Morgunblaðið - 19.10.1956, Side 11
Fostuélagur 19- okt. 1956
MORCiirniT/AÐin
1!
Hundrað uru minning systkinunnu
Elinur og Pdls Briem umtmunns
í DAG þann 19. október eru 100
ár liSin frá fæðingu hinna þjóð-
kunnu tvíburasystkina Elínar
Briem forstöðukonu og Páls
Briem amtmanns. Voru þau
fædd að Espihóli í Eyjafirði 19.
okt. 1856. Foreldrar þessara
merku systkina, Eggert Briem
sýslumaður og alþm. og kona
hans Ingibjörg Eiríksdóttir
Sverrisen gerðu garðinn frægast-
an á Reynistað í Skagafirði. En
á því fornfræga höfuðbóli bjuggu
þau árin 1861—1884 og var hús-
bóndinn sýslumaður Skagafjarð-
arsýslu það tímabil.
Hin mörgu mannvænlegu börn
þessara merkishjóna ólust þar
upp og var heimilið þjóðfrægt
skörungsheimili á þeirri tíð eins
og oft endranær í sögu þjóðar-
innar fyrr og síðar.
Hin frábæru tvíburasystkini,
Elín og Páll, voru 5 ára er þau
fluttu að Reynistað. Þar lifðu
þau sín æskuár og tóku sinn
þroska við heilbrigð sveitastörf
þar til námsbrautin tók við. En
embættisframi og alþjóðar traust
einkermdi feril þessara systkina
til æfiloka.
Elín Eggertsdóttir Briem byrj
aði kennslu við Kvennaskóla
Húnvetninga 1881—’82 en aðeins
einn vetur í það sinn. Fór hún
þaðan til náms í kvennaskóla
Kaupmannahöfn og stundaði þar
nám í tvo vetur.
Árið 1883 flutti skóli Húnvetn-
inga að Ytri-Ey á Skagaströnd
eftir nokkur byrjunarár á öðrum
sveitaheimilum. Tók nú Elín
Briem við skólastjórn og veitti
skólanum forstöðu með miklum
skörungsskap til ársloka 1895. —
Giftist hún þá Sæmundi Eyjólfs-'
syni guðfræðikandidat og ráðu-
naut Búnaðarfélags íslands,
miklum mætismanni.
En hún naut manns síns ekki
lengi því árið 1901 varð hún
ekkja og tók þá aftur við skóla-
stjórn í Kvennaskóla Húnvetn-
inga er nú var fluttur til Blöndu-
óss. f það sinn stýrði hún skól-
anum aðeins 2 ár, en giftist þá
í annað sinn Stefáni Jónssyni
verzlunarstjóra á Sauðárkróki.
Fór það hjónaband að því leyti
á svipaða leið, að hin ágæta kona
naut eigi lengi síns eiginmanns,
því Stefán Jónsson andaðist
1910.
Árið 1912 tók frú Elín Briem
við stjóminni á Kvennaskóla
Húnvetninga í fjórða sinn og því
starfi gengdi hún nú í þrjú ár
til 1915, þá flutti hún til Reykja-
víkur og átti þar heima síðan.
Hún andaðist 4. des. 1937.
Þegar frú Elín flutti til Reykja
víkur í fyrra sinn þá stofnaði
hún Hússtjómarskóla Reykja-
víkur, sem var fyrsti hússtjórn-
arskóli okkar lands. Er hann tal-
inn stofnaður 1897 og fyrstu árin
stjórnaði frú Elín honum með sín
um alkunna áhuga og dugnaði.
Árið 1889 gaf hún út Kvenna-
fræðarann, sem er einstök bók í
ni röð. Kom þar í ljós áhugi
Elínar og hin fjölbreytta
nking hennar í kvenlegum
iræðum. Var bók þessi mjög vin-
sæl og hefir verið gefin út 4
sinnum.
Þetta stutta yfirlit um starfs-
sögu þessarar gagnmerku og á-
gætu konu sýnir og sannar, að
liún var um langa tíð sívakandi
að fræða og manna íslenzkar
konur, enda mun áhrifa hennar
hafa víða gætt.
