Morgunblaðið - 19.10.1956, Síða 13

Morgunblaðið - 19.10.1956, Síða 13
Fóstudagur 19. okt. 195f M ORGUNBLAÐl' 13 AlþiiMji skal vera íslenzka HERRA FORSETI! Meginatriði þess máls, sem hér ligguf fyrir, er það, hvernig Al- þingi skuli skipað þetta kjörtíma- bil skv. ákvæðum, anda og til- gangi stjórnarskrárinnar, og koma þar fyrst og fremst til at- hugunar uppbótar- eða jöfnunar- sætin. En til þess að öðlast nægan skilning á jöfnunarþingsætunum, hvernig þau eru til orðin og um tilgang þeirra, er óhjákvæmilegt að rekja nokkuð aðdraganda þess að þau voru tekin upp í stjórnar- skrána fyrir rúmum tveim ára- tugum. Við athugun á þessu máli, sem hefur mikla þýðingu um stjórnskipun og stjórnarfar okkar íslendinga, er einnig nauðsynlegt, vegna missagna og misskilnings, sem hér hefur orðið vart, að íhuga hvaða sjónarmið koma eink um til greina við eðlilega og skynsamlega skýringu laga. FRUMVARP HANNESAR HAFSTEINS Kosningar til Alþingis, kjör- dæmaskipun og skipun Alþingis haía að sjálfsögðu um langan ald- ur verið eitt af höfuðviðfangsefn- um þing og þjóðar. Það eru nú liðin full 50 ár, síðan fyrsti ís- lenzki ráðherrann, Hannes Haf- stein, flutti á sínu fyrsta þingi sem ráðherra, frv. um nýja kjör- dæmaskipun og kosningatilhög- un. Þetta frv. var að sjálfsögðu flutt vegna þess, að þá um langa hríð hafði mönnum verið ljóst, að nýja skipan þurfti til að tryggja sem bezt þingræði, lýð- ræði og vilja fólksins. Frumvarp Hannesar Hafsteins fól það í sér, að landinu skyldi skipt i sjö kjör- dæmi, er kysi hvert fjóra til sex þingmenn eftir íbúafjölda, og skyldu þm. kosnir með hlutfalls- kosningu. Frv. fékk góðar undir- tektir þá, en varð ekki útrætt. Á næsta þingi var það flutt að nýju, en var þá fellt með litlum at- kvæðamun. Síðan virðist þetta mál hafa legið í þagnargildi um langt skeið, enda önnur viðfangsefni, sem altóku hugi manna um langt skeið, fyrst og fremst samband íslands og Danmerkur og skilhað- ur þeirra. En árið 1928 skrifar Thor Thors, núverandi ambassa- dor íslands í Bandaríkjunum, ýtarlega grein i tímaritið Vöku um kjördæmaskipunina og gerir ákveðnar tillögur til umbóta. Þær tillögur voru í stórum dráttum svipaðar till. Hannesar Hafsteins um skiptingu landsins í nokkur stór kjördæmi með hlutfallskosn- ingu. HNGROFIÐ 1931 Árið 1931 verður merkisár í sögu þessa máls. Þá er málið tek- ið upp á Alþingi. Þáverandi ríkis- stjórn Framsóknarflokksins, sem studdist viS hlutleysi Alþýðu- flokksins, flutti frv. um breyting- ar á stjórnarskránni, sem einkum fólu í sér afnám hinna sex lands- kjörnu þingmanna, þannig að all- ir þm. skyldu kosnir í einmenn- ings- og tvimenningskjördæmum með óhlutbundnum kosningum. í meðferð þessa stjórnarfrv. kom það fram, að bæði Sjálfstæðisfl. og Alþýðuflokkurinn töldu þetta frv. enga lausn vandans, og yrði að fara allt aðrar leiðir til að tryggja réttlæti í þessum málum, þannig að Alþingi yrði sem rétt- ust mynd af þjóðarviljanum. Að vísu ríkti allmikill ágreiningur um leiðir milli þessara tveggja flokka, en þeir voru sammála um meginmarkmiðið: að Alþingi yrði sem réttust mynd af þjóðarvilj- anum, að stjórnmálaflokkarnir fengju þingsæti í samræmi við atkvæðatölu sína við almennar kosningar. Tillögur um léiðir voru mismunandi, þar sem Al- þýðuflokkurinn lagði aðaláherzlu á, að landið yrði allt eitt kjör- dæmi með hlutfallskosningu, en Sjálfstæðismenn töldu aðrar leið- ir, svo sem einmenningskjördæmi með uppbótarsætum eða nokkur stór kjördæmi miklu fremur koma til greina. En þrátt fyrir rétt mynd af þjóðin, fólkið því, sem sjálft, vill RœÖa Cunnars Thoroddsens við um- rœðurnar um kjörbréfin á Alhingi skiptar skoðanir