Morgunblaðið - 19.10.1956, Blaðsíða 3
Föstudagur 19. okt. 195?
M O R C V N B L 4 Ð 1Ð
3
30—40 manns skáru mel-
korn í Meðallandi fyrir
sandgrœðslu ríkisins
S L P U R
Hinar vinsælu TEX-TON súpur eru til í átta mis-
munandi tegundum.
Máltíðin er ekki fullkomin fyrr en TEX-TON súpan
hefir verið borin á borð.
O.Jok nóon ÉjT* ^JJaaler Lf.
TJNDANFARIN haust hefur ver-
ið safnað lítils háttar af melkorni
í Meðallandi, en nú í haust var
þetta gert í langtum stærri stíl
en áður. Voru að þessu starfi
menn frá flestum bæjttm í Meðal-
landi vestan Eldvatns. Auk þess
kom margt manna utan úr Vík
og nokkrir ofan úr Skaftártungu.
Kornþörf Sandgræðslunnar er
mikil, því að á næstu árum verð-
ur sáð í stór landsvæði í Land-
eyjum, Hólsfjöllum og e. t. v.
víðar, eins og getið hefur verið
í fréttum.
fái eina mjöltunnu úr 40 hest-
burðum af mel.
Greinagóðar upplýsingar um
meltekju og melferðir er að
finna í bókinni Vestur-Skaftafells
sýsla og íbúar hennar, sem séra
Björn O. Björnsson gaf út 1930.
Kaflinn um melinn í þeirri bók
er skrifaður af Hannesi Hjartar-
syni bónda á Herjólfsstöðum í
Álftaveri.
Þegar forsetahjónin í Costa Rica voru viðstödd er m.b. „Helgu“ var hleypt af stokkunum. Forsetiim
^og forsetafrúin skoða skipsmastrið. Eru þau til vinstri á myndinni.
Forseti Costa-Rica við-
20—30 LESTIR
Kornskurðarfólkið í Meðal-
landi vann í ákvæðisvinnu. Korn-
stöngin var skorin 1—2 þuml.
neðan við axið. Greiðsla var 3
kr. fyrir kílóið og komust sumir
upp í 100 kg á dag. Alls munu
um 20—30 tonn af melkorni hafa
aflazt á þessu hausti. Tíð var ó-
venju hagsstæð til kornskurðar-
ins, oftast hægviðri og blíða, lít-
ið um úrkomu, en rigningin er
einn versti óvinur melafólksins.
VAR MIKIL, NYTJAJURT
Til forna, raunar nokkuð fram
yfir síðustu aldamót, var melur-
inn mikil nytjajurt fyrir Bkaft-
fellinga. Kornið var notað í brauð
og grauta, melstöngin á þök
undir torf og ræturnar í línur.
Það er því næsta eðlilegt að í
Ferðabók Eggerts og Bjarna sé
tekið svo til orða: „Hinn alvitri,
góði Guð, hefur blessað þessar
ömurlegu, þurru sandsveitir með
því að láta Þessa nytsömu plöntu
vaxa þar, og fólkið þar skoðar
hana einnig sem sérstaka Guðs
gjöf“. En það kom sér vel að þá
voru ekki uppi kröfur um Dags-
brúnartaxta og framleiðsluverð.
Það segir Eggert Ólafsson, að „af
öllum störfum fslendinga er ekk-
ert seinunnara né gefur minni
eftirtekjur, en nýting melsins",
því að menn séu ánægðir ef þeir
Kennaraiélag Mið-
Vesturlands stofnað
FRAMHALDSSTOFNFUNDUR
Kennarafélags Mið-Vesturlands
var haldinn á Akranesi dagana
6.—7. október. Fundinn sóttu 35
kennarar víðs vegar af félags-
svæðinu.
Erindi á fundinum fluttu: Þór-
leifur Bjarnason, námsstjóri:
Sögukennsla í barnaskólum.
Snorri Sigfússon námsstjóri: Upp
eldi til ráðdeildar. Aðalsteinn
Eiríksson, námsstjóri: Um fjár-
mál skóla og launamál kennara.
Dr. Broddi Jóhannesson: Starfs-
löngun og þreyta. Var almenningi
heimill aðgangur að þvi erindi og
sóttu það margir.
