unum, um borð í skipunum og á heimilum þess. Framsýni Sjálf- j stæðismanna í uppbyggingu at- vinnulífsins hefur þannig haft hin heillaríkustu áhrif á líf og starf íslenzku þjóðarinnar. ★ UNDANFARNA daga hefur sterkur orðrómur verið uppi um það í V-Þýzkalandi, að stríðs- glæpamönnunum fimm, sem í haldi eru í Spandau-fangelsinu, verði sleppt úr haldi innan skamms. Hernámsveldin fjögur gæta fangelsisins til skiptist jafn langan tíma í senn. Þegar gæzlu- tími Rússa var útrunninn fyrir nokkru buðu þeir fulltrúum Vest urveldanna til mikilla veizlu- halda, og kom þá upp kvittur um að eitthvað væri á döfinni við- víkjandi fangelsissetu fimm- menninganna. Ekki hefur samt verið gefin út nein opinber til- kynning um þetta — og er hér aðeins um að ræða orðróm, eins og fyrr getur. □ ♦ □ ýý ÞEIR, sem nú sitja í Spandau, voru allir dæmdir í Nurn- berg — og hlutu allt frá tíu ára fangelsisdómi — til ævilangs dóms. í upphafi voru fangarnir sjö, en tveim þeirra var sleppt fyrir skömmu — þeim Reader, fyrrverandi stóraðmíráli, og Neurath, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Hitlers. Var þeim báð- um sleppt vegna heilsubrests. Þeir, sem enn sitja eftir, eru Hess, Funk, Von Schirach, Speer og Dönitz. □ ♦ □ ★ HESS var dæmdur í ævi- langt fangelsi. Mikið þunglyndi hefur sótt hann að undanförnu, og er hann sagður ganga fram og aftur um klefa sinn — í þungum ( þönkum — og oft heldur hann miklar æsingaræður yfir sjálf- um sér, til þess að undirbúa sig undir frelsið, að því er hann seg- ir. Hann fæst annars sjaldan til þess að mæla orð frá vörum við fangaverðina, og er yfirleitt eins og ljón í vígahug. Fyrir skömmu spurði einn fangavarðanna hann að því, hvort hann vildi ekki taka sér eitthvað nytsamt starf í hend- ur — og t.d. gæti hann vökvað garðinn, sem föngunum hefur nú VeU andi ólri^ar: Spor hræðslubandalagsins En einu sinni fór stjóm Fram- sóknarflokksins og Alþýðuflokks- ins með völd á íslandi. Það var á árunum fyrir síðustu styrjöld. Þá grotnuðu atvinnutækin niður, j togaramir ryðguðu, vélbátarnir, i fúnuðu. Atvinnuleysi varð mik- j ið og tilfinnanlegt. — Pólitískt nefndaofríki, höft og bönn settu svip sinn á þjóðlífið. Enginn fslendingur vill að slík- ir tímar komi aftur. En Fram- sókn vill fá að stjórna landinu ein með slitrum af hinum marg- klofna Alþýðuflokki. Og verka- fólkið þekkir fjandskap hinnar gömlu maddömu í þess garð. Sú ógæfa má aldrei henda íslenzkan verkalýð, að hér komist á stjóm svipuð þeirri, sem leiddi atvinnuleysi og ör- birgð yfir hann á árunum fyr- ir síðustu styrjöld. Sem betur fer er ekki mikil hætta á að hræðslubandalagið fái aðstöðu til stjórnarmyndunar eftir kosningar í sumar. En á því fer vel, að verkalýðurinn geri sér það ljóst, einmitt á hátíðis- degi sínum, 1. maí, að Fram- sóknarflokkurinn er hans versti fjandmaður. í kjölfar Framsókn- arstjórnar hafa alltaf siglt erfið- leikar og þrengingar fyrir verka- lýðinn, ef Framsókn hefur feng- ið að ráða ein. Og hún ræður ein þótt örfáir fylgislausir em- bættiskratar hangi í pilsföldum hennar. Morgunblaðið flytur íslenzk- um verkalýð árnaðaróskir á hátíðisdegi hans lun leið og það lætur þá von í ljós, að lífskjör hans megi halda áfram að batna og félagsleg- ur þroski hans að aukast á komandi árum. jj hefir skrifað mér og 1 • T • kvartar yfir því að hann hafi verið órétti beittur. Mála- vextir eru þeir, að laugardag einn fyrir nokkru fór hann með bifreið sína á smurstöðina Klöpp til að fá hana þar smurða. Þetta var um kl. 11,30 árdegis og er hann kom að Klöpp var honum tjáð af verk- stjóranum, að stöðin væri lokuð. — Við því var ekkert að segja, og ætlaði P.V. að snúa heim við svo búið. En í því kemur þar að önnur bifreið, bílstjóri hennar hefir tal af einum starfsmanni stöðvarinnar og er bifreiðinni ekið inn og tekið að smyrja hana umsvifalaust. — P.V. spyr þá enn, hvort hann fái ekki sína bif- reið smurða en er svarað sem fyrr að búið sé að loka, svo að það korni ekki til mála. — „Mér finnst slík þjónusta fyrir neðan allar héllur“ — segir P. V. — „og ég þarna greinilega órétti beitt- ur. — Eða hvað finnst þér, Vel- vakandi minn?