Morgunblaðið - 19.10.1956, Blaðsíða 10
10
MORGVISBLAÐIÐ
Föstudagur 19. okt. 1956
Áttræð V-íslenzk kona kom
til að sjá leik Islendinga
Leikurinn við Cyðingana
góður — en skapgerð þeirra skrýfin
NEW YORK, 14. október.
Það var barizt þindarlaust á
Triboro knattspyrnuvellinum í
dag. Völlur þessi liggur úti á svo-
lítilli eyju, Randall-eyju, sem er
úti í sundunum milli Manhattan,
Bronx og Queens. Staður þessi er
einkum frægur fyrir það, að fyr-
ir um 20 árum var þarna leyst
stærstu samgöngumál New York
borgar, með því að byggja ákaf-
lega stórkostlegt og viðamikið
kerfi af brúm og akbrautum, yfir
eyjarnar, sem tengir alla þrjá
borgarhlutana saman.
Leikvangur þessi er heldur illa |
úr garði gerður. Hann á að heita
grasvöllur, en hingað og þangað
voru skallar í honum og svo voru
Jafnvel langstökksbrautirnar inni
á sjálfum vellinum, svo að það
gat jafnvel hent, að boltinn dytti
ofan í sandgryfjuna, sem að jafn-
aði er höfð við langstökk. Völl-
urinn var heldur ekki strikaður
fyrir venjulega knattspyrnu,
heldur fyrir Rugby með eintóm-
um þverstrikum. Kringum leik-
vanginn eru miklir áhorfendapall
ar, nema móti suðri, þar er opið
»vo að pallarnir mynda skeifu.
Sennil. munu um 20 þús. manns
komast þarna í sæti.. Þeir voru
þó ekki svo margir að þessu
sinni, heldur myndi ég áætla
tölu áhorfenda um 5000, allt ís-;
l«indingar eða ísraelsmenn.
mSTÆLTUR“ leikur
Þessar tvær þjóðir háðu knatt-
•pyrnukappleik á Triboro-leik-
vanginum. Þennan dag kváðu við
undir New York himninum, hróp
iu „Áfram Ríkharður“.
En það dugði ekki til, þótt við
íslendingamir reyndum að hvetja
okkar menn. Þeir börðust eins og
hetjur, piltarnir okkar, en þeir
áttu við sína ofjarla og töpuðu
með 2 mörkum gegn engu.
Ég hef kannske lítið vit á
knattspyrnu, en ég verð að segja
það, að ég hef sjaldan séð stælt-
ari leik á báða bóga. Hvorugur
aðilinn ætlaði að gefa sig. Fyrri
hálfleik lyktaði án þess að nokk-
urt mark væri sett.
Það var athyglisvert að líta yf-
ir áhorfendahópinn þennan sól-
skinsdag. Að sjálfsögðu voru
Gyðingarnir í miklum meirihluta
meðal áhorfendanna og glamp-
aði þar á raðir af kolsvörtum og
blásvörtum kollum. En hingað og
þangað voru þó hópar af ljós-
hærðum íslendingum innan um.
Ég tók mér sæti fremur ofar-
lega í mannþyrpingunni ög vildi
*vo til, að umhverfis mig voru
allmargir gallharðir Gyðingar.
Minnist ég þess ekki, að hafa
heyrt einsýnni eða einþykkari
skoðun á málunum en hjá þess-
um Gyðingahóp.
SKRÝTIN SKAPGERÐ
Uppáhalds-lýsingarorð þeirra
var: —- En hvað þetta er yndis-
fagurt, „beautiful“. Það lýsingar-
orð var notað ef ísraelskur liðs-
maður sýndi sæmilegan leik, „cen
tradi“ sæmilega o.s.frv. En ef ís-
lenzkur liðsmaður gerði þessar
kúnstir engtu verr, þá var sá ís-
lendingur orðinn í raddböndum
þessara Gyðinga hinn versti ó-
þokki. E.t.v. varð þei nér dá-
lítil kennslustund, um ; u Gyðing-
ar hafa yfirleitt ekki til að bera
skemmtilega skapgerð. Mér hefði
fundizt allt í lagi, þó að þessir
sessunautar mínir hefðu verið
fylgjandi sínum ættmönnum, en
Rabinowitz — mjög góð skytta,
tók vítaspyrnuna sem Helgi varði
snilldarlega.
af allri framkomu þeirra mátti
ráða það, að það kæmi ekkert
annað til mála, en að Gyðingar,
þessi Guðs útvalda þjóð, sigraði.