Meðal ólykana, er fundurinn
gerði voru:
I. Fundur í Kennarafélagi Mið-
Vesturlands, haldinn á Akranesi
6. og 7. okt. 1956 telur útgáfu
sorp- og æsirita hérlendis komna
á það stig, að stórháski sé búinn
íslenzkri æsku, verði ekki spyrnt
við fótum hið fyrsta. Fundurinn
þakkar þeim mönnum, sem í
ræðu og riti hafa varað við þess-
ari hættu, og heitir á stjórnar-
völd landsins að hefta með öllu
útgáfu og sölu rita þessara.
II. Fundur í Kennarafélagi Mið
Vesturlands haldinn á Akranesi 6.
og 7. okt. 1956, fagnar nýjum lög-
um um ríkisútgáfu nómsbóka og
skipun skólamanns í fram-
kvæmdastjórastöðuna. Jafn-
framt telur fundurinn nauðsyn á
að verzlun með skólavörur verði
tengd útgáfunni.
III. . Fundurinn þakkaði Snorra
Sigfússyni, námsstjóra, langt og
ágætt starf í þágu uppeldis og
kennslu.
staddur þegar ísl. bátur
hleypur af stokkunum
HINN 8. þ. m. var nýjum bót hleypt af stokkunum í Frederiks-
sund. Var það mótorbáturinn Helga, sem nokkrir ungir Hús-
víkingar hafa látið smíða. Er stærð bátsins 55 smálestir. Er í honum
Alfa-díselvél 40—265 smál. að stærð. Af hálfu eigenda var við-
staddur þessa athöfn Jón Ármann Héðinsson frá Húsavík. En hann
og bræður hans fjórir eru kaupendur að bátnum.
Þá var og viðstaddur forseti
Costa-Rica, Jose Figueres og
kona hans, ásamt háskólarektorn-
um í Costa-Rica og forsetaritara.
Ennfremur var viðstaddur við
sjósetninguna Kungsted forstjóri
frá Helsingfors. Forseti Costa-
Rica er kvæntur danskri konu,
Karen, fædd Olsen, og voru þau
á ferðalagi um Sjáland þennan
dag og notuðu tækifærið til að
skoða skipasmíðastöðina í Frede-
rikssund. einmitt þegar hinn ís-
le-nzki bátur var settur þar á
flot.
KEMUR f LOK
NÓVEMBER
Hinn nýi bátur Jóns Ármanns
Héðinssonar og bræðra hans er
væntanlegur hingað til lands í
lok nóvember. Verður hann í
vetur gerður út frá Sandgerði.
Skipstjóri á honum verður Marí-
Boðsgestir á fundinum voru
fræðsluráðsmenn Akraness, sókn-
arpresturinn séra Jón Guðjónsson
og skólastjóri gagnfræðaskólans,
Ragnar Jóhannesson.
_ í stjórn félagsins voru kosnir:
Ólafur Haukur Árnason, skóla-
stjóri, Stykkishólmi, Guðmundur
Hansen, kennari Stykkishólmi og
Sigurður Helgason kennari,
Stykkishólmi. Ákveðið var að
halda næsta fund í Stykkishólmi.
Slátrun lokið
BÚÐARDAL, 18. okt.: — Hér er
nú lokið sauðfjárslátruninni. Alls
var 6300 fjár slátrað. Fallþungi
dilka reyndist með meira móti,
og meðalkroppþungi 16,24 kg.
Vænsti dilkur kom frá Núpi í
Haukadal og vó hann 25% kg.
Þá er slátrun einnig lokið að
Brautarholti í Haukadai þar sem
slátrað var 3500 kindum. Þyngsti
dilkur þar vó 25 kg. og var
hann frá Álftatröðum.
Danslagakeppni SKT í Oóð~
lemplarahúsinu um helgina
piREYMÓÐUR JÓHANNSSON hefur skýrt svo frá á fundi með
fréttamónnum, að um næstu helgi færi fram danslagakeppni á
vegum SKT. Er það hin sjöunda í röðinni, en SKT byrjaði með dans-
lagakeppnir sínar arið 1950 og hafa þær verið á hverju ári síðan.
