Morgunblaðið - 13.05.1956, Síða 10
10
MORGUNBLABIB
Sunnudagur 13. maí 1954
Gluggatjöldum
■ ■■
V ■
Mikið úrval
af allskonar
Poplin KÁPUM
RIFSKÁPUM
Corrjroy KÁPUM
|p
.
Nýjasta tízka
Glæsilegt úrval af
SÓLFÖT
SÍÐBUXUR
TÍZKU LITIR
B L Ú S S U R
PEYSUR
PILS
Jóhanna Þorgrímsdóttir
Minningarorð*
'Á MORGUN verður til moldar
borin Jóhanna Þorgrímsdóttir,
Sörlaskjóli 32, sem lézt í Landa-
kotsspítala þann 30. fyrri mánað-
ar, eftir stutta en stranga sjú'k-
dömslegu.
Jöhanna var fædd 26. apríl
1919 í Miðhlíð í Barðastranda-
hi'eppi, Barðastrandasýslu, og
Stóð því í blóma lífsins þegar hún
skyndilega kenndi þess meins, sem
leiddi hana til d'auða.
Mér kemur ekki til hugar að
reyna hér að lýsa tilfinningunni
Sem eiginmaður, börn, foreidrar,
Systkini og aðrir vinir, bera í
brjósti við hið snögglega fráfall
Jóhönnu, ungrar móður og ást-
ríkrar konu, með fimm ung börn.
Okkur setur hl.jóða þegar slí'kir
atburðir gerast og eigum erfitt
með að skilja þá skapadóma, en
vegna okkar sjálfra, sem eftir
lifum, reynum við að' halda okkur
við þá trú að öll él birti upp um
síðir.
Jóhanna Þorgnímsdóttir var
í fædd á vordegi við Breiðafjörð-
| inn fagra. Hún unni sveitinni
: sinni, þar sem hún hafði alist
! upp hjá ástrfkum foreldrum, Þor-
j grími Ölafssyni og Jónínu Ólafs-
dóttur í Miðhlíð í Barðastranda-
hreppi. Fyrir vestan voru einnig
flest systkini hennar og æskuvin-
^ir. —
t Um líkt leyti og Jóhanna flutt-
ist til! Reykjavíkur, kynntist hún
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Valtýr Eysteini Magnússyni og
átti með honum fimm böm, það
yngsta áns gamalt og það elzta
9 ára. Áður hafði hún eignast
dóttur, Unni, sem ólst upp hjá
systur hennar fyrir vestan.
-j Jóhanna var nokkuð fáskiptin
Ikona, en 'hjartahlý við nánari
kynni, mjög bókhneigð var hún,
jen satnt hin prýðilegasta hús-
j, móðir, enda léku flest verk í hönd
I um hennar.
Við Ját Jóhönnu er þung og örð-
ug reynsla lögð á herðar eftirlif-
;andi manni hennar, sár harmur
^kveðinn börnunum, foreldrunum
/og vipum.
V Enn er vor eins og þegar Jó-
1-Tiann’a fæddist í þennan heim og
Veflaust vorfagurt við Breiðafjörð
yeins og ávallt áður. En eigum við
jjjekki að vona að einnig handan
( við þann breiða f jörð, sem við að
{Viokum verðum öll ferjuð yfir, rísi
( fyrir stafni vorfagurt land.
í, S. H. M.
— Örvamælir
Frh. af bls. 2.
t«8 vér brjgðumst þessum skuld-
vbindingum. l>að er margyfirlýst o{í
Jikalí áréttað hér, að um er að
^Jræða varnarhandalag en ekki ár-
/ásaréattitök. íslenzkir hagsmunir
j'Cru, að öldur ófriðar hrjéiti ekki
unn yfir íslenzkar strendur. Vér
e trúum því, að namtök eins og
Norður-A tlatnshaf shandahigið sé
líklegi til þess að varðveita friðinn
í Evrópu.“
Þessi orð standa enn í ftgHu
pildi. En hversu „hollir þátttak-
j|pfhir‘f erum við fslendfngar nú
i þessum samtökum?
