Morgunblaðið - 31.07.1956, Side 2
'2
MORGUNBLAÐIÐ
S>riðjudagur 31. júlí 1956
Ný kariamið fundin
við Grænland
SÍÐASTL. laugardag kom togaiinn Fylkir til hafnar í Reykjavík
— úr hálfs mánaðar rannsóknarleiðangri á vegum Fiskideildar
Rannsóknarstofu Háskólans. Var rannsóknarför þessi farin að mestu
leyti, til þess að leita að karfamiðum, en júlímánuður er einmitt
sá tími ársins, sem togararnir hafa aflað einna minnst af karfa —
og þess vegna var talin nauðsyn á að finna einhver þau svaeði, sem
karfinn heldur sig á á þessum tíma. Jakob Magnússon fiskifræðing-
ur skipulagði rannsóknirnar og var í för með togaranum, en skip-
stjóri var Sæmundur Auounsson.
1 gær voru blaðamenn kvadd-
ir til fundar upp í Fiskideild, og
ikýrði Jakob þar frá rannsókn-
irförinni. Lagt var af stað 13. f.
m. — og fyrst haldið suður og
austur fyrir land. Var meðal ann-
ars leitað að grunni, sem merkt
er á sjókortum nokkru suður af
Hornarfirði, en sjómenn hafa
hins vegar talið ósennilegt, að þar
væri nokkurt grunn að finna
Varð reyndin einnig sú — og allt
vestan frá Reykjanesi og austur
undir miðjan Færeyjahrygg var
leitað að miðum, en sáralítið veidd-
ist.
Síðan var haidið vestur fyrir
iand og trolii rennt á nokkrum
stöðum. Vestur af Víkurál var
komið að samfelldri ísrönd — og
var enn reynt meðfram ísrönd-
inni bæði á þekktum og óþekktum
slóðum. Árangur varð hins vegar
lítill. Var þú haldið suður með
- SUEZ
Framh. af bls 1
„r»fbeldisaðgerðum“ Nassers,
sem virtist ætla að troða sömu
brautir og Hitler gerði, yrði
að vcrða eindregin.
Hann kvað nauösynlegi
að brezkt og bandarískt herlið
dveldizt áfram á meginlandi
Evrópu, og varnir Vesturveld
anna væru öruggasta trygging
in fyrir friði.
LONDON 30. júlí. — Eden flutti
brezka þinginu í dag skýrslu um
Súez-málið. Kvað hann Breta
aldrei mundu sætta sig við yfir-
ráð einnar þjóðar yfir Súez-skurð
inum, sem væri alþjóða sigiinga-
leið. Egyptar ætluðu að nota
skurðinn í eigin hagsmunaskyni,
en fjarstæða væri að ætla, að
þeir gætu nokkurn tíma hrundið
stíflugerðinni við Aswan í fram-
kvæmd fyrir hagnað af Súez-
skurðinum.
Kvað hann „frystingu" alls
egyzks fjár i Bretlandi aðeins
byrjunina á þeim ráðstöðun-
um, scm Bretar hyggðust gera,
til þess að hindra ofbeldi Eg-
ypía. Yrði öllum útflutningi
hráefna til Egypíalands liætt,
en í því efni yrði höfð náin
samvinna við samveldislöndin
og Frakkland og Bandaríkin.
KAIRÓ, 30. júlí:
Umferð um Súez-skurðinn hef
ur verið með eðlilegu móti síðan
Egyptar tóku allar bækistöðvar
Súezskurðarfélagsins eignar-
námi. Hátt á annað hundrað skip
fóru um skurðinn íyrstu þrjá sól-
irhringana, og að jafnaði hefur
eitt berzkt skip farið á klukku-
tíma fresti um skurðinn á þeim
tima.
NEW YORK 30. júlí: — Tvö
New York blaðanna skýrðú
írá því í dag, að kanpsýslu-
mensi í Wall Street óttist, að
Arabaríkin fari að dæmi Eg-
ypta og taki að þjóðnýta er-
lend olíufélög, sem vina olíu
í mörgum Arabaríkjum. Sakir
þessa hefur verðfall orðið í
kauphöliinni á hlutabréfum í
viðkomandi oliufélöguni.