um leiðir milli Sjálfstæðismanna og Jafnaðar- manna, virtust nokkrir möguleik ar á því að ná samkomulagi um gagngerar endurbætur á kjör- dæmaskipuninni. Slíkt mátti Framsóknarflokkurinn ekki heyra nefnt, rauf þingið 14. apríl 1931, og var ein af meginástæð- um þingrofsins sú, eins og sagði í þingrofsboðskapnum, „að sam- vinna milli Jafnaðarmanna- flokksins og Sjálfstæðisflokksins er þegar hafin, meðal annars til að leiða í lög víðtækar breyting- ar á kjördæmaskipun landsins." FRAMSÓKN FÉKK MEIRI- HLUTA MEÐ RÚMUM ÞRIÐJUNG ATKVÆÐA Þetta varð upphaf mikilla átaka um stjórnarskrárlög og kjördæmamál, átaka, sem stóðu í þrjú ár. Framsóknarflokkurinn vann í þingrofskosningunum 1931 mikinn sigur, en sá sigur var Pyrrhusarsigur. Flokkurinn fékk 21 þm. af 36 kjördæmakosn- um, auk þess hafði hann 2 land- kjörna þm. af 6. Hann hafði því •samtals 23 þm. af 42 eða hreinan meirihluta á Alþingi. En atkvæða magnið, sem stóð á bak við flokk- inn í þessum kosningum var að- eins 35,9% eða rúmur þriðjungur þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn, sem höfðu á bak við sig í kosningun- um um 60% greiddra atkvæða samtals, fengu kosna 15 þm., höfðu 4 landkjörna fyrir og fengu því samtals 19 þm. á móti 23 þm. Framsóknarflokksins. Hafi menn ekki áður skilið, að kjördæma- skipunin þyrfti endurskoðunar, þá var það nú fullljóst, að svo mátti ekki lengur standa. Kröfur almennings urðu svo ákveðnar og háværar um breytingar til að tryggja lýðræðið, að Framsókn- arflokkurinn gafst upp ári síðar, þrátt fyrir hreinan meirihluta á Alþingi. Stjórn hans sagði af sér, og ný stjórn var mynduð, með það höfuðverkefni að leysa kjör- dæmamálið. FORUSTA JÓNS ÞORUÁKS- SONAR OG JÓNS BALDVINSSONAR í þessum átökum öllum komu skýrt fram; í frumvörpum, grein argerðum og þingræðum; megin- sjónarmiðin í málinu. Forustuna höfðu hinir mikilsyirtu leiðtogar, Jón Þorláksson formaður Sjálf- stæðisflokksins og Jón Baldvins- son formaður Alþýðuflokksins. Þeir voru í fararbroddi og í eld- línunni fyrir sína flokka. Megin- markmið þeirra beggja var það sama, og það er orðað svo í 1. gr. stjórnarskrárfrv., sem þeir fluttu sameiginlega 1932, Jón Þorláks- son, Jón Baldvinsson og Pétur Magnússon; „Alþingi skal svo skipað, að hver þingflokkur hafi þingsæti í samræmi við atkvæðatölu þá, sem greidd er frambjóðendum flokksins samtals við almennar kosningar.“ Jón Baldvinsson flutti margar og skeleggar ræður í þessu máli. Hann tók það hvað eftir annað skýrt fram, að þingflokkar yrðu að fá þingsæti í samræmi við atkvæðatölu þeirra, að Alþýðu- flokkurinn hefði haldið og mundi halda fast við þær kröfur, sem hann hefði barizt fyrir undan- farinn hálfan annan áratug og það þýddi ekki til lengdar að standa á móti þessu máli. Annar áhrifamaður Alþýðuflokksins fyrr og síðar, núverandi formað- ur hans, Haraldur Guðmundsson, sagði í þessum sömu átökum: „Afstaða okkar Jafnaðarmanna þá, að landsmálaflokkarnir eða þingflokkarnir verða að fá þing- sæti í samræmi við þá kjósenda- tölu, sem stendur að baki hverj- um þeirra. Með því er jafnrétti kjósendanna tryggt og á engan annan hátt verður það tryggt.“ Og enn segir prófasturinn um þetta réttlætismál Alþýðuflokks- ins: „Við Framsóknarmenn erum þess fullvissir að . . . fáa óhappa- menn hafi þjóðin átt meiri . . . en þá, sem nú bera fram breytingar á stjórnarskránni." Öll hefur þessi barátta fyrir uppbótarsætum, jöfnunarsætum, hlutfallskosningum, beinzt í eina og sömu átt, — það er að tryggja réttlæti, tryggja lýðræði, að þing- ið verði sem sö'nnust mynd af þjóðarviljanum á hverjum tíma. GUNNAR THORODDSEN í stjórnarskrármálinu er mjög skýr. Við höfum lagt fyrir þing- ið frv. sem er í samræmi við okk- ar stefnu, þ.e. þingflokkarnir fái þingsæti í réttu hlutfalli við at- kvæðatölu við almennar kosn- ingar.