Morgunblaðið - 30.05.1956, Síða 8
8
M ORCU /V BLAÐIÐ
Mi#vikndagur 30. rvai 1956
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Frarnkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson
Ritstjórn: Austurstræti 8.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands
í lausasölu 1 króna eintakið
Svindl Hræðslu-
bandalagsins afhjúpað
EGAR Sjálfstæðisflokkurión
krafðist þess í Landskjör-
stjórn, að við úthlutun uppbótar-
þingsæta yrði litið á Hræðslu-
bandalagsflokkana sem einn
flokk og miðað við samanlagðar
atkvæðatölur beggja flokkanna,
vakti það aljóðarathygli. Miklum
hluta þjóðarinnar varð það nú
enn ljósara en áður, út í hve ein-
stakt brask Framsókn og Alþýðu-
flokkurinn höfðu lagt. Þessir
hræddu flokkar höfðu hvorki
meira né minna en ákveðið að
sniðganga stjórnarskrá og kosn-
■ ingalög, krækja sér í fleiri upp-
bótarþingsæti en þeim ber sam-
kvæmt kjósendafylgi sínu og
falsa þar með svipinn á löggjaf-
arsamkomu þjóðarinnar.
Á þessu vöktu umboðsmenn
Sjálfstæðisflokksins fyrir
Landskjörstjórn greinilega at-
hygli. Og aðrir flokkar tóku
fyllilega undir röksemdir
þeirra. Hræðslubandalagið
stóð eitt og einangrað með
fölsunaráform sín.
Meiri hluti Landskjör-
stjórnar tekur undir
rök Sjálfstæðismanna
Landskjörstjórn hefur nú fellt
úrskurð sinn um þetta mál. Kem-
ur það fram á ótvíræðan hátt í
greinargerðum meirihluta Lands
kjörstjórnarmannanna, að þeir
telja það óeðlilegt, að flokkum
sem eru í „algeru kosningabanda-
lagi“ eins og Hræðslubandalags-
flokkarnir eru, sé úthlutað upp-
bótarþingsætum hvorum í sínu
lagi. Tveir landskjörstjórnar-
menn, annar fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins og fulltrúi Alþýðufl.,
telja að hiklaust beri því að út-
hluta þeim uppbótarþingsætum
sem einum flokki. En annar full-
trúi Sjálfstæðisflokksins í Lands-
kjörstjórn telur, að þar sem engin
bein heimild sé til þess í kosn-
ingalögum, að úthluta tveimur
flokkum uppbótarþingsætum sam
eiginlega þá verði að úthluta
Framsókn og Alþýðuflokknum
uppbótarþingsætum hvorum í
sínu lagi.
Meirihluti Landskjörstjórn-
ar telur þannig, að andi kosn-
ingalaga sé tvímælalaust í
andstöðu við atkvæðaverzlun
Hræðslubandalagsins. En
beint bann liggi ekki við at-
ferli þess.
Hræðslubandalagið hefur því
verið gersamlega afhjúpað í þess-
um umræðum í Landskjörstjórn.
Það er viðurkennt og undirstrik-
að af færustu lögfræðingum
landsins, að það er að sniðganga
ákvæði kosningalaganna um út-
hlutun uppbótarþingsæta. Það er
að reyna að falsa mynd þjóðar-
viljans. Leiðin, sem farin er við
þessa þokkalegu iðju er sú, að
Framsókn semur um „kaup“ á 2
þúsund Alþýðuflokksatkvæðum
en lofar að „selja“ Alþýðuflokkn
um hvorki meira né minna en 7
þús. Framsóknaratkvæði í stað-
inn.
Stórfelld atkvæöa-
heildsala
Þetta er engin smásala með at-
kvæði heldur stórkostleg at-
kvæðaheildsala. Framsókn gamla
ætlar að krækja sér í nokkur
uppbótarþingsæti út á þau at-
kvæði, sem hún „selur“ Alþýðu-
flokknum.
En Framsóknarflokkurinn
hefur aldrei fengið uppbótar-
þingsæti og á engan rétt á
þeim. Uppbótarþingsætin eru
þvert á nióti lögleidd til þess
að bæta úr því misrétti, sem
skapaðist með því að Fram-
sóknarflokkurinn fékk miklu
fleiri þingmenn kjörna en
honum bar samkvæmt kjör-
fylgi sínu.