BEIRUT 300. júlí--þing Li-
banon samþykkti í dag ein-
róma að veita Egyptum allan
sluðning, sem væri á færi Lí-
banonmanna að veita, í sam-
bamli við þjóðnýtingu Súez-
skurðarins. Voru hin Araba-
ríkin jafnframt hvött til þess
að fara að dæmi Egypta
austurströnd Grænlands og varð
mikils karfa vart á allmörgum
stöðum. I-Iafa margir íslenzku
togaranna þegar haldið á þessi
mið, gem gefizt hafa vel.
Sagði Jakob, að lifnaðarhættir
karfans væru enn lítt kunnir, og
bess vegna hefði jafnframt leit-
inni að miðunum verið unnið að
merkingum og öðrum rannsóknum
í því sambandi. Er nú unnið að
því að safna gögnum, sem brugðið
gætu skýrara ijósi yfir göngur
karfans, og er þá m.a. leitazt við
að rannsaka sjávarhita þann, sem
hann heldur sig i. Fæðurannsókn-
ir eru einnig driúgur þúttur þess-
ara athugana. 1 förinni voru 10
þús. karfar merktir auk um 2
þús. annarra fiska. Botnhitinn
var einnig mældur, og reyndist
hitinn á þvi svæði, sem mesta-
karfamagnið fannst, vera 4,8 stig
á Celsius.
Slíkar rannsóknir sem þessar
eru mjög mikilvægar, þrátt fyrir
að engin frambúðarlausn Verði
fundin hvað viðvíkur öruggum
fiskimiðum fyrir togara okkar —
heldur miðast ranjisóknirnar við
það að dreifa veiði togaraflotans
á sem stærst svæði, til j>ess að
koma í veg fyrir ofveiði á þeim
miðum, en hingað til hafa verið
mest sótt.
Bað Jakob blaðamenn að lokum
að færa skipstjóra og skipshöfn á
Fylki, svo og öðrum, sem leið-
beint hefðu vlð rannsóknirnar,
beztu þakkir fyrir góða samvinnu.
Myndin er tckin af Piero Cala-
mai (sá dökkklæddi), skipstjór-
anum á Andrea Doria, er iiann
gek á iand í Brooklyn — af banda
rísku herskipi, sem bjargaði hon-1
um af hinu sökkvandi skipi. —
Skipstjórinn yfirgaf Andera Ðor-
ia síðastur manna, skömmu áður
en skipið hvarf í hafið, og tókst
honum að bjarga með sér leið-|
arsbók skipsins. Vænta menn, að
liún geti orðið hjálpleg við það,1
að finna orsök slyssins, þegar:
rannsókn hefst. ítalska sendiherr- ■
Frjólsii
ann í New York hefur sent leið-
arbókina áleiðis til ítaliu — til
ítlösku stjórnarinnar.
STOKKHÓLMI, 30. júlí: Svíar
hafa í Iiyggju að fara þcs« á
leil við alþjóðaþing um öryggi
á sjó, sem saman kemur á
næslunni, að seltar verði al-
þjóðaregJur um nolUun radars
á skipum.
Frh. af bls. 1.
þar sem grunur leikur fyrirfram
á um að ríkisvaldinu sé misbeitt.
T.d. hefur farið fram ýtarleg
fræðileg rannsókn á réttarfari
Rússlands og annarra ríkja Aust-
ur Evrópu. Og nú sem stendur er
verið að safna ýtarlegum gögnum
um réttarfarið í Suður Afríku og
rannsaka þau. Er safnað hvers
kyns skjölum, lagasetningu og
framkvæmd laganna í reglugerð-
um og dómum. I’á fer fram rann-
sókn á réttarfari á Spáni og gögn-
um safnað um mannréttindaskerð-
ingu i ýmsum öðrum einræðisríkj-
um.
AFSTAÐA LÖGFRÆÐINGA
TIL EINIIÆÐIS 1 SUÐUR-
AMERÍKU
Van Dal skýrði frá því, að hann
Afstaða ríkisstjórnarinnar
til varnarmálanna
Yfirlýsmg frá uianríkisráðherra.
Svohljóðandi fréttatilkynning
barst blaðinu í gær frá utanrík-
isráðuneytinu:
í tilefni af blaðaummælum
undanfarna daga, innanlands og
utan, varðandi stefnu íslands í
utanríkismálum, vill utanríkis-
ráðherra taka eftirfarandi fram:
Stefna ríkisstjórnarinnar í ut-
anríkis- og öryggismálum er ekki
ný stefna af íslands hálfu. Stefn-
an var mörkuð árið 1949, áður en
ísland gekk í Atlantshafsbanda-
lagið og henni hefur verið fylgt
fram síðan og er enn fylgt.
