Morgunblaðið - 12.08.1956, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.08.1956, Blaðsíða 12
12 MORGVISBLAÐIÐ Sunnudagur 12.ágúst 1956 LOUIS COCHRAN: SONUR HAMANS Framhaldssagan 2 sæti — smíðaðir úr trékössum, sem sóttir höfðu verið niður í borgina. Framan við eldstóna var ullar- brekán og er þá talið allt það í stofunni, sem til húsmuna gat talizt. í herberginu hinum megin var rúmfletið hans og hinar fáu flík- ur, er hann átti. Ungi maðurinn laut niður, tók upp logandi hefilspón og skýldi honum með hendinni, meðan hann bar hann að tólgarkertinu á borðinu. Þegar fölur, flöktandi bjarm- inn kastaði skímu um herbergið, beindi hann athygli sinni að kon unni, sem sat fyrir framan arin- inn. „Þarftu ekki betra Ijós, mamma?“ Hann talaði með djúpum rómi hins nærri fulltíða manns. — „Þú getur ekki eldað matinn í svona hálfrökkri." Konan, grannleit og föl, gömul fyrir aldur fram, sat framlút og horfði til hans með þeirri ró, sem var þeim báðum svo venjuleg. — „Ég er vinur myrkursins, Lije“ svaraði hún. — „Og auk þess lýsir arineldurinn mér alveg nógu vel. Lije sagði ekki neitt, en gekk yfir að bollaskápnum, tók út úr honum tvo postulínsbolla og und- irskálar og tvo diska, sem stungu undarlega í stúf við litla her- bergið, og lagði á bjálkaborðið. Er því var lokið, settist hann sjálfur framan við rjúkandi við- areldinn, sem nú var vandlega hlaðinn upp, svo að kornbrauðin í öskunni skyldu bakast vel og vandlega. „Mamma, ég hef verið að hugsa um það, að kannske ætti ég ekki að vinna hjá Si frænda. Ég er ekki neitt gefinn fýrir búð- arstörf“. „Það er samt betra en starfið í veitingakránni, Lije. Mér geðj- ast ekki að veitingakrám“. Hann leit upp, við þessi orð hennar, en renndi augunum jafn- skjótt aftur niður fyrir sig. „Getur verið“, samsinnti hann dræmt. „Ég ætla nú samt ekki að vera þar lengi“. Hann leit til hennar með ró- legri ákvörðun í svipnum. „Ég ætla að verða voldugur landeig- andi, mamma“. Augu hans hvörfluðu aftur að eldstæðinu. Svo tók hann litlu járnskófluna og fór að snúa brauðstykkjunum við með henni. Þau myndu verða mjög bragð- góð eftir örlítið meiri bakstur, þegar öskunni hafði verið blásið af þeim. Konan herpti saman varirnar, en gaf ekkert annað svar við orðum hans. Hann var sonur hennar í andanum, jafnvel þótt útlitið og lífsþrótturinn væri frá föðurnum og hún vissi hvað hann var að hugsa um. Hann ætlaði sér ?.ð verða mikill mað- ur og fara einhvern góðan veður- dag með hana aftur til New Orleans, klædda silki og satíni. Hún andvarpaði mjög lágt, en samt heyrði sonur hennar það og leit hvasst á hana. „Mamma“, sagði hann og röddin var óeðli- lega hrjúf. „Ég ætla mér að skilja einhver merki eftir mig, hér í þessum heimi, áður en lýkur“ „Ég veit að þú gerir það, Lije, og mig tekur það svo sárt, að ég skuli ekkert geta orðið þér að liði, ekki hjálpað þér meira en raun ber vitni. En síðan ég varð fyrir þessu slysi, hef ég ekki ver- ið fær til eins eða neins'*. Lije reis á fætur, án þess að svara móður sinni einu orði. — Hann gekk út um bakdyrnar og til brunnhússins, skammt frá. til þess að þvo sér áður en þau sett- ust að hinu fátæklega kvöld- verðarborði. Hann þekkti þá sögu út í yztu æsar. Dink Malone hafði komið með hana heim frá veitinga- kránni, kvöld eitt síðla fyrir mörgum árum, með brotinn fót- legginn, sem hann hafði sjálfur sett saman og vafið um, í dvín- andi rökkri hins deyjandi októ- berdags, án nokkurra deyfilyfja eða áhalda. Og móðirin hafði gefið frá sér skerandi sársauka- stunur á milli samanherptra var- anna, unz andlit hennar varð