Morgunblaðið - 19.10.1956, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.10.1956, Qupperneq 6
MORCUNBT/AÐIÐ F'östudagur 19. okt. 1956 „Hitasótt djöflanna þriggja 44 „Við teljum þau ekki, við jörðum þau aðeins," sagði ættarhöfðinginn, er hann var spurður að Jbví, hversu mörg börn yrðu mýrarköldunni að bráð »|ÝRARKALDAN — malarian —dregur nafn sitt af ítölsku orðunum „mala“ og „aria“, sem merkja bókstaflega „fúlt and- rúmsloft". Þetta er þrálátur sjúk- dómur, seigdrepandi og erfitt að lækna hann. Mýrarkaldan er einkum algeng, þar sem meðalhit- inn er um 60° á Fahrenheit, en stingur sér niður miklu víðar — síðan 1920 hefir hennar orðið vart allt norður í Erkiengilshérað við Hvítahafið í Ráðstjórnarríkjun- um og suður í Cordoba í Argen- tínu, uppi í háfjöllum í 8 þús. feta hæð og við Dauðahafið, sem er 1,300 fet undir sjávarmáli. ★ DJÖFLAR ME» HAMAR, VATNSFÖTU OG OFN Elztu heimildir um mýrarköldu eru í fornum kínverskum og ind- verskum bókum. Hippokrates minnist á þennan sjúkdóm, og í kínverskri goðafræði er sagt frá hitasótt „djöflanna þriggja: Einn er vopnaður hamri, annar vatns- fötu og sá þriðji ofni“ — greini- leg tákn höfuðverkjarins, köld- unnar og hitasóttarinncu- ,sem eru einkenni mýrarköldunnar. ★ ★ ★ Rómverjar færðu „Dea Fibris" — gyðju hitasóttarinnar — fórnir í von um að forða sér frá smitun. Þeir veittu því athygli, að mest var um mýrarköldu í grennd við fen og mýrar, og grófu jafnvel skurði til að reyna þannig að útrýma mýrarköldunni með því að þurrka landið. Þeir virðast jafnvel hafa áttað sig á, að mý- flugur ættu einhverja sök á þess- um sjúkdómi. Um 100 e. Kr. ræð- ur Columella í riti sínu „Dp Re Rustica" mönnum frá því að reisa býli í grennd við fen, „þar sem þrífast kvikindi, vopnuð skaðleg- um broddum, er valdið geta sjúk- dómum“. Fimmtán öldum síðar — 1632 — fluttu spánskir landkönnuðir heim með sér frá Perú börk „Quina-quina“ trésins. Kínínið, sem framleitt var úr berkinum, reyndist allgott lyf til að halda mýrarköldu niðri. ★ ★ ★ Sú var tíðin, að 3 millj. dóu af þeim 300 millj. manna, sem árlega sýktust af mýrarköldu. Mýrar- Skordýrum er safnað úr fenjun- unum, og þau rannsökuð. kaldan drepur aðeins um 1% af þeim, sem sýkjast, — en 99% af þeim sem sýkjast bíða þess aldrei bætur. Viss tegund af mýflugum ber sýkina manna á milli, en sýk- inni veldur sníkjudýr, sem lifir í innyflum mýflugunnar. Ein fyrsta stórfellda tilraunin til að útrýma mýrarköldu var gerð á Staten Island í höfn New York-borgar árið 1901, og var sú tilraun byggð á uppgötvun- um Bretans Sir Ronald Ross. Tókst að útrýma mýrarköldunni á eyjunni. Frá Frönsku Vestur-Afríku. Læknirinn reynir að finna stærð miltisins í barninu, mýrarkalda veldur því, að miltið stækkar óeðlilega. Slíkar rannsóknir gefa nokkra hugmynd um, hversu mikil brögð eru að mýraköldu á ýmsum svæðum. Hið kommúniska réttarfar LONDON, 17. okt.: — Stjórnir kommúnistaríkjanna lýsa því nú yfir nær daglega, að hinir og þessir áhrifa- og valdamenn, sem teknir voru af lífi fyrir nokkrum árum, hafi verið ranglega drepn- ir. Þeir hafi eftir allt í rauninni verið saklausir. Er því jafnframt lýst á átakanlegan hátt — „hvern ig þessir saklausu menn hafi orð- ið fórnardýr persónudýrkunar- innar“. Fyrir helgina var það tilkynnt í Budapest, að ungversku herforingjarnir fimm, Solyon, Illi, Beleznay, Ravay og Porfi — hafi verið drepnir saklausir árið 1950. Réttarhöldin yfir þeim fóru fram með ieynd. Þess er skemmst að minnast, að fyrr í vikunni var gefin út önnur