Hún stjómaði Kvennaskóla
Húnvetninga þannig, að orðstýr
skólans fór sívaxandi. Var skól-
inn talinn bezti og merkasti
kvennaskóli á íslandi. Hann var
eins og oft síðan, sóttur af stúlk-
um víðsvegar af landinu. En
flestar munu þó jafnan hafa ver-
ið úr Húnavatnssýslu. Margir
Húnvetningar, og þó einkum þeir
sem mest störfuðu með frú Elínu
Briem að stjórn skólans, dáðust
mjög að hennar skörungsskap,
reglusemi og stjórnlægni. Henni
var líka sýndur margskonar sómi
fyrir sitt merkilega menningar-
starf. Meðal annars var hún
sæmd riddarakrossi Fálkaorðunn
ar. Hún var líka lengi talin bera
af flestum eða öllum þeim kon-
Um okkar lands er önnuðust
menntun kvenna.
— ★ —
Páll Eggertsson Briem gekk
menntaveginn svo sem kunnugt
er. Tók hann próf úr Reykja-
víkurskóla 1878 22ja ára gamall
og sigldi þá til háskólanáms í
Kaupmannahöfn. Lögfræðipróf
tók hann þar 1884 og var skip-
aður sýsiumaður Dalasýslu 1886.
Þar var hann aðeins eitt ár en
gerðist 1887 málflutningsmaður
við landsyfirdóminn. Sýslumaður
Rangárvallasýslu var hann svo
skipaður 1890 og starfaði þar unz
hann varð amtmaður Norður- og
Austuramtsins 1894. Var hann í
því embætti í 10 ár. Hann var
alþingismaður Snæfellinga 1887
—91 og kosinn á þing á Akureyri
1904 en dó áður þing kæmi
Austrænar feta í fótsnor lilínu
SAN FRANCISCO: — Hattamál
Nínu hinnar rússnesku er nú ekki
lengur sérstakt í sinni röð. Sonja
Juznik, kona vararæðismanns
Júgóslava í San Francisco hefur
nefnilega verið fundin sek um
hliðstætt afbrot. Þetta var á
laugardaginn. Sonja var að verzla
í borginni, og var hún staðin að
því að hnupla vörum að verðmæti
26,75 dollara. Hún var þegar
dregin á fund lögreglunnar — en
vegna tilmæla manns hennar var
henni sleppt gegn 250 dollara
tryggingu.
Aðalræðismaður Júgóslava í
borginni hefur lýst því yfir, að
hann telji Sonju ekki skylda til
þess að mæta fyrir rétti — og
vitnar hann í því sambandi í
einhvern samning milli Banda-
ríkjanna og Serbíu frá árinu 1881.
Vart þarf að geta þess, að
konan hefur harðlega neitað á-
kærunni, en viðkomandi verzlun
stendur fast á sínu. Og menn bíða
með eftirvæntingu eftir því hvort
mál þetta verður jafnskemmti-
legt og hatta-ævintýrið í London.
Elín Briem
saman þann 17. des. 1904. Hann
var lögfræðilegur gæzlustjóri ís-
landsbanka um tíma. Formaður
í milliþinganefnd í fátækramál-
um 1901 og yfirskoðunarmaður
landsreikninga 1886—’89.
Páll Briem var tvíkvæntur.
Var fyrri kona hans Kristín Guð-
mundsdóttir bónda á Auðnum á
Vatnsleysuströnd, en síðari kona
Álfheiður Helga Helgadóttir
lektors Hálfdánarsonar.
Páll Briem var meðal mestu
áhugamanna um félagslegar um-
bætur um áratuga skeið. Hann
skrifaði fjölda greina um stjórn
mál, menningarmál og fjármál og
kom víða fram áhugi hans og
víðsýni. Árið 1900 var hann
framboði við alþingiskosningar í
Húnavatnssýslu og hafði mikið
fylgi. En hann náði ekki kosn-
ingu og þótti mörgum innan hér-
aðs og utan, sem Húnvetning-
um hefði missýnzt mjög, að
hafna svo þjóðþekktum skör-
ungsmanni. En þessu réði eink-
um það, að maðurinn var utan
héraðsmaður. Hafa Húnvetning
ar haldið fastar við þá reglu, en
Páll Briem
flestir aðrir, að kjósa þá eina
sem sína fulltrúa á Alþing, er
búsettir eru innan héraðs.