“ Bar engin skylda til. TIFÉR finnst, P. V. góður, að ItI smurstöðin hafi verið þarna í fullum rétti að neita þér um að smyrja þína bifreið, úr því að komið var fram yfir lokunar- tíma. Sennilegast þykir mér, að umræddur maður, sem kom þarna að og fékk þegar afgreiðslu hafi þekkt starfsmanninn, sem tók að sér að smyrja bifreið hans og hafi þannig gert það í sínum frístundum til að gera kunningja sínum greiða, án þess að honum bæri nokkur skylda til þess. — Þó er þetta tilgáta mín aðeins, en hvað sem því líður finnst mér P. V., að ásökun þín á hendur smúrstöðinni sé ekki á rökum reist. Malenkov í London. EFTIRFARANDI saga er sögð af Malenkov fyrrv. forsætis- ráðherra og núverandi raforku- málaráðherra Ráðstjórnarríkj anna en hann var sem kunnugt er boðinn til Lundúna fyrir nokkru og dvaldist þar um tíma. — Blaðið gefur í skyn, að ráð- herrann hafi gengið vel í augun á ensku kvenþjóðinni og verið brosleitur og stimamjúkur, svo að til var tekið. Dag einn var hann í heimsókn í verksmiðju einni í London. Veit- ir hann því eftirtekt að einn verkamannanna er með svart bindi um annað augað. „Hafið þér meitt yður?“ „Já, sir“. „Þegar verkamaður verður þannig fyrir slysi heima hjá okk- ur í Rússlandi, bregðum við skjótt við og setjum kindarauga í hann, í stað skemmda augans — og hann sér betur en nokkru sinni áður.“ Drýgindalegt bros lék um varir Lundúna-verkamannsins er hann svaraði: „— Jakob Smith, verkstjórinn okkar, var svo óheppinn að missa aðra hendina í fyrra. Almanna- tryggingarnar hjá okkur létu strax græða á hann kýrspena í stað fingranna og nú gerir hann ekki einungis það sem hann vill með þessum nýju fingrum, held- ur hafa þeir, síðan í haust, mjólk- að 10 merkur á dag“. UTVARPSHLUSTANDI kvart- ar yfir því, hve dagskráin fyrir vikuna sé í seinni tíð lesin á óreglulegum tímum, svo að hún fari oft og einatt fram hjá hlust- endum. Um langt skeið var viku- dagskráin lesin á fimmtudögum á undan kvöldauglýsingum og frétt um. Hvers vegna — spyr útvarps- hlustandi — mátti ekki halda þeirri venju? — Er þessari kvört- un hér með komið á framfæri ráðamönnum útvarpsdagskrárinn ar til vinsamlegrar athugunar. verið leyft að rækta. „Láttu Dönitz gera það. Hann hefur leg- ið í vatni allt sitt líf“, svaraði Hess. □ ♦ □ ★ VON SCHIRACH, fyrrver- andi ynrmaöur „Hitlers- æskunnar“ svoneindu hlaut 20 ár fangelsosdóm. Hann er nú 47 ára að aldri — og virðist ekki eiga sæla daga. Von 'Schirach, maðurinn, sem eitt sinn hvatti þýzka æsku tii þess að sýna heim- inum, að nun gæii poiað míklu meira en allir aðrir, hefur nú gef- ið upp alla von. Ariö 1949 barst honum bréf frá konu sinni, sem tjáði honum, að hun heíði’ sótt um skilnað. I tið Hitlers var konu Schirachs lýst á þann veg, að hún væri „ímynd sannrar húsmóður“. □ ♦ □ A SPEER er nu 49 ára og hlaut 20 ára fangelsi. Hann er sá fanganna, sem tekur fangelsis- vistinni með mestu jafnaðargeði. Hann er yíineitt glaðlyndur, horfir björtum augum til fram- tiðarinnar — og er vongóður um að allt faii vel. Hann er sólginn í að lesa allt sem hann nær í, vill kynnast ölm, og reynir að fremsta megni að undirbúa sig undir þann aag, þegar hann getur farið að liía iiii smu á ný. Kona hans og börn hafa komizt vel af og lifa nú í miklum vellystingum. □ ♦ □ ★ FUNK hlaut lífstíðar fang- elsisdóm. Hann er nú orðinn 64 ára, kvartar yfir öliu, þolir ekkert, segizt alltaf vera veikur — sem sé: Hann er orðið hrumt gamalmenni. Fangarnir hafa leyfi til þess að skriía eitt bréf í viku til ástvina sinna. — Funk skriíar viðstöðulaust, og þegar hann getur sent bréfið, sem oft- ast nær er eins og þykk bók; byrj- hann á því næsta — og skrifar alla vikuna út. □ ♦ □ ★ SVIPAD er komið fyrir Dön- itz, sem er nú 67 ára. Hann hlaut ekki nema 10 ára fangelsis- dóm, svo að vist han í Spandau fer nú óðum að styttast. Síðan þeim Reader og von Neurath var sleppt úr haldi hefur Dönitz sí- fellt verið að kvarta undan slæmri heilsu, en læknar fullyrða að ekkert gangi að honum. Hann er sá fanganna, sem einna minnst hefur látið af fyrri hegðun og hugsunarhætti. T.d. fæst hann sjaldan til þess að mæla orð frá vörum — nema þegar hann kvart ar við yfirvöld fangelsisins yfir lasleika, Sá eini, sem hann er sagður getað yrt á, er Speer. — Hann forðast að lenda í samræð- um við hina meðfanga sína — og kalla þeh- hann í háði „miðstétta- rósina“. Inga, kona Dönitz er að- stoðarlæknir í sjúkrahúsi í Ham- borg. Hún hefur nýlega látið það uppi, að hún vonist til þess að sjá mann sinn — ekki síðar en í október í haust. Einnig heldur hún því fram, að v-þýzka stjórn- in verði neydd til þess að greiða manni sínum allhá eftirlaun, en ekki fær hún góðar undirtektir — eins og vænta má.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.