Morgunblaðið - 19.10.1956, Síða 20

Morgunblaðið - 19.10.1956, Síða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 19. oltt. 1956 LOUIS COCHRAN: SONUR HAMANS Framhaldssagan 56 'oergi sonar síns, greip svo í aðra ixl hans og hristi lítillega, til þess rð vekja hann. Lije reis upp við dogg og leit i móður sína blóðhlaupnum aug- um og var nokkra stund að átta sig: Svo muldraði eitthvað ógreini- ega í honum og hann velti sér yfir á hina hliðina. „Viltu ekki fá þér svolítinn matarbita, Lije? Hérna kom ég með nckkur egg handa þér og of- urlítinn kjötbita.“ Hún rétti að honum handklæði úr grófu efni, vætt í köldu vatni. „Svona nú, drengurinn minn. Leyfðu mér nú að þvo þér í fram- an, eins og þegar þú varst lítill." Hún ætlaði að fara að strjúka honum um andlitið með vota handklæðinu, en þegar hún gerði sig líklega til þess, kastaði Lije sér aftur á bak upp að þilinu. „Farðu burtu“, tautaði hann á milli þrútinna varanna. — „Farðu burtu og láttu mig í friði.“ „Svona, Lije —“ „Leyfðu mér að sofa í friði, heyrirðu það. Ég vil fá að sofa í friði.. “ Hún þokaði sér frá rúminu, nokkuð treglega samt. Svo barð- ist hún við að byrgja inni tráin, sem sóttu fram á hvarma hennar og fór að bera vatn til hryssanna, sem nú kepptust við að bíta gisið grasið í kringum trén, er þær voru tjóðraðar við. Hryssurnar drukku af mestu áfergju og lögðu kollhúfur með eyrunum, eins og þær grunuðu þessa undarlegu persónu, sem bograði þarna fyrir framan þær um græsku og þegar gamla kon- an ætlaði að strjúka hina fín- gerðu flipa með löngum fingur- gómum sínum, létu þær skína í hvítar, sterklegar tennurnar, svo að hún kippti að sér hendinni og hörfaði frá dýrunum. Einni klukkustund síðar þegar hún gægðist inn í herbergi sonar síns, var rúmið hans tómt og þótt IÍTVARPIÐ hún gerði nákvæma leit í öllum herbergjunum þremur, gat hún hvergi fundið nokkur merki eftir hann. Jafnvel hatturinn hans var horfinn og þegar hún gekk út úr húsinu, út í bjart sólskin hins kalda dags, sá hún að svæðið um- hverfis trén var autt, enginn vagn engir hestar. Hann hafði farið með vagninn til að skila honum, eins og hann hafði lofað Dink lcvöldið áður og þegar miðdegis- verðartími nálgaðist myndi hann koma heim aftur, matlystugur og skapbetri. En tveimur klukkustundum eft ir að miðdegisverðarborðið hafði verið vandlega tilreitt, með leif- unum af stöngulberjabúðingnum við hliðina á diski Lijes og hann lét enn ekkert til sín heyra, ýtti hún tindiskinum til hliðar. Hún var slöpp og máttlaus eftir kvöld- slarkið og kastaði sér á grúfu út af í flet sitt og brast í þungan, sáran grát með djupum ekkasog- um, í fyrsta skipti í marga mán- uði. Það var nokkuð liðið fram á kvöldið, þegar Lije birtist aftur, hattlaus, með skyrtuna frá- hneppta á brjóstinu, buxurnar ataðar í leir og í hendinni hélt hann hátt á lofti hrúnleitri pott- flösku, sem hún vissi að hlaut að koma frá veitingasölu Dinks og hvergi annars staðar. Alla nóttina lá Lije inni í þröngu litlu svefnkompunni sinni, hreyfingarlaus að mestu, en stundum tautandi óskiljanleg, sundurlaus orð með drykkju- mannslegu æði og öðru hverju stulaðist hann um herbergið eins og í örvæntingarfullri leit eftir einhverju, sem honum var ger- samlega fyrirmunað að höndla. Og þegar loks dagur rann og ekkert hljóð heyrðist úr herbergi hins drukkna manns, fór móðir hans í ofboði á fund Dinks, til þess að leita hjálpar hans. Með stálfleyg og þéttu