Fulltrúi Alþýðufíokks-
ins viðurkenndi svindíið
Það er athyglisvert, að full-
trúi Alþýðuflokksins í Landskjör
stjórn, Vilmundur Jónsson land-
læknir, sem einnig er fyrrverandi
Alþýðuflokksþingmaður, viður-
kenndi hreinlega það svindl, sem
flokkur hans og Framsókn eru
að fremja með atkvæðaverzlun
sinni. Hann taldi rétt og sjálfsagt
að orðið skyldi við kröfu Sjálf-
stæðismanna um að Hræðslu-
bandalagsflokkunum yrði úthlut-
að uppbótarþingsætum sem ein-
um flokki. Fyrir það velur Tím- i
inn honum hin verstu orð í gær
og segir að hann sé „löngu lands-
frægur fyrir önuglyndi og sér-
vizku og mun nú byrjaður að
kalka í þokkabót“!!
Þannig titlar Tíminn þá menn,
sem fylgja rödd samvizku sinnar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
Landskjörstjórn, þeir Einar B.
Guðmundsson og Jón Ásbjörns-
son, sem báðir eru taldir meðal
beztu og samvizkusömustu lög-
fræðinga landsins voru á sömu
skoðun og fulltrúi Alþýðuflokks-
ins um að ekki væri eðilegt, að
flokkar sem væru í „algeru
kosningabandalagi" fengju upp-
bótarþingsæti hvor í sínu lagi. En
Jón Ásbjörnsson taldi lagaheim-
ild bresta til þess að úthluta
tveimur flokkum sameiginlega
uppbótarþingsætum sem einum.
Sluppu með
herkjum
Hræðslubandalagið slapp Þann
ig með herkjum gegnum nálar-
auga Landskjörstjórnar með
landslista sína. Það varð þar þó
fyrir því óhappi að fá á sig ó-
tvíræðan svindilstimpil. Meiri-
hluti Landskjörstjórnar lýsti því
yfir, að eðlilegast væri að á
Hræðslubandalagið væri litið sem
einn flokk þegar um úthlutun
uppbótarþingsæta væri að ræða.
En beina lagaheimild skorti til
þess.
Siðferðilegur sigur
Sj álfstæðismanna
Engum vitibornum manni get-
ur því dulizt, að Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur unnið mikinn sið-
ferðilegan sigur í þessu máli. —
Hræðslubandabandalagið hefur
hins vegar fengið á sig mark
svindls og yfirdrepsskapar. Það
hefur orðið bert að því að snið-
ganga anda stjórnarskrár og
kosningalaga.
ÚR DAGLEGA
V^úóóar óamJ^öjnu Éu J-újóch/erji
um
LÍFINU
af Englendingum, og tundurdufl-
in fengju þeir ekki fyrr en til-
efni gæfist, til þess að nota þau.
ejtir Lemám 'Vjoreejó ocj. WanmerLur
•k BANDARÍKJASTJÓRN birti
á laugardaginn almenningi ýmis
leynileg skjöl utanríkisráðuneytis
Hitlers, sem tekin voru eignar-
námi, er Þjóðverjar gáfust upp.
Eru skjöl þessi tengd tímabilinu
frá 18. marz til 22. júní árið 1940.
Það athyglisverðasta, sem skjölin
hafa að geyma er, að Rússar
sendu Þjóðverjum hamingjuóskir
og lýstu yfir ánægju sinni vegna
hernáms Noregs og Danmerkur.
Einnig kom það í ljós, að sterk
öfl í Svíþjóð voru á bandi Þjóð-
verja viðvíkjandi ofbeldisaðgerð-
um þessum, en sænski ambassa-
dorinn í New York hefur borið
þetta til baka, og segir að skjölin
gefi á engan hátt til kynna hver
afstaða Svía var.
k Hvað viðvíkur Rússlandi var
að finna þarna símskeyti, sem
þýzki ambassadorinn í Moskvu,
von Schulenburg greifi, sendi
þýzka utanríkisráðherranum, von
Ribbentrop, 9. apríl. Kveðst greif
inn hafa átt tal við Molotov —
og hafi hann sagt „að Rússar
skildu fyllilega þær varúðarráð-
stafanir (þ. e. hernám Noregs og
Danmerkur), sem Þjóðverjar
hefðu verið neyddir til þess að
grípa til — og óskuðu Rússar
Þjóðverjum gengis í baráttunni.“
Þrátt fyrir að Molotov viðhefði
þessi orð, gætti alltaf tortryggni
og vantrausts í samskiptum þess-
ara ríkja. Hin gagnkvæmu við-
skipti, sem Rússar og Þjóðverjar
höfðu samið um gengu mjög stirð
lega. Rússar fóru þess á leit við
Þjóðverja, að þeir létu af hendi
við þá segulmögnuð tundurdufl,
til þess að beita gegn Englending-
um. Sögðust þeir ætla að verja
„Murmansk-leiðina" með tundur
duflum, en Þjóðverjar svöruðu á
þá leið, að samkvæmt þeirra dómi
stafaði Rússum enn engin hætta
Leigubílar við
Hótel Borg.
