Morgunblaðið - 12.08.1956, Síða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur12 ágúst1956
HID „NYJA AN DLIT“
SÚ GREIN, sem hér birtist,
er rituð af Jiirgen Schlei-
mann bókaverði og birtist hún
í Berlingske Tidende hinn 4.
þ. m. Schlcimann var hér á
landi í s. 1. júní og hefur rit-
að fleiri greinar um íslenzk
stjórnmál.
AFLEIÐINGARNAR af kosn-
ingunum á fslandi hinn 24.
júní, eru nú að koma í Ijós. Ný
ríkisstjórn er sezt að völdum.
Forsætisráðherra hennar er Her-
mann Jónasson, sem er einvaldur
foringi Framsóknarflokksins og
varð sigurvegari í kosningunum
í orði kveðnu. Hermann Jónas-
son hefir ekki látið á því stanua,
að framkvæma nýja stjórnar-
stefnu, og er þá fyrst og fremst
átt við þá stefnubreytingu í ut-
anríkismálum, sem kemur fyrst
og fremst fram í kröfunum um
endurskoðun varnarsáttmálans
og brottför hins ameríska varnar-
liðs á Keflavíkurflugvelli. Þ-ð
var frá upphafi vitað, að þessi
yrði afleiðingin ef „Hræðslu-
bandalagið“ fengi nægilegt þing-
fylgi, hvað sem atkvæðamagni
liði, því kúvending Framsóknar-
flokksins í varnarmálunum var
hin eiginlega orsök kosninganna
og markaði stefnu kosninga-
bandalagsins.
EINANGRUN ROFIN.
En þegar talað er um, að Her-
mann Jónasson hafi tekið nýja
stefnu, sett „nýtt andlit1 á stjórn-
málin, þá er átt við það að nú
er sú einangrun, sem kommún-
istar hafa búið við, rofin. Fram
sókn og Alþýðuflokkurinn hafa,
undir forustu Hermanns Jónas-
sonar, ekki látið við það sitja
að taka upp samvinnu við „Al-
þýðubandalagið", sem er alþýðú-
stjórnarflokkur Hannibals Valdi-
marssonar, héldur hefur gengið
svó lar.gt að taka Hannibal sjálf-
an og flokksbundinn kommún-
ista, Lúðvík Jósefsson, inn í hina
nýju samsteypustjórn, en þar
hafa þeir félagsmál, verzlunar-
mál og sjávarútvegsmál með
höndum. Þetta var gert þvert
ofan í hátíðlegar yfirlýsingar
„Hræðslubandalagsins" um, að
nú skyldi þræduur hinn gullni
meðalvegur rnilli austurs og vest-
urs og þvert ofan í hinn and-
kommúnistiska kosningaandróð-
ur bandalagsins, og er slík ráð-
stöfun ósamrýmanleg siðferðis-
kröfum, sem gera verður í stjórn-
málum.
AFSTAOA SÓSÍALDEMÓ-
KRATA.
Það er ekki gott að vita hvern-
ig íslenzkir sósíaldemókratar
kunna við þessa þróun, því það
hlýtur t. d. óneitanlega að vera
einkennileg afstaða fyrir Áka
Jakobsson, sem er fyrrverandi
kommúnisti og núverandi sósíal-
demokrati að vera nú í samstarfi
við Lúðvík Jósefsson, sem hélt
því fram í útvarpsumræðum fyr-
ir kosningarnar, að Áki væri
hinn einasti eindregni Stalinisti,
sem hefði verið til meðal ís-
lenzkra kommúnista, og það hlýt-
ur að vekja misjafnar tilfinn-
ingar hjá kjósendum Áka á
Siglufirði, þegar þeír sjá hvern-
ig atkvæSi þeirra hafa verið
notuð.