Þó verður að geta eins, að allir
nærstaddir þessa knattspyrnu-
keppni hrifust á frábærri vörn
íslenzka markmannsins, Helga
Daníelssonar. Það var hann sem
átti leikinn af íslands hálfu.
Seint í fyrri hálfleik gerðist
það, að íslendingar fengu víta-
spyrnu á sig. Mesta skytta Gyð-
inganna, Benjamin Rabinowitz
átti að skjóta. — Eitt augnablik
Gúmmíbjörgunarbátar
á öll íslenzk skip
NÁ á meðan mönnum er í fersku og þess gætt að það skaddist ekki
minni hin giftusamlega björgun í geymslunni.
stóðu þeir andspænis hvor öðr-
um, skyttan og markmaðurinn og
var sem eldur brynni úr augum
þeirra. Svo reið skotið af hnit-
miðað, en áður en við áhorfend-
urnir gætum séð eða skilið hafði
boltinn hafnað í öruggum hönd-
um Helga.
I seinni hálfleikhum fór held-
ur að hallast á ógæfuhliðina fyrir
okkar mönnum og var það nú
sýnilegt, að ísraelska liðið var
sterkara. Um það var ekki nein-
um blöðum að fletta. Svo virtist
sem skipulagning á leiknum væri
álíka hjá báðum, en það sem Gyð
ingarnir höfðu fram yfir var hrað
inn. Mér virtist að skorti á hrað
ann hjá kantmönnunum, einkum
þegar mest á reið, og farið var
að nálgast mark. Þar voru Gyð-
ingarnir einhvern veginn miklu
sneggri. — íslenzku kantmenn-
imir virtust þurfa allt upp í 5
sekúndur til að átta sig á hlutun-
um, en þá kom það að litlu haldi,
þótt þeir áttuðu sig, því að á þess
um dýrmætu sekúndum voru
Gyðingarnir komnir alls staðar
fyrir og jafnel búnir að ná bolt-
anum af manninum, sem með
hann var.
Annars var leikur þessi allur
skemmtilegur. Dómari var banda
rískur að nafni Tom Budano og
dæmdi hann vel og vandlega.
Tók ég aldrei eftir því að hon-
um skeikaði.
Gefinn hafði verið mikill, en
heldur tildurslega ljótur verð-
launabikar þeim, sem sigraði í
leik þessum. Nefndist hann Shaef
er-bikarinn. Gyðingarnir tóku
hann heim til sín. Þeir áttu hann
skilið. — Þ. Th.
skipverja á enska togaranum
„Northern Crown“, er full ástæða
til að staldra við og athuga, hvort
ekki sé tímabært að hið opinbera
taki á sig rögg og skyldi hvert
íslenzkt skip að vera búið gúmmí
björgunarbátum.
Það hefur sýnt sig á undan-
förnum árum að mörgum manns
lífum hefur verið bjargað með
þessum tækjum, sem ella mundi
ekki hafa tekizt.
Þegar staðreyndirnar tala svona
skýru máli, þarf þá nokkuð að
vera að tvínóna við hlutina?
Hvað við kemur minni bátum,
sem ekki geta haft venjulega
björgunarbáta úr tré, virðist það
alveg sjálfstætt að þeir verði
búnir gúmmíbjörgunarbátum. Á
stærri skipum, sem hafa björg-
unarbáta í bátsuglum, ætti að
sjálfsögðu að hafa þá áfram,
þó að gúmmíbjörgunarbátar yrðu
teknir um borð. Gúmmíbjörgun-
arbátur er ekki það fyrirferða-
mikill eða þungur að ekki sé
hægt að koma honum fyrir ásamt
hinum björgunarbátunum, án
þess að skaða sjóhæfni skipanna
(10 manna bátur vegur innan við
100 kg.). Það er að sjálfsögðu
ekki nóg að hafa gúmmíbjörgun-
arbát um borð, eins og allir vita,
heldur verður að gæta þess að
hann sé alltaf í góðu lagi og að
allir skipverjar kunni að nota
hann. — í reglum um
meðferð og útbúnað gúmmí-
fleytitækja á skipum, sem
gefnar voru út af Samgöngumála
ráðuneytinu 11. nóvember 1953.
segir meðal annars: „Fleytitæki
úr gúmmíbornum striga eða öðru
svipuðu efni, skal hafa hlotið við-
urkenningu skipaskoðunarstjóra.
