Morgunblaðið - 19.05.1956, Síða 9

Morgunblaðið - 19.05.1956, Síða 9
Laugardagur 19. maí 1956 MORGUN BLAÐIÐ Konan i haráttusœfinu a lista Sjálfstœðssmanna Stull heimsókn á heimiii frú RagælsikSar Heigadóltur, sem er i ÞÆR konur eru ekki margar, sem átt hafa sæti á Alþingi ís- lendinga. Ingibjörg H. Rjarnason skólastjóri var fyrsta íslenzka konan, sem settist á þingbekki. Hún var kosin árið 1923 og átti sæti á þingi fram til ársins 1930. Var hún landkjörin. Síðan átti Guðrún heitin Lárusdóttir sæti á þingi árin 1931 til 1938. Þá átti frú Kristín Sigurðar- dóttir sæti á Alþingi í um það bil tvö kjörtímabil sem landkjör- inn þingmaður og varaþingmað- Ur Reykvíkinga. Frú Auður Auðuns, forseti bæj arstjórnar Reykjavíkur, hefur einnig tekið sæti á þingi sem varaþingmaður um stuttan tíma. Allar eru þessar konur úr Sj álfstæðisflokknum. Sjálfstæðis- flokkurinn var fyrstur íslenzkra etjórnmálaflokka til þess að fá konum öruggt sæti á framboðs- listum. Enn fremur hafa átt sæti á þingi um skemmri tíma þær Katrín Thoroddsen læknir, Rann- Veig Þorsteinsdóttir lögfræðing- Ur og Soffía Ingvarsdóttir hús- frú. HNG KONA í BARÁTTUSÆTINU Við alþingiskosningarnar, sem fram fara 24. júní í sumar verður ung og glæsileg kona í barátt'u- eætinu á lista Sjálfstæðismanna i Reykjavík. Það er frú Ragn- hildur Helgadóttir, sem skipar 5. sætið á listanum. Hún er fædd hér í Reykjavík 26. maí árið 1930. Foreldrar hennar eru frú Kristín Bjamadóttir og dr. Helgi Tómasson yfirlæknir. Er móðir hennar látin íyrir nokkrum ár- um. Ragnhildur Helgadóttír tók stúdentspróf árið 1949. Innritaðist hún síðan í Háskóla íslands og hóf þar laga- nám. Fyrra htuta prófi lauk hún 1954 og býr sig nú undir em- bættispróf. Einnig hefir hún unn- ið með nárni sínu. Hún er gift Þór Vilhjálmssyni, sem einnig stund- ar taganám við Háskólann. Eiga þau hjón tvö börn, Helga, sem nýlega er orðinn 5 ára, og 5 mánaða dóttur, sem heitir Inga. LÍTH) OG LÁTLAUST HEIMILI Mbl. leit sem snöggvast inn á heimili þessara ungu hjóna í gær. Þau búa í gömlu timburhúsi, sem er bakhús við Laugaveg 66. Hafa þau þar íbúð, sem er 3 herbergi og eldhús. Þar eru nokkur mál- verk og teikningar á veggjum Og mikið af bókum. Á meðan ég stend við og drekk kaffisopa, þarf frú Ragnhildur tvisvar að skreppa niður vegna þess að grát- ur heyrist í barnavagni í garðin- um bak við húsið. En gráturinn þagnar og hús- móðirin kemur upp í stofuna að nýju. Frú Ragnhildur Helgadóttir er hlédræg og hæglát kona. En hún hefur haft áhuga á félagsmálum, allt frá bernzkuárum. Þegar hún var í Menntaskólanum í Reykja- vík hafði hún forystu um að Stofna Málfundafélag mennta- skólastúlkna og var fyrsti for- maður þess. Var markmið þess að veita menntaskólastúlkunum fræðslu og æfingu í meðferð fé- lagsmála. Þetta skólakvenfélag starfaði um skeið af þrótti og áhuga. í Háskólanum hefur frú Ragn- hildur Helgadóttir tekið tölu- verðan þátt í stjórnmálabaráttu stúdenta. Hún hefur verið vara- formaður í Vöku, fél. lýðræðis- sinnaðra stúdenta. Ennfremur átti hún sæti í stúdentaráði árið 1954—55. Mun hún vera fyrsta konan, sem þar hefur átt sæti: Meðal skólafélaga sinna hefur hún notið trausts og vinsælda. Auk þessa hefur Ragnhildur starfað í KvenstúdentaféJagi ÍS- lands og á hún sæti í stjóm þess. Frú Ragnhildur Helgadóttir. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Er ég ræddi við frú Ragnhildi barst talið að þátttöku kvenna í stjórnmálum. Hafði hún, svo sem vænta mátti, margt um það að segja og lagði áherzlu á, að það væri í raun og veru skylda allra einstaklinga kvenna og karla, að gera sér grein fyrir stjórnmálum lands síns. Hún taldi, að stundum væri fuilmikið gert úr- sér- stöðu kvenna, og væri senni- lega oft þess vegna, sem ung- ar konur væru tregar til þátt- töku í stjórnmálum. „Vissu- lega er ekkert starf eftirsókn- arverðara og gleðiríkara en að hugsa, um börn og heimili, en mér finnst, að meiri þátt- taka kvenna í opinberum mál- um geti iðulega samrýmzt þvi, og starfskraftar þeirra þannig nýtzt betur í þágu þjóðarinn- ar“. VEL MENNTUÐ OG GEÐÞEKK KONA Þannig komst frú Ragnhildur Helgadóttir að orði, þegar Mbl. leit inn á heimili hennar í gær. Þessi unga og geðþekka kona, sem er prýðilega menntuð, er áreiðanlega mjög vel til þess fallin að taka sæti á Alþingi sem fulltrúi ísl. kvenna. Sjál’f hefur hún ekki sótzt eftir þ\ú að takast þann vanda á hendur, sem felst í framboði hennar. En hún hefur haft áhuga á félagsmálum og þekkir sjónarmið og afstöðu ís- lenzkra kvenna til þjóðfélags- málanna. Hún er glæsilegur fulltrúi þeirrar æsku, sem á að erfa landið. Síðar mun henni gefast tæki- færi til þess að ræða áhugamál sín, íslenzkra kvenna og æsku- fólks. Hér hefur aðeins verið brugðið upp skyndimynd af yngsta frambjóðanda Sjálfstæð- isflokksins við þessar kosningar, sem jafnframt er eina konan, sem líkur eru til að nái kosn- ingu í sumar. Reykvískum kjósendum er það áreiðanlega ánægjuefni að eiga þess kost að stuðla að því með atkvæði sínu, að frú Ragnhildur Helgadóttir nái kosningu sem þingmaður Reykvikinga hinn 24. júní. S. Bj. Ferming í Akraneskirkju 20. nvai. (Séra Jón M. Guðjónsson) FERMINGARBÖRN: kl. 10,30 f.h. STÚLKUR: Aldis Lárusdóttir, Htiðarbraut 34 Árný Hafstein Kristjánsdóttir, iSuðurgötu 115. Brynja Pétursdóttir, Merkuteig 4. Díana Bergmann Valtýsdótir, iSunnubraut 16. Elín Björg Magnúsdóttir Vestur- götu 7!lib. Elsa Jónsdóttir, Laugavbraut. 28. Emih'a Ásta Júlíusdóttir, Vestur- götu 43. Friða Ragnarsdóttir, Sandabr. 6. Friðgerður Lilja Jóhannsdóttir, Suðurgötu 40. Guðriður Halldóra Halldórsdóttir, Kirk.jubraut 51. Guðrún Gunnardóttir, Steinstöð- um. Guðrún Hallvarðsdóttir, Vestur- götu 87. Guðrún Erla Jóbannsdóttir, iSkagabraut 8. Gunnur Axelsdóttir, Merkigerði 2. Ingibjörg Fanney iSigui’ðardóttir, Kirkjubraut 36. Margrét Halldóvs Armannnsdótt- ir, Sóleyjargötu 10. Ragnhildur Jón:na Sigurðardóttir, Bjarkagrund 11. DRKNGI.R: Atli Marinósson, Suðurgötu 97. Björn Ingi Finsen, Vesturgötu 42. Björn Sævarr Ingvai-sson, Still- holti 11. Dagbjartur Kort Dagbjartsson, Melteig 8. Davíð Þjóffleifsson, Skólabraut 19. Erlendur Daníelsson, Vesturg. 