Islenzkir sósíaldemókratar
hafa nú, af vafasamri tryggð við
forustumann kosningabandalags-
ins og af óréttmætu þakklæti út
af hinum nýju þingsætum, látið
leiðast til þess að falla frá þeirri
stefnu sem allir demókratiskir
sósíalistaflokkar hafa fylgt, síð-
an valdaránið varð í Tékkósló-
vakíu, að hafa alls ekkert sam-
starf við kommúnistaflokkahinna
ýmsu landa. Afleiðingin er sú að
alþjóða-kommúnisminn getur nú
vísað til þess, að til sé sósíal-
demókratiskur flokkur, í frjálsu
andkommúnistisku ríki, sem
starf við kommúnistaflokka hinna
þannig vikið til hLiðar þeirri
alþjóðastefnu sósíaldemókrata,
að vísa öllu samstarfi við komm-
únista á bug. Það virðist svo
sem Moskva hafi nú fundið veik-
an blett á brynju hinna frjálsu
þjóða. En það hefði ekki átt að
reynast svona auðvelt.
BORGUNIN TIL
KOMMÚNISTA.
Borgunin til kommúnistanna
hefur verið sú, að varnarliðið
yrði fjarlægt og það er athyglis-
vert að fyrir þetta gjald hafa ]
þeir viljað samþykja, að ísland
yrði fyrst um sinn í Atlantshafs-
bandalaginu. Kommúnistar hafá
það til að horfa fast á staðreynd-
ir, en það er Ijóst að land, sem
sjálft getur ekki varið sig og
sem ekki vill fá utanaðkomandi
aðstoð til hervarna, getur aðeins
verið á pappírnum þátttakandi í
alþjóðlegum varnarsamtökum.
Það eru til lönd innan Atlants- '
hafsbandalagsins, sem vilja frem-
ur vera veitandi en þiggjandi,
en fsland er eina bandalagsríkið,
sem vill vera hvorugt. Það er
ekki hægt að öfunda fulltrúa ís-
lands í bandalaginu af að þurfa
að túlka þar þá afstöðu.
SIGUR FYRIR RÚSSA.
Hvort sem minnihluta hinna
lýðræðissinnuöu kjósenda á ís-
landi líkar betur eða ver að
heyra það, þá verður að segjast
að brottför ameríska varnarliðs-
ins frá Keflavík er stór sigur
fyrir Moskvu og ósigur fyrir
samstarf frjálsra þjóða á sviði
utanríkismála og landvarna. Því
það er örðugt að vera án stöðvar-
innar í Keflavík og í bili getur
ekkert komið í staðinn fyrir
hana. Svo er hitt, að nú er það
höfuðstefna í utanríkismálum
Sovét-Rússlands, að veikja At-
lantshafsbandalagið og í þeim
tilgangi hefur það gert áhlaup
allsstaðar þar, sem ætla mátti
að bandalagið væri „veikt“ fyr-
ir. Nú hefur tekizt, að hagnýta
þj óðernistilf inningu íslendinga
alveg á sama hátt og reynt er
að nota þjóðarstolt Grikkja og
hina vafasömu aðstöðu Englend-
inga í Kýpur-deilunni. Það er
líka reynt af Rússa hálfu að
vekju deilur meðal Frakka og
hinna engilsaxnesku ríkja. En
Evrópumönnum sést alltof oft yf-
ir þá staðreynd, að vel má vera,
að fyrir því séu takmörk hve
lengi amerískir skattborgarar fá-
ist til að viðurkenna nauðsyn
þess að eyða stórfé í varnir Ev-
rópulanda, sem annað hvort taka
á móti því með hangandi hendi
eða sýna beinan fjandskap, eins
og nú er raunverulega um að
ræða hjá íslandi.
Menn verða að minnast þess,
að Bandaríkin eru þó ekki í
fremstu víglínu.
AFSTAÐA TIL HERSTÖÐYA.
Það er rétt að benda á nokk-
ur atriði í sambandi við stjórn-
málaástandið á íslandi, sem eru
ekki mjög áberandi í hlutfalli
við það, sem mesta athygli vek-
ur. í fyrsta lagi má undirstrika,
að íslendingar eru ekki og vilja
ekki verða kommúnistar. Þeir
eru ekki einu sinni fylgjandi hlut
leysi éins og það orð er skilið
á meginlandi Evrópu.