MÖRG ÍSLENZK LÖG
KOMIN FRAM
Tilgangur þessarar danslaga-
keppni er sá, að fá fram sem flest
íslenzk dægurlög, sagði Freymóð-
ur, en lítið var orðið um íslenzk
dans- og dægurlög hér er til fyrstu
keppninnar var efnt. Síðán hafa
komið fjölmörg dægurlög fram &
sjónarsviðið og margir nýir höf-
undar. Hefur verið mikill fjör-
UMF Keflavíkur frum
sýnir Penelope
í KVÖLD, föstudag, frumsýnir
Ungmennaféiag Keflavíkur ensxa
gamanleikinn Ftenelope, eftir
Somerset Maugham. — Leikrit
þetta er fyrsta verkefni UMK á
þessu leikári, en félagið hefur
undanfarið haft forgöngu um
alla leiklist hér í bænum og er
starfandi leiknefnd hjá félaginu,
er velur viðfangsefni hverju
sinni. Var síðasta verkefni félags-
ins Þrír skálkar, er hlaut góða
aðsókn.
Leikendur Penelope eru
flestir úr leikskóla Helga Skúla-
sonar, er starfaði hér s.l. vetur.
Hefur Helgi Skúlason sett leik-
inn á svið og stjórnar honum.
Aðalhlutverk leiksins leikur
sem gestur félagsins frú Helga
Backmann. Leikurinn fer fram
í Ungmennafélagshúsinu.
—• Ingvar.
kippur í dans- og dægurlagahöf-
undum fram að þessu.
Frestur til að skila handritum
var útrunninn 1. ágúst sl. og höfðu
þá borizt 28 lög. Sérstök nefnd
sér um val laganna, sem síðan er'u
kynnt, að þessu sinni þrjár helgar
í röð í Góðtemplarahúsinu, og
hefst fyrsta kynningin nú á laug-
ardags- og sunnudagskvöldið. Lög
in verða að vera raddsett fyrir
píanó er þau berast nefndinni, en
síðar eru þau útsett fyrir hljóm-
sveit. Þrjú lög eru ’valin hvert
kvöld eftir atkvæðagreiðslu dans-
gesta og áliti dómnefndarinnar. Þá
verða einnig birtir atkvæðaseðlar
f öllum dagblöðunum, svo að fólk
eigi kost á að láta álit sitt í ljós
um val danslaganna.
VERÐI.AUN
Verðlaunuð verða þrjú efstu lög
hvers flokks, og hafa ýmis fyrir-
tæki heitið verðlaunum. Hljóð-
færaverzlun Sigríðar Helgadóttur
mun gefa gítar fyrir bezta lagið,
Fálkinn hf. hefur heitið óperu-
verki á plötum, Flugfélag Islands
mun gefa far til Kaupmannahafn-
ar, og Orlof hefur heitið að kosta
höfund bezta lagsins í vikutíma í
Kaupmannahöfn og koma honum
á framfæri með lag sitt þar. Þá
mun SKT verðlauna efstu lögin í
hverjum flokki með 500 kr. ot
einnig verða veitt viðurkenningar-
skjöl. Að keppninni íokinnl verfla
úrslitin birt í Austurbæjarbiói.
DANSKVÆÐAKEPPNI
Þá efnir SKT einnig til dáns-
kvæðakeppni. Hefur það gefið út
hefti með danskvæðum á sama
hátt og sl. ár. Er 500 kr. verð-
launum heitið fyrir bezt gerða
textann og fjallar sérstök dóm-
nefnd um valið.
GAMLIR OG NÝIR DANSAR
Kynningin hefst eins og áður
er sagt, næstkomandi laugardags-
kvöld, með gömlu dönsunum, en á
sunnudaginn eru nýju fíansarnir.
Hljómsveit Carls Billich, sem er
fimm manna hljómsveit, leikur, en
söngvarar verða: Svava Þor-
bjarnardóttir, Adda Örnólfsdótt-
ir, Sigurður Ólafsson, Haukur
Morthens og Jóna Gunnarsdóttir.
Ungling
vantar til blaðburðar
Nesvegur
Sími 1600
us Héðinsson, en vélstjóri Sig-
urður Jónsson.
M.b. „Helga“ hleypur af stokkunum.