Morgunblaðið - 19.10.1956, Page 9
Fostudagur 19. okt. 1956
MORGUNBLAfílÐ
9
Úrelt ffyrirkotnulag
- NÝAFSTAÐINN fundur Verzlun-
arráðsins hefir meðal annars lát-
ið í ljós ánægju sína yfir batn-
andi afgreiðslu tollskjala. Ég hefi
verið að velta þessu fyrir mér,
en því miður get ég ómögulega
komið auga á það, að hvaða leyti
afgreiðsla tollskjala hefir batnað.
Ef til vill á Verzlunarráðið við
það, að nú orðið er vörumagns-
tollur og vörumagnsálag reiknuð
út í einu lagi, og sömuleiðis verð-
tollur og verðtollsálag, það er að
segja tveir liðir þar sem fjórir
voru áður. Þessi samdráttur lið-
anna er vissulega til batnaðar.
Hins vegar virðist mér, að fyrir-
komulagið sé að öllu leyti það
sama og áður, nema að nú er það
farið að tíðkast, að skjölin séu
send upp í endurskoðun áður en
þau fást greidd. Nú tekur það
sem sé alls ekki styttri tíma að
ná vörunni út úr tolli, heldur
þvert á móti lengri. Nú ér það
svo, að yfirleitt er afgreiðslufólk-
ið á Tollstjóraskrifstofunni og
VörUskoðuninni lipurt, og flýtir
iðulega fyrir tollafgreiðslu vara,
þegar á liggur. En það hljóta allir
heilvita menri að sjá, að slík
afgreiðsla er alls ekki æskileg, og
er það út af fyrir sig rannsókn-
arefni hvers konar ástand slíkt
skapar.
Nei, það þarf að gjörbreyta
tollámálunum, og þá fyrst má
vænta betri afgreiðslu. Hvaða
meining er t.d. í því að leggja
tollskjöl inn á Tollstjóraskrifstof
unni í Arnarhvoli, þar sem þau
eru færð inn, send þaðan niður
í Vöruskoðun og færð þar inn
aftur, varan skoðuð (?), skjölin
send aftur upp í Arnarhvol og
tollurinn reiknaður út eftir lengri
eða skemmri tírna, send þaðan
upp í endurskoðun við Klappa-
stíg, og loks aftur niður í Arnar-
hvol? Allt þetta ferðalag skjal-
anna tekur sjaldan skemmri tíma
en viku eða hálfan mánuð, ef
ekkert er að gert.
Væri nú ekki einfaldara að
leggja skjölin fyrst inn í Vöru-
skoðun, láta þau síðair ganga
rétta boðleið upp í Arnarhvol og
geyma endurskoðunina þar til
eftir að varan er greidd? Hvers
vegna er líka útreikningur tolls-
ins ekki gerður einfaldari? Það
ætti tvímælalaust að umreikna
alla toll-liði í einn álagningarlið,
sem yrði verðtollur á f.o.b.-verð
vörunnar. Útreikningurinn á toll-
inum yrði þá margfalt einfaldari
en nú er, og' tæki þar af leiðandi
skemmri tíma. Þá hyrfi líka þessi
fáránlegi 17,6% liður, sem kallast
söluskattur og framleiðslusjóðs-
gjald, en er í rauninni ekkert
annað en hreinn tollur. Þá yrði
það að koma hreint fram, hvaða
vörUr eru tollfrjálsar, og Ríkis-
stjórnin kæmist ekki upp með
það að leggja á ýmsar vörur, sem
samkvæmt Tollskráni eiga að
vera tollfrjálsar.
Tökum til dæmis erlendar bæk-
ur, sem samkvæmt Tollskránni
(45/3) eiga að vera tollfrjálsar.
Ríkisstjórnin fer kringum þetta
ákvæði með því að kalla tollinn
söluskatt og framleiðslusjóðs-
gjald. Á vegum UNESCO hafa
22 menningarþjóðir undirritað
samþykktir um að hefta ekki
flutning blaða, bóka og ýmissa
annarra menningarverðmæta
landa milli með innflutnings-
höftum og -gjöldum. Menningar-
landið ísland er ekki enn meðal
þeirra sem undirritað hafa þessar
samþykktir, enda leggur íslenzka
ríkið 17,6% toll á cif-verð inn-
fluttra bóka. Og svona má lengi
telja.
