Morgunblaðið - 30.05.1956, Side 1
43. árgangur
119. tbl. — Miðvikudagur 30. maí 1956
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Rússneskur ráðherra
tekinn af lífi
Sakaður um landráð
ingar með valdbeitingu eða hót-
unum.
London í gær.
TILKYNNT hefur verið að Bagirov, maður sem verið hefur for-
maður kommúnistaflokksins og forsætisráðherra í Sovétríkinu
Adsjerbadjan um tuttugu ára skeið, hafi verið tekinn af lífi, ásamt
þrem liðsforingjum. Káðherrann hafði notið hinnar mestu virð-
ingar í Sovétríkjunum og m. a. verið sæmdur Lenin orðunni fimm
sinnum og orðu hins rauða fána, einnig fimm sinnum.
Æðsta ráðið hvatt saman
MOSKVA í gærkvöldi: — Æðsta
ráð sovétríkjanna hefir verið
kvatt saman 11 júlí n.k. Ekkert
er sagt um af hvaða tilefni ráð-
ið er kvatt saman.
Rómaborg í gærkvöldi.
TALSMENN miðflokkanna á
ítaliu hafa látið svo uni mælt
að úrslit kosninganna til bæjar-
og sveitastjórna í landinu um síð-
ustu helgi, hafi verið greinilegur
sigur fyrir utanaríkisstefnu
ítölsku stjórnarinnar, en hún hef-
ur eindregið fylgt vesturveldun-
um að málum, og fyrir þátttöku
ítala í Atlantshafsbandalaginu.
Úrslit kosninganna verða ekki
endanlega kunn fyrr en á mið-
vikudagskvöld. En sýnilegt er nú
þegar, að miðflokkarnir hafa náð
miklu kjörfylgi frá flokkunum
lengst til hægri, og vinstri sósíal-
istaflokkur Nennis hefur hlotið
mestan hluta þeirra atkvæða,
sem kommúnistar hafa tapað.
Flokkur Nennis hefur unnið
allverulega á og er talið að Nenni
muni nú beina allri orku flokks
síns að því, að vinna enn frekar
fylgi frá kommúnistum, svo að
flokkur hans geti haft úrslita-
áhrif á stefnu vinstri flokkanna
í landinu.
Þrátt fyrir aukið kjörfylgi
miðflokkanna í Ítalíu, getur farið
svo, vegna breyttra kosninga-
laga, að þeir missi meirihluta í
sumum stærstu borgum Ítalíu.
í Rómaborg munu miðflokkarnir
sennilega fá aðeins 35 sæti af 80
í bæjarstjórninni. Heyrzt hefur
að páfinn beri nokkurn kvíðboga
fyrir því að næsti borgarstjóri í
Róm verði kommúnisti.
Þessir tveir ungu járnsmiðir e.-u að vinna með logsuðutækjum
við handrið stigans í Morgunblaðshúsinu. Þar þarf ennþá að vinna
mörg handtök, áður en húsakynni blaðsins eru komin í viðundandi
horf. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.
„Óvæntra tíðinda" beðið trá járntjalds-
löndum
Belgrad í gærkvöldi.
FRÉTTARITARAR handan járn
tjalds síma að stórpólitískra
atburða sé að vænta þar austur-
frá á næstu vikum.
Hin væntanlega ferð Titos
marskálks til Sovétríkjanna er
mikið auglýst, en hann er vænt-
anlegur til Moskvu 2. júní n.k.
í fyrstu heimsókn sína þangað
frá því honum var úthýst árið
1948.
Tito hefur undanfarið rætt við
ýmsa leiðtoga í Evrópu og m. a.
Efnahagsmál valda Adenauer örðugleikum
BONN i gær: — Svo getur enn
farið að átökin um efnahagsmálin
í V.-Þýzkalandi leiði til stjórnar-
kreppu. Á morgun fer fram í
þýzka Sambandsþinginu umræða
og er búizt við að dr. Adenauer
viki þar að þessum málum.
Efnahagsmálaráðherrarnir, dr.
Erhardt og Schafer halda fast
við þá fyrirætlun sína að lækka
tolla, draga úr verzlunarhöftum
og minnka fjárfestingu hins opin-
bera, en ráðstafanir þessar eiga
að koma í veg fyrir verðbólgu í
landinu. Áður höfðu forvextir
verið hækkaðir upp í 5%% og er
það þriðja forvaxtahækkunin,
sem gerð er í Þýzkalandi á einu
ári.
Erhardt og Schafer eru taldir
eiga heiðurinn af hinni undra-
verðu efnahagslegu viðreisn
Þýzkalands eftir stríðið. — Svo
fast sækja þessir ráðherrar að
hinum nýju efnahagsráðstöfuu-
um verði framfylgt, að þeir hafa
báðir boðizt til að segja af sér, ef
Adenauer treystir sér ekki til
þess að fylgja þeim að málum.
En dr. Adenauer og meirihluti
flokks hans, kristilega demókrata
flokksins, óttast að ráðstafanir
þessar muni verða óvinsælar í
landinu og þar af leiðandi hafa
skaðleg áhrif á kosningafylgi
stjórnarinnar en kosningar eiga
að fara fram á næsta ári.
ADENAUER BEYGIR SIG
í fyrstu atrennu hefur dr. Ad-
enauer beygt sig fyrir dr. Er-
hardt. Hann flutti ræðu fyrir
nokkrum dögum og sagði í ræð-
unni, að dr. Erhardt hefði stjórn-
að efnahagsmálum V.-Þýzkalands
betur en nokkur annar hefði
getað gert. Þrátt fyrir þessi um-
mæli er enn ólga ístjórnarher-
búðum Adenauers kanslara og
má enn vænta tíðinda þaðan.
hefur honum tekizt að koma á
sambandi milli kommúnista-
flokksins í Júgóslafíu og sósíal-
demokrata í V-Þýzkalandi. Eitt
af málum þeim, sem hann er
sagður ætla að ræða í Moskvu er
sameining Þýzkalands.