ná- fölt og hún missti meðvitundina, meðan hinn litli sonur hennar hnipraði sig óttasieginn saman, en með ákafan grun í brjósti, grun um eitthvað ósýnilegt, sem væri að kvelja hana. Minningin um þessa hræðilegu nótt hafði aldrei eyðst úr huga hans síðan, enda þótt dagarnir og næturnar næst á eftir, hefðu fyrir löngu breytzt í martraðarkenndan hrærigraut undarlegra atburða. Síðan sagði móðir hans honum, að hún hefði dottið í forarpolli, enda þótt engin for eða aur hefði sést á klæðum hennar. Og Dink hafði ekki gefið nein- ar útskýringar. Við sólarupprás næsta dag mætti Lije í verzlun og póststofu Silas Wrens frænda, til þess að byrja þar starf sitt sem skrif- stofumaður. Hann kunni vel við Silas frænda, með drynjandi röddina. litlu ístruna og kringlóttu, bláu augun, en samt hugsaði hann ekki til hins nýja starfa meiL gleðiþrungnum eldmóði. Eins or hann hafði sagt móður sinni, þú áleit hann sjálfan sig alls ekl fæddan til skrifstofustarfa. En þótt hanp væri árla á fót um, var Lije þö ekki árrisulli e. vinnuveitandi hans. Þegar ham gekk niður éftir hinu mjóa viðar borði, sem kom í stað gangstétt- arinnar, sá hann í fjarska að dyrnar voru í hálfa gátt og gaí sér þess til, að 'Si væri þegar bú inn að opna. Ekki var Si héldu sá eini, sem það hafði gert. Þaí var þegar búið að opna fyrir al- menningi þrjár af fimm veitinga- kránum og hægt var að sjá veit ingamennina fyrir innan, þai sem þeir kepptust við að sópa c' fægja, áður en viðskipti hins ný- byrjaða dags hæfust. Gylta með þrjá unga. sen mókti hin ánægðasta á miðjun veginum fyrir framan Greer Eye, rýtti, þegar Lije gekk þai framhjá og hann stjakaði í hana með fætinum, þangað til hræt! dýrið thljóp allt hvað af tók ú! á akveginn með hrínandi afkvæm in á hælum sér. Þetta var ali- svínið hans Jim gamla Kili- grews. „Halló, Lije“, kallaði Silas Leiguíbúð óskast í haust e-ða vetur. Minnst 3 herbergi. Tilboð óskast send afgr. Mbl. fyrir 18. þ. m. merkt: „Beykjavík — Hafnarfjörður •—3773“. Masfer Mixfer Vélinni fylgir: Berjapressa, Hakkavélar Kökusprautur Pylsustoppari Þsytari og 2 skálar. Einnig er hægt að fá: Grænmetiskvarnir Kaffikvarnir Kartöfluskrælarar ofl.o.fl. Heímilísvélar Einkaumboðsmenn: Ludvig Storr & Co. Starfsstúlku vantar í heimavist Laugarnesskólans. Uppl. hjá forstöðukonunni. — Sími 5827. Royal lyftiduft Heildsölúbirðir fyrirliggjandi í eftirtöldum umbúðum: V2 punda dósir 10 — — Agnar Ludvigsson, heildverzlun Tryggvagötu 28 — sími 2134 ESekfrolux Hrærivélar með berjapressu. Ný sending af hinum óviðjafnanlegu elektkolu X— hrærivélum, bónvélum og ryksugum, komnar til landsins. Tökum á móti pöntunum. Einkaumboðsmenn: Kannes Þorsteinsson & Co. Laugaveg 15 — Símar: 2812 — 82640. Til leigu Tveir samliggjandi bílskúrar, 50 fermetrar að stærð, til leigu fyrir hreinlega vörugeymslu. Tilboð merkt: „Geymsla*—3783“, sendist afgr. blaðsins fyrir 15. þ. mán. Starfsstúlkur Tvær starfsstúlkur vantar í Veitingaskálann við Hvítárbrú. Upplýsingar á staðnum eða í síma 67, um Hvanneyri. •>•>•:••>•>•>•>•:*•>•>•>•>•>•>•>•:••>•>•>•>•>•>•>•>•>•>•>•>•>•>•>•>•>•>•>•>•>•>•>•>•>•>•>•>•>•:••>•:• MARKÚS Eftir Ed Dodd And l:ke all vdunssters, THE BASY IN THE BAND LIKES TO ROMP AND PLAY SUDDENLY HE RUNS HEADLONS INTO KUTUS GREAT HUNTINS NET 1 1) — f morgunsárið, þegar allt er kyrrt og hljótt í tjaldbúðunum, gengur Gorillu-fjölskylda eftir skógarslóðanum. 2) Og eins og títt er hjá ung- | 3) Allt í einu er hann þrifinn viði langar ungann til að hoppa upp og netið vefst í kringum og skoppa. I hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.