Hins vegar er meginhluti
þeirra vafalaust eindregnir frið-
arsinnar og hafa litla meðvitund
um þýðingu landvarna. Þetta er
vitaskuld ekki raunhæf aðstæða,
en það er rétt að benda á, að
fram að 9. apríl 1940 var meiri-
hluti Dana sama sinnis og ísland
hefur ekki haft sambæra reynslu
í styrjöld. íslendingar eru í allri
framkomu og innbyrðis sam-
steypum meiri lýýðræðissinnar
heldur en flestar aðrar þjóðir í
heiminum.
Til þess að skilja afstöðu ís-
lendinga til herstöðva, verða
menn að gera sér ljóst, að tilvera
6000 erlendra varnarliðsmanna,
í nágrenni Reykjavíkur, er hið
sama og ef 100—150 þúsund
manna liö væri í nágrenni Kaup-
mannahafnar. En það, sem ekki
nógu margir íslendingar skildu
fyrir kosningadaginn, 24. júní,
var það, er þeir áttu að velja
á milli tvenns, varnarliðsins eða
algers varnarleysis, en þrátt fyr-
ir allt er hið síðasta langtum
verri kostur.
LÝÐRÆÐISLEGUR MEÍRI
íILUTI MEÐ VÖRNUM
LANDSINS.
Eg sagði: — Ekki nógu marg-
ir, en það er þó augljóst að lcosn-
ingarnar sýndu að meirihluti
lýðræðissinnaðra kjósenda fylgdu
þeirri stefnu, sem verið hefur í
vamarmálunum, ef gengið er út
frá að kosningar sýni álit fólks
og vilja, eins og ætla má í lýð-
ræðislandi. — Kosningatölurnar
sjálfar hafa verið alltof lítið
ræddar í erlendum yfirlitsgrein-
um. Við kosningarnar 24. júní
fékk Sjálfstæðisílokkurinn, sem
var hinn eini, sem vildi óbreytta
stefnu í utanríkis- og varnarmál-
um, meira en .35 þúsund at-
kvæða eða 42,4%. „Hræðslu-
sem veittu Sjálfstæðisflokknum
yfir 51% greiddra atkvæða, eru
líka mjög athyglisverð, en í áróðr
inum var því haldið fram, að
Reykjavík hefði orðið „harðast
úti“ af völdum Bandarílcjamanna.
ÓGÆFA KOSNINGANNA.
Sjálfstæðisflokkurinn var hinn
eini, sem vann á, að undantekn-
um kommúnistum, sem bættu
við sig atkvæðum. Þó tilfærslur
hafi orðið innan Framsóknar- og
Alþýðuflokksins, sem stóðu að
„Hræðslubandalaginu“, þá breyt-
ir það ekki þeirri staðreynd að
þessir flokkar biöu verulegt at-
kvæðatjón. Það var ógæfan í
kosningunum, að Sjálfstæðis-
flokkurinn vann ekki nógu mikið
á. En almenningur í löndum At-
lantshafsbandalagsins má aldrei
gleyma því, að meiri hluti lýð-
ræðissinnaðra kjósenda á íslandi,
aðhyltist þá stefnu, sem verið
heíur í varnar- og utanríkis-
málum og að það er einungis
að þakka tæpum 16000 atkvæð-
um kommúnista og 8 þingmönn-
um þeirra, að Hermann Jónas-
son er þess megnugur að hrinda
hinni breyttu stefnu í fram-
Grein eítir Jörgen Schleimann
hókavörö / Berlinga tíöindum
bandalagið" eða flokkar þess
fengu hins vegar alls rösklega
28 þús. atkv. eða 33,8%, en við
það má bæta atkvæðum þjóð-
varnarmanna, sem voru tæp 4000
(4,5%), því að þessi flokkur var
andvígur veru vamarliðs. En
samt sem áður er Sjálfstæðis-
flokkurinn fjölmennari með 42%
á móti hinum lýðræðisflokkunum
samanlögðum með 38,3% atkv.