Þetta raskar heldur engu un
það, sem almennt er viðurkennt
fyrir löngu, að Páll amtmaður
var meðal merkustu og víðsýn-
ustu embættismanna á íslandi
þeirra er uppi voru á síðari hluta
19. aldar og í byrjun hinnar 20.
Þóttu það mikil tíðindi og ill,
víða um land, þegar sú fregn
barst út, að þessi ágæti maður
væri látinn á bezta aldri, aðeins
48 ára gamall. Fannst mörgum,
að þar hyrfi í djúpið einn þeirra
íslendinga er síst mætti missa og
mestur sjónarsviftir væri að.
Nú þegar 100 ár eru liðin frá
fæðingu þessar stórmerku tví-
burasystkina, þá renna margir úr
hópi eldra fólksins huganum til
þeirra margvíslegu starfa er eft-
ir þau lágu og virða fyrir þér
þau margvíslegu áhrif er þau
höfðu á sitt samtíðarfólk og sem
öll voru heilbrigð og góð. Minn-
ingamar um slíkt fólk er dýr-
mæt eign, sem ekki ma gleymast
Tón Pálrnasom.
Cnðrún Á. Síxnonar
viðurkenningn í
mikla
Lundúnum
í fyrstu veiðiför
með góðan afla
í NÝJU blaði af Fishing News,
segir frá góðri veiðför nýs tog-
ara. Var það Grimsbytogarinn
Statham, sem fór á íslandsmið.
Var hann 21 dag í veiðiförinni
allri og kom með 2000 kitta afla vanda hið bezta til þessarar upp
Hlifiiiiplottfr með söng hen^ar
^iuar út og seldar á htiínas-
markaði
Syngur 'i brezka ijtvarpið og kemur
fram í sjónvarpi
ir minnast söngfarar Guðrúnar
Á. Símonar til Norðurlanda
haustið 1954 og hins ágæta orð-
stírs, er hún þá gat sér, að lokn-
um tónleikum sínum í Osló og
Kaupmannahöfn. Enn hefur þessi
mikilhæfa íslenzka listakona bætt
við þessa söngsigra sína nýjum
sigrum á erlendri grund og orð-
ið sér og þjóð sinni til mikillar
sæmdar. Hefur hún nú hlotið
einróma viðurkenningu hinna
vandfýsnustu gagnrýnenda Lund-
únaborgar fyrir listrænan söng
sinn. Af þessu hefur þegar leitt,
að hljómplötur með söng hennar
verða gefnar út og seldar um
heim allan, ennfremur syngur
hún í brezka útvarpið og kemur
fram í sjónvarpi.
Þetta afrek Guðrúnar er sér-
staklega eftirtektarvert, að því
athuguðu, að í heimsborginni er
jafnan við að keppa hina ágæt-
ustu listamenn frá fjölmörgum
þj óðlöndum.
HLJÓMPLÖTUR Á
ALIIEIMSMARKAÐ
Guðrún Á. Símonar fór héðan
til Lundúna s. 1. vor til þess
meðal annars, að syngja inn á
hljómplötur fyrir Fálkann h. f.
og skyldu þær seljast á íslandi.
Upptökuna framkvæmdi hljóm-
plötufyrirtækið His Master’s
Voice. Forstjóri Fálkans, Harald-
ur Ólafsson, vildi fyrir sitt leyti
pund.
Idist hann fyrir tæp 11000
töku, t. d. annaðist undirleik
Hljómsveit Johnny Gregory, ágæt
og víðkunn, skipuð 25 mönnum.
Að lokinni upptöku voru plöt-
urnar, svo sem venja er, leiknar
fyrir tónlistarráð His Master’s
Voice, en í því eiga sæti eins og
vænta má hinir ströngustu gagn-
rýnendur, hámenntaðir tónlistar-
menn. Var það einróma ályktun
tónlistarrráðsins að leggja það til
við framkvæmdaráð fyrirtækis-
ins að gefa plöturnar út og selja
þær á alheimsmarkaði, en slíkan
útgáfurétt fyrirtækisins, ef það
óskaði að nota hann, hafði það
fyrirfram tryggt sér.
Sýnir þetta álit tónlistarráðs-
ins, að vel hefur tekizt til um
upptöku; bæði hljómsveit og söng
kona hafa staðizt hið stranga próf
með prýði. Er þetta þó sérstak-
lega mikill söngsigur fyrir Guð-
rúnu. Enginn tónlistarráðsmanna
mun hafa þekkt hana. Persónuleg
tillitssemi kom því ekki til greina.
