Morgunblaðið - 31.07.1956, Side 11

Morgunblaðið - 31.07.1956, Side 11
Þriðjudagur 31. júlí 1956 MORCUNBLAÐIE 11 E. Kaffibrennsla O. JOHNSON & KAABER HF. Ef þér óskið að gera yður dagamun Minningarorð „SKJÓTT hefur sól brugðið oumri“. Svo kvað Jónas forðum um vin sin látinn. Þessi orð komu mér í hug, er mér barst andláts- fregn mágkonu minnar, Önnu Elimundardóttur. Þótt öllum mönnum sé ljós sú vissa að eitt sinn skal hver deyja, þá kemur þessi gestur á- vallt svo óvænt með ýmsum hætti á öllum aldursskeiðum einstak- linganna. Þegar menn eru á bezta aldri og vonir þeirra og þrár stefna til framtíðarinnar, er það svo öröugt að sætta sig við að lífi þeirra sé lokið og hafi orðið svo skammvinnt. Anna var stödd á sumri ævi sinnar, þegar hún var köiluð burt úr þessu lífi, og því er eins og bitran hafi brugðizt um miðjan dag. Hversu gott er það þá ekki, að vona og trúa því, að hún haíi vorið kölluð til „meira að starfa Guðs um geim“. Anna var fædd á Hellissandi 18. nóvember 1904. Foreldrar hennar voru Elimundur Ög- mundsson, er lézt fyrir tveim ár- um, og kona hans Sigurlaug Cýr- usdóttir, sem komin er á miðian áttræðisaldur. Þann 18. maí 1920 giftist Anna eftirlifandi manni sínum, Haraldi Erlendssyni frá Ketilvöllum í Laugardal. Þau reistu heimili sitt að Völlum á Seltjarnarnesi og hafa búið þar síðan, Þau eign- uðust tvö börn, Erlend Grétar, er stundar heimspekinám, kvænt ur Helgu Helgadóttur, og Elínu Sigurlaugu, sem vinnur í Útvegs- banka íslands h.f. Anna var fríð kona sýnum, björt yfirliíum og bauð af sér góðan þokka. Hún var hversdags- lega dul og hlédræg og undi því bezt að vinna sitt verk í kyrrþey. Að hverju sem hún gekk, sýndi hún trúmennsku og þá alúð, sem jafnan einkenndi öll hennar störf. í fjölmenni var hún hljóðlát og hafði sig lítt í frammi, en í vina- hópi var hún létt í máli og glað- vær. Hverjum þeim, sem að garði bar, veitti hún góðan beina og gerði glaða stund. Hún var rík af skilningi og hjálpsemi hennar var látin í té af örlátri hendi, sem væri hún ósjálfráð. Fyrir tveim árum fann Anna fyrst til þess sjúkdóms, er nú hefur leitt hana til dauða. Þá óraði engan fyrir því, að þannig Ódýrt PERMANENT Hið gamla, góða, kemíska permanent, seljum við með- an birgðir endast, á aðeins kr. 110.00. Hárgreiðslustofan PERLA Vitastíg 18A, sími 4146. STRÍMfBERG RAFMÓTORAR Vatns og rykþcttir ’/í — % — Vt — % 1 — lVa — 2 — 3 — 4 y2 Ji/2 — IVjl — 10 — 15 ha. jafnstraumsmótorar % ha. LUDVIG STOKR & CO. myndi fara. Þegar svo var komið, að kraftarnir voru að þverra,, mætti hún því sem verða vildi með undraverðri rósemi og djörfung. Vonbrigða hennar varð eigi vart og öllum þeim, sem komu að sjúkrabeði henar, tók hún með hlýju brosi og æðrulausum orð- um meðan hún mátti mæla. Hún lézt í sjúkvahúsi Hvitabandsins að kvöldi dags 22. þ.m. og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju í gær. Heimili sínu vann Anna allt sem hún mátti, og voru þau hjón- in í fyllsta máta samhent um að gera það að helgum reit. Þau bjuggu í haginn fyrir börnin sín svo sem bezt var á lcosið og að- stæður allar frekast leyfðu hverju sinni. Vinum sínum tóku þau opnum örmum, enda var gott þar að dvelja. Hógværð og umhyggja mótuðu venjur og hagi þess heim- ilis og þaðan fór hver og einn ríkari enn hann kom. Nú hefur skyggt fyrir ham- ingjusól heimilisins á Völlum, en um auðan sess húsmóðurinnar