Fleytitæki, sem þenja má út með
lofti, skal haft á öruggum stað,
þar sem fljótt verður náð til þess
Öll gúmmífleytitæki skulu
skoðuð og prófuð á minnst sex
mánaða fresti. Þessa skoðun og
prófun skal skipstjóri færa inn
í eftirlitsbókina. Enn fremur
skal skipstjóri sjá um að allir á
skipinu kunni að fara með fleyti-
tækið“.
Það hefur verið sagt um okkur
íslendinga, að við séum fljótir að
tileinka okkur nýjungar. Við
skulum því ekki taka á þessum
málum með neinum vettlinga-
tökum, heldur með samstilltum
höndum til aukins öryggis ís-
lenzkum sjómönnum. Margir út-
gerðarmenn hafa nú þegar sýnt
bæði framsýni og dugnað með að
ganga á undan með góðu for-
dæmi í því að búa báta sína
gúmmíbjörgunarbátum og eiga
þeir þakkir skilið fyrir.
Ég vil að endingu benda þeim
sjómönnum á, sem eru á bátum,
sem ekki eru með radar að var-
lega má treysta því, að skip búin
radar sjái undir öllum kringun.
stæðum, til þeirra, þó þeir séu
í sjónvídd radarsins.
Þetta á við öll tréskip og báta
og alveg 'sérstaklega um trillur.
Er því full ástæða til að draga
ekki úr aðgæzlu í dimmviðri í
trausti á radarinn.
Ásgrímur Björnsson
erindreki.
Hunter til Jórdaníu!
AMMAN, 17. október. — Víst
mun vera talið, að jórdanski
herinn eigi einhvem næstu daga
von á nokkrum Hunter orrustu-
fiugvélum frá Bretlandi til styrkt
ar jórdanska landamæraverðin-
uni. Ekki hefur fengizt opinber
staðfesting á þessari fregn.
Bandaríkjaferðin verður landsliðinu ógleymanleg
New York, 13. okt. I
ÉG hitti ljóshærða og bláeyga
pilta á Times Square, miðjunni
á New York. Þetta voru þá
íslendingar og flestir þeirra
frá Akranesi, litla fiskibæn-
um.
Já, mikið skelfing er heim-
urinn lítill, að maður skuli
rekast á sjálfa kappana Rík-
harð og Þórð á miðri Broad-
way.
— Hvað eruð þið að gera hér?
— Við erum að keppa, fyrst
kepptum við í Philadelphiu, síð-
an í Baltimore og á morgun ætl-
um við að keppa hér í New York.
Fararstjóri íslenzku knatt-
spyrnumannanna er Ingvar Páls-
son ritari Knattspyrnusambands
íslands. Hann segir mér fáein orð
um ferðina.
— Við erum hérna 21 á vegum
Knattspyrnusambandsins, en auk
þess Sigurður Sigurðsson frá út-
varpinu og Bragi Kristjánsson.
Þessi ferð hefur verið alveg stór-
kostleg og engum okkar mun
líða hún úr minni. Við höfum
fengið tækifæri til að litast um
í þessu mikla undralandi, Ame-
ríku, og hvarvetna, sem við höf-
um komið hefur verið tekið jafn
elskulega á móti okkur.
Við kepptum fyrst í Philadel-
phiu við meistarana í knatt-
spyrnu, sem heita Uhrik Truckers
og lauk þeim leik með jafntefli
3 mörk gegn 3.
Síðan ókum við til Washing-
ton og fengum að skoða alla liöi-
uðborgina, enda þótt sú ferð væri
ekki upphaflega á ferðaá-
ætlun okkar. Síðan fórum við
1 með járnbraut til Baltimore og
I lékum við úrvalslið úr nokkr-
, um ríkjum þar í nágrenninu.
