Morgunblaðið - 31.07.1956, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.07.1956, Blaðsíða 12
12 M ORGUMU/AÐIÐ f>riðjudagur 31. júlí 1956 rír menn i sipnum vramhaldssagan 53 iund í þorpinu. Þegar hann kom heim til gistihússins aftur, lá Kasimir, hinn makalausi snjó- maður, í dauðateygjunum. Kringl ótta höfuðið hans var gersamlega bráðnað og orðið að engu. Sultu- fatan, hjálmur Kasimirs, hvíldi á öxlum hans. Augu, nef, munn- ur og yfirskegg hins elskaða ridd ara höfðu runnið niður á hetju- brjóst hans. En hann stóð ennþá uppréttur. Hann dó standandi, eins og vöskum riddara sæmir. „Vertu sæll, ástfólgni Kasimir“ sagði Hagedorn. — „Án höfuðs getur enginn horft út um glugg- ann“. Svo gekk hann inn í Grand Hotei, en þar böfðu nú í fjarveru hans gerzt mikil tíðindi. Ógæfan hófst algerlega skað- iaust með því að Tobler leyndar- ráð, dóttir hans, frú Kunkel og Johan borðuðu morgunverð. Þau sátu úti í sólbyrginu, borðuðu brauðsnúða og töluðu um leys- inguna. „Ef við hefðum tekið með okkur vagn“, sagði Hilde, — „þá hefðum við nú getað ekið á hon- um til Munchen". „Þú mátt ekki gleyma þvi, að ég er fátækur maður“, sagði faðir hennar. — „Við förum í kúluleik svolitla stund. Það róar taugarnar. Hvar er tengdasonur minn annars?" „f bankanum og pósthúsinu", upplýsti Hilde. — „Hvernig sváf- uð þér, frú Kunkel?" „Alveg hræðilega“, svaraði Julchen frænka. — „Mig dreymdi svo voðalega. En slíkt hefðuð þið heldur ekki átt að leggja á mig“. „Hvað meinið þér?“ spurði Jo- han. „Þegar doktor Hagedorn sagði frá því, að Tobler-verksmiðjurn- ar heíðu ráðið hann og hr. Sehuze í sína þiónustu, þá svelgd ist mér hræðilega á, og hænsnabeinið var svo oddhvasst að ég varð að taka inn matarolíu uppi í herberginu, til þess að beinið losnaði úr hálsinum á mér. — Það var andstyggilegt.“ „Nú þegar við aftur höfum nýtt undrunarefni fyrir yður“, sagði Jóhann. — „Takið þér inn haíra- graut“. „Það getur alls ekki komið að neinu haldi“, sagði leyndarráoið. — „Þá myndi hún gleypa skeiðina". „Skeiðina bindum við fasta“, sagði Hilde. Frú Kunkel móðgaðist aftur. En það stóð ekki lengi, þvi að dyravörðurinn og Kuhne gisti- hússtjóri gengu hátíðlegir á svip inn í salinn og nálguðust borð þeirra. „Þeir eru líkastir einvígisvott- um, sem koma með einvígisáskor- un“, sagði leyndarráðið. Johan vannst aðeins tími til að tauta: — „Hann er óður“. Þá hneigði Karl þinn djarfi sig og sagði: — „Hr. Schulze, við vild- um gjarnan íá að tala við yður í nokkrar mínútur.“ Schulze svaraði: — „Nokkrar mínútur? Já, mín vegna megið þið gera það“. „Við bíðum yðar í skrifstof- anni, hérna við hliðina á sólbyrg- inu“, sagði dyravörðurinn. „Þá megið þið bíða lengi“, sagði Schulze. Hilde leit á armbandsúrið sitt: — „Það eru þegar liðnar nokkrar mínútur", sagði hún. Hr. Kuhne og Polter dyravörð- ur litu hvor til annars. Svo viður kenndi gistihússtjórinn, að um mikilvægt málefni væri að ræða. „Það hittist