Að því er hana snerti var það
því söngur hennar, og ekkert
nema söngur hennar, sem ráðið
gat úrslitum um dóm tónlistar-
ráðsins. Og vart getur verið um
að ræða óhlutdrægari dóm.
Vitað er og, að hljómsveitar-
menn voru mjög ánægðir -með
samstarfið við Guðrúnu. Hafa
þeir látið svo ummælt, að í öllu
hafi það komið greinilega í ljós,
að þeir voru að vinna með lista-
konu, sem vissi, hvað hún vildi
og var að gera.
Framkvæmdaráðið ákvað skjót
lega að fara eftir bendingu tón-
listarráðsins og gefa plöturnar
þegar út í stóru upplagi. Hefur
þessu verki miðað vel áfram, og
er ráð fyrir gert, að sala geti
hafizt erlendis eins og hér á landi
fyrir næstkomandi jóL Ráðgerir
fyrirtækið mikla kynningu þess-
ara hljómplatna í blöðum, útvarpi
og með öðru móti. Verður t. d.
sérstök kynning á þeim í brezka
útvarpinu til Norðurlanda. Og
vegna fyrirhugaðrar útvarpskynn
ingar til Mið-Austurlanda, hefur
þegar farið fram upptaka á segul-
band á samtali við Guðrúnu 1
þættinum „Stars on wings“, sem
útvarpa á um það leyti sem plöt-
urnar koma út, enda er og ætlun-
in að leika þær í þættinum. Og
fréttaritari frá The Record Mirror
hefur þegar átt samtal við Guð-
rúnu og birt það í blaðinu.
SYNGUR í BREZKA
ÚTVARPIÐ
Því næst kom Guðrún í áheyrn
til forráðamanna brezka útvarps-
ins (BBC) 9. ágúst s. 1. Þar söng
hún sígild lög, íslenzk, þýzk og
ítölsk. Eftir þessa prófraun var
henni boðinn hálfrar klukku-
stundar söngþáttur í útvarpinu.
Það er því enginn byrjendaþátt-
ur, sem henni er boðið upp á. Og
i sjálfu „Third programme“ kem-
ur hún fram, en það er einnig
ýmist nefnt „Tho eultural pro-
gramme“ eða „The University o'
the air". Þar er aðelna leikiia
sígiTd tónlist og yfirleitt eru þaO
eingöngu þekktir og frægir lista-
menn, sem koma fram þar. Af
þessu má það ljóst vera, hvaða
álit forráðamenn brezka útvarps-
ins hafa á Guðrúnu og söng
hennar.
Hvarvetna vill Guðrún efla
hróður lands sins og þjóðar. Sem
fulltrúi íslenzkrar söngmenntar
er hún hinn ágætasti. Það nægir
henni þó ekki. Hún vill og geta
kynnt önnur íslenzk menningar-
verðmæti og sérkenni, hvenær
sem hún má því við koma. Þess
vegna varð það að samkomulagi,
að hún að þessu sinni syngi ein-
göngu lög eftir íslenzk tónskáld
í brezka útvarpið.
Upptaka á segulband fór fram
22. f. m., og mun ætlunin að út-
varpa þessum dagskrárlið í febru-
ar n. k. Einn af aðalundirleikur-
um BBC, Clifton Helliwell að
nafni, aðstoðaði Guðrúnu. Til
þess að brezkir útvarpshlustend-
ur megi sem bezt njóta íslenzku
laganna og skilja þau, hefur
Guðrún fengið Benedikt S. Bene-
diktz til þess að þýða textana á
óbundið enskt mál og verður þýð
ingin lesin í útvarpið á undan
hverju lagi fyrir sig.
f SJÓNVARPI
Þá er og ákveðið, að Guðrún
komi innan skamms fram í sión-
varpi í Lundúnum. Mun þar fara
fram samtal við hana, ennfremur
mun hún syngja nokkur lög.
— ★ —
Söngferill Guðrúnar Á. Símon-
ar er bjartur. Sýnir hann, að hin-
ir mörgu glæsilegu hæfileikar,
sem hún er búin, og frábær mennt
un, er hún með einstakri kost-
gæfni og reglusemi hefur aflað
sér, hefur dugað henni vel, er á
hólminn kom.