Morgunblaðið - 19.10.1956, Side 12

Morgunblaðið - 19.10.1956, Side 12
12 MOKCVSBLAÐlfí Föstudagur 19. okt. 1956 > lúmEtiM&Mli Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Síjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigu Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Áskriftargjald kr. 25.00 á mánuði mnanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Uggvænlegar hlikur ó lofti í ÍSLENZKUM stjórnmálum eru nú að gerast atburðir, sem nauð- synlegt er að þjóðin fylgist sem bezt með og átti sig á. Varða þeir hagsmuni og aðstöðu íslendinga bæði út á við og inn á við. Það er fyrst, að auðsætt er að meirihluti núverandi ríkisstjórn- ar stefnir þráðbeint að því, að ísland fari úr varnarbandalagi lýðræðisþjóðanna og slíti að verulegu leyti tengslin við hinar vestrænu þjóðir. Þrír ráðherr- anna, þeir Lúðvík, Hannibal og Gylfi greiddu á sínum tíma at- kvæði gegn þátttöku íslands í Atlantshafsbandalaginu. — Her- mann Jónasson vann gegn henni af öllum kröftum, en sat að lok- um hjá við atkvæðagreiðsluna eftir að honum hafði mistekizt að fá flokk sinn til fylgis við sig. Andstaða núverandi ráð- herra við vestrænt varnar- samstarf er þess vegna ekki ný. Hún er jafngömul Atlants- hafsbandalaginu og þátttöku íslands í því. Einstök flærð o« fláttskapur En hvers vegna látast þá Her- mann og Gylfi vilja áframhald- andi þátttöku íslands í Nato? Þar kemur það fyrst til, að þeir þora ekki að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Þeir vita að yfirgnæfandi meirihiuti kjósenda Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins eru eindregnir fylgismenn þátttöku fslands í varnarbandalagi lýðræðisþjóð- anna. f bili þora þessir flokks- leiðtogar því ekki að taka upp opinbera og hreina baráttu fyrir úrsögn okkar úr bandalaginu. En þeir hafa ekki hikað við að fara krókaleiðir til þess. í öðru lagi þarf ríkisstjórn- in mjög á ýmiss konar aðstoð hinna vestrænu þjóða að halda. Þess vegna reyna undir hyggjumennirnir, sem komnir eru yfir á snæri kommúnista í utanríkis- og öryggismálir íslendinga að breiða yfir það raunverulega áform sitt að flæma ísland úr Nato. — Þeir ætla sér fyrst að hafa töluvert gagn af hinum vestrænu þjóð- um, ýmist með hótunum eða einstæðri flærð og fláttskap. Hráskinnaleikurinn t verkalýðsfélögunum Það er þannig nokkurs konar Nassers-pólitík, sem Hermann Jónasson og nánustu samverka- menn hans telja að henti bezt hagsmunum og heiðri íslenzku þjóðarinnar í dag. í innanlandsstjórnmálunum er það í dag athyglisverðast, að svo virðist sem Framsóknarflokkur- inn hafi kúgað Alþýðuflokkinn til samtarfs við kommúnista í fjölmörgum verkalýðsfélögum. f upphafi Alþýðusambandskosning anna tókst samstarf milli lýð- ræðissinnaðs fólks í mörgum verkalýðsfélögum gegn kommún- istum. Yfir þessu urðu kommúnistar æfareiðir og lýstu því yfir í blaði sínu, að ef þeir yrðu í minni- hluta á næsta Alþýðusambarids- þingi væri forsendan fyrir sam- starfi þríflokkanna um ríkis- stjórn brottu fallin. Minna mátti það ekki kosta. Ef kommúnistum væri ekki tryggður meirihluti á Alþýðu- sambandsþingi ætluðu þeir sér að rjúfa stjórnarsamstarfið!! En Framsókn var ekki lengi að kippa í spottann. — Sjáif átti hún svo að segja ekkert fylgi í verkalýðssamtökunum. Hún fyrirskipaði því Alþýðu- flokknum að taka tafarlaust upp nána samvinnu við komm únista í Alþýðusambands- kosningunum. Þeirri dagskip- an hafa Alþýðuflokksmenn víðast hvar neyðzt til þess að hlýða. Frekia op vfirgangur kommúnista Framsókn hefur því leikið Al- þýðuflokkinn hrapalega grátt í þessum kosningum til Alþýðu- sambandsþings. Hún hefur bein- Hnis skipað honum að vinna að sinni eigin tortímingu og niður- lægingu. Niðurstaðan er því sú, að kommúnistar vaða uppi með dæmalausri frekju og yfirgangi eins og greinilegast sést í Iðju- kosningunum, þar sem hundruð- um lýðræðissinna var meinað að kjósa fulltrúa á Alþýðusambands þing og kosning fór fram í flokks- húsi kommúnista. Fjölda Alþýðuflokksmanna