Morgunblaðið - 08.08.1956, Síða 3
Miðvikudagur 8. ágúst 1956
MO^r.rtvnT,4Ð1Ð
3
K. S. L
K. R. — Englendingar
keppa á íþróttavellinum á morgun (fimmtudag) kl. 8,30. — Aðgöngumiðar seldir á
morgun frá kl. 1 í aðgöngumiðasölu íþróttavallarins. — Dómari: Hannes Sigurðsson.
Komið og sjáið hvernig íslandsmeisturunum Jarnast á móti hinum snjöllu ensku knatt-
spyrnumönnum. Móttökunefndin.
sigurmarkið yfir íslandi
LEIKMENN Englands og fslands voru vart komnir inn á leik-
vanginn er „God shave the Queen“ og „Ó, Guðvors lands“
hljómuðu á íþróttavellinum. 15. landsleikur íslands í knattspyrnu
hófst þegar síðustu ómar þjóðsöngvanna voru að dcyja út. Fyrir-
liðar skiptust á oddfánum og danski dómarinn Aksel Asmussen
flautaði til leiks. Það var barist frá fyrstu til síðustu mínútu og
leikurinn var mjög jafn. Það voru aðeins tvenn úrslit er til greina
komu — enskur sigur eða jafntefli. Jafntefli hefði ef til vill
verið réttara, því okkar framherjar komust í betri tækifæri, en
enska liðið sem heild lék betur og var því vel að sigrinum komið,
þó ísl. piltarnir gerðu allt til að koma í veg fyrir sigur þeirra.
En brezka heimsvcldið ætti þó að geta unnið ísl. lýðveldið.
Enska liðið tók leikinn í sínar
hendur í byrjun, með nákvæmari
leik, fallegum skiptingum og
hættulegum langspyrnum ef því
var að skipta. Vörnin íslenzka átti
í vök að verjast og framherjarn-
ir fengu lítið sem ekkert að gera.
ísl. liðið náði einu og einu snöggu
upphlaupi, sem aldrei urðu hættu
leg þarna á fyrstu mínútunum,
en Englendingarnir voru hreyf-
anlegri, fljótari og ákvenari. Það
var eins og mark þeirra lægi í
loftinu.
Og það kom er 15 mín voru af
leik. Það var upp úr einni af
þessum þungu sóknarlotum Eng-
lendinga. Knötturinn kom fyrir
markið og hægri innherji, Bates,
var fljótari Helga, og sendi fram
hjá honum í netið.
En smám saman tók leikurinn
að breytast. Það var eins og ísl.
liðið væri að „komast í gang“.
Það voru fyrst og fremst Sveinn
og Guðjón, sem breyttu svip leiks
ins. Þeim tókst hægt og hægt að
ná tökum á vallarmiðjunni — að
breyta vörn í sendingar til fram-
herjanna, sem tóku vel við og
komust oft og einatt í góð tæki-
færi. Þannig bjargaði enski mark-
vörðurinn, Pinner, snilldarlega
skoti hnitmiðuðu frá Ríkharði og
öðru frá Þórði.
Augnablik urðu í þessum
síðari hluta mörg spennandi
þegar framherjar okkar geyst-
ust fram og tókst að komast
ýmist með hröðum einleik eða
með laglegum skiptingum í
gegnum ensku vörnina. Það
hékk oft á bláþræði að „kan-
on“skotin ryðu af — en það
var aðeins á bláþræði sem það
hékk. Þau komu ekki. En oft
urðu Englendingar að bjarga
í horn og staðan í hornum
breyttist úr 5 spyrnum gegn
1 Englendingum í vil á fyrsta
stundarf jórðunginum í 6 spyrn
>{ir gegn 5 íslendingum í vil
það sem- eftir var hálfleiks.
Það gefur góða hugmynd um
gang leiksins.
A 37. mín hefur Ríkharður upp-
hlaup á miðjum vallarhelmirigi
íslendinga. Hann leikur langt
fram gefur vel út á vinstri og
Þórðar Jónssonar, sem nýtti send
inguna mjög fallega, lék af yfiv
vegum nær marki og „dundraði"
undir þverslána og inn án þess
að enski markvörðurinn fengi
nokkuð að gert.
Nokkru seinna átti Þórður ann
að svipað upphlaup, en spyrnan
fór framhjá. Þannig lauk hálf-
leiknum — 1:1. Hefði vel mátt
vera 2:1 fyrir ísland ef tækifær-
in, sem búið var að skapa, hefðu
verið betur nýtt. Einkum var
Donni mistækur.
í síðari hálfleik var leikurinn
framan af jafn. Það var skipzt á
upphlaupum. Englendingar áttu
það fyrsta. Lewis vinstri útherji
skaut hátt yfir. Síðan komu all-
mörg ísl. en án nokkurrar hættu
fyrir Englendinga.
En hraðinn í sókninni var
yíirleitt alltaf meiri hjá okkar
mönmam. Á svipstundu
breyttu þeir stundum vörn í
sókn. Á 10. mín. síð. hálfleiks
geröist slíkt. Eftir fallegt upp
hlaup komst komst Ríkharður
framhjá enska markverðinum
er hljóp út og tókst úr erfiðri
stöðu að senda fram hjá bak-
verði og í netið. — 2:1 fyrir
ísland. Þetta leit vel út. Það
var ekki liðin minúta er Eng
lendingum tókst að leika í
gegn á miðjunni — Helgi hljóp
út til að grípa inn í leikinn,
en Laybourne var fyrri til að
senda í netið, — 2:2.
Enn sóttu okkar menn fast og
fengu m. a. 2 hornspyrnur á
þremur mínútum — en án ár-
angurs.