átaki veittist Dink næsta auðvelt að ýta niður tréhaldinu, sem lokað gluggahleranum og svo störðu þau bæði eftirvæntingarfull inn í skuggsýnt og drungalegt her- bergið, í kvöldhúminu. En Lije svaf eins og rólegt barn, með léttum, örum andar- drætti, annar handleggurinn lá kæruleysislega yfir ennið, and- litið snéri beint á móti þeim með svip friðsællar rósemi, sem sjald- an sást á unga manninum í vöku. Hljóðlega leiddi Dink móður- ina í burtu og lét gluggahlerann ofur varfærnislega á sinn stað aftur. „Hann er búinn að jafna sig fullkomlega", sagði hann. — „Sjáðu hvernig hann sefur. Alveg eins og lítið barn.“ „En kannske byrjar hann aft- ur“. Móðirin spennti greiparnar örvæntingarfull. — „Kannske ó hann meira af þessu hræðilega viskíi, sem þú seldir honum.“ Veitingasalinn dökknaði í fram an, við það að vöru hans var hallmælt. — „Nei, þetta viskí er ekki sterkara en móðurmjólk handa körlum eins og honum. Auk þess sagði ég þér að ég hefði ekki selt honum viskí. Það var Hooks, sem gerði það. Nei, dreng urinn var nú svo mikill með sig, að hann leit ekki einu sinni inn til mín.“ Konan dró hann með sér inn fyrir dyrnar og þrýsti sér að hon- um, flóandi í tárum: — „Mér þyk Frá REYKJAVÍK til GLASGOW alla sunnudaga. Til REYKJAVÍKUR frá GLASGOW alla laugardaga. Margar ferðir daglega milli LONDON og GLASGOW LOHLEIOIR SSysavarnadeðldin Hraunprýði (Hafnarfirði), fer í heimsókn til Akranessdeildarinnar miðvikudag 24. þ. m. með Akraborg kl. 5 síðd. — Konur tilkynni þátttöku sína eigi síðar en sunnudagskvöld — (sunnudag 21. þ. m. í síma 9485 og 9573. Nefndin. Ný upnskera frá GHBICKLANIIl væai£anBe«jar næs&u dlaga. 12VÍ kíló kassar. Verð mjög hagstœft Eggert Kristjánsson & Co., h.f. Föstudagur 19. október: Fastir liðir eins og venjulega. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Tónleikar: Harmonikulög (plötur). 20,30 „Um víða veröld“. Ævar Kvaran leikari flytur þátt- inn. 20,55 Islenzk tónlist: Lög eft- ir Sigvalda Kaldalóns (plötur). — 21.15 Aldarminning systkinanna Elínar og Páls Briem. Frú Hulda Á. Stefánsdóttir forstöðukona tal ar um Elínu og dr. Þorkell Jó- hannesson háskólarektor um Pál. Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi flytur inngangsorð. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. — Kvæði kvölds- ins. 22,10 Kvöldsagan: „Sumar- auki“ eftir Hans Severinsen; XVI. (Róbert Arnfinnsson leik- ari). 22,30 Létt lög (plötur). -— 23,00 Dagskrárlok. Laugardagur 20. október. Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndír Sigurjónsdóttir). 19,00 Tómstunda þáttur baraa og unglinga (Jón Pálsson). 19,30 Tónleikar (pl.). 20.30 Tónleikar (plötur). 21,0C Leikrit: „Pílagrímurinn" eftir Charles Vildrac, í þýðingu Emiis H. Eyjólfssonar. — Leikstjóri: Gunnar R. Hansen. Leikendur: — Þorsteinn ö. Stephensen, Guð- björg Þorbjarnardóttir, Kristír, Anna Þórarinsdóttir og Edda Kvaran. 22,00 Fréttir og veður- fregnir. 22,10 Danslög (plötur). • 24,00 Dagskrárlok. M 1 P g 11 C F.ftir Fd Dodd 1) — Markús, þetta er mamma mín, Karolína, og ég heiti Finnur. 2) — Gjörið svo vel og takið yður sæti. — Það er aldeilis flott að sitja við borð hjá þér, Markús. 3) — Segðu ekki „aldeilis flott“ Finnur. Það er engin íslenzka. 4) — IViamma, Markús er kvik- myndatökumaður. Hann hefur ferðazt um skóga Afríku og tekið kvikmyndir af villidýrunum. — En hvað það var merkileg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.