Samkvæmt stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar í utanríkismál-
um mun hún framfylgja ályktun
Alþingis frá 28. marz s.l. Ályktun
þessi hefst á yfirlýsingu um, að
stefna fslands i utanríkismálum
skuli vera óbreytt. Hér eftir, sem ]
hingað til, skuli við það miða, að
hafa vinsamlega sambúð við ailar
þjóðir og að um öryggismúl eigi
íslendingar samstöðu við ná-
grannaþjóðir sínar, m.a. með sam-
starfi í Atlantshafsbandalaginu og
þá einnig við þær þjóðir, er að
því standa.
ENDURSKOÐUN
VABNAESAMNINGSINS.
Að því er varnarmálin varðar,
er það stefna ríkisstjómarinnar,
að endurskoðuð skuli sú skipan,
er tekin var upp 1951, er varnar-
samningurinn var gerður. Höfuð-
tilgangur þeirrar endurskoðunar
á að vera sá, að íslendingar taki
i eigin hendur gæzlu og viðhald
varnarstöðvanna, þannig að þær
séu ætíð og án fyrirvara við því
búnar að gegna hlutverki sínu,
ef horfur í heiminum breytast til
bins verra, en að herinn hverfi
úr landi.
Ríkisstjórnin minnir á, að þeg-
ar um það var rætt árið 1949,
að íslendingar gerðust aðilar að
Atlantshafsbandalaginu, þá var
því lýst yfir af íslands hálfu, að
það hefði sjálft engan her og
gæti ekki tekið þátt í stofnun
bandalagsins, ef því fylgdi sú
kvöð, að hafa hér erlendan her
á friðartímum. Um það var sér-
staklega spurt, hvort þátttaka ís-
lands í bandalaginu kæmi að
gagn, á þessum forsendum, og
var því lýst yfir af utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, að svo væri.
Á þessum forsendum gerðist ís-
land aðili að Atlantshafsbanda-
laginu og á þeim grundvelli var
stefnan mörkuð. Fyrstu tvö árin
eftir að ísland gekk í bandalagið
var í samræmi við þetta enginn
her í landinu. f ársbyrjun 1951
þótt hinsvegar svo ófriðvænlegt
orðið í alþjóðamálum, að af því
gæti stafað hætta fyrir ísland og
bandalagsríki þess, að landið
væri óvarið. Af fslands hálfu var
á þessi sjónarmið fallizt, þrátt
fyrir fyrri afstöðu, og var því
varnarsamningurinn gerður 1951
og erlent varnarlið settist að í
landinu. Þegar þes'd samnlngur
var gerður, var þvl lýst yfir af
íslands hálfu, uó lierinn yrði að
] hverfa héðan brott strax og
batnandi aðstæður leyfðu.
VARNARSTÖÐVAR
TILTÆKAR.
Megintilgangur varnarsamn-
ingsins var, að hér yrðu gerðar
varnarstöðvar, er væru tiltækar
til að taka á móti varnarliðl, ef
til ófriðar kæmi, auk þess sem
hér yrði nokkurt erlent herlið til
gæziu varnarstöðvanna og fleiri
þýðingarmikilla staða. Varnar-
stöðvarnar eru senn fullgerðar og
hér hefur nú dvalið erlent varn-
arlið í full 5 ár. Það er mat ríkis-
stjórnarinnar, að horfur í alþjóða
málum séu nú sízt ófriðvænlegri
en þær voru er ísland gerðist
aðiii að Atlandshafsbandalaginu
1949 og með tilliti til þess og
þeirra yfirlýsinga, er þá voru
gefnar, álítur ríkisstjórnin að
skipan varnarmálanna beri nú að
breyta þannig, að herinn hverfi
úr landi, íslendingar annist sjálf-
ir viðhald og rekstur varnarstöðv
anna og að þannig verði frá mál
um gengið, að varnarstöðvarnar
íullnægi tilgangi sínum gagnvart
Atlantshafsbandalaginu á þeim
grundvelli, er markaður var við
inngöngu íslands í bandalagið.
VILL EKKI FJARLÆG.TAST
ATLANTSIIAFSBANDALAGIÐ.
Tilgangur ríkisstjórnarinnar
með endurskoðuninni er því alls
eklci sá, að fjarlægjast Atlants-
hafsbandalagið, heldur þvert á
móti halda samstöðunni við það,
gæta varnarstöðvanna, en án
erlc" ' nr hersetu. Þetta er sú
st'' ■, sem glöggt var mörkuð
við inngöngu íslands í Atlants-
hafsbandalagið.