svipuð tilkynning — þar, sem skýrt var frá því, að Laszlo Rajk og þrír aðrir fyrrum hátt- settir kommúnistar hefðu verið drepnir saklausir. ★ ★ ★ Hvað nefna kommúnistar slíkt réttarfar? Ef til vill: „Réttarfar það, sem „alþýðan" þráir og berst fyrir“. ★ DDT OG ÖNNUR ÁÞEKK EFNI — STERKASTA VOPNIÐ Síðan í síðustu heimsstyrjöld hef- ir útrýming mýrarköldunnar byggzt á því að reyna að drepa lirfu mýflugunnar, sem ber sníkju dýrið. Ýmsum aðferöum hefir ver ið beitt, mýrar og fen þurrkuð með framræslu eða olíu sprautað á stöðupolla og aðrar klakstöðv- ar mýflugunnar. Einnig hefir flugnaeitur verið notað til að drepa fullvaxnar mýflugur, og var þeirri aðferð fyrst beitt í Suður-Afríku 1935, og var notað til þess svokallað pyrethum. Árið 1940 uppgötvaði svissneskur efna- fræðingur, Paul Múller, hversu áhrifaríkt DDT var sem skordýra- eitur, og síðan hefir DDT ásamt dieldrin og öðrum svipuðum efn- um verið bezta vopn mannsins í baráttunni við mýrarkölduna. Þessi efni drepa mýflugurnar ekki skjótar en pyrethum, en þau eru banvæn mýflugunum um margra mánaða skeið, eftir að eitrinu hefir verið dreift yfir viss svægði utanhúss eða innan. ★ ★ ★ Baráttan við mýrarkölduna hef ir ekki aðeins verið barátta viðj mýflugur heldur einnig barátta við fáfræði og hjátrú frumstæðra þjóða. ★ STEINN I HJARTA MANNSINS Hver einasti töframaður, sem má sín nokkurs í frönsku nýlendunni Dahomey í Vestur-Afríku, veit það upp á sína tíu fingur, að mýrarkalda er aðeins steinn, sem reiður guð hefir sett í hjarta mannsins. Samt fór svo, að þeir þorðu ekki að gerast keppinaut- Telpurnar úr „Svarta galdurs“-skólanum í Houedome dönsuðu fyrir „hvítu töframennina“, sem komu meö DDT til Dahomey. ar „hvítu töframannanna", er þeir tóku að reyna að útrýma mýrar- köldunni með DDT. ★ ★ ★ Er hópur manna kom á vegum Barnahjálpar S. Þ. til Houedome fiskiþorpsins við Porto Novo fló- ann, gengust töframennirnir fyrir því, að þeim var fagnað með trumbuslætti og dansi telpna á aldrinum 2—15 ára, sem einmitt voru nemendur í „svarta galdurs" skólanum í Houedome. Houedome stendur á sandhólma í mynni Ouemeíljótsins. Þorpið er reist á trjábolum, sem reknir eru niður í sandleðjuna. Leiðin til þox-psins liggur um blá lón, og eru bakkar þeirra vaxnir sefi. Umhverfið er fagurt, en slík stöðulón eru framúrskarandi klak stöðvar fyrir mýflugur, enda helmingur íbúanna í Dahomey, sem eru alls 1.500.000, sífelit í hættu að fá mýrarköldu. fbúarn- ir lifa á nautgriparækt og á því að veiða fisk með spjótum. ★ ★ ★ Er ættarhöfðinginn í Houedome var spurður að þvi, hversu mörg börn létust af völdum mýrar- köldu, var svarið: „Við teljum þau ekki, við jörðum þau aðeins“. Frönsk yfirvöld hafa undaníarm ár unnið að útrýmingu mýrar- lcöldunnar með DDT í Frönsku Vestur-Afríku og Togolandi og hafa notið í því aðstoðar Barna- hjálpar S. Þ., sem hefir lagt fxam mikið fé í þessu skyni, og Al- þjóða heilbrigðismálastofnunar- ★ TÖFRAMENNIRNIR VILDU HAFA VAÐIÖ FYRIR NEÐAN SIG Innfæddu töframennirnir munu vafalaust túlka árangurinn þannig, að færri steinar hafi ver- ið settir í hjörtu þeirra, sem vak- ið hafa reiði guðanna — Hebiesso, þrumuguðsins, Dan, regnboga- guðsins og Ogoun, hins almáttuga. En hvað sem því líður — töfra- mennirnir í Houedome vildu líka njóta góðs af þekkingu „hvítu töframannanna“ og buðu þeim kurteislega að sprauta DDT yfir veggi „svarta galdurs" skólans í Houedome. (Þýtt og endursagt úr The UNESCO Courier). shrifar ur daglega lífínu Látum það vera — en. . . . HyT /Y skrifaði