RANDUR vekur athygli á
eftirfarandi:
Þeir, sem leggja leið sína niður
að Hótel Borg að kvöldlagi, veita
því eftirtekt, að leigubifreiðar
standa þar meðfram allri gang-
stéttinni, augsýnilega í von um
að hreppa viðskiptavini, sem
kynnu að slæðast út af hótelinu
— og þeir eru ekki svo fáir og
margir þeirra þurfa á leigubíl að
halda svo að þetta gengur allt
samkvæmt áætlun. — En þetta er
ekki jafn hagkvæmt fyrir alla
aðila. Fyrir aðrar bifreiðar sem
erindi eiga til hótelsins er ill-
mögulegt — og oft ómögulegt að
finna nokkurt stæði fyrir bif-
reiðar sínar, nema langa vegu i
burtu. — Sjálfir hótelgestirnir,
jafnt sem aðrir, verða fyrir þess-
um óþægindum og er það lítt við-
unandi. Ætti að banna með öllu
stöður leigubifreiða á þessum
stað og greiða þannig fyrir um-
ferðinni, sem er að jafnaði æði
mikil um þessa götu — og við
Hótel Borg.
Enn um misþyrmingar
á dýrum.
•%/MSAR ófagrar sögur hafa
1 gengið undanfarin ár af mis-
þyrmingu dýra her í bænum og
víðar. Oftast eru það unglingar,
sem hér eiga hlut að mali, þo eng-
an veginn það ungir, að hér geti
verið um óvitaskap að ræða —
heldur beina óknyttalöngun og
grimmd, sem vekur í senn undr-
un og viðbjóð alls venjulegs
fólks. Nýlega heyrði ég eina
svo, að kisi yrði varla jafn frár
á fæti við dúfnaveiðarnar eftir
þessar aðgerðir þeirra.
Ógæfumerki.
ÉR var sagt, að þessi atburð-
ur hefði gerzt ekki langt frá
Laugarneskampi svokölluðum, en
har er mér sagt, að leiki lausum
hala hópur óknyttastráka, sem
gangi ötullega fram í því að
kvelja og misþyrma öllum dýr-
um sem þeir ná í m. a. með þeim
hætti að skera jafnvel alla út-
limina af þeim lifandi, brenna
fugla kvika á báli og þar fiam
eftir götunum. Ég skal ekki stað-
hæfa, hvort allar sögurnar eru
sannar, sem ég heyrði um þetta,
en mér varð strax að orði: skyldi
þetta ekki hafa verið kært fyrir
Dýraverndunarfélaginu? — Hafi
það ekki verið gert, vildi ég hér
með vekja athygli þe^; á, að
ástæða væri til að reyna áð kom-
ast að því sanna í málinu og
veita verðskuldaða ráðningu
þeim, sem sekir kynnu að reyn-
ast um svo viðurstyggilegt athæfi.
Það er einnig ástæða til að biðja
allt gott fólk að vera á verði með
að gera Dýraverndunarfélagmu
eða lögreglunni tafarlaust aðvart
er það kemst á snoðir um, að
eitthvað slikt hafi átt sér stað.
Tómlæti og skeytingarleysi í
þessum efnum er sama og sekt.
— Og svo auðvitað þetta: að for-
eldrar og uppalendur brýni það
svo sem vert er fyrir ungviðinu,
hvílíkt ógæfumerki það er að
sýna dýrunum, sem eru upp á náð
okkar og miskunn komin, tilfinn-
ingarleysi og grimmd.
píslarsöguna til viðbótar. Nokkrir
drengir áttu fáeinar dúfur, sem
þeir höfðu miklar mætur á. Dag
nokkurn vildi hvorki betur né
ver til en það, að köttur, hungr-
aður villiköttur var það víst —
komst í dúfnahjörðina og sálgaði
einni þeirra. Drengirnir fylltust
mikilli heift í garð morðingjans,
sem þeim tókst að handsama og
hefndarþorsta sínum svöluðu
þeir með því að skera einn fót-
inn undan kettinum og sleppa
síðan. Hafa sennilega hugsað sem
Uppreisn Skálholts.
