Morgunblaðið - 30.05.1956, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.05.1956, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 30. uiaí 1950 MORCUTSBLÁÐIÐ 9 Allmikið eirðarleysi er nú á Arabíuskaga. Virðist óróinn fylgja olíunni eins og áður var kringum gullnámurnar. Saud konungur Saudi Arabiu, sem mest hefur grætt á Olíuvinnslu gerir allt sem hann getur til að takmarka áhrif Breta á skaganum. s Siá roðann í austri: s 1 s Kverkatakið á Póllandi Á ÞESSOM stað í blaðinu hefur verið sagt frá þvi i örfáum orð- um, hvernig kommúnistar kom- ust til valda í Rússlandi árið 1917 í samsteypustjórn með öðrum flokki, sem þeir síðan sviku. Sama leikinn hafa þeir siðan leikið annarsstaðar, í hvert sinn sem þeir sáu sér færi á því. Þeir hafa nú um árabil ráðið lögum og lofum í sex leppríkj- um í austanverðri Mið-Evrópu og á Balkanskaga og raunar á sjöunda staðnum, ef Austur- Þýzkaland er talið með. f öllum þessum ríkjum, nema einu, voru þeir fylgislausir að kalla. Ond- antekningin var Tékkóslóvakía, <£----------- Arabar hyggjast innlima Aden í Yemen með aðstoð Sovétríkjanna BRETAR stríða í ströngu þessa dagana — stöðugar óeirðir geisa á Kýpur, samningaumleit- anir um framtíð Singapores fóru út um þúfur, og svo er að sjá sem blikur dragi upp á himin- inn yfir einni brezku putanýlend- unni enn. .Arabar ásælast nú' verndarríkið Aden, sem er á suðvesturhorni Arabíuskagans. ARABAR VILJA INNLIMA ADEN í YEMEN. Aden er eit* heitasta og þurrasta sv?eði jarðarinnar. Þar rignir svo að segja a!drei, og landsvæðið er gróðursnautt. Aðalbækistöð Breta er í borginni Aden, og þar er höfn og virki, krúnunýlendan Aden nær yfir 20 ferkm svæði og þar búa 100 þús manns. Norð- austur af krúnunýlendunni er- verndarríkið Aden, eyðimerkur- og fjallahérað, þar sem fáeinir, blásnauðir hirðingjaflokkar eru búsettir. Þetta svæði hefir ekki einu sinni verið kortlagt. Vestan við verndarríkið liggur Araba- ríkið Yemen, og þar hafa Arab- ar hreiðrað um sig og með stuðn- ingi Arababandalagsins hafið „sókn“ fyrir innlimun Adens í Yemen. Landamærin milli Adens og Yemen hafa aldrei verið viður- kennd, segja Yemenbúar. Þjóð- erniskennd Araba og Múhameðs- trúin geta ekki sætt sig við, að hinir ami'i* j *>úar Aden séu undir y(V. tm . . erlends ríkis. * VATNSSKORTOR — HoFOÐVANDAMÁL. Yemen hefir ekki bolmagn til að ráðast á krúnunýlenduna, sem er eitt sterkasta virki Breta. En Bretar eru í einu tilliti í veikri aðstöðu. Eins og áður er sagt er loftslagið mjög þurrt og erfitt um . vatn. Bretar hafa látið höggva íi klettana í fjöllunum og látið leiða vatnið þaðan. Þessi vatnsleiðsla liggur gegnum Aden- verndarríkið. Ef takazt mætti að eyðileggja þessa leiðslu, væru í- búar Adens illa settir. Það má samt ganga út frá því sem vísu, að Bretar láta ekki krúnunýlenduna af hendi, fyr en í fulla hnefana. Það mundi veikja mjög aðstöðu þeirra í Mið-Aust- urlöndum, þar að auki er virk- ið mjög mikilvægt vegna skipa- ferða um Indverska hafið, Pers- neska flóann og Rauða hafið, og eftir árekstrana í sambandi við ensk-írönsku olíuféiögin í íran var reist í Aden geisistór olíu- vinnslustöð fyrir sem nemur 2,000 milj. ísl. kr. Þar starfa um 1500 manns, og slíkt fyrirtæki er ekki hægt að láta ganga sér úr greipum umyrðalaust. Einnig hafa Bretar endurbætt flugvöll- inn í Áden, svo að mikil eign er nú í honum. -Á ARABAR HAFA SOVÉT- RÍKIN AÐ BAKHJARLI. Er brezki varanýlendumála- ráðherrann Lloyd lávarður kom fyrir skömmu síðan til Aden, tóku Arabar á móti honum með miklum kröfugöngum. Skömmu síðar héldu um 3000 Bedúína- herrnenn frá Y;-men og Saudi- Arabíu inn í verndarríkið Aden. Ekki er talinn nokkur vafi á því, að Arabar hefðu ekki hafizt handa af þessari djörfung, ef þeir ættu ekki hauk í horni ein- hvers staðar — og beinist 1 þessu efni athygli manna fyrst og fremst að Sovétríkjunum. Þeim væri mikill hagur í því, að Arab- ar hæfu stjórnmálalega og hern- aðarlega sókn gegn þessari brezku nýlendu sem er einn mikilvæg- asti tengiliðurinn milli Atlants- hafsbandalagsins og Suðaustur- Asíubandalagsins. Fyrir rúmri viku tóku brezkir hermenn 150 Araba til fanga. Voru Arabarnir að flytja vopn og skotfæri í mikilli vöruflutn- ingalest yfir A1 Khalieyðimörk- ina, sem liggur á mörkum Aden og Saudi-Arabíu. Allt benti til þess, að vopnin væru ætluð Bedúínahermönnunum, sem hafa hreiðrað um sig í vesturhluta verndarríkisins skammt fyrir sunnan mörk Yemens, Saudi- Arabíu og Aden. Bedúínaher- mennirnir eru ekki vel vopnum búnir. Brezkir hermenn hafa nú verið sendir á vettvang gegn Bedúínunum, sem hafa hreiðrað um sig í fjöllunum, svo að erfitt er að ráða niðurlögum þeirra úr lofti. ★ YEMEN VILL GERA VOPNASAMNINGA VIÐ TÉKKA. Það er táknrænt, að krónprins- inn í Yemen, Moliamed el Badr, fer nú í fjögra vikna ferðalag til Sovétríkjanna, og Yemen hefir farið fram á vopnasölusamn ing við Tékkóslóvakíu. Þess má einnig vænta, að Rússar komi sér bráðlega upp sendiráði í höfuðborg Yemen, Taiz. Augljóst er því, að Bretar eiga ekki að- eins arabiskum þjóðernissinnum að mæta heldur einnig sovézkum stjórnarerindrekum og tékkn- eskum vopnasölum. Allt kapp verður lagt á það að hrekja Breta frá Aden, og vegna þess hversu mikilvægur tengiliður Aden er milli NATO og SEATO, geta Bretar vænzt þess, að Aden- deilan verður enn víðtækari og óviðráðanlegri en Kýpurmálið og ósamkomulagið um Singapore. Aden er mikil hafnarborg, það- na hefir t.d. löngum verið flutt meginið af arabisku kaffi, og olíu- útflutningurinn er þó mikilvæg- astur — einkum ef til alvarlegra átaka kæmi milli hins austræna og vestræna heims. Það væri því ekki amalcgt fyrir Ráðstjórnina, að Arabar hefðu þar tögl og hagldir — með forsjá Sovétríkj- anna. þar sem þeim hafði í tiltölulega frjálsum kosningum tekizt að verða stærsti þingflokkurinn. En þar hafði fylgið hrunið af þeim, áður en þeir gerðu byltinguna snemma árs 1948. Hvernig fóru þeir að því að ná völdunum í öllum þessum löndum án blóðugra borgara- styrjalda, ef þeir voru svo fylgi- snauðir? Það er ljót saga af lævísi og svikum, fölskum flokksmerkjum og ofbeldi. En það er saga, sem ekki má gleymast. Og það sem við íslendingar þurfum sérstak- lega að taka eftir, er hið marg- endurtekna bragð að ginna aðra flokka til samvinnu við sig, sjúga úr þeim merginn og kasta hræj- unum siðan á sorphauginn. ★ ★ ★ Lítum í dag á örlög P ó 1 - 1 a n d s . Hin löglega ríkisstjórn Pól- lands sat í London í siðasta ó- friði. Hún fann ekki náð fyrir augum valdamannanna í Moskvu, sem vildu hafa ráð landsins í hendi sér, er þeir hefðu rekið Þjóðverja á brott. Þeir söfnuðu því saman hóp af kommúnist- um og attan-í-ossum, sem þeir af napurri hugkvæmni kölluðu „þjóðfrelsisnefndin“. Það hét svo, að að þessarri nefnd stæðu fjór- ir flokkar: kommúnistar, sósial- istar, lýðræðisflokkurinn og bændaflokkurinn. Allir sigldu þeir undir fölsku flaggi, nema kommúnistaflokkurinn. Þessi „sósíalistaflokkur" átti ekkert skylt við pólska sósíalista- flokkinn. Það var hópur af lianni- bölum, allsendis óþekktum, und- ir „forustu" Osobka-Moravski, dulu, sem siðar fékk um tima að kalla sig forsætisráðherra. „Lýðræðisflokkurinn" var ekki annað en punt, samansett í Moskvu til þess að svo liti út í augum ókunnugra, sem „Þjóð- frelsisnefndin" hefði fylgi meðal stjórnar í júní 1945. Ekki var það urinn átti ekki heldur neitt skylt við þennan nýja „bændaflokk", sem var samtiningur af óþekkt- um og áhrifalausum mönnum. Það voru þessir menn, sem voru hin svonefnda Lublinstjórn í ófriðarlokin. Þeir voru ger- sneyddir öllu fylgi í landinu. þar sem Rússar eru hataðir og þó enn meir fyrirlitnir frá fornu fari. Pólverjar vissu ósköp vel, hver hafði látið myrða pólsku liðsfor- ingjana í Katyn-skóginum, þótt Kristinn Andrésson þykist ekki hafa frétt um það fyrr en á flokks þinginu i vetur og Þórbergur sé sjálfsagt enn í vafa. Þeir vissu einnig, hverjir það voru, sem þóttust vera að frelsa þá úr ánauð og stálu í leiðinni hálfu landi þeirra. íbúar Warszawa höfðu horft á óvígan rússneskan her bíða aðgerðarlausan á auetur- bökkum Weichselfljótsins, meðan þcir börðust upp á líf og dauða við Þjóðverja, voru strádrepnir sjálfir og borgin brennd. ★ ★ ★ Vesturveldin kröfðust þess, að mynduð yrði raunveruleg sam- steypustjórn allra flokka í Pól- landi, en urðu náttúrlega að taka tillit til þess, að landið var her- setið af Rússum. Þetta leiddi til myndunar nýrrar bráðabirgða- stjórnar í júní 1945. Ekki var það þó nema einn þeirra flokka, sem að pólsku stjórninni í London höfðu staðið, sem gekk til þess- arrar samvinnu. Það var bænda- flokkurinn, flokkur Mikolajczyks sem gerðist landbúnaðarráðherra og vara-forseti ríkisstjórnarinn- ar. Fyrst átti að fá Mikolajczyk til þess að sameina flokk sinn leppflokknum nýja, en það tókst ekki. Þá hófst neðanjarðarstarf- semin. Nokkrum rottum var kom ið í flokk hans, og brátt stofnaður þriðji bændaflokkurinn, sem tek- izt hafði að kljúfa frá hinum rétta bændaflokki. Einnig var um sama leyti stofnaður „kristilegi verkamanna fIokkurinn“, og voru máttarstoð- ir hans nokkrir kaþólskir menn, sem í svipinn héldu, að unnt væri að vinna með kommúnist- um. En Pólverjar cru allra manna kaþólskastir. Þessi flokkur hafði aldrei mikið fylgi, og vitanlega höfðu kommúnistar sent þangað laumupúka sína. Flokksforing- inn, Popiel, leysti flokkinn uþp árið 1946, með þeim rökum, að kúgun kommúnista gerði honum ómögulegt að starfa. Þetta hent- aði þó ekki kommúnistum í bili, og fengu þeir einn af sínum mönnum, Widy-WirskV til að endurvekja hann þegar í stað sem leppflokk. Rússar höfðu lofað Vesturveld- unum frjálsum kosningum í Pól- landi. Frjálsar kosningar komu aldrei, en það scm kallað var kosningar fór fram í jamiar 1947. Þrátt fyrir fádæma kosninga-kúg un, sem kommúnistar eru meist- arar í að framkvæma, voru aldrei birtar sannar fregnir af úrslit- unum. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar fylgdi Mikolajczyk, en liann og flokkur hans misstu nú öll völd og hann varð að flýja land liuldu höfði nokkrum mánuðum síðar. Skipuð var ný og þæg stjórn fyrir bændaflokkinn, eftir að bækistöðvar hans höfðu verið teknar með vopnavaldi, og hann skömmu síðar látinn sam- cinast leppflokkunum tveimur, sem stofnaðir höfðu verið til höf- uðs lionum. ★ ★ ★ Pólski sósíalistaflokkurinn var ekki leyfður í landinu. En meðan þessu fór fram, sem frá hefir verið skýrt gerði mikill hluti raun verulegra sósíalista kommúnist- um þann grikk að ganga í lepp- flokkinn, svo að hann varð miklu öflugri og traustari en til var ætlazt. Voru því góð ráð dýr, og í maí-mánuði 1947 heimtuðu kommúnistar samruna beggja flokka. „Foringjarnir" voru ekki erfiðir viðfangs um þetta fremur en annað, en almennir flokks- menn strevttust á móti, þótt þeir ættu í vök að verjast. Því var ákveðið að láta lireinsun fara fram í flokknum í júnímánuði, og fjöldi hinna „liægri-sinnúðu“ flokksmanna var hnepptur í varð hald. Þetta ætlaði samt ekki að nægja, og það var ekki fyrr en í desember, að nægilega margir höfðu verið reknir úr flokknum, til þess að hann leyfði kommún- istum að gleypa sig. Þar mcð voru síðustu leyfar frjálsrar flokksstarfsemi horfnar í Póllandi. ★ ★ ★ Þeir tveir foringjar, sem reyndu að hefja merkið gegn al- ræði kommúnista í samstarfinu, Mikolajczyk og Popiel, eru báð- ir landflótta. En hvað hefir orð- ið af leppunum, sem lctu komm- únista nota sig til illverka.nna? Osobka-Morawski var varpað fyrir borð árið 1947;rekinn úr flokknum 1948 og siðan fluttur í svartholið. — Rzymowski, einn af foringjum hins svonefrida „lýð ræðisflokks'* og utaniíkisráð- herra um tíma, féll fyiir borð 1947 og cr dauður. Dr. Litwin, leiðtogi í hinum falsaða „bænda- fIokki“ og heilbrigðismálaráð- herra var látinn fara 1947. Widy- Wirski, sem „endurvakti“ kristi- lega verkamannaflokkinn var orðinn saddur metorða 1947 og „sagði af sér“ vegtyllum, að kall- að var. Stanczyk, „sósíalisti“, sem var félagsmálaráðherra í fyrstu, en ýtt úr því starfi í ann- að miklu ómerkilegra þegar árið 1946 og dó þar. Rola-Zymierski, marskálkur af Póllandi og varnar málaráðherra var rekinn úr starf inu árið 1949, og i stað hans skip- aður Rokossovski marskálkur í her Sovétríkjanna. (Leppur nægði ekki, þurfti kúsk frá Sovétríkjunum sjálfum). Árið 1951 var Rola-Zymierski hneppt- ur i fangelsi. Og þetta eru aðeins nokkrir af helztu hannibölunum. — Fjöldi miinni spámannanna, sem lilutu svipuð örlög, er legíó. U tankjörstaða- kosning er hafin Hafið sansband við kosningaskrifsfofur f/okksins UTANK.IÖRSTADAKOSNING hófst í gær, þriðjudag. f Reykja- vík fer kosniiigin fram í Melaskólanum frá kl. 10—12, 2—6 ©g 8—10 alla daga nema sunnudaga, en þá er ltosið frá kl. 2_6. Annars staðar á iandinn er hægt að kjósa hjá bæjarfógetum og lireppstjórum. Eilendis fer ko^-» y i>»io hjá islenzkum scndiráðum og ræðis- mönnum íslands, sem t*Ia íslenzku og eru af íslenzku bergi brotnir. Kosningaskrifstofa ‘íjiifstæðisflokksins er í Vonarstræti 4, III. hæð, opin 10—10 vitka daga og 1—7 á sunnudögum, símar 7574 og 81860. Skrifstofan veitir stuðningsmönnum flokkslns allar upplýslngar eg fyrirgreiðslu í sambandi við utankjörstaða atkvæðagreiðslu og kjörskrá. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að gefa skrifstofunni upplýsingar um kjósendur flokksins, sem dveljast fjarri heimilum sínum á kjördag. Athygll skal vakin á þvi, að kærufrestur vegna kjörskrár er útrunninn 3. júní n.k... og ættu menn að athuga fyrir þann tíma livort nöfii þeirra eru á kjörskránni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.