Morgunblaðið - 12.08.1956, Síða 6
MORGVNBLAÐIÐ
áunnudagur 12. Sgiist 1958
— HAGALÍN, árás þín í Eim-
reiðinni á svonefnd sorprit hefir
vakið athygli og umtal. Segðu
mér, hver finnst þér skaðlegustu
áhrií þessara rita?
— Skaðlegustu áhrif? Jú,
sjáðu til, þegar unglingar lesa
lítið annað en þessi rit, verður
sá vettvangur sem þau fjalla um
eini hugarheimur þeirra. Löng-
un þeirra eftir einhverju ævin-
týralegu og jafnvel hetjulegu sem
— ef allt er með felldu — verður
aflvaki röskleika í athöfnum, fær
þarna mjög óheppilega og, ef svo
mætti að orði kveða, sjúklega
svölun. Og góö áhrif frá skólum
og heimilum njóta sín ekki fyrir
bragðið.
TIL ORRUSTU
— Þú vilt sem sagt láta sltera
upp herör gegn þessum ritum?
— Já, það er einmitt það. Út-
gáfa slíkra rita er að mínum
dómi háskalegri en flest önnur
siðspillingarstarísemi í þjóðfé-
laginu.
— Þú nefnir öll þessi rit í grein
inni þinni, en hver finnst þér
verst?
— Það get ég ekki sagt um.
Sum þeirra flytja stundum eitt-
hvað sem má teljast siðuðum
mönnum boðlegt, en yfirleitt er
efnið þó vitaómerkilegt. Önnur
leggja sig einungis eftir glæpa-
og kynæsingasögum af versta
tagi, og þótt málfarið sé misjafnt,
er það yfirleitt óvandað og stund-
um fráleitt. — Það sem nýtilegt
er í þessum ritum er vafalaust
valið vegna þess æsingaefnis sem
í því er, en ekki vegna þeirra fróð
leiksmola sem þar er að finna.
SKRÍLL Á ÍSLANDI?
— Heldurðu að þessi rit geti i
alið upp skríl á íslandi?
— Já, áreiðanlega. Hingað til
hefur ekki verið neinn skrill hér j
á landi. Sem betur fer. Framtíð
fagurra bókmennta hjá jafnfá-
mennri þjóð er beinlínis undir
því komin, að meiri hluti þjóð-
arinnar kunni að meta gömul og
ný bókmenntavexðmæti. Með ó-
óheillastefnu sinni, smekkleysi og
andlegri sljóvgunarstarfsemi
gætu sorpritin orðið menningu
þjóSarinnar að fjörtjóni, ef ekki
er við brugðizt hið fyrsta.
„KÚLTÚR“!
— Heldurðu ekki að menning
okkar sé nú merkilegri en það. . ?
— Ég veit svei mér ekki. Ef heil
kynslóð af ungu fólki á íslandi
gegnsýrist af eiturlofti sem sí-
fellt streymir af þessum prentuðu
sorphaugum, ja þá þarf víst eng-
an spámann til að segja fyrir um
afleiðingamar. — Hugsaðu þér
bara smárollinga í kúrekafötum,
miðandi skammbyssum í allar
áttir og þar fram eftir götunum.
Ja, fyrr má nú vera andskotans
„kúltúrinn".
— Þú ert hörkumenni, Haga-
lín, bæði til orðs og æðis. En hafa
þeir ekki stefnt þér fyrir árásina.
Ég var að heyra að þeir hefðu
stefnt þér fyrir atvinnuróg.
— Ekki svo að ég viti. En ég
er tilbúinn til orrustu. Ég tel að
allar aðgerðir frá þeirra hendi
séu líklegar til að vekja réttláta
andúð á ósómanum.
GRÓÐAFÝKN OG
SIÐSPILLING
.— En viltu að útgáfa sorprit-
anna verði bönnuð?
.— Við leggjum bann við klámi
og guðlasti og gerum annars veg-
ar greinarmun á sálfræðilegum
lýsingum á kynferðislífi og sóða-
legum frásögnum um samfarir
kynjanna og hins vegar á guðlasti
og hreinlegri gagxirýni á trixar-
brögðum okkar. — Englendingar
gera svipaðan greinarmun á
glæpa- og kynofsafrásögnum og
bánna sorpritin miskunnarlaust
út frá þeim forsendum að þau
eigi sér engan annan tilgang en
gi'óðafýkn útgefenda og afleið-
ingarnar verði engar aðrar en
siðspilling.
SVIÖUR UNDAN;
— En finnst þér ekki ýmislegt
annað í þjóðfélagi okkar siðspill-
andi?