En nú gerðust Englendingar
hættulegri. Helgi Daníelsson fékk
nóg að gera. Hann varði fallega
gott skot frá Lewis af 20—25 m
færi. Enn glæsilegar varði hann
fast og hnitmiðað skot upp úr
aukaspyrhu frá vítateig, en það
skot var í bláhornið ef Helgi hefði
misst. En heppinn var Helgi er
vinstri innherji var kominn í
dauðafæri en spyrnti hótt yfir.
Staðreynd ir
• Englendingar bjuggu yfir
betri knatttækni og misstu knött-
inn aldrei eins langt frá sér og
íslendingar.
• Englendingar sigruðu í skalla
einvígum — þeir höfðu 7af hverj-
um 10 háknöttum.
• Sú „taktik“ Englendinga að
leika ísl. framherjana rangstæða
eyðilagöi margt ísl. upphlaupið.
• Englendingar fengu ódýr
mörk t.d. það fyrsta — og það
síðasta þó fallegt skot væri, en
Helgi var illa staðsettur. Mark-
vörður þeirra bjargaði hins vegar
stórhættulegum skotum. Þetta
reið baggamuninn öðru fremur í
þessum 15. landsleik íslands.
— A. St,
Og þar nokkru á eftir — er
35 mín. voru af síðari hálfleik
— kom „dúndrið“. Englending
ar voru með knöttinn um 30
m frá marki á vallarmiöju.
Lewis hljóp af vinstri yfir til
hægri, fékk knöttinn og
spyrnti geysifallega efst í blá-
hornið. Helgi sem var illa stað
settur í hinu horninu, fékk
ekkert að gert þessari löngu
spyrniu.
Úthald íslendinganna var búið
og þegar þetta mark kom var eins
og vonin hyrfi einnig. Þeir áttu
veikar tilraunir — en þunginn
var ekki fyrir hendi. England fór
með sigur af hólmi.
LIÐIN
Enska liðið lék hina typisku
ensku knattspyrnu, — að nota
al'J.af þegar fæiri gefst löngu
spyrnurnar yfir vörn og skapa
hættu. Þeim tókst þetta bæði
fyrst og síðast, en um miðbik
leiksins gáfu Sveinn og Guðjón
og innherjarnir þeim ekki tíma
til slíks og það var þá sem ísland
átti mest í leiknum.
Enska vörnin var traust mjög
— einkum var hún samhent
því að leika ísl. framherjana
rangstæða. Markvörðurinn
mjög góður. Veikleiki í ensku
vörninni var þó hægra megin og
riað notuðu íslendingar sér
tíma — t.d. fengu þeir skorað
sitt íyrsta rnark þess vegna.
Framverðirnir unnu mjög vel
og framherjarnir áttu
Fyrsta mark leiksihs Bates (8)
skorar eftir fyrirgjöf frá vinstri.
— Ljósm. Ól. K. M.
samleik og góðar skiptingar mið-
að við það að enginn samæfing er
á liðinu fyrir þennan leik að sögn
enska fararstjórans. Bezti maður
enska liðsins var vinstri útherj-
inn Lewis, stórhættulegur og
skytta góð.
fsl. liðið stóð sig með prýði
Þeir áttu hraðan leik og góðan og
gerðu allir sitt bezta — en það
nægði bara ekki í þettá sinn.
Nokkurs taugaóstyrks gætti eink
um hjá Helga í markinu, en þó
varði hann ágætlega mörg skot
hættuleg. Vörnin var góð sem
vörn — þ.e.a.s. þeir björguðu oft
en byggðu ekki upp. Án hins ör-
ugga stuðnings Sveins og Guðjóns
hefði illa farið, en framverðirnir
voru okkar beztu menn í vörn og
uppbyggingu sóknar. Framherj-
arnir notuðu vel það sem til
þeirra kom. Þeir áttu allir góðan
leik. Ríkharður vann geysilega og
skipulagði margt fallega. Þórður
Jónsson var leynivopnið — alltaf
tilbúinn að hlaupa fram og mark-
ið hans var sérstaklega vel undir-
búið og framkvæmt. Helgi og
Þórður Þórðar unnu og vel, sýndu
góða dreifingu á samleik og skipt
ingar, en Donni var síztur. Hann
hafði knatttæknina en var of hæg
ur í þessum leik.
A. St.
Mörkin:
0:1 Á. 15. mín eiga Englendingar
hægt upphlaup vinstri kant.
Lewis tekst að gefa fyrir, það
verður nokkur þvaga við markið,
en Bates hægri innherji (8) kem-
ur fæti á knöttinn og sendir hann
framhjá Helga í netið.
★
1:1 37. mín Ríkharður veður upp
gefur síðan út til vmstri til Þórð-
ar bróður síns, sem tekur sér
góðan tíma, leikur nær marki
og „dúndrar" undir þverslá og
inn — án nokkurra tækifæra
fyrir enska markvörðinn. Þetta
var fallegt ísl. upphlaup —
! bræðraupphlaup — sem hófst 70
| metra frá enska markinu — en
hafnaði í því.
★
I 2:1 55. min. Sókn upp hægri.
Knötturinn gengur frá Helga
Björgvins til Donna til Þórðar
Þórðar til Ríkharðs sem kemst
framhjá úthlaupi markvarðar og
tekst að koma knettinum í nctið
framhjá bakverði.
★
2:2 55. mín. England á hæga
sókn upp miðju. Virðist hættu-
lítil en Laybourne gefst ekki upp.
Helgi hleypur móti knettinum en
Laybourne var fyrri til og sendi
framhjá honum í netið.
★
2:3 Lewis er kominn út á hægri
fær knöttinn og spyrnir liáu og
fallegu skoti af um 30 m færi
efst í hornið. Ilelgi var illa stað-
settur og var of seinn tiL
Er 80 mín. voru af leik skoruðu Englendingar