Morgunblaðið - 19.05.1956, Side 10

Morgunblaðið - 19.05.1956, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 19. maí 1956 Ný vara FORCE Wheat Flakes (hveiti spænir) í 8 oz (232 gr.) pökkum WHEATjláíM í heildsölu Magnús Th. S. Biöndal h.f. Enn eitt verk vel gert með Snowcrem Skreytir og verndar — er ódýrf SNOWCEM Umboðsmenn: H. BENEDIKTSSON & CO., H.F. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA J. KIRLÁKSSON & NORÐMANN H.F., REYKJAVÍK Jörð til sölu Jörðin Heylækur 2 í Fljótshlíð er til sölu eða leigu frá fardögum í vor. Jörðin er öll véltæk og vel í sveit sett með nýlegu íbúðarhúsi, lýstu með rafmagni og ágætum peningshúsum. Semja ber við Þorstein Sveinsson, héraðsdómslögmann, Reykjavík, sími 6359, sem jafnframt gefur allar upplýs- ingai, ásamt Sæmundi Úlfarssyni, bónda, Heylæk. IMAUÐIÍIVÍGARIiPPBOD verður haldið í skrifstofu borgarfógeta í Tjarnargötu 4, laugardaginn 26. maí n.k., kl. 10 f.h., eftir kröfu Einars Ásmundssonar hrl. Seldur verður víxill, útgefinn af Guðmundi H. Þórðarsyni 30. júní 1955 og samþykktur til greiðslu af Hreiðari Leví Jónssyni 4. ágúsí, 1955, að fjárhæð kr. 1000.00, og víxill útg. af Guðmundi H. Þórðar- syni f.h. Árnason, Pálsson & Qo þ.fj 3: mgrz þ9f)4 og sam- þykkí.ur til greiðslu af Guðjóni Símonarsyni,: Framnes- vegi 5, hér í bænum, að fjárh£pð,,kr.j4(^,7 Greiðsla fari fram við hamarshögg,, •• Borgarfógetinn í Reykjavík. Ingim. Jónsson Írá Strönd 70 ára HINN góðkunni atorkumaður og sjógarpur, Ingimundur Jónsson, Hrísateig 3 hér í bæ, fyrrum for- maður að Strönd á Stokkseyri, verður sjötugur í dag. Af því til- efni langar mig að geta hans með fáeinum orðum. Ingimundur er fæddur í Klauf í Landeyjum 20. maí 1886, sonur Jóns Brynjólfssonar bónda þar og konu hans, Þorbjargar Niku- lásdóttur frá Sleif Eiríkssonar í Oddakoti í Landeyjum Einars- sonar, Móðir Þorbjargar og kona Nikulásar var Þorbjörg Jónsdótt ir bónda á Hrútsstöðum í Flóa Einarssonar, en kona Jóns á Hrútsstöðum var Halldóra, dótt- ir Erlends bónda Helgasonar á Hæringsstöðum og seinni konu hans, Hildar Jónsdóttur frá Stóru-Mástungum Eirikssonar, en móðir Hildar var Ásta Jóns- dóttir rauðs í Fjalli á Skeiðum Jónssonar, sem fjölmennar ættir eru frá komnar víða um Suður- land. — Faðir Ingimundar, Jón í Klauf, var sonur Brynjólfs á Fornusöndum Þórðarsonar í Hvammi undir Eyjafjöllum Þor- lákssonar klausturhaldara í Þykkvabæjarklaustri Þórðarson ar klausturhaldara sama staðar Brynjólfssonar sýslumanns á Hlíðarenda Þórðarsonar biskups í Skálholti Þorlákssonar biskups á Hólum Skúlasonar. Frá Þor- láki biskupi er kominn Thor- laeius-ætt og kennd við hann, en ekki hafa þeir Ingimundur og frændur hans, sem komnir eru í beinan karllegg af þeirri ætt, þar á meðal Brynjúlfur frá Minna-Núpi og margir fleiri, þó borið ættarnafnið, þótt fullan rétt hefði þeir til þess. Foreldrar Ingimundar eignuð- ust mörg og mannvænleg börn, en tímarnir voru erfiðir og efnin lítil, svo að börnin urðu snemma að fara að vinna fyrir sér. Var Ingimundur ekki nema 9 ára gamall, er hann fór til þess, en 15 vetra gamall kvaddi hann æskustöðvarnar og réðist í vinnumennsku til vel þekkts for manns á Stokkseyri, Einars Jóns sonar í Aldarminni, og var hjá honum í 9 ár. Strax eftir að hann kom þangað, byrjaði hann að stunda sjó á skútum og hélt því síðan áfram að meira eða minna leyti í aldarfjórðung. Var hann lengst hjá Jóni Ólafssyni á „Hafsteini", Guðmundi Guðna- syni á „Hildi“ og Guðbjarti Ól- afssyni á „Esther". Úthaldið var frá 1. marz til septemberloka og stundum fram í október. Veiðar- færi voru eingöngu handfæri og hásetar venjulega upp á hálfan hlut. Ingimundur var mikill fiskimaður og bar því oft góðan hlut frá borði. Fyrsta sumarið var hlutur hans 400 kr., er hann fékk greiddar í gulli, en hæstan hlut fekk hann á vertíðinni 1910 hjá Guðmundi Guðnasyni. Dró hann þá 2100 fiska og fékk fyrir hálfa hlutinn hátt á 11. hundrað krónur. Fyrir það fé keypti hann býlið Strönd, því að ein- mitt um sömu mundir byrjaði hann búskap. Þessi mikli afli kom því í góðar þarfir og á góð- um tíma. Hinn 11. nóv. 1910 kvæntist Ingimundur unnustu sinni, Ingi- björgu Þorsteinsdóttur frá Ragn heiðarstöðum Oddssonar, fríð- leiks- og mannkostakonu. Er hún í móðurætt sína 5. maður frá Ara hreppstjóra Bergssyni frá Brattholti. Eignuðust þau hjón sex mannvænleg og gervi- leg börn, sem eru öll á lífi, fjög- ur gift, en tvær dætur ógiftar heima hjá foreldrum sínum. Árið 1917 byrjaði Ingimundur formennsku á Stokkseyri á vél- bátum og hafði þann starfa á hendi í 30 vertíðir. Var hann fyrst með vélbátinn „Atla“ í tvær vertíðir, en siðan á „Is- lendingi“ yngra, er hann átti í félagi með þremur öðrum Stokkseyringum,. Sá bátur fórst í róðri undir Krýsuvíkurbjargi í maí 1931, en mannbjörg varð. Eftir það var Ingimundur með vélbátinn „ölduna" fyrir Jón Magnússon í tvær vertíðir, en er hinir nýju bátar Samvinnufélags Stokkseyringa komu til Stokks- eyrar 1934, varð Ingimundur formaður á öðrum þeirra, „Hólmsteini“, og var síðan með hann, unz hann lét af for- mennsku og fluttist frá Stokks- eyri. Ingimundur var annálaður sjósóknari og eftir því aflasæll. Var hann í mörg ár aflakóngur á Stokkseyri. Djarft sótti hann sjóinn, svo að ýmsum þótti stundum nóg um, en ævinlega farnaðist honum vel. Það er gamalt mál, að kapp sé bezt með forsjá, og hjá Ingimundi fylgdist það hvort tveggja að. Hann virð- ist hafa haft' til að bera beztu kosti hinna gömlu formanna í hinum hættulegu brimveiðistöð- um austanfjalls: veðurglöggur, sjóvís og fiskinn og manna ör- uggastur að velja lag á sundum og stýra skipi í stórsjó. Sjálfum fannst honum hann jáfnvel aldrei öruggari en þegar vont var í sjóinn. Lán sitt og farsæld á sjónum þakkar Ingimundur sjálfur ekki sízt „dre.igjunum“, sem hjá honum voru, sumir í mörg ár, að þeir kunnu rétt hand tök, þegar á lá. Oftar en einu sinni bjargaði Ingimundur bát- um eða mönnum úr sjávarháska. Þannig bjargaði hann t.d. þrem- ur mönnum frá bráðum bana, þegar vélbáturinn „Inga“ fórst á Stokkseyrarsundi á vertíðinni 1939. Árið 1947 fluttist Ingimundur með allri fjölskyldu sinni til Reykjavíkur eftir 46 ára dvöl á Stokkseyri. Lærði hann þá fiski- mat og hefur unnið að fiskimats- störfum allt til þessa. Árlega hef ur hann þó brugðið sér á sjóinn hér út á flóann tíma og tímæ Hafið er enn heillandi sem forð- um. Ingimundur hefur verið gæfur maður bæði í einkalífi sínu og starfi. Hann ber líka aldurinn vel og gengur daglega að störf- um glaður og reifur. Vinir hans fjær og nær senda honum ein- lægar hamingjuóskir á sjötugs- afmælinu. Undir þær óskir vil ég einnig taka. Guðni Jónsson. Þórhollar Jónasson, stýrimaður Kveðjuiorð DAGAR koma; dagar líða og þeg- ar litið er til baka, fer svo afar lítið fyrir hverju ári, já, áratug- um í heimi minninganna. Þegar ég, sem þessar línur skrifa, minnist ársins, sem ég út- skrifaðist frá Stýrimannaskólan- um, verður mér hugsað til strand ferðaskipsins Esju gömlu, en á það skip var ég fyrst skráður sem stýrimaður. Þótt bóklegu námi væri nú lokið, hófst annað og meira nám. í hópi þaulæfðra skipstjórnar- manna fékk ég þá reynslu í starfi mínu, sem ég hefi notið góðs af æ síðan. Á Esju gömlu féll mér sú gæfa í skaut, þá ungum að árum og lífsreynslu, að kynnast mörgum ágætis yfirmönnum og hafa sam- flot við þá um árabil. Fimm þess- arra manna eru nú horfnir til landsins fyrirheitna, á góðum aldri, og mitt úr önnum hins daglega starfs voru þeir kallað- ir frá okkur, og er því mikið skarð fyrir skildi. Einn þessara manna, Þórhall Jónasson, kveðjum við í dag. Hann lézt að heimili sínu Holts- götu 39, aðfaranótt 15. maí s. 1., eftir langa vanheilsu. Þórhallur var fæddur að Flögu í Flóa hinn 9. ágúst 1893. For- eldrar hans voru þau hjónin Þuríður Magnúsdóttir og Jónas Jónsson, snikkari. Systkini Þór- halls voru þessi: María Jenný, læknisfrú á Siglufirði, Ársæll, kafari, Reykjavík, Sveinbjörn, vélstjóri, Patreksfirði og Markús loftskeytamaður, er fóst með Skúla fógeta. Ungur innritaðist hann í Menntaskóla Reykjavíkur, en lauk ekki stúdentsprófi þaðan, því alltaf seiddi hafið hinn unga mann, með öllum sínum ævin- týraljóma, sem töfrað hefur svo margan æskumanninn. Af þeim ástæðum mun hann hafa hætt . námi í menntaskóla og gert sjó- mennskuna að ævistarfi. Árið 1921 lauk Þórhallur prófi frá Stýrimannaskólanum og frá þeim tíma varð skipið hans annað heimili og þar sturfaði hann, unz heilsan bilaði fyrir nokkru síðan. Árið 1923 kvæntist Þórhallur eftirlifandi konu sinni, Kristínu Jóhannesdóttur Bjarnasonar, skipstjóra, hinni mestu ágætis- konu. Börn þeirra eru þessi: Halla, gift Kára Halldórssyni Kristinssonar, læknis á Siglu- firði, Þorbjörg, dó á unga aldri, Hörður, stýrimaður hjá land- helgisgæzlunni, giftur Úllu Sig- urðardóttur Péturssonar bygging- arfulltrúa hér í bæ, og Markús, sem nú er við rafmagnsverk- fræðinám í Reykjavik. Einn son átti Þórhallur fyrir hjónaband, Karl, er stundað hef- ur sjómennsku á Vestfjörðum. í öllu starfi var Þórhallur mjög fær og traustur. Dagleg fram- koma hans markaðist af prúð- mennsku og hógværð jafnt við lóga sem háa. Engan mann hefi ég þekkt, sem var orðvarari og fjær skapi að tala illa um nóung- ann, en Þórhall. f þessu, sem svo ótalmörgu fieiru, gátum við yngri menn tek- ið hann til fyrirmyndar. Þá var hann alltaf boðinn og búinn til þess að segja til og kenna okkur ýmis örnefni, er snertu strandsiglingu, og leiðar- merki til hinna mörgu viðkomu- staða strandferðaskipanna. Þórhallur var vel lesinn og fróð ur um margt, enda góðum gáf- um gæddur, skemmtilegur og ræðinn í vinahópi, annars að Framh. á bls. 32

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.