mér fyrir iTioVF* nokki’u bréf um utan- farir Islendinga til kommúnista- ríkjanna. Farast honum orð á þessa leið: „Látum það vera, að íslenzkir kommúnistar, sem boðnir eru til Rússlands, Kina eða leppríkja kommúnista syngi dýrðaróð, þeg- ar heim kemur, í sinn hóp — eða í sínu málgagni. Það er ekki nema mannlegt, að þeir vilji launa fyr- ir gistivináttuna með því að lofa hana og prísa eftir á í þau eyru, sem heyra vilja, enda vitanlega til heimsóknarinnar stoínað með þetta beint fyrir augum. Hins vegar finnst mér það ó- þarfi, að Ríkisútvarpið skuli ger- ast vettvangur fyrir þennan kommúníska lofsöng. — Fyrir nokkru flutti frú ein, Rannveig Tómasdóttir, flokk erinda um reisu til Kína austur og var væg- ast sagt óþægilega mikill áróðurs keimur af máli írúarinnar •— rauði þráðurinn helzt til áber- andi, þótt reynt væri að leyna honum dálitið með orðskrúði og mælgi, sem gerðu exindin lang- dregin og væmin. Þótti mér þetta því meiri skaði, sem það leyndi sér ekki að frúin býr yfir góðri frásagnargáfu, sem hefði notið sín mun betur, ef manneskjan hefði verið með sjálfri sér. — M. Ó.“ K * loi/ Olli óhug og kvíða ONA inni í Laugarneshverfi skrifar sem næst á þessa leið: „Það vakti mikla athygli og óhug mæðra hér í nágrenni Laug- arnesskólans fyrir skömmu, er sjúkrabíll renndi upp að skólan- um og einkennisbúinn starfsmað- ur sjúkraflutninganna steig út úr og hvarf inn í skólann. Þetta var á skólatíma, skólinn fullur af böi-num og fólk, sem horfði á þetta, fékk óþægilegt hugboð, að ef "til vill hefði orðið eitthvert slys í skólanum — sjúkx-abíllinn væri þarna lcominn til að sækja hinn slasaða — ef til vill eitt- hvert skólabarnanna. Svo reynd- ist þó ekki, sem betur fór. Þessi sjúkrabílstjóri var þarna aðeins í einkaerindum. Mér og mörgum fleirum fannst framkoma þessa starfsmanns víta verð. Margar mæður og aðrir að- standendur barna í Laugarnes- skólanum urðu hennar vegna gripnir skelfingu og kvíða, um að eitthvað voðalegt hefði komið fyrir. — Sú tilfinning er allt annað en skemmtileg". Um títprjónshæla og róinantík JÁ, hvað er ekki á sig lagt fyrir þessa tízku í öllu hennar miskunnarleysi og harðstjórn’. — Nú eru það háu títuprjónshælarn ir sem drottna með meira veldi en nokkurn tíma fyrr í skótizku kvenþjóðarinnar. Þvj hærri og mjórri — þeim mun eftirsóknar- verðari — og þeim mun háska- legri um leið. Þetta eru engar ýkjur. Spyrjið þið bara skósmið- inn ykkar og hann mun geta sagt ykkur ótal sbgur um illa leikna títprjónshæla — og stund- um illa leiknar fínar frúr — eða ungfrúr, sem áttu leið um Tjarn- argarðinn — kannske í fullróman tísku skapi. Þið vitið hvernig það er, þegar rómantíkin grípur mann, þá tekur maður ekki eftir neinu, allra sízt því, sem maður ætti að taka eftir. — Þær tóku ekki eftir því, hve fallegu gang- stígarnir, svo lokkandi í kvöld- kyrrðinni, leyna mörgum viðsjál- um rifum og glufum milli stein- anna, rétt mátulegum fyrir lítinn títuprjónshæl til að festa sig í og steypa um leið „byrðinni", sem er oftast langt — og stundum hættulega út úr öllu lxlutfalli við „undirstöðuna“, steypa henni koll hnís, kannske þegar allra verst gegndi — já, þegar slíkt mátti hreint alls ekki koma fyrir. En svona er það nú — spyrjið þið bara skósmiðinn „Komið þér úr Tjarnargarðinum?“ spyr hann fyrst allra orða, þegar hann fær þessa yndislegu eyðilögðu hæla upp í hendurnar. Stundum á líka járnmottu-ókind alla sökina — eða bara venjulegur stigi eða þröskuldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.