Að mínu áliti og margra ann-
arra sem til þekkja, hefir af-
greiðsla tollskjala ekkert batnað,
og ætti Verzlunarráðið sízt allra
aðila að hæla sleiíarlaginu og
skipulagsleysinu, sem sífellt rík-
ir í þessum málum.
Óánægður verzlunarmaður.
BEZT AB AVGLÝSA
t MOBGVmLAÐim
Húseign / smíðum
80 ferm. hæð og rishæð á góðri lóð við Álfhólsveg til
sölu. — Húsið er vel byggt, hlaðið úr sandsteini og selst
frágengið að utan, en næstum ekkert innréttað.
Rishæðin er með 5 kvistum.
Æskileg skipti á 3 herb. íbúð í bænum.
Nýja fasteignasalan,
Bankastræti 7, sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546.
Skrifstofustúlka
vön enskum bréfaskriftum, óskast hálfán eða allan
daginn. Hraðritun æskileg. Umsóknir merktax:
„RICO—88 — 4961“ sendist blaðinu.
Dugleg stúlka
óskast nú þegar í mötuneyti skólanna á Xaugar-
vatni. — Uppl. í síma 9, Laugarvatni.
Atvinna
Stúlka óskast til símagæzlú o. ’fl. Vélritunarkunn-
átta nauðsyhleg. Tilboð sendist áfgr. Mbl. merkt:
„Atvinna — 4953“ fyrir 25. þ.m.
Knox Reknet
o g
Knox Reknetaslöngur
Nokkur stykki fyrirliggjandi.
I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN
HAFNARSTRÆTI 9 — Sími 1590
Ibúðir I vesturbænum
Höfum til sölu glæsilega íbúðarhæð í húsi við Hjarðar-
haga, mjög stutt frá miðbænum. íbúðin er 140 ferm., 5—
6 herbergi, eldhús, bað, hall og forstofa. í kjallara fylgir
sérstök geymsla og eignahluti í þvottahúsi og göngum.
íbúðin selt fokheld. Sérstök miðstöð verður fyrir íbúðina.
Nánari upplýsingar gefur
Fasteigna- og verðbréfasalan
(Lárus Jóhannesson, hrl)
Suðurgötu 4
Sími: 3294 og 4314.
Útgerðarmenn
Get útvegað til afgreiðslu og niðursetningar í ár tvo
nýja June-Munktel dieselvélar 240 ha. með þriggja blaða
skiptiskrúfu og olíuvökva skiptingu.
Sérstaklega hagstætt verð og greiðsluskilmálar.
Kjartan Friðbjarnarson,
Sími: 261 og 534, Vestmannaeyjum.
Vetrarkápur
með og án
ioðkraga
NÝJASTA TÍZKA
HÓFLEGT VERÐ
NINON HF. I
Bankastræti 7.
Nýkomnir
Skólakjólar
kr. 325.00
Ennfremur P E Y S U R, fallegar og upp í háls.
Frotté sloppar
Aliar stærðir.
CREPE NÆLONSOKKAR
NINON HF.
Bankastræti 7.
Samkvœmt ákvör&un
bæjarráðs Hafnarfjarðar
auglýsist hér með laust til umsóknar starf bæjarvinnu-
verkstj óra Hafnarfj arðarkaupstaðar.
Umsóknarfrestur er til 1. nóv. nk.
Hafnarfirði, 17. október 1956
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Land óskast
Land undir nokkur sumarhús á góðum stað eða lítil
jörð í nágrenni Reykjavíkur, óskast til kaups.
Sala og samningar
Laugaveg 29 — Símar 6916 og 80300
Lögtök fyrir ógreiddum tryggingagjöldum til Trygg-
ingastofnunar ríkisins, áföllnum söluskatti og framleiðslu
sjóðsgjaldi, þinggjöldum ársins 1956 ng tryggingagjöld-
um öllum, svo og fyrir sömu gjöldum frá fyrra ári, hefj-
ast hinn 24. þ. m., hafi ekki verið gerð full skil fyrir
þann tíma. Lögtaksúrskurður var uppkveðinn í dag.
Gjaldendur í Kópavogskaupstað, sem ekki greiða skatta
sína með milligöngu atvinnurekenda, eru minntir á, að
þeir mega ekki vænta frekari aðvörunar um lögtökin.
Skrifstofan er opin kl. 10—12 og 1—3 daglega, og
eipnig á föstudögum kl. 5—7 e. h. til 31. janúar nk.
Bæjarfógetinn í ICópavogi, 15. október 1956.
Sigurgeir Jónsson.