Þennan leik unnum við með 4
Vaxandi áhugi á knaitspyrnu þar
mörkum gegn engu. Fór hann
fram á íþróttaleikvangi John
Hopkins háskólans, þar í borg,
sem er frægur mjög. En einmitt
við þennan háskóla er Stefán
Einarsson kennari. Fylgdi hann
okkur út á leikvanginn og var
með okkur allt kvöldið á eftir.
Þar var fjöldi íslendinga og með-
al annarra horfði á leikinn átt-
ræð vestur-íslenzk kona, Sólveig
Stefánsdóttir, en hún er móðir
Ragnars Stefánssonar liðsfor-
ingja, sem nú dvelst á íslandi.
Og nú erum við komnir hingað,
segir Ingvar að lokum, til þess-
arar auðugustu og mestu borgar
veraldar. Á morgun, sunnudag,
fer fram síðasti leikurinn við ísra
elskt lið, sem einnig er í heim-
sókn hér í Bandaríkjunum um
þessar mundir. Liðið heitir
Maccabi- og mun vera sterkt
lið. Við vonum að aðsókn að
leiknum verði nokkur, kannski
svona 10—15 þúsund. En gallinn á
þessari ferð okkar er aðeins sá, að
áhuginn á venjulegri knatt-
spyrnu er fremur lítill í Banda-
ríkjunum. Hér eru allir í Rugby,
sem þeir kalla „football“ í þessu
landi.
VAXANDI ÁHUGI
Ingvar segir ekki meira en
þetta. En rétt á eftir hitti ég
Sullivan, sem er forseti knatt-
spyrnusambands Bandaríkjanna.
Hann kom heim til Islands í
fyrra með bandaríska liðinu.
Hann er emlægasti aðdáandi
knattspyrnunnar í Bandaríkjun-
— Hvernig stendur á þessu,
spyr ég hann, að þið Bandaríkja-
menn eruð allir í Rugby í stað
þess að leika almennilega knatt-
spyrnu?
— Það er erfitt að svara þvi,
að gefá upp nokkrar sérstakar
ástæður fyrir því. Það er bara
staðreynd, að vinsældir Rugby
jukust stórlega á kostnað knatt-
spyrnunnar nokkru fyrir stríð og
svo hefur þetta verið, þangað til
nú, á allra síðustu tveimur árum,
þá eru menn að gefast upp á
Rugby. Aðsóknin að Rugby-leik-
unum er miklu minni en hún var
áður. Á leik sem áður sóttu 80
þúsund áhorfendur koma nú 35
þúsund. Og þar sem áður komu
10 þúsund koma nú 2000 áhorf-
endur.
Nú eru þeir hlutir að gerast,
heldur Sullivan áfram, að fjölda-
margir skólar, hafa eða eru að
taka upp knattspyrnu í stað
Rugbys og sama er óðum að ger-
ast í herþjónustunni, að það er
stefnt að því að taka upp knatt-
spyrnuna, sem er hollari og hættu
minni íþrótt, sem næstum allir
geta stundað, en það eru ekki
aðrir en einhver jötunmenni,
sem geta tekið þátt I Rugby.
Ég þakka Sullivan og íslenzku
knattspyrnumönnunum fyrir
rabbið. Þeir eru nú á leiðinni
til Radio City, stórfenglegasta
kvikmyndahúss heimsins. Seinna
í kvöld ætla þeir upp í Empire
State Building.
En sagan er ekki öll sögð með
þessu, því að allmargir íslend-
ingar, sem búsettir eru hér í Ne
York og nágrenni fóru suður
Philadelphiu og Baltimore i
þess að fylgjast með og örva land-
ana. Á leiknum í Philadelphiu
voru vart meira en svona 400
áhorfendur og sennilega allt að
Frh. á bls. 23.
íslenzkalandsliðið í knatt-
spyrnu kom úr keppnisferðinni
| í Bandaríkjunum í fyrrakvöld tók
(j| Ijósmyndari varnarliðsins þessa
I mynd. Liðið ferðaðist með her-
[|flugvél báðar leiðir.