Benedikf Benedikts-
son sjötuguf
BENEDIKT BENEDIKTSSON,
bóndi á Sauðhúsum í Laxárdal
vestur, verður sjötíu ára á morg-
un, fæddur 14. maí 1886. Hann
var fæddur á Sauðhúsum, for-
eldrar hans voru hjónin Benedikt
Benediktsson og Þorbjörg Jó-
hannesdóttir. Hann ólst upp hjá
foreldrum sínum á Sauðhúsum en
fór frá þeim 21 árs, ráðsmaður
að Þorbergsstöðum. — Ári síðar
reisti hann bú á Kambsnesi en
fluttist þaðan árið 1924 að Sauð-
húsum, eignarjörð sinni, og hef-
ur búið þar síðan. Benedikt er
tvíkvæntur. Fyrri kona hans var
Jóhanna Stefánsdóttir, ekkja
Kristjáns hreppstjóra Tómasson-
ar á Þorbergsstöðum, hins kunna
bændahöfðingja. Giftust þau árið
1909, áttu eina dóttur, Kristínu,
húsfreyju í Reykjavík. Jóhanna
andaðist árið 1911. Árið 1915
gekk hann að eiga Herdísi Guð-
mundsdóttur frá Skörðum. Eiga
þau hjónin þrjú börn á lífi: Hug-
borgu, gifta Ólafi Jónssyni, kaup-
manni á Selfossi; Egil, kvæntur
færeyskri stúlku; og Guðlaugu
Mundu.
Þau Benedikt og Herdís hafa
búið á 'Sauðhúsum á fjórða tug
ára, með rausn og prýði. Sam-
hent vel um alla búsýslu, enda
er Herdís mesta búsýslu- og for-
standskona, greind prýðilega og
hagvirk. Benedikt er búmaður
góður og hirðumaður hinn mesti.
Hann hefur jafnan haft mjög
gagnsamt bú, enda fóðrað og hirt
fénað sinn prýðilega. Mjög hefur
hann bætt jörð sína og marg-
faldað töðufallið. Hafa þeir feðg-
ar, Benedikt og Egill, sem nú
tekur við öllum búsforráðum,
hýst Sauðhúsin stórvel. — Reist
stórt og vandað íbúðarhús úr
steini og einnig fénaðarhús og
hlöður. Sauðhús eru vafalaust
bezt setna jörðin í Laxárdal og
þótt víðar væri leitað.
Benedikt er maður hæglátur
og hávaðalaus, óáleitinn en þétt-
ur fyrir, ef á hann er leitað. —
Hann er vinsæll og traustur vin-
ur vina sinna. Hefur hann helgað
heimilinu störf sín, en þó ekki
komizt hjá því að vera valinn í
ýmsar nefndir og. trúnaðarstörf
fyrir hrepp sinn, sem hér verða
ekki taldar. Hann er greindur vel
og athugull, fastur fyrir í skoð-
unum, þótt ekki sé hann fjölorð-
ur um þær, enda friðsamur.
Nú um nokkur ár hefur hann
átt við vanheilsu að búa, en sinnt
hefur hann samt oftast hvers-
dagsstörfum. Hafa þau hjónin nú
selt hluta jarðarinnar í hendur
Agli syni sínum, sem virðist mjög
líklegur til efnisbónda.
Þökkum við hjónin þeim Bene-
dikt og Herdísi langa og góða
kynningu og óskum afmælisbarn-
inu Uangra og góðra lífdaga,
heilsu góðrar og glaðrar elli.
NYTT
ÚRVAL
IMý sending
SIIMAR-
KJÓLAR
NÝUNGAR!
PILSAEFNI
úr
LILLON
sem aldrei þarf
að straua
ÁTEIKNUÐ
SVUNTUEFNI
úr nælon
Austurstræti 10
Þorst. Þorsteinsson. vs-®<s^a<s<a<s>«<s-®-s>;»<s-a><s<s<s-:»<s-:a<s-=ft<»'®<s-a<s^a<5*a<s*«<S‘58<3-«<3-;a<2>‘5>«>5>*<5.'-s>5í-s>s