— Jú, auðvitað er það; en það
er aftur annar handleggur. Þó
vil ég aðeins geta þess að kvik-
myndahúsin eiga þakkir skilið
fvrir það, hversu mikla rækt þau
hafa lagt við góðar myndir upp
á síðkastið. Það er lofsvert. En
segðu mér annars, hvað ertu
með þarna fyrir framan þig?
— Ooo, það er nú bara Eim-
reiðin og —
— nei, ég á við þetta þarna —
— þetta, já, það er síðasta heft-
ið af einu þessara rita.
Guðmundur G. Hagalín skáld: Ja — hérna. En það andríki!
shrifar úr
daglega lífinu
Símarabb frá Akureyrí.
LOA og hinar þrjár“ á Akur-
eyri hafa skrifáð mér langt
bréf, sem hefst á þessa leið:
„Við hittumst öðru hverju fjór-
ár miðaldra konur og röbbum
saman yfir handavinnu og kaffi-
sopa. Ber þá margt á góma, t.æði
landsins gagn og nauðsynjar,
ávirðingar náungans eða þá, að
við minnumst glaðra og góðra
æskudaga. — Nýlega var aðal-
umræðuefnið síminn, gagn hans
og ógagn á heimili. Langar okkur
nú til að koma á framfæri nokkr-
um af hugleiðingum oltkar eða
öllu heldur ályktunarorðum
þeiri-a.“
Lóa gagnrýnir síðan, hvernig
sumir ofnota símann — grípa til
hans í leiðindum síiium og láta
móðan mása, án þess nokkurn
tíma að hugleiða, að sá sem hann
hefir hringt í á kannske mjög
annríkt þá stundina, þótt hann
hins vegar hiki við að láta á því
bera í símanum.
Misnotið ekki þá
góðsemi.
ÞÁ tekur Lóa fyrir vandamálið
með lán á smímanum, þ. e. að
leyfa öðrum sem eru símalausir
afnot af sínum eigin. — í flestum
tilfellum sé þetta elcki annað en
sjálfsögð greiðasemi við náung-
ann, en stundum keyri úr hófi
fram og þeir, er símann lána
verði iðulega fyrir óhæfilegum
átroðningi og ónæði — og stund-
um talsverðum aukaútgjöldum,
þegar um skeyta3endingar eða
landsímasamtöl er að ræða —
sem gleymast kann að borga fyrr
en eftir dúk og disk — og stund-
um algerlega. — Það er heldur
hreint ekkert notaleg tilfinmng
fyrir þann, sem símann hefir —
heldur Lóa áfram — að geta í
hvert skipti, sem hann hringir
búizt við, að nú eigi að senda
hann upp eða niður tvær til
þrjár hæðir eða jafnvel í annað
hús, til að ná í einhvern í símann.
— Oftast er orðið við þess konar
óskum af góðsemi einni saman —
en, gott fólk — eru lokaorð Lóu
— misnotið ekki þá góðsemi".
Venjulega með glöðu
geði.
Á, satt er það, að víða er síma
vandamálið á döfinni, ekki
sízt í hinum stærri kaupstöðum
landsins, sem stækkað hafa örast
s.l. ár, og hafa ófullkomið síma-
kerfi af þeim sökum. Ég get vel
skilið þá afstöðu Lóu, að síma-
rápið geti tekið á taugarnar og
það ættu þeir, sem þurfa að leita
á annarra náðir í þessum efnum
að hafa hugfast. Það er alls eng-
inn sjálfsagður hlutur, að fóik,
jafnvel manni óviðkomandi, leyfi
öðrum að ganga inn á heimili sitt
hvenær sem er og hvernig sem á
stendur og hafa þar afnot af sxma.
Því, síður, að það stökkvi langar
leiðir til að sækja Pétur eða Pál
til þess. — Hitt er svo annað mál,
sé beðið um slíkan greiða af
kurteisi og hógværð — án þess að
ganga út frá neinu sem vísu —
og án þess að ganga óhæfilega á
lagið — þá gerir allt venjulegt
fólk þetta með glöðu geði, af því
að það getur sett sig í spor þeirra,
sem símalausir eru og skilið, hve
nauðsyn þeirra til að hafa afnot
af honum getur verið brýn. — En,
eins og bréfritari minn á Akur-
eyii bendir á, þá getur síma-
kvabbið hæglega gengið of langt
og reynzt hrein og bein áníðsla
á góðsemi fólks.
Meiri áhuga á
jörðinni.
ER Sir Winston Churchill kom
til boi-gar einnar í Englandi,
sem ætlaði að fara að dubba hann
til heiðursborgara, var hann
spurður að því,
hvort lxann
Pr . '^awli langaði ckki til
E’ . t; að koma upp
mjjkÉ ' m borgarinnar.