146 Gilbert Már iSkarpíhéðinsson, Kirkjubraut 53. Grétar Vésteinsson, Laugarbr. 26. Vésteinn Vésteinsson, Lauga- braut 26. Guðjón Guðmundsson, iSuðurg. 34. Guðmundur HIHelgi Sigurðsson, Kirkjubraut '7. Gunnar Hjörtur Gunnaisson, Vesturgötu 111. Hörður Þórleifsson, Bjarkargr. 15. Jakob Hendrik Daníel MattMas- son, Jaðarsbraut 11. Janus Hafsteinn Engilbertsson, iSuðurgötu 122. Jón Róbeit Jónsson, Heiðarbr. 39. Þórður Árnason, Suðurgötu 16. STÚLKUR: kl. 2.00 e.*». Ásdis Berg Einarsdóttir, Skaga- braut 34. Guðrún Fríða Júliusdóttir, Bakka- túni 24. Halldóra Jónsdóttir, Bakkat. 22. Hansíija Hannesdóttii', Suðurg. 23. Hansína Þói-arinsdóttir, iSuðurg- götu 106. Framb. á bls. 12 Stöðvuii varnarframkvæmdamka oy undran Framsóknar TÍMANUM brá í brÚK í fyrraiiag við þá frétt „í síðasta. eirjtata'* (blaðið meinar töhiblaði) „The White Falcon“, að hermála- ráðuneyti Bandaríkjanna hefði ákveðið að fresta um óákveðmtv tíma öllum framkvæmdmrri á íslandi, sem ekki hefðu ems. vsaiði gerðir samningar um, þar á meðál hafnargerð í Njarðvífc. Síig^ blaðið að þessi áhvörðun hefði verið tekin vegna „óvissu um fym- ætlanir íslands í sambandí við varnarliðið", og fór ekki dult undrun sína yfir því, að Bandaríkin skyldu haga sér svona „áðær en íslenzka ríkisstjórnin hefur sent formlega kröfu um endurskoðiuiv samningsins ‘ um varnarmálin. í gær er svo komið annað hljóð í strokkinn hjá Tímanum. Heföv blaðið áttað sig á þvi að ekkí færi vel á því að undrast né hneykst- ast, og segir nú: „Ákvörðunin sjálf kemur ekki á óvart.“ HVAÖ HÖFDUM VIÐ GERT FYRIR OKKUR? Eigi að síður verður samt að teljast í meira máta athyglteveri að í fyrstu skuli hafa dottið yfir Timann við fregnina um stöðvun varnarframkvæmda, og blaðið hafa sagt frá henni í önugiam t«n, „Af hverju er blaðið svona undrandi og gramt?“ spyr ÞjóðvIIjimn, „Er það ekki beín og sjálfsögð og ánægjuleg afleiðing af ákvörðnn Alþingis að Bandarikin hætti hernaðarframkvæmdum sinum her á landi?“ Oft heíur Þýóðviljínn spurt óskynsamlegar. En tónninn í Tima-frásögninní var allur eins og blaffiið víúúí spyrja: Hvað höfum við gert fyrir okkur — hvers eigum við að gjalda? Hver hefur eíginiega beðið Bandaríkin að staldra. við liugsa ráð sitt meðan þau biða eftir næstu kveðju frá okhur islenét ingum? Gæti ekki hugsazt að við vildum gjarnan fá t. d. þessa höfn í Njarðvík áður en herlnn fer af landi burt? Væri ekki clíkt meiri háttvísi af stjóm Bandarikjanna að halda áfram að sóa mill- jónum af fé amerísfcra skattborgara í varnarframkvæmdir á ístewdi — þangað til við segjum „forrolega" að nú megi þeir fara? Eða væri kannske efeki hugsanlegt að varnarmálin hefði aðeíns verið höfð að leiksoppi og kosningabrellu af þingmeiriMatasÆLm og því gersamlega óþarfi að taka þíngið á orðinu? TIMINN ÁTTAR SIG En, sem sagt, dagínrs. eftir áttaði Tíminn sig á því, að hanm naiúii ekki undrast, varð að láía eins og ekkert hefði komið flatt nrpp á hann. Má jafnvel segja að eftir hótun Alþingis um samnmgsuppúm hafi stjórn Bandaríkjanna ekkí getað sýnt okkur öllu sjálísagfer* kurteisi en að draga í bili úr framkvæmdum á