vel á“, sagði Jul- chen frænka. — „Ég er mjög hug fangin af öllu slíku. Hildegard, haltu fyrir eyrun á þér stúlka mín“. „Eins og yður þóknast", sagði gistihússtjórinn. — „Við ætluð- um að hlífa hr. Schulze við því að hafa vitni nærstödd. í fáum orðum sagt: —- Gistihúsið, sem ég veiti forstöðu, biður yður um að fara héðan sem allra fyrst. Nokkr ir gesta vorra eru orðnir gramir. Frá því I gær hefur kvörtunum og kærum yfir dvöl yðar hér fjölgað að miklum mun. Emn gesturinn, sem auðvitað vill ekki láta nafns síns getið, hefur boðið allháa fjárupphæð. Hvað var hún annars há?“ „Tvö hundruð mörk“, sagði Polter dyravörður vingjarnlega. „Þessi tvö hundruð mörk“, hélt gistihússtjórinn áfram, „verða af- hent yður, jafnskjótt og þér hverfið af hólmi. Ég tel það víst, að peningarnir komi yður í góð- ar þarfir. „Hvers vegna rekið þið mig eiginlega á dyr?“ spurði Schulze. Hann hafði greinilega fölnað i framan. Ástandið fór í taugarnar á honum. „Hér er ekki um það að tala að reka á dyr“, sagði Kuhne. „Við mælumst til þess, við biðjum yð- ur, ef þér viljið heldur að við orðum það svo. Það er skylda okkar að þóknast hinum gestun- um.“ „Ég er sem sagt smánarblettur á gistihúsinu, eða hvað,“ spurði Schulze. „Það eru yðar orð“, svaraði dyravörðurinn. Tobler leyndarráð, einn af rík- ustu mönnum Evrópu, sagði skelfdur: -— „Fátækt er þá samt sem áður smán og svívirða". Polter dyravörður varð fyrir svörum: — „Þér misskiljið þetta allt,“ fullyrti hann. — „Ef mill- jónamæringur með þrjú fyrir- ferðamikil koffort kæmi á fá- tækrahæli, og flæktist þar um kjólklæddur með hvítt brjóst, þá væri auðlegðin smán. Þetta er allt saman afstætt". „Allt á sínum rétta stað“, skaut Kuhne inn í. „Og þér eruð ekki á yðar rétta stað“, sagði Polter dyravörður. Þá reis Julchen frænka úr sæti sínu, gekk fast að dyraverðinum, PERUR JARÐARBER Fyrirliggjandi J. (tjrynjóf^óóon & J3u varan breidd 250 cm Gardín ubú ðin Laugavegi 18 T résml&awéiar Sambyggð HOMBAK Fyrirliggjandi e.»miiiHiS9H t jbihsoh i GRJOTAGOTU 7 — SIMAR 3573 — 5296. Tanrsiækningastofan á Sel£ossi verður lokuð til 20. ágúst. Páll Jónsson, tannlæknir. Diesel rafstöð íil sölu. Lister dieselvél 1100 sn/mín með 22 KW slyngivöfnum rafali 110 volt. Tilboð merkt: „Rafstöð —3644“, sendist afgr. blaðsins. N \ I f / gljáinn - er bjariash'r og dýpstur Kiwi verndar shó yðai og tykur endinguna. Aðalumboðsmenn: O. JOHNSON & KAABKR H F. Ferðisf með Föxunum á ÞjóÖháfíðina í Vestmannaeyjum Flugfélag íslands • r. ♦;* *;♦ .•» ♦> •!«!• •> •> *> •> •> •> *>•!• ‘X* •> •> ♦> •!* •> • M A11K tl S Eftir Ed Dodd ------------------------------'*> PhIL QU'CKLV REALIZES HE AáUST NOT SHOOT THE GRSAT LEOPARD BBCAUSE ^OPJ1‘HE_nANGSR_T° KUTU 1) Phil skilur strax, að hannl má ekki beita byssunni, af því j 2) Hann kastar því byssunni,Mþrífur spjót og snýst með því að kúlan gæti hæft Kutu. I ®gegn hlébarðanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.