^Jhe.minum ætti
81 svo sem að
gera þangað
upp? — spurði
' kempan Churc
hill.
.— Jú, það er þetta, við eigum
þar einn allra bezta sjónaukann
sem til er í öllu Bretlandi, og þér
mynduð geta athugað í honum
stjömúhimininn, Sir Winston.
— Stjörnuhimininn, endurtók
hann, næstum fyrirlitlega. Ég
hefi enga löngun til þess. Ég
hefi miklu meiri áhuga á því, sem
er að gerast hér á jörðinni.
Syrgir hjólið sitt.
KONA nokkur kom til mín í
fyrradag og bar sig illa fyrir
hönd lítils sonar síns, sem
hafði misst hjólið sitt. Það hafði
verið tekið morguninn áður,
'fimmtudagsmorguninn snemma,
þar sem það stóð við dyrnar á
Efstasundi 90. Hjólið var stórt og
vandað drengjahjól, blátt á litinn
með tveimur litlum aukalijólum
á afturhjóli. Drenginn tekur sárt
að missa hjólið og væntir móðir
hans þess, að ef einhverjir for-
eldrar skyldu verða varir við, að
börn þeirra hafi þetta hjól undir
höndum, þá verði því vinsam-
legast skilað aftur.
Ómakleg árás
á Bjarna Bene-
diktsson
ALÞÝÐUBLAÐIÐ er enn að dá-
'sama það þrekvirki Gunnlaugs
Þórðai’sonar að flytja í útvarpið
erindi um Litla-Hraun, sem ein-
kennist af skorti á allri sanngirni
og skilningi á því, sem er að sjá
en liins vegar nóg af stói'yrtum
lýsingum.
Ræðst Alþýðublaðið að Bjarna
Benediktssyni fyrrv. dómsmála-
ráðherra í forustugreininni í gær.
G. Þ. gerði mjög að umtalsefn?
skort á læsingum á fanga
geymslum.
Eins og skýrt hefur verið frá
hér í blaðinu, voru læs-
ingarnar ekki aðalatriðið, heldur
hurðirnar sjálfar.
Þeir merni, sem tilkvaddir
voru, töldxt rétt að láta setja
stcrkar járnhurðir fyrir klef-
ana og að þeím tillögum fengn
um lagði Bjarni Bcnedikísson
dómsmálaráðherra svo fyrir,
að liurðirnar yröu smíðaðar og
var því verki ólokið, þegar G.
Þ. greip tækifærið til aö halda
ræðu slna.
Bjarni Benediktsson lét gera
margar endurbæíur á Litla-
Ilrauni, sumar þeirra voru und-
irbúnar iengi og aðrar eftir því,
sem efni stóðu til. Það þarf meira
til en áróðursræðu frá G. Þ. til
að hnekkja áliti mann^i á störfum
Bjarna Benediktssonar sem dóms
málaráðherra.
Öllum, sem til þekkja, kemut
saman um, að enginn dóms-
málaráðherra, livorki fyrr né
síðar, hafi verið athafnasam-
ari en haun í því embætíi, og
munu menjar þess lengi sjást
í margvíslegum framkvæmd-
um og lagasetningui. Bjarni
Benedikísson á það allra sízt
skilið af lögfræðinguni, að ráð
izt sé að honuni á þann liátt,
sem gert var í áróðursræðu
Gunnlaugs Þórðarsonar.
\ í fóum orbum sagt: f
► ►
Spjallað við Hagalín um
sorpritin og siðleysið,
árásir og gagnárásir
— Hvað er þetta, kauplr Mogg-
inn það....??
— Nei, en ..
— láttu mig sjá það, ég hef
ekki séð það, það er bezt að
fletta því. Nei, sjáðu nú bara til,
hér er nú heldur merkileg ramma
klausa: „Að láta hengja sig og
drekkja sér, það læt ég: vera“,
hugsaði hann. „En ég vil ekki
láta skjóta mig líka. Nei, það er
engin sanngirni í því“. — Ja,
hvernig finnst þér?? Og samt er
þetta rit með þeim skástu í þess-
um hópi.
— Veit ekki, ég hef ekki litið á
þetta. Ég keypti það aðeins vegna
árásarinnar á þig —
— árásarinnar á mig?
— Já, þeir eru að ráðast á þig
fyrir Eimreiðar'greinina, flettu
betur. Þú ert bæði kallaður þar
„gerfiprófessor" og „búkhljóða-
rithöfundur".
— Ja — hérna! En það andríki!
— Hvernig lízt þér annars á
þetta, hvað segirðu um þetta?
— Gott og vel, það sést að
jviðið heíur undan.
M.