hópast hugljúfar minningar lið- inna stunda rneð gleði sína og mildi. Þeim, er nú harma horf- inn ástvin, mun það mest hugg- un að eiga slíkar minningar í rík- um mæli. Það var hamigja þeirra, að eiga slíka dóttur, konu, móður, systur og vin, sem Anna var, — og það er einnig gæfa þeirra nú, að eiga svo heiðríkar minningar um allt hið liðna, ein- mitt nú, þegar ævi hennar er öll. Guðjón Halldórsson. Framhald af bls. 10. mótspyrnuna í þessum leik og reyndi nú fyrst verulega á vörn þeirra, sem sýnilega kom á ó- vart hinn mikli hraði úrvalsins í byrjun leiksins og varð hún stöðugt að vera á varðbergi og lék því aftar en í fyrri leikjun- um, þó vel væri fylgt eftir, þeg- ar liðið var í sókn. Framlínan kunni betur við að fara upp hægramegin og náði nú ekki jafn samfelldum sóknarsamleik og í hinum leikjunum vegna þess að úrvalsliðið lét þá aldrei í friði með knöttinn, stöðvaði framrásina oft með prýði eða komst óvænt inn á milli og krækti í sendingar þeirra. — Vindurinn háði og Kússunum sýnilega, en heildarsvipur sam- leiksins var samt fágaður og fallegur. Hið styrkta „Akraneslið" komst betur út úr þessum leik en nokk- ur hafði þorað að láta sig dreyma um. Ríkharður var skipuleggjar- inn og vann geysilega allan leik- inn, þar til skórnir fóru að kreppa að honum og hann varð að fara af leikvangi, er um stund- arfjórðungur var eftir af leik, og framlínan sviplaus á eftir. Það var ánægjulegt að sjá hve liðinu í heild tókst að ná stutt- um og fallegum samleik, sem var eina vopnið á Rússana og kom greinilega fram, að þeir hafa ýmislegt lært af gestunum. Innhei'jarnir og íramverðirnir voru sterkustu menn liðsins. — Þórður Jónsson átti og góðan leik, þrátt fyrir misheppnuð skot í fyrri hálfleik. Kristinn Gunn- laugsson var sterkasti maður varnarinnar og kom frammistaða hans í miðframvarðstöðunni satt að segja á óvart, því Kristinn hefur átt mjög misjafna leiki í sumar. Bakvarðaparið, Ólafur og Árni, sluppu nokkuð vel frá leiknum, en mega báðir þakka framvörðum sínum dyggilega að- stoð. Helgi markvörður átti og góðan dag og verður ekki sak- aður um mörkin. Þessi leikur sýndi greinilega, að það Sterkasta sem við eigum til að senda fram sem úrvarlslið í dag, verður að byggja á kjarna beztu liðsheildarinnar. — Það eru Akurnesingar. — Það kæmi því engum á óvart þótt aðeins 'tvær breytingar yrðu gerðar á þessu „landsliði" og því sem leik- ur 7. ágúst. Hannes. Kaeliskápur Til sölu kæliskápur, vegna sérstakra kringnumstæðna, sama sem nýr, 10,5 teningsfet, Crossley gerð CAF, verð kr. 10.000.00. Tilboð merkt: Kæliskápur —3643, sendist afgr. blaðsins. AIR-WICK - AIR-WICK Lykteyðandi og lofthreinsandi undraefni. Njótið ferska loftsins innan húss allt árið. Aðalumboð: ÖLAFUR GÍSLASON & CO. H. F. Sími 81370 Hörður Olafsson Smiðjustíg 4. Sími 80332 og 7073. Mólflutnmgsskrifstofa. BA8ILE þvotlavéíarnar hafa hlotið einróma lof allra vegna þess hve þær eru vandaðar, ódýrar og sterkar. Klukkurofi slekkur á vélinni að þvotti loknum. Þvottatíminn aðeins 4 mínútur. Stór og góð stillanleg vinda. Taka6% pund af þurru taui. Þar sem hreyfingin á vatninu þvær þvottinn, þá slíta þær ekkert tauið. Fást einnig með 3000 vatta suðu- elementi. Ársáhyrgð. Afborgunarskilmálar. Kynnið ykkur verð og gæði. ■InkaumboS: ÞÓRÐUR H. TEITSSON Grettisgötu 3 — Sími 80360.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.