gremst það sárlega að þurfa að ganga erinda kommúnista í verkalýðsfélögunum að boði Framsóknar. Þeim er það ljóst, að með því að efla kommúnista þar eru þeir að grafa undan Al- j þýðuflokknum og negla hvern naglann af öðrum í hans póli- tísku líkkistu. Endurtekur sagan sier? Margir Alþýðuflokksmenn minnast þess nú, hvaða áhrif fyrsta stjórnarsamvinna flokks þeirra við Framsókn hafði. Af- leiðing hennar varð sú, að komm- únistar stórjuku fylgi sitt, fengu þrjá fulltrúa á Alþingi í kosning- unum .1937 óg náðu á skömmum tíma Alþýðusambandi íslands á sitt vald. Nú virðist sagan vera að end- urtaka sig. Framsókn fyrirskipar Alþýðuflokksmönnum að kjósa kommúnista á þing Alþýðusam- bandsins. Þar með treystir hún aðstöðu kommúnistaflokksins að miklum mun en veikir Alþýðu- flokkinn að sama skapi. Hér hefur aðeins verið stiklað á fáu af því, sem er að gerast í íslenzkum stjórn- málum í dag. Um það verður varla deilf, að uggvænlegar blikur eru hér á lofti. íslenzka þjóðin þarf því vissulega að vera vel á verði og fylgjast vel raeð því hverju fram vind- ur. Háskalegur leikur stendur yfir með hagsmuni hennar, inn á við sem út á við. Hvers á EIR voru ekki svo fáir, sem komu að máli við Mbl. í gær, vegna frásagnar þess af því, er gamall bíli eyðilagðist i hörðum árekstri suður á Hringbraut í fyrradag. En mynd var birt af bílflakinu með frásögninni. • Það sem fólkið hafði við frásögn blaðsins að athuga voru orð, sem þvi fannst Mbl. ekki geta notað, þar eð þau væru allt að því meiðandi. UTAN UR HEIMI ^JJdn œtftiJi ct É Ljdfpct w f /cióóerT en menn fjf)ioró ójd uiÉ ö (L ■B. ið hafið sennilega ekki heyrt getið um 78 ára gamla konu, Madame Alexandrine T., fyrrverandi tízkuteiknara, en núverandi njósnara. Auðvitað vit- ið þið ekkert um þessa Madame T., sem kom akandi út á Orly- flugvöllinn skammt fyrir utan París fyrir nokkrum dögum — og ætlaði að stíga þar upp í flugvél, sem átti að flytja hana til Egyptalands. Og þið rennið sennilega ekki grun í það frek- ar en tollverðirnir á Orly-flug- vellinum, að sú gamla var með dýrmæt leyniskjöl í tösku sinni. Nei, hví skyldi 78 ára gömul Madame, sem er fyrrv. tízku- teiknari í aðaltízkuhverfi París- arborgar, allt í einu fara að leggja fyrir sig njósnir, fara að gerast lögbrjótur — eins og Poujade. E n tollverðir eru karl- ar, sem ekki láta 78 ára gamla tízkuteiknara snúa á sig. Þegar Madame Alexandrine T. kom með tösku sína í tollstöðina og hugðist ganga í gegn án þess að opna svo mikið sem púðurdós — þá kallaði einn af hinum borðalögðu vörðum laganna: Kona góð, má ég ekki líta í töskuna yðar. Mad- ame T. varð svo mikið um, að hún eltist um 22 ár þarna á staðn- um — hafði vart áttað sig á því hve ern hún var þrátt fyrir ald- urinn, er tollþjónninn hafði opn- að tösku hennar. í ljós kom hvað það í rauninni var, sem sú 78 ára ætlaði að fara með til ríkja Nassers. Það voru leyndarskjöl, leyndarskjöl herra Diors „kóngs". Já, það var mergurinn málsins. Dior var kom inn í spilið. En allt á sínar rætur, og á- H Já, ekki fór það vcl. Ef ég næði aðeins í þennan Dior — þá mundi ég gera hann að hermálaráð- herra. Ef hann teiknaði klæði hermanna minna — þá yrðu kven sjálfboðaliðar í þjóðfrelsisliern- um í meirihluta. stæðan fyrir leyndarskjalaþjófn aði Madame T. er jafnaugljós og ástæðan fyrir hattaþjófnaði Nínu kringlukastara frá Moskvu. E, vort sem Madame Alexandrine T. hefur ætlað að, gerast hafnsögukona á Súez, eða j saumakona í Kairo — þá skipti i það engum togum, að hún ók skömmu síðar af flugvellinum — aftur til Parísar — og hafnaði að lokum á lögreglustöð í borg- inni. Hún fór ekki til Egypta- lands. Það er ekki laust við að þetta sé dálítið dularfullt, eða finnst ykkur það ekki? En það dregur ef til vill ekki úr leyndinni, sem yfir þessu hvílir — að segja ykk- ur, að daginn eftir hrópuðu blað- sölustrákarnir í París hver í kapp við annan: Njósnari hand- tekinn á Orly í gær. Var að fara með leyndarskjöl úr landi! r Nasser sló eign sinni