“ GREINAGERÐ MEÐ STJÓRN- ARSKRÁRFRV. 1932 Til þess að marka skýrt og greinilega þá afstöðu, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur fylgt um aldarfjórðung, sem síðan er lið- inn, vil ég lesa hér upp kafla úr ýtarlegri greinargerð Jóns Þor- lákssonar og Péturs Magnússon- ar með stjórnarskrárfrv. 1932. Þar segir: „Eftir kosningarnar 1931 hefur Framsóknarflokkurinn algeran meirihluta í þinginu, 23 þm., sem eftir kjósendafylgi á aðeins að hafa einn þingmann umfram þriðjung þingsæta. Þetta ástand er algerlega óvið- unandi í landi, sem vill telja sig lýðræðisríki. Eftir réttarmeðvit- und nútímans er þjóðfélagsvaldið í lýðræðislöndum byggt á þeim grundvelli, að valdið sé sameigin- leg eign hinna fullveðja borgara, hluti af mannréttindum hvers einstaks þeirra, sem eigi verður með neinu lagaboði réttilega af þeim tekinn eða misjafn ger, þótt hitt geti komið fyrir, að einstakl- ingur brjóti þessi réttindi af sér um stundarsakir eða fyrir fullt og allt með því að gera sig sekan í athæfi, sem varðar við lög og svívirðilegt er að almennings- dómi. Meðferð þessa valds fela borgararnir þinginu í umboði sínu, en þar af leiðir beint, að þingið á að vera hlutfallslega rétt smækkuð mynd af þeim skoðun- um, sem uppi eru meðal kjósend- anna. í öllum löndum koma þess- ar skoðanir nú á tímum fram á þann hátt, að þeir sem eru sömu skoðunar í þeim málum, sem aðallega koma til greina við kosn- ingar, hópa sig saman í lands- málaflokka, með tilsvarandi þing flokkum innan þinganna. Af hin- um jafna rétti fullveðja borgara til þátttöku í ríkisvaldinu og áhrifa á meðferð þess, leiðir það TEKIN UPP 11 ÞINGSÆTI TIL JÖFNUNAR Þessi barátta leiddi til merki- legs áfanga þar sem var stjórn- arskrárbreytingin 1933. Sú leið að markinu var valin í bili að hafa kjördæmaskipunina í meg- inatriðum eins og hún hafði verið en taka upp 11 þingsæti til jöfn- unar til þess að hver þingflokkur fái þingsæti í sem fyllstu sam- ræmi við atkvæðatölu sína við almennar kosningar. Þetta ákvæði stjórnarskrárinnar er kosningajafnréttis á íslandi. Hér var því veruleg lagfæring fengin. merkur áfangi í sögu lýðræðis og Nú liðu 8 ár, það kom í ljós, að þessi breyting, þótt hún stefndi í rétta átt, — var engan veginn fullnægjandi. Það stafaði fyrst og fremst af markvissum tilraun- um Framsóknarflokksins til þess að f ara í kringum lögin og til þess að fá sem allra flest fámenn kjör- dæmi út á sem allra fæst atk. En eins og kunnugt er, þá hefur það lengst af verið ein af sér- greinum Framsóknarflokksins að misnota kjördæmaskipunina. Síðan gerist það árið 1942, að Alþýðuflokkurinn tekur upp kjör dæmamálið að nýju. Þá eru aðal- atriði frv. hans að upp skuli tekn- ar hlutfallskosningar í 6 tvímenn ingskjördæmum, en uppbótarsæt- unum haldið. Þetta frv. hlaut stuðning Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins og varð að lögum, gegn eindreginni and- stöðu og ofsa Framsóknarflokks- ins. Meðal flutningsmanna þessa réttlætisfrv. voru 2 af núverandi þm. Alþýðuflokksins, formaður hans, Haraldur Guðmundsson, og utanríkisráðherra, Emil Jónsson. í greinargerð frv. segir: UMMÆLI HARALDAR OG EMILS „Aðalatriði þessa frv. stefna að því marki að jafna atkvæðis rétt þegnanna og skapa jafnvægi milli flokka á þingi . . . Hér er stefnt að því að endurbæta skipu- lag lýðræðisins í okkar landi. Ein staklingarnir og réttur þeirra er undirs'taða þess, og þingið á að vera rétt mynd af þjóðinni“. Það er vissulega fróðlegt og til nokkurrar skýringar