IÐ Njarðargötuna hér í bæ
hefir verið, sett á laggirnar
ný »sjoppa“. Hún mun hafa
margt gott og girnilegt á boð-
stólum, sjoppan sú eins og aðrar
sjoppusystur hennar í höfuðstað
vorum — Já sennilega hefir hún
nú jafnvel sitthvað fram yfir þær,
því að þetta er nefnilega virðu-
lega sjoppa — og ber nafnið
„Skálholt“ — með stórum stöfum.
— Það var ekki illa til fallið. —
Skálholtshátíðin á næstu grösum
og 'Skálholtsstaður á hraðri leið
upp á við úr niðurlægingu undan
farinna tíma. — „Vegur og virð-
ing Skálholts" — er einkunnarorð
ið í dag. Skyldi ekki heilagur
Þorlákur i himnarann og aðrir
Skálfioltsbiskupar í fríðri fylk-
ing — horfa niður til okkar í vel-
þóknun — líka til Skálholts á
Nj arðargötunni?!
★ Meginhluti skjalanna fjallar
um samskipti Hitlers og Musso-
lini, og sýna þau m. a., að Hitler
tjáði hinum ítalska einræðisherra
það, að Frakkland og England
yrðu unnin á árinu 1940. Treysti
Hitler aðallega á hinn öfluga kaf-
bátaflota Þjóðverja, sem hann
bjóst við að mundi reka smiðs-
höggið á sigur Þjóðverja. Musso-
lini var vantrúaður á svo skjótan
sigur, en Hitler fullvissaði hann
um það, að hann þekkti fjand-
menn sína gjörla og vissi hver her
styrkur þeirra væri, Sagði Hitler
jafnvel, að það hefði verið réttara
að haldá ítölum fyrir utan styrj-
aldarátökin, Þjóðverjar væru ein-
Hitler var þess fullviss, að hon-
um myndi takast að sigra Fraklca
og Brcta á árinu 1910 ,en Musso-
lini vildi ckki trúa því.
ir færir um að vinna bug á óvin-
unum. Ef ftalir hyggðust gerast
stórveldi við Miðjarðarhafið —
yrðu þeir að hefja undirbúning
hið bráðasta, því að sigurirn
væri skammt undan. Þetta sagði
Hitler árið 1940.
— □ —
★ Eins og áður greinir, er einnig
þarna að finna skjöl, er varpa
ljósi á sambúð Svía og Þjóðverja
á þessum tíma. M.a. segir þar, að
skömmu eftir hernám Noregs og
Danmerkur hafi þáverandi utan-
ríkisráðherra Svía.-Gúhnter, sagt
við starfsmenn við þýzka sendi-
ráðið í Stokkhólmi, að ’Svíar
stæðu með Þjóðverjum. Um likt
leyti sat utanríkisráðherrann eitt
sinn veizlu í Stokkhólmi — ásamt
þýzkum embættismönnum. Kvað
hann þar Svía mundu vilja halda
hlutleysinu' eins lengi og kostur
væri, en hugsanlegt væri, að þeir
yrðu þvingaðir til þess að grípa
til vopna. „Þó erum við“ bætti
Guhnter við, „í hjarta okkar —
og samkvæmt sögulegum venjurn
— sammála Þjóðverjum“. Einnig
er þar að finna bréf frá Svíakon-
ungi, Gustav V., til Hitlers, þar
sem hann leggur ríka áherzlu á
hlutleysi Sviþjóðar. Sænski
ambassadorinn í New York hefur
mótmælt áburði þeim, að Svíar
hefðu verið á bandi Þjóðverja, óg
sagði hann, að skjöl þessi segðu
ekki nema hálfan sannleikann,
og gæfu ekki rétta hugmynd um
afstöðu Svía til Þjóðverja.
Stevenson sækir á
New York. — Líkur A tiais Stev-
ensons til þess að ná kjöri sem
forsetaefni demokrataflokksins á
kjörmannaþinginu í águst uxu að
mun við kjörmannakomingarnar
í Oregonríki Stevenson hlaut alla
16 kjörmennina og 72 þús. at-
kvæði, en Kefauver hlaut 47 þús.
atkvæði. Stevenson hefir nú
148Vi kjörmannaatkvæði. en Kef-
auver 127 En af 278V> atkvæði,
sem eru ekki bundin neinum á-
kveðnum f’-ambióðenda er talið
að Stevenson eigi mikmn meiri-
hluia. Næsta kjörmannakosning
fer fram í Flonda á þriðjudag-
inn.