íslandi, þangaí'; ttl sýnt yrði hvort samníngnum yrði sagt upp. Byrjun hafnargerðav í Njarðvík, eins og nú er komið, hefði ekki lýst mikilíi af hálfu Bandaríkjanna fyrir þeirn þingmeirhluta sem stóð 20 hótuninni um samningsuppsögn. Kannske áttar þessi þingmeirlhluti, og blað utanríkisráðherraias, sig á fleiru í sambandi við ákvörðunina um stöðvun varnaríram • kvæmda. Aðgerðir okkar i varnarmálum eiga auðvitað ehtó' '20 stjórnast af neínum bragsmunum af verklegum framkvæmö um né mannvirkjnm í sambandi við varnir landsins. Varnar ■ samningurinn vi® Bandaríkin var gerður án nokkurs tilfita til slíkra hagsmuna, og þegar þeirri spurningu skal svara, hvort eða hvenær skuM segja samningnum upp, þá msiMi allt önnur rök en fjárhagsleg öllu skipta þegar til úrelita kemur. En vel skyldum við Íslendíngar hugsa ráð okkar um allar a@ ferðir og aðgerðir í þessum máium. Okkur hættir við að haWa að við séum eina þjóð í heími, sem er viðkvæm fyrir því, hvernig fram er komið við hana. En svo er ekki, allar þjóðir eru viðkvænft • ar í þeim efnum. Líka stórþjóðirnar. J Það eru engin líkindi til þess að okkur farnist þá bezt i utam- ríkismálum, ef víð temjum okkuw að þjösnast áfram, án þess lita til hægri né vinstri, án þess að ráðgast við okkur vinveiíta-v þjóðir, og það enda þótt samvinnutengsl eða jafnvel beinar sanœ- ingsbundnar skyldur bjóffi að svo skuli gert. KOM ÖLLUM Á ÓVART I Samþykkt. Alþingis um væntanlega samningsuppsögn, ef ekki verði farið að óskum okkar um breytmgar, var gerð án þess aö ráðgast við hin rikín i Atlantshafsbandalaginu, né Bandaríkin sét staklega, sem tekið hafa að sér varnir landsins. Tillögunni var svo að segja fleygt inn s þingið að lítt hugsuðu máli á síðustu stendw rétt undir þinglok. Hún kom öllum öðrum þjóffum á óvart. Okkur sæmir þvi lítt að undrast þó að þeir taki ákvariD anir án þess að bera þær undir okkur. Og engu blaði fer vev en blaði uíanríhisráðherrans að reka i rogastans — líkt viff ættum heimtímgu á óskertum fjáraustri Bandaríkjanna í hervarnir á íslandi, alveg án tillits til þess hversu viðkunu - anlega okkur þóknast. að koma fram við bandalagsþjóðiv okkar. Kappreiðar Fáks KAPPREIÐAR Fáks fara fram 2. hvit.asunnudag, svo sem venja hefur verið. — Að þessu sínni kemur Gnýfar, hinn kunni kapp reiðahestur Þorgeirs í Gufunesi aftur fram á sjónarsviðið, en hann lét sig vanta síðastliðið ar, eins og menn muna. N;ú keppir hann við bróður sinn, „Fána“, sem vann 350 metrana i fjar- veru bróður síns. Má búasfvið harðri og spennandi keppni, því engin er annars bróðir í leik í öðrum riðli 350 meíranna eigast við Blakkur Þorgeirs í Gufunesi og Bleikur Guðmundai Agnarssonar, er vann 300 meír- ana í fyrra. Er ógerningur að spá fyrir um úrslitin þar, en keppnin verður spennandi. Á skeiði reyna sig seíðgarpar sem mikils má af vænta, eftir þvi sem fram hefur kornið á æf- íngum. Fákur er. nú að koma sér upp auknu og betra svæði og er girð ing um hið nýja svæði þtgar háfin. Má búast við fjölmenni og spennandi keppni að þessu sirmi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.