á afstöðu Framsóknarmanna í þessum rétt- lætismálum fyrr og síðar, að at- huga hér nokkrar setningar aðal- málsvara Framsóknarflokksins í þessu máli 1942. Sveinbjörn Högnason sagði meðal annars í þessum umr. „Alþýðuflokkurinn hefur nú gefið upp alla von um að vinna ný kjördæmi, en vill koma ár sinni þannig fyrir borð, að honum verði not af atkvæðum, sem greidd eru honum víðsvegar um landið, þó ekkert kjördæmi vilji þá fyrir þingmenn. En svo getur farið, að þótt ný kjördæmi séu stofnuð fyrir þá, að atkvæðin týnist og verði þeim ekki að til- ætluðum notum. Frv. gengur allt út á að segja við kjósendur: þó að þið viljið okkur ekki fyrir þm., þá skuluð þið samt hjálpa okkur til að koma mönnum á þing .... Trúað gæti ég því, að þeir, sem flytja nú þetta frv. í því skyni að sjá fylkingar sínar vaxa, sæju þær hverfa. Og það er ekki annað en við má búast, er menn bjóða þjóðinni naglasúpu í stað rétt- lætis.“ FRAMSÓKN ALLTAF STREITZT Á MÓTI Lengst af hafa Alþfl. og komm- únistar þótzt eiga samleið um meginstefnuna með Sjálfstæðis- mönnum. Einn flokkur hefur alltaf streitzt á móti, Framsókn- £ arflokkurinn. Síðan 1942, þegar þetta stjórn- arskrárfrv. Alþýðuflokksins var samþykkt, sem var stórt spor í rétta átt, hefur þó sigið á ógæfu- hlið og ranglætið orðið meira og meira, þótt út yfir taki nú, þar sem öll fyrri met eru slegin í pólitískum hrekkjabrögðum. Það er eðlilegt, að flokkar reyni að vinna sem flest kjör- dæmi með því að auka stefnu sinni fylgi með þjóðinni, og vit- anlega hafa flokkar heimild til að vinna saman og gera bandalög sín á milli. En nú hefur það gerzt sem er óþekkt í íslenzkri stjórn- málasögu. í rauninni er það tvennt, sem gerzt hefur jafn snemma. Kosningabandalag Framsóknar og Alþýðuflokksins, kosningaflokkur þeirra, gerði þrauthugsaða, útspekuleraða til- raun til þess að ná sem flestum fámennustu kjördæmunum á sitt vald, en um leið og þessi tilraun er gerð, reynir þessi sami kosn- ingaflokkur að hremma sem allra flest uppbótarsæti. Glöggt dæmi þessa er Seyðisfjörður. Um nokk- urra ára skeið var Seyðisfjörður Alþýðuflokkskjördæmi, og síðari árin, meðan Sjálfstæðisflokkur- inn hefur haft það kjördæmi, hs' ur aðal-andstæðingurinn verið frambjóðandi Alþýðuflokksins. Framsóknarflokkurinn hafði sára lítið fylgi þar. Nú gerast þau undur í sumar, að ákveðið er að afhenda Fram- sóknarflokknum Seyðisfjörð. Vegna hvers? Af þeirri einföldu ástæðu, að það er nauðsynlegur liður í samsærinu. Ef Alþýðu- flokkurinn hefði unnið Seyðis- fjörð úr höndum Sjálfstæðis- manna, þá hefði Alþýðuflokkur- inn fengið einu uppbótarsæti færra. En með því að afhenda Framsóknarflokknum þetta kjör- dæmi, þá gat Alþýðuflokkurinn fengið uppbótarmann engu að síður. ENGIN FORDÆMI Það eru engin fordæmi fyrir þessu. Málsvarar bandalagsins hafa reynt að vitna í samstarf Bændaflokksins og Sjálfstæðis- flokksins í kosningunum 1937 til samanburðar. Það hefur verið marghrakið, að þetta tvennt sé sambærilegt. Bændaflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu mótframbjóðendur hvor á móti öðrum í mörgum kjördæmum, en Framsóknar og Alþýðuflokkur- inn nú algerlega samstöðu, sömu frambjóðendur og bandalag í hverju' einasta kjördæmi um menn og málefni. En til viðbótar því, sem ræðu- menn Sjálfstæðisflokksins hafa sagt hér um þetta mál, er eitt atriði enn, sem ég vil minna á. Bandalag Framsóknar og Al- þýðuflokksins er gert til þess að hremma sem flest af fámennustu kjördæmunum og næla í uppbót- arsæti um leið, þvert ofan í anda og tilgang stjórnarskrárinnar. En bandalag Sjálfstæðisflokksins og Framh. á bls. 14. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.