Kosningabrella „Hræðslu-
bandalagsins" veitir því þó 25
þingmenn, en Sjálfstæðisflokkur-
inn fékk 19 þingmenn (48,0% á
móti 36,5%), en í þvi fellst að upp
bótasætakerfið þjónar nú ekki
þeim upphaflega tilgangi að
skapa jöfnuð milli flokkanna,
heldur hefur verið notað til hins
gagnstæða. Það er ekki að undra,
þótt Hermann Jónasson hafi nú
verðlaunað útreikningsmanninn,
Gylfa Þ. Gíslason, prófessor, með
því ao gera hann að mennta-
málaráðherra.
ÚRSLITIN f KEFLAVÍK OG
REYKJAVÍK.
Það var frá upphafi vitað, að
mótstaðan gegn varnarliðinu
byggðist ekkiásérstakri óvináttu
í garð Bandaríkjarnanna, heldur
á almennum óvilja gegn því, að
hafa erlenda hervörn á íslenzkri
grund. En það er athyglisvert, að
taka eftir, hve mjög Sjálfstæðis-
flokkurinn vann á, á svæðinu
kringum Keflavík, jafnvel þó á
það sé litið, að frambjóðandinn
var þar Ólafur Thors, fyrrver-
andi forsætisráðherra, sem er
lang vinsælasti stjórnrnálamað-
ur landsins. Úrslitin í Reykjavík,
kvæmd. Tal kommúnista um al-
þýðustjórn á íslandi er villandi.
Framsóknarflokkurinn er bænda
flokkur og sízt af öllu frjálslegri
í venjulegum stjórnmálaskiln-
ingi, en hinn svokallaði íhalds-
sami Sjálfstæðisflokkur. Sá flokk
ur byggist á almennri stéttaþátt-
töku, sem er sambærileg við það,
sem gerist hjá sósíaldemókrat-
iskum flokkum á Norðurlöndum.
Sjálfstæðisflokurinn á sér líka
marga fylgjendur innan verka-
lýðshreyfingarinnar. Það er ekki
auðvelt að spá um það, hve lengi
þessi valdaskipting muni hald-
ast. En það sýnast ekki líkur
fyrir því, að Sjálfstæðisflokk-
urinn geti í bráð velt samsteypu-
stjórninni úr sessi og sér í lagi
ekki meðan kommúnistar eru
jafn hógværir og nú en það geta
þeir vel leyft sér, úr því Her-
mann Jónassop hefur stýrt skút-
unni í þá átt, sem þeir óska, enda
er hrein kommúnistastjórn úti-
lokuð, eins og nú er. Kommún-
istum fannst líka alveg ástæðu-
laust að eiga það á hættu að
Einar Olgeirsson eða Brynólfur
Bjarnason yrðu sósíaldemókrat-
anum Guðmundi X. Guðmunds-
syni til ásteytingar á ráðherra-
fundum en hinn nýi utanríkisráð-
herra hlýtur að líta á endurfund-
ina þar við Hannibal Valdimars-
son sem nauðsynlega æfingu í
hinni diplomatisku list.
ERFIÐLEIKAR FRAMUNDAN.
Erfiðleikar stjórnarinnar byrja
þá væntanlega fyrst fyrir al-
. Framh. á bls. 15
Í.S.Í.
STORLEIKIJRINN
K.S.I.
m i
Ýkf
EMGLEP.
fer fram á íþróttavellinum í Reykjavík á moigwn (mánudag) klukkan 8. —-
Aðgöngumiðar seldir á morgun frá kl. 1 í aðgöngumiðasölu íþróttavallarins.
Dómari: Þorlákur Þórðarson.
Fara Englendingarnir héðan ósigraðir?
Tekst hinum snjöllu Akurnesingum að koma í veg fyrir þrð?
Notið þetta síðasta tækifæri að sjá erlent lið hérlendis á þessu sumri.
Móttökunefndin.