á Súez-skurðinn, snérust marg- ar Vesturlandaþjóðir hinar verstu við, svo sem alkunna er. Ein af ráðstöfunum frönsku stjórnarinn- ar til þess að reyna að koma vit- inu fyrir hinn sjálfkjörna „kon- ung“ Egypta var sú, að banna út- flutning allra verðmæta til Eg- Enda þótt Nasser takist að skjóta utanríkisráðherrum allra landa skelk í bringu — þá verð ég hvergi hræddur. Ég þekki kven- fólkiS — og veit, að Nasser tekst aldrei aS sigra það. Sniðin mín eru það eina, sem þær getur sigr- að, segir Dior. yptalands. Þess vegna liggja mikl ar sektir við öllu slíku. En kven- fólk er aldrei annað en kvenfólk, enda þótt allt of fáir geri sér grein fyrir því. Egypzkar hefð- armeyjar hafa löngum haft mikið dálæti á Dior karlinum — og hin nýja hausttízka Diors, „seg- ullinn“, hefur dregið svo að sér hugi egypzkra yngismeyja, að þær mega nú vart mæla. adame T. hafði hug- mynd um þetta. Af því að hún þekkti Madame Tamar M., sem var ekki nema 70 ára, — sem þekkti svo aftur einhvern tízku- mann, er nefndist Kiki, sem gat komizt yfir nýjustu snið Diors —- fyrir álitlega fjárhæð — já, þá sá Madame Alexandrine sér leik á borði, að koma egypzkum stöll- um sínum til hjálpar. En yfir þetta vildu Frakkar ekki leggja blessun sína. Þeir vita, sem sé, að þeir geta á þessu sviði haft tangarhald á Nasser, því að — enda þótt hann geti gerbreytt öllu í Egyptalandi — þá getur hann aldrei breytt eðli kven- fólksins. Það verður alltaf hið sama — kvenfólk. Stórfellt húsnæðisleysi er nú í Austur-Þýzkalandi BLAÐIÐ Baltimore Sun skýrir svo frá, að verkamenn I Aust- ur-Þýzkalandi verði „að vinna mörg hundruð klst. endur- gjaldslaust til þess að geta sótt um nýja íbúð“. Edward G. Burks, fréttaritstjóri blaðsins erlendis, skrlfar frá Leipzig, „að fjölskylda, sem óskar eftir þriggja herbergja íb ð í nýju fjölbýlishúsi, verði að vinna 800 klst. endurgjaldslaust við uppbyggingar eða aðra vinnu, sem stjórnin fyrirskipar." Og þá skulum við snúa okkur til lögreglustöðvarinnar, sem Madame Alexandrine T. gisti eftir endurkomuna til Parísar. Hún hafði nú náð sér að fullu og hafði yngzt aftur — um 22 ár. Lögreglan hafði samt ekki náð sér eftir hina miklu geðshrær- ingu, er hana hafði gripið, þegar hiliinn að Þessi gamli bíll hafði verið kallaður: Bíldrusla, garmur og öskuhaugamatur í um- ræddri frásögn. — Ilvers átti þessi gamli bíll að gjalda? ! • Jafnvel þótt bíllinn væri orðinn gamall og heldur ósjá- legur innan um spegilgljáandi „Mercedesa", „Bjúikka" og „Fordara“, þá væri með öllu ástæðulaust fyrir blaðamann- inn að nota þessi orð um ÞEGNSKYLDA? „Þessa vinnu verður fjölskyld- an að inna af hendi fyrir utan hinar venjulegu 48 eða fleiri klst., sem hún vinnur venjulega á viku hverri. Vinna þessi, sem ekki gefur neitt í aðra hönd, getur verið falin í því að vinna á ökr- unum, hreinsa rústir frá stríðinu tjfalda ? hanri, nema ef vera skyldi að hann á einhvem hátt hefði móðgað blaðamanninn! 0 Það má segja, að þessi frétt hafi enn sýnt eina góða hlið á lesendum dagblaðanna. — Þeir taka það óðara óstinnt upp, þegar blöðin veitast með miður heppilegu orðavali að gömlum bíl, sem Iengi hefur þjónað húsbónda sínum, og krefjast fullrar tillitssemi við hann. eða rétta hjálparhönd við bygg- ingu nýrra húsa.“ LÍTIÐ AF NÝJUM BYGGINGUM Burks segir, að mikil húsnæð- isekla sé nú í Austur-Þýzkalandi, og að „tiltölulega lítið sé um byggingu nýrra húsa Kommúnistastjórnin hefur gef- ið út yfirlýsingar þess efnis, að meðallaun verkamanns í Austur- Þýzkalandi séu 370 austur-þýzk mörk á mánuði, en flestir vestur- landabúar, sem þarna hafa komið, álíta að launin séu ekki hærri en 300 mörk á mánuð’ HÁTT VERÐLAG Burks segir ennfremur: gerum ráð fyrir, að það sé rétt, að laun verkamanns séu 370 mörk, „þá er verð á öllum vörum samt sem áður alltof hátt fyrir verka- menn.“ Kvenkjólar kosta frá 120 mörkum, ódýrir kvenskór kosta 80 til 90 mörk, en góð karlmanns- föt kosta 800 mörk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.