U tanríkisráðuney tið,
Reykjavík, 30 júlí 1956.
Atriar Nasaer aa
rjúía stjórnmala-
sambandið ?
LONDON 30. júlí: --- íltvarpið
í Kairo skýrði frá því í kvöld,
að egypzka fjármálaráðimeylið
Iieföi ákveðið, að fyrst um sinn
yrði enginn gjaldeyrisyfir-
færzla icyfð í Egyi»Iaiandi.
Skönunu áður liafði egypzki
fjármálaráðherraiiu rælt við
fulltrúa franska og cnska bank-
ans í Egyptalandi. Meðal þeirra,
sem beðið höfðn um gjaldeyris-
yfirfærziu var brezka sendiráö-
ið í Kairo, en starfsliði þess er
greitt í egvpzkri mynt.
— Reuter.
o-O-o
Þar með bregður Nasser fæli
fyrir starfsemi brezka sendi-
ráðsins í Egyptalandi --- og
með því heftir iiann sligii,
skref í áttina, til þess að rjúfa
stjórnmálalengsii landanna.
væri nú nýkominn úr langri ferð
um átta Suður-Ameríku-ríki. Þar
kvaðst liann m.a. hafa kynnzt
því hvaða hlutverki lögfræðingar
gegna í baráttu fyrir mannrétt-
indum, Eins og kunnugt er við-
gengst einræði í mörgum Suður-
Ameríku-ríkjunum. En allir
fremstu lögfræðingar þessara
landa eru hinir öflugustu and-
stæðingar einræðisstjórnanna. Sem
dæmi nefndi liann, að er hawi
hefði komið til ICúbu, þar sem
Eatista hersliöfðingi hefur ein-
ræðisvaid rpeð tilstyrk hersins,
hefði mikill fjöldi lögfxæðinga kom
ið saman á fund, þeirra á meðal
þrófessorar við háskóla og for-
menn lögmannafélaganna og á-
kveðið að stofna deild alþjóðasam-
takanna. Þetta gerðu þeir til að
mótmæla einræðisstjórninni. Sömu
sögu var að segja í ölium öðrum
Suður-Ameríkuiríkjunum, að það
eru lögfi'æðingarnir sem hafa for-
ustu í að krefjast þess að mann
réttindi séu virt.
SKILGREINING Á
HUGTAKINU
RÉTTARRÍKI“
S.l. sumar efndu aiþ,,óðasam-
tökin til ráðstefnu lögfræðinga
frá 48 löndum, þar sem lögð
var undirstaða að alþjóðlegri skil-
greiningu á því, hvað hugtakið
réttarríki þurfi að fela i sér. Hlaut
samþykkt þingsins heitið Aþenu-
yfii'lýsingin. í lxenni fólst, hvaða
lágmarksskilyrðum réttarskipun
þyrfti að fullnægja tll þess að
geta talizt réttarriki. Þessu starfi
er nú haldið áfram með því »8
alþjóðasamtökin senda spurninga-
lista til lögmannafélaga út um
viða veröid til að fá skýrgreiningu
þeirra á þvi, hvaða skilningur sé
lagður í hverju landi í hugtakið
. réttarriki". Má vænta þess að
þetta mál verði svo tekið til með-
ferðar á ráðstefnu sem haldin
verður í Nýju Delhi á Indlandi
1958.
ÖFLUG SAMTÖK
Alþjóðasamtök frjálsra lögfræð-
inga hafa aðalbækistöð í Haag í
Hollandi. 1 stjórnarnefr.d þeirra
eiga sæti 15 hinna fremstu lög-
fx-æðinga úr öllum hlutum heims.
En í samtökunum munu nú vera
milli 18 og 19 þúsund lögfræðing-
ar. Er þó nú unnið markvisst að
því að efla starfið, svo að innan
skamms verði milli 150 og 200
þúsund lögfræðingar hvarvetna
um heim í samtökunum. Er þess
að vænta, að þessi félagsskapur
verði einn hinn öflugasti til að
vernda og viðhalda mannréttind-
um í heiminum.
EIJALTEYRI, 2C. júlí. — í gær
lögðu þessi skip upp í braeðslu
hjá Kveldúlfi: Rifsnes 563 mál,
Jón Þorláksson 794, Akraborg
1053, Ingvar Guðjónsson 216,
[Helgi Helgason 400.