Fyrst í stað mun Tito hafa farið
varlega í það að trúa hinum nýju
Sovétleiðtogum og hinni bros-
mildu utanríkisstefnu þeirra, en
síðustu vikurnar hefur hann gert
sér far um að halda því á lofti,
að með dauða 'Stalins hafi byrjað
heimssöguleg breyting.
í dag hefur Tito marskálkur
setið á löngum ráðstefnum með
Togliatti, foringja ítalskra komm
únista, en hann er öflugasti leið-
togi kommúnista vestan járn-
tjalds. Þeir hafa ekki x-æðst við
fyrr en nú frá því á árinu 1948.
Samtölin í dag eru sögð miða
að því að efla aðstöðu Titos, er
hann semur við Rússa.
Fulltrúaráð \
Heimdallar
ÁRÍÐANDI fundur verður hald-
inn í fulltrúaráði Heimdallar í
dag kl. 6 e.h. í Valhöll, Suður-
götu 39. Rætt veröur um kosning-
arnar og kosningaundirbúning-
Kurteisisheiiiisóknir
VVASHINGTON í gærkvöldi: —
Talsmaður sendiráðs Sovétríkj-
anna hefir stungið upp á því að
herskip Sovétríkjanna fari í
kurteisis heimsókn til Bandarikj-
anna og bandarísk herskip til
Sovétríkjanna.
Kommúnistnr
tnpn ú Ítalíu
Stefna vestur-
veldanna sigrar
Ráðherrann var rekinn úr
starfi í júlí 1955, skömmu eftir
að Bería var tekinn af lífi. Bagir-
ov og Bería höfðu verið sam-
starfsmenn um langt skeið, og er
Bería var gerður öryggismála-
ráðherra Sovétríkjanna eftir
dauða Stalins, var Bagirov tek-
inn sem kandidat í æðsta ráð
Sovétríkjanna.
Þegar Bagirov var rekinn úr
embætti árið 1953 var honum
(hurchill efslur
á lisfa
NEW YORK: — Fyrsta bindið —
„Birth of Britain'1 — af hinu
mikla riti Winstons Churchills
um enskumælandi þjóðir, er efst
á lista yfir metsölubækur (aðrar
en skáldsögur) í Bandaríkjunum
um þessar mundir.
Bókin kom út fyrir 6 vikum og
er þegar komin efst á listarn.
gefið að sök að hafa verið linur
í starfi, en nú , eftir aftöku hans,
er hann sakaður um landráð.
Aftakan fór fram í lok apríl
sl., en einhverra hluta vegna hef-
ur sovétstjórnin ekki treyst sér
til að segja frá henni opinber-
lega fyrr en í dag.
„Baku Verkamananblaðið"
skýrir frá því í dag, að réttar-
höldin yfir Bagirov hafi farið
fram opinberlega og að þau hafi
staðið í hálfan mánuð. En allan
þennan hálfa mánuð minntist
ekkert blað í Baku á réttarhöld-
DEILT Á VISHINSKY.
MOSKVU í gærkvöldi: — Tíma-
rit kommúnistaflokksins í Sovét-
ríkjunum deilir í dag hastarlega
á Vishinsky, og sakar hann um
að hafa beitt fráleitum aöferöum
í réttarhöldunum miklu á árun-
um 1934—1938. Einkum er deilt
á hann fyrir að lxafa látið nægja
játningu sakbornings til þess að
sakfella hann um landráð.
Tímaritið bendir í þessu sam-
bandi á að bannað sé í lögum
Sovétrikjanna að knýja fram játn
Hrœöslubandalagið
hefir fengið á sig
ótvírœðan svindl-
stimpil
ÞAÐ er nú orðið alþjóð ljóst, að Hræðslubandalagið
hefur gerzt bert að stórfelldu svindli. Það byggir
allar sigurvonir sínar á því, að það fái fleiri uppbót-
arþingsæti en því raunverulega ber samkvæmt at-
kvæðamagni þess.
FÖLSUNARÁFORMIN afhjúpuð
Það sem gerðist fyrir Landskjörstjórn var
fyrst og fremst það, að meiri hluti hennar, þeir
Jón Ásbjörnsson, Einar B. Guðmundsson og Vil-
mundur Jónsson lýstu yfir, að atkvæðaverzlun
Hræðslubandalagsins sé tvímælalaust í andstöðu
við anda kosningalaganna. Ilins vegar sé lnm
ekkl bönnuð berum orðum í lögunum. Þess
vegna taldi Jón Ásbjörnsson ekki heimilt að
ákveða að Framsókn og Alþýðuflokknum skyldi
úthlutað uppbótarþingsætum sem einum flokki.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur því unnið greiní-
legan siðferðilegan sigur með kæru sinni fyrir
Landskjörstjóm. öll þjóðin hefur séð svindl og
fölsunaráform Hræðslubandalagsins afhjúpuð.
EKKI GOTT VEGANESTI
Þetta e rekki gott veganesti fyrir Framsókn og Al-
þýðuflokkinn út í kosningabaráttuna. Yfirgnæfandi
nieiri hluti Islendinga fyrirlítur atkvæðaverzlunina
og svindlið með uppbótarþingsætin. Dómur fólksins
mun reynast Hræðslubandalagsmönnum þungur í
skautL
1 forystu greln blaðslns f dag er rætt nánar um
úrskurð Landskjörstjórnar